Hvað mun gerast?

Í framhaldi af færslu SSteins þá ákvað ég að líta aðeins á þær fréttir sem hafa verið tengdar okkur og leikmannamarkaðnum undanfarið.

Tom Hicks biður okkur stuðningsmenn Liverpool að sýna þolinmæði varðandi leikmannakaup en segir að líklega verði einhverjar fréttir í næstu viku.

“Just be patient because we are talking to Rafa often. Rick Parry is in charge of getting the contracts negotiated.
We have lawyers working on it and I think the fans are going to like the outcome.Maybe we will hear something in the next week.”

Rafa hefur áður sagt að hann vilji hafa skjótar hendur á leikmannamarkaðnum og því tel ég líklegt að eitthvað gerist strax í næstu viku. Hins vegar líkur spænsku deildarkeppninni ekki fyrr en sunnudaginn 17. júní og því mun lítið gerast varðandi leikmenn þaðan fyrr en henni líkur.

Jerzy Dudek mun vera í viðræðum við Real Betis en ég tel samt alveg eins líklegt að lið eins og Aston Villa, Birmingham, Derby County o.s.frv. muni reyna að krækja í kappann. Hann er með lausan samning og hefur gefið það að út að hann vill fara til liðs þar sem hann fær að spila.

Scott Carson kemur tilbaka frá Charlton þar sem hann var á árs láni. Hver endirinn verður með hann veit ég ekki en ólíklegt þykir mér að hann sætti sig við að vera back-up fyrir Reina næstu 5 árin. Ben Foster hjá Man U var í láni hjá Watford í vetur og hefur ákveðið að vera á bekknum með Van Der Sar í eitt ár en mun þá væntanlega taka við sæti hans. En munurinn er að Van Der Sar er 37 ára á meðan Reina er 24 ára. Hvað sem gerist þá munum við ávallt fá góðan pening fyrir Carson. Daniele Padelli verður líklega ekki samið við til framtíðar en hann var á láni út tímabilið frá Padova.

Boudewijn Zenden er víst með þónokkur tilboð úr að velja en hann hefur sagt að sér líki afar vel að spila í Englandi. Ekki er samt ólíklegt að PSV verði hans endastöð nema að Sam Allardyce muni fá hann til Newcastle?

Sky Sports greinir frá því að bæði Milan og Chelsea séu búin að bjóða í Daniel Alves hjá Sevilla. Tilboðin hljóma uppá ca. 16-13 milljónir punda. Ég get ekki séð að við ættum EKKI að geta tekið þátt í því þar sem ég átti von á hærri upphæðum í þessu tilboðsstríði. Hins vegar mun Real Madrid vera líklegasta endastöðin hans, verði honum að góðu!

Hvað verður um Drjibil Cisse er ennþá óljóst en eina sem ég tel víst er að hann verður ekki hjá Liverpool. Síðasta liðið til að sýna honum áhuga er Bolton og á hann þá að leysa að landa sinn, Anelka, sem ku vera á förum til liðs í Meistaradeildinni. Man U hefur verið nefnt í því sambandi. Ef af verður þá held ég að enginn leikmaður síðast liðinn 30 ár hafi leikið hjá Arsenal, Liverpool og Man U áður!

Að lokum segist Florent Malouda vera áhugasamur á að koma til Liverpool en ennþá hafi félagið ekki haft formlegt samband við Lyon! Væri ekki týpískt að hanm myndi enda hjá Chelsea eða eins og Einar Örn segir í ummælum við fyrri færslu SSteinn, Hverjir koma:

Hefði samt viljað að menn færu að klára þetta Malouda dæmi ASAP. Þegar fokking Didier Drogba er farinn að blanda sér í málin þá er komin tími á aðgerðir.

Hverjir koma?

Bilun og aðrir punktar