Um álfa og tröll

Silly Season er formlega hafið. Hvaða saga gengur nú fjöllunum hærra? Jú, Thierry Henry á víst að vera við það að skrifa undir samning við Liverpool FC. Trúlegt? Nei. Væri frábært ef satt væri? Já. En hverjar væru líkurnar á því að Arsenal væri tilbúið til að selja sinn besta mann til liðs sem er að keppa við þá harðri keppni á hverju einasta tímabili? Að mínum dómi…ENGAR.

En mikið er þetta skemmtileg saga engu að síður. Thierry Henry er, og hefur verið undanfarin ár, besti framherjinn í heiminum. Simple as that í mínum huga. Mér finnst ekkert ótrúlegt að hann sé að hugsa sér til hreyfings. Það er mikil óvissa þarna með framtíð Arsene Wenger, einn hans helsti bakharl farinn og bara eitt ár eftir af samningi. Mér finnst þó líklegra að Henry fari til Spánar. Honum líkar reyndar (að manni skilst) lífið vel á Englandi, en að Arsenal séu að fara að selja okkur hann…nahh, góður draumur’mar.

En auðvitað má alltaf láta sig dreyma. Mínir draumar hafa reyndar fæstir ræst, og ég stór efast um að þessi geri það. Hef fengið mikið af e-mailum og sms-um frá félögum mínum úti í Liverpool sem segja þetta vera done díll, en ég er nú bara þannig gerður að mér finnst vera akkúrat engar líkur á þessu. Vonandi hef ég alveg geysilega rangt fyrir mér, en ég segi samt bara “don’t hold your breath”.

Ég skrifa ekki oft um slúður, því mér finnst það oftast harla leiðinlegt og ómerkilegt. Ég stóðst bara ekki freistinguna núna með það, sér í lagi þar sem maður er búinn að fá svo miklar meldingar um þetta efni.

22 Comments

  1. En Arsenal seldi Ca$hley Cole til Chelsea, sem er líkalið sem þeir hafa barist við um sæti undanfarin ár, svoi maður má vona. 🙂

  2. Elli, ég hugsa að nær hvaða Arsenal-aðdáandi sem er í heiminum myndi taka í lurginn á þér fyrir að svo mikið sem gefa það í skyn að Ca$hley Cunt og Thierry Henry séu í svipað miklum metum eða svipaðri stöðu innan klúbbsins.

    Þetta er svona álíka rangt og ef ég færi að halda því fram að Steven Gerrard og Josemi hafi verið svipað mikilvægir leikmenn í valdatíð Rafa. Nei segi bara svona. 😉

  3. Já Henry segi þið. Nei ekki að fara gerast.

    En váááá hvað ég myndi líta ílla út í vinnuni þar sem ég er búinn að græta vinnufélaga minn með endalausum árásum dag eftir dag.
    Þar sem ég hef haldið því fram við hann að Henry sé búinn að vera orðinn gamall og lúinn. Að hann eldist jafn vel og florida búi sem stundar sólbað 8 tíma á dag.
    En þar sem ég hef breitt bak og get tekið hverju sem sem hann reynir að henda í mig. segi ég bara ALLT Í LAGI HANN MÁ KOMA

  4. Það er sama með mig og Andra, ég hef haldið þeirri skoðun minni á lofti að Herny sé á endasprettinum á sínum ferli og bezt væri fyrir Arsenal að láta hann fara meðan að hann er stórt nafn og góður peningur fæst fyrir hann.
    Og ég ætla að standa við þetta, og þó svo að ég hafi yfirleitt rangt fyrir mér í svona málum þá vil ég frekar Eto.

  5. Henry kemur alveg pottþétt. Hann og Kyut besta framherjapar í heimi segi og skrifa. Liverpool tekur fernuna á næstu tímabilum. Þið hinir þetta er búið hjá ykkur bless bless

  6. Það væri gargandi snilld að fá hann!!!!!!
    Gaurinn er búinn að vera yfirburðarmaður í ensku deildinni allt fram á síðasta tímabil. Ef hann er heill er þetta besti framherji sem hægt er að fá, ekki nóg með það að hann raðar inn mörkum að vild heldur gerir hann alla í kringum sig betri með sinni ótrúlegu sköpunargáfu.
    Henry já takk en þetta er bara aðeins of gott til að vera satt.

  7. Aðeins off topic, afhverju er Crouch ekki fastamaður í enska landsliðinui!!? – ljós punkturinn við landsleiki kvöldsins er að England vann, Crouch lagði upp fyrsta mark Englands og skoraði annað. Þeir verða að komast á EM.

  8. afhverju er Crouch ekki fastamaður í enska landsliðinui!!?

    Af því að Steve McClaren er fífl.

    Crouch er eini framherjinn sem hefur skorað af einhverju viti undir stjórn McClaren, samt virðist það vera tilgangur hans í lífinu að forðast það að setja Crouchy í liðið. Enn einu sinni sannar hann sig.

  9. Ekki geta Henry sögurnar verið mjög háværar þar sem ég finn ekki stakt orð um þetta nema á þessarri síðu og liverpool.is. Endilega bendið mér á einhver skrif um þetta mál ef þau eru til. BTW 1. apríl er ekkert í dag er það?

  10. Ef þú skoðar eitthvað af spjallborðum Liverpool manna á Englandi, þá kemstu að því “what the fuss is all about”. Ekki samt að segja að trúverðugleikinn sé eitthvað meiri, bara það að þetta er ekki eitthvað sem við og liverpool.is erum að reyna að koma í loftið.

  11. Af hverju er Crouch ekki alltaf í byrjunarliðinu??

    Hvernig í ósköpunum getur McClaren tekið Wes Brown og Ledley King framyfir Carragher??!

    McClaren er álíka hæfur landsliðsþjálfari og Eyjólfur Sverrison. Það sást þegar hann henti Beckham úr liðinu.

  12. Persónulega þá gæti mér ekki verið meira sama hvort Liverpool-mennirnir spili eða ekki í landsleikjum. Vil í raun að þeir geri sem minnst af því, það sem skiptir máli er hvernig þeir standa sig hjá Liverpool ekki hjá landsliðunum

  13. Afsakið útidúrinn, en er hægt að sjá mörkin frá landsleik Svíþjóðar og Íslands á netinu?

  14. þetta væri eins og að fá að negla naomi campell eða eitthvað jafn fáránlegt, hitta hana á Players í liverpool treyju.
    Einmitt. Samt smá sjens. En ekki veðja 🙂

Bilun og aðrir punktar

Momo, Xabi, Pepe (uppfært)