Bilun og aðrir punktar

Uppfært: Ummælin virðast vera í lagi núna! 

Svo virðist sem það sé eitthvað erfitt að skrifa ummæli við færslur á síðunni. Ég og fleiri hafa lent í því að síðan segir mér að ég hafi skrifað of mörg ummæli á of stuttum tíma þegar ég reyni að senda inn, þótt ég hafi ekki skrifað ummæli í rúman sólarhring núna. Miðað við hve langt er síðan síðustu ummælin féllu á síðunni get ég giskað á að þið hin eigið öll í þessum vanda líka. Verið þolinmóð, við erum að reyna að finna hvað gæti verið að.

Annars er það helst í fréttum að það er EKKERT að frétta. Ég lenti í áhugaverðu spjalli við félaga minn í gær, en sá er United-maður. Hann sagði að það væri skrýtið hversu mikið við boltabullurnar tölum um að það verði gott að fá frí frá ensku knattspyrnunni en svo eyðum við megninu af fríinu í að vakta fréttasíður á netinu og/eða skeggræða möguleg kaup og kjör liðanna yfir sumarið. Sem er alveg rétt, mér finnst ég t.d. aldrei hanga jafn óþreyjufullur fyrir framan netið yfir fréttum og yfir sumarið. Þessa dagana er ég alltaf með fréttasíðurnar opnar á öðrum tölvuskjánum í vinnunni, þannig að ég missi alveg örugglega ekki af neinu.

Er þetta þráhyggja hjá manni? Eflaust. En þá er ég líka staddur á réttum stað … þessi vefsíða er stundum eins og stuðningshópur fyrir boltafíkla. “Hæ, ég heiti Kristján og ég er boltafíkill.” “Hæ Kristján.” Klapp klapp klapp … 😉

18 Comments

 1. Jú annars, hér er hálfvitalegasta frétt ársins: Wes Brown, Ledley King og Kieron Dyer valdir FRAM YFIR Jamie Carragher í vörn enska landsliðsins í kvöld. Mig langar helst til að sparka fast í görnina á McClaren fyrir þessa heimsku, en fyrst ég get það ekki læt ég mér nægja að tala um það hér. Hann hlýtur að vera eini maðurinn í heiminum sem sér vit í því að velja miðjumanninn Dyer, United-varamanninn Brown og hinn símeidda King fram yfir manninn sem:

  1. Kom liði sínu í úrslit Meistaradeildarinnar í ár, í annað sinn á þremur árum.
  2. Var hluti af vörninni sem setti met í að halda oftast hreinu í ensku deildinni.
  3. Franco Baresi hefur kallað besta varnarmann Evrópu.

  Ég vona að England tapi í kvöld. Ég vona að þeir tapi illa, og ég vona að það verði allt Dyer, Brown og King að kenna. Þá kannski tekur einhver við þessu liði sem sýnir Carra þá virðingu sem hann á skilið.

 2. Þetta er búið hjá Steve McClown, og það fyrir löngu. Hvers vegna í ósköpunum fékk maðurinn að taka við þessu landsliði?

  Eina sem hann gerði hjá Boro var að koma þeim í úrslit UEFA, EKKERT annað. Ullu vonbrigðum ár eftir ár í deildinni þrátt fyrir að McClown hefði fengið feykinóg pening til að ráðstafa í leikmannakaup.
  Hann hefur líka ekkert þjálfað að ráði fyrir utan Boro.
  Vona líka að þeir tapi í kvöld.

  Ég vona að maður eins og Steve Coppell taki við þessu, náungi sem býr til baráttu í mönnum og sterka og góða liðsheild.

 3. Þetta er náttúrulega svo mikil vitleysa að annað eins hefur aldrei sést. Nú held ég að Carra eigi að hætta með landsliðinu og fókusera bara á að standa sig sem best með Liverpool eins og Paul Scholes gerði fyrir nokkrum árum. Það eru náttúrulega takmörk fyrir því hvað er hægt að láta traðka oft á sér, og það á grútskítugum skónum.

 4. Strákar,

  Á ekkert að skrifa um ummæli Hicks í gær ? Þar sem hann kallar Gaillard fyrir trúð ?

  Og hvað með frétt dagsins þar sem Platini viðurkennir að Gaillard hafi gert uppá bak….og að stuðningsmenn liverpool séu alls ekki þeir verstu…

 5. Kristján, nýjustu ummælin uppfærast ekki. Og ekki heldur á mínu eigin bloggi! Þú ert WordPress maestro-inn. 🙂

 6. hehehehehe þið eruð eðlilegir!!!

  hvað varðar valið á byrjunarliði enska landsliðsins… úff Áfram Eistland.

 7. Hahahah Wes Brown tekinn fram yfir King Carragher, sáuði innkomuna hjá þessum Wes Brown á móti Brasilíu, hitti ekki boltann og gaf þeim dauðafæri á silfurfati, voru heppnir að fá ekki mark á sig.

  Jeminn, þessi McClaren er náttúrulega algjör wanker!

 8. Á ég að trúa því Krisján Atli og Einar Örn að Liverpool.is sé að “skúbba” ykkur…Henry að koma til Liverpool????

  Nei..segi bara svona…þið eruð enn og verðið alltaf mín liverpool síða númer eitt..xD

 9. Ég skil nú vel að Carragher sé ekki í liðinu í kvöld, maðurinn hefur nú ekki verið að brillera með enskum í gegnum tíðina, við munum hvernig hann skeit á sig gegn Portúgölum í heimsmeistarakeppninni. Maðurinn er best geymdur hjá Liverpool þar sem hann leggur sig fram.

 10. Skeit á sig? Ertu að meina að hann var settur inná þegar nokkrar sekúndur voru eftir og átti að taka víti?

  Er alveg sammála þér með að ég yrði dauðslifandi sáttur ef hann bara hætti með landsliðinu, en þetta bull hjá þér er eitt mesta crap sem ég hef séð. Málið er einfalt, England á Carra ekki skilið.

  Hann hefur reyndar ávallt skilað sínu þegar hann hefur SPILAÐ leikina með sínu landsliði. Come on, Ledley freaking King, sem varla hefur snert bolta í vetur. Þetta er skammarlegt og það eina rétta í stöðunni hjá Carra væri að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Hann er bara of heiðarlegur til að gera það. En þú skilur væntanlega ennþá vel að hann sé ekki í liðinu í kvöld. Kannski vegna þess að það var hætta á að þetta færi í vítakeppi, djísús.

 11. Ég er að tala um það að maðurinn var sofandi þegar vítaspyrnukeppnin var. Hann áttaði sig ekki á því hvenær hann ætti að taka vítið og svo loksins þegar hann tók vítið klúðraði hann því. Fannst þér það glæsileg frammistaða hjá manninum?

 12. Samkvæmt þinni kenningu, þá væru engir leikmenn í enska landsliðinu í dag. Ein mistök (hvað þá víti) og menn eiga ekkert erindi í landsliðið á ný. Samkvæmt þessu þá ætti Stevie G ekki að vera þar heldur, ekki Rooney og við getum haldið lengi áfram. Flott að koma ískaldur af bekknum í nokkrar sekúndur og eiga svo að taka eitt stykki víti í vítakeppni. Sé þetta svart á hvítu núna, maðurinn ætti aldrei aftur að vera valinn í hópinn hjá enskum.

 13. Finnst þér gaman að snúa út úr, eða bara að vera leiðinlegur? Lastu virkilega það sem ég skrifaði?

  Maðurinn var settur inn á, gagngert til að taka víti í vítaspyrnukeppni. Ég er ekki að kvarta yfir því að maðurinn klikkaði á vítinu, það getur komið fyrir bestu menn. Það sem ég var að segja og þú ættir að vita ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði er það að maðurinn vissi ekki hvenær hann átti að taka vítið, hann var gjörsamlega sofandi í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar. Mikilvægasta stund enska landsliðsins í mörg ár og maður skyldi ætla að menn séu með á nótunum.

  En endilega haltu áfram að vera leiðinlegur, það fer þér vel. Skíttu út í allt og alla sem eru þér ósammála. Þú last ekki einu sinni það sem ég skrifaði en svarar með einhverju skítkasti. Hlægilegt alveg hreint.

 14. Ég las póstinn þinn og orðrétt í honum stendur þetta kallinn minn:

  “Ég skil nú vel að Carragher sé ekki í liðinu í kvöld, maðurinn hefur nú ekki verið að brillera með enskum í gegnum tíðina, við munum hvernig hann skeit á sig gegn Portúgölum í heimsmeistarakeppninni”

  Sem sagt að ástæðan fyrir því að hann átti ekki heima í liðinu í gær var vegna þess að hann var “sofandi” í júlí. Annað skipti sem sagt engu máli, ekki það að hann hafi fengið fína dóma fyrir leik sinn gegn Brössum. Það getur vel verið að þér finnst ég vera leiðinlegur, þannig verður það bara að vera. Mér fannst þessi röksemdarfærsla þín út úr kú og því svaraði ég henni. Ég skil þessi ummæli þín bara á einn veg og mér fannst hreinlega ekki hægt að túlka orð þín á neinn annann hátt.

Hvað mun gerast?

Um álfa og tröll