Hverjir koma?

Nú þegar þeir Stevie G og Carra hafa hripað nafn sitt undir nýja langtímasamninga, þá tekur bara eitt við (OK kannski meira en eitt) og það er að fá ný andlit í leikmannahópinn. Ég verð að viðurkenna það að óvenju fá nöfn hafa verið orðuð við okkur þetta sumarið (ef hægt er að segja að sumarið sé byrjað). Yfirleitt eru þetta sömu nöfnin aftur og aftur og sum þeirra hafa verið í umræðunni í á þriðja ár. Að vanda virðist erfitt að ráða í þessi mál hjá okkur, en nýjustu fregnir herma að viðræður séu nú þegar hafnar við Lyon um Malouda nokkurn. Sá er vinstri kantmaður og það af betri sortinni. Ég hreinlega verð að viðurkenna það að ég veit ekki alveg hvað ég vil í þessum efnum. Mér finnst við í rauninni lítið þurfa að styrkja vörnina. Mér finndist hreinlega sóun á fé að fara að eyða fúlgum í þær stöður.

Við erum með besta hægri bakvörðinn í deildinni og svo einn fínan í backup. Við erum með Carra, Agger og Sami í miðju varnarinnar, ásamt því að nokkrir virkilega efnilegir eru þar handan við hornið (Antwi, Hobbs, Roque og Paletta). Vinstra megin erum við með Aurelio, Riise og svo einn bráðefnilegan í Insúa. Miðjan er hreint út sagt fáránlega sterk. Það er ekki út af neinu sem nýjasti söngur Poolara gangi út á þessa miðju okkar:

ohhohhohhohhooho

We have the best midfield in the world

We got Xabi Alonso

Momo Sissoko

Gerrard and Mascheranoooo ooo ooo

En þetta var nú bara smá útidúr, varð bara aðeins að rifja upp þetta lag. Við þetta hefur svo bæst leikmaður sem valinn var besti leikmaður brasilísku deildarinnar, Lucas. Kornungur í þokkabót.. Þá er komið að kantverjum okkar. Pennant að koma sterkur upp þegar á leið tímabilið. Við eigum líka Luis litla, en hann er nú vinstri kantmaður að upplagi. Gerrard er líka liðtækur, en þessa stöðu vil ég styrkja og ekkert múður með það. Komum að því á eftir. Vinstra megin hefur verið smá þynnka undanfarið. Speedie farinn/að fara og Zenden fær ekki endurnýjaðan samning. Þá er Kewell eftir, og ekki hefur mikið verið hægt að stóla á að hann haldi sér heilum, þótt frábær sé þegar það tekst. Við eigum litla Luis líka. Svo geta þeir Aurelio og Riise bjargað stöðunni ef út í það er farið. Ég vil að þeir berjist um bakvörðinn og við fáum góðan vinstri kantmann til að berjast um þessa stöðu. Komum líka að því síðar, en við fáum líka svo hinn argentínska Leto til liðs við okkur. Að lokum eru það svo blessaðir framherjarnir. Fowler farinn og ljóst að Crouch og Kuyt verða áfram. Stóra spurningin er Bellamy. Við verðum að styrkja okkur í þessari deild, svo mikið er víst.

Mitt mat?

Voronin kemur

Lucas kemur

Leto kemur

Malouda finnst mér líklegri og líklegri eftir því sem tíminn líður. Hann fer pottþétt frá Lyon, bara spurning um hvert. Nú þegar viðræður eru hafnar, þá er byrjað að draga nöfn á öðrum félögum inn í hattinn til að hækka verðið. Talað er um Chelsea (sem eru btw hættir að nota kantmenn) og svo lið eins og Juventus. Ég sé hreinlega ekki neitt koma í veg fyrir að hann komi, nema hann fari að þvaðra um ást sína á Ítalíu eða eitthvað álíka. Þá verður þetta fljótt klárað með því að viðræðum verði slitið. Ég vil fá Malouda til liðsins.

Simao Sabrosa hefur verið orðaður við okkur í tvö ár samfleytt. Ég myndi ekkert gráta úr mér augun ef hann kæmi. Mikill leiðtogi á velli, einn besti spyrnumaður Evrópu undanfarin ár. Getur spilað á hvorum kanti sem er og er reynslubolti sem er kominn á “prime” aldur sem fótboltamaður. Bæði sprækur og með fullt af reynslu. Já, takk. Benfica hefur ekki þorað að selja ennþá, því stuðningsmenn þeirra hafa einu sinni sýnt hversu brálaðir þeir eru þegar upp á borðið kemur að hann sé að hverfa á braut.

Franck Ribery. Ég er ferlega hissa á því að við skulum ekki vera orðaðir meira við þennann. Hægri kantmaður hjá Marseille, virkilega öflugur leikmaður. Alveg ljóst að hann fer frá liðinu í sumar. Marseille vilja kaupa Cisse og eiga ekki nóg af peningum í það. Af hverju ekki skiptidíll hérna? Nei, segi svona. Myndi ekkert leggjast í þunglyndi þótt yrði af þessu. Hann virðist þó vera á leið til Bayern M í Þýskalandi.

Dani Alves hefur lengi verið orðaður við okkur. Ég held að hann komi ekki, simple as that. Var alveg ótrúlega spenntur fyrir honum, en einhverra hluta vegna hefur sá áhugi dvínað. Ennþá stórkostlegur leikmaður en myndi kosta mikið og er svona mitt á milli þess að vera hægri kantmaður og hægri bakvörður. Hann myndi styrkja liðið mikið, en ég er einfaldlega spenntari fyrir öðrum kostum. Kappinn fer til Barca eða Real Madrid.

Gamst Pedersen hefur svo verið orðaður við okkur undanfarið. Ég veit ekki með hann. Hefur verið virkilega sprækur með Blackburn, en hann er norskur og ég hugsa alltaf til Oyvinds þegar ég hugsa um norska miðjumenn sem hafa verið að spila vel með litlu liði á Englandi. OK, kannski ósanngjarn samanburður en þrátt fyrir að vera góður leikmaður, þá er ég ákaflega lítið spenntur fyrir Pedersen.

Ég ætla ekki að telja upp fleiri, geymi framherjana þangað til síðar, hvort sem ég muni taka rispu á þeim eða einhver annar. Það er vitað að Malouda er næst því að ganga til liðs við okkur núna og það ætti að skýrast endanlega á næstu dögum (ég giska á max 10 daga). Eigum við ekki bara að skella okkur í draumaheiminn og segja að Malouda og Simao verði orðnir staðfestir sem Liverpool leikmenn fyrir mánaðarmótin? Díll?

22 Comments

  1. Það er hins vegar staðreynd að man u eru búnir að eyða einhverjum 47 millj pundum nú þegar. Er hins vegar alveg sammála að menn verði að sýna þolinmæði þar til helstu deildir klárast, einkum sú spænska. Mér finnst þú eitt lykilatriði vera í sumar innkaupunum þetta árið vera að keyptir séu frekar færri en betri menn inn, og þ.a.l. dýrari. Það þýðir einfaldlega ekki að vera að versla endalaust 5-10 millj. punda menn. Það er augljóst. Hvað hefur man u verið að gera undanfarin ár? Kaupa 15 millj. punda+ menn. Þeir eltast nánast bara við alvöru leikmenn. Held að það sé það sem Liverpool verði að gera þetta árið. Skil t.d. engan veginn þetta dæmi að fá Voronin. Til hvers? Ekki get ég séð að hann bæti okkar lið mikið.

  2. Fínar pælingar en þó held ég að eitthvað muni gerast á miðjunni. Alonso, Mascherano, Gerrard og Sissoko hljómar vel á pappírnum en virkar þetta? Allir nema Gerrard njóta sín best aftarlega á vellinum (þó Benitez hafi stundum haft þá ótrúlegu tilhneigingu að stilla Sissoko nánast sem fremsta miðjumanni). Ef Gerrard meiðist, hver fyllir hans skarð? Ég man allavega eftir óánægjuröddunum þegar Benitez stillti tveimur af Mascherano/Sissoko/Alonso þríeykinu á heimavelli.

    Miðað við hversu lítið Sissoko var notaður undir restina þá held ég að hann verði seldur og sóknarsinnaðri miðjumaður fenginn í staðinn. Hins vegar, ef ég væri í sæti Benitez (og myndi halda upp á Liverpool) þá myndi ég halda honum og selja Alonso. Mascherano á að mínu mati eftir að verða alger kóngur í Liverpool og þar sem ég á erfitt með að sjá hann og Alonso saman í liðinu þá myndi Spánverjinn víkja. Sissoko myndi svo verða mjög fínn fyrsti varamaður sem myndi nýtast vel í mörgum leikjum, sérstaklega í erfiðum útileikjum eða þegar þarf að halda fengnum hlut.

  3. Ég held að Sissoko verði ekki seldur, þrátt fyrir að ég sé ekki endilega á móti því, sé tekið mið af mönnunum sem við erum með.

    Sammála með Ribery, dauðlangar í hann! Líklega aldrei séns, langt síðan hann var orðaður við München fyrst..

    ÓJÁ, þetta er díll 🙂 Tveir kantmenn áður en við getum farið að huga að sóknarmanni, sem kemur úr spænsku deildinni að öllum líkindum… hún klárast ekki fyrr en 17. júní, kappinn fær sér tvær vikur í sumarfrí, vangaveltur í smá tíma og svo kemur Kamerúninn… (? 🙂 ) Ég stórefast reyndar að Eto´o komi en Villa er aftur á móti sá sem er hvað líklegastur sýnist mér…

  4. alonso er “the favorite son” hjá benitez og ég tel það ótrúlega ólíklegt að hann fari… hann er einn af bestu varnamiðjumönnum í heimi þrátt fyrir að það beri ekki mikið á því… hann er ekki að fara niður í einhverjar rosa tæklingar en maðurinn átti flestar heppnaðar tæklingar tímabilið 2005-2006 og var í topp þremur í sendingarhlutfalli… ég held að ef við missum alonso verði það svipað því þegar real missti makalele, hann er 100% betri en sissoko í því að stjórna miðjunni og dreifa boltanum, og mascherano hefur heldur ekki þessa yfirsýn og sköpunargáfu. Ef Benitez ákveður að selja sissoko þá verði ekki annar miðjumaður keyptur… frá því sem maður hefur séð frá Lucas (youtube myndbönd) þá getur hann greinilega sprengt upp varnir og tekið af skarið upp völlinn. Gerrard, Alonso, Mascherano og Lucas held ég að sé fáránlega sterk miðja… við eigum að sjálfsögðu eftir að sjá hvort Lucas brillerar eða floppar, en ég held að Lucas sé góður kostur í stöðu Sissoko í liðinu, þessi fjórði miðjumaður. Mascherano og Sissoko hafa sama hlutverk vellinum en mascherano skilar ekki einungis varnarhlutverkinu heldur losar hann boltan nánast alltaf á samherja, maður tekur ekki andköf þegar hann sendir frá sér boltann í erfiðri stöðu líkt og maður var var við þegar sissoko lenti í smávegis vandamálum. To sum it all up: Selja Sissoko, og kaupa ekki annann miðjumann, heldur eyða öllu fjármagni og kröftum í kantmenn og framherja… YNWA

  5. Ég held að menn geri of mikið í því að gagnrýna framherja okkar og gleymi heildarmyndinni. Benitez spilar nánast aldrei með framherja sem hefur það eina hlutverk að hanga á hættusvæðinu og vera klár í alla bolta sem þangað koma, það virðist alltaf vera hlutverk framherja okkar að droppa niður á miðju til að taka við boltanum og hlaupa eins og vitleysingar út um allan völl. Það skipti að mínu mati engu máli hvaða framherja við fáum ef viðkomandi fær ekki frelsi til að hanga í öftustu mönnum og einbeita sér að éta upp fyrirgjafir. Við eigum mann sem er full fær um að gera þetta og skora 20 + mörk á seasoni, eigum reyndar að mínu mati 2 leikmenn sem gætu skorað 20 + (Kuyt og Crouch) en til þess að þetta geti gengið þá þurfum við betri kantara, sérstaklega vinstra meginn. Pennant hefur verið að koma sterkur inn hægra megin. Ég er á því að við þurfum að bæta við okkur tveimur sterkum kantmönnum og ekkert meira. Það er líka kominn tími á að Benitez gefi okkar ungu spilurum meiri séns og ekki bara í leikjum sem skipta ekki máli heldur koma þeim inn í þetta einum frá upphafi tímabils og leyfa þeim að spila í sterku liði.

  6. Samkvæmt “áreiðanlegum” er Alves í viðræðum við Chel$ki (EÖE: Ég tók út tengilinn, má benda á svipaða frétt hér: http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=470286&CPID=23&clid=179&lid=2&title=Alves+bidding+begins). Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þar sem að Chel$ski hafa átt í bullandi vandræðum hægra megin í vörninni, auk þess sem kantrar þeirra áttu ekki gott tímabil. Verð að játa að ég bjóst við að Liverpool myndi vera meira áberandi á leikmannamarkaðnum eftir yfirlýsingar Rafa. Það virðast hins vegar vera Chel$ki og United sem eru búin að vera hvað mest áberandi af stóru liðinum. Vonandi að það fari að dunka upp eitthvað stórt nafn fljótlega.

  7. Það virðast hins vegar vera Chel$ki og United sem eru búin að vera hvað mest áberandi af stóru liðinum

    What?

    Chelsea hefur fengið á frjálsri sölu mann sem skoraði 8 mörk í Bundesligunni. Við höfum fengið mann sem skoraði TÍU MÖRK í Bundesligunni. Við höfum auk þess fengið besta leikmann brasilísku deildarinnar og ungan argentískan kantmann.

  8. Jæja – lítið að gerast i leikmannamálum hjá Liverpool þessa dagana. Þ.e.a. segja lítið um fréttir en maður vonar að sjálfsögðu að eitthvað stórt sé að gerast á bak við tjöldin.

    Ég er spenntur fyrir öllum þeim sem voru taldir upp hér að ofan og vonandi sjáum við eitthvað af þessum nöfnum á Anfield innan skamms.

    Ég er þó ekki alveg sammála ykkur um að kanntstöðurnar séu það eina sem þarf að manna. Við höfum verið óheppnir með meiðsli þar en ef bæði Kewell og Garcia eru heilir erum við bæði komnir með góða menn og góða breidd á kanntana.

    Ég hefði viljað sjá nýja öfluga bakverði til Liverpool. Finnan átti frábært tímabil og Riise var bæði traustur og sterkur seinni part tímabilsins. Ég er samt ekki viss um að þessir leikmenn séu nógu góðir til að fleita liðinu á toppinn.

    Ef ég stilli upp sterkasta liðinu mínu með varamönnum finnst mér bakvarðastöðurnar og senterastöðurnar veikastar.

    Ég hugsa þetta þannig að það á alltaf að leitast við að kaupa mann sem fer í byrjunarliðið þannig að byrjunarliðsmaðurinn verði varamaður.

    Reina
    Finnan, Carrager, Agger, Riise
    Gerrard, Alonso, Mascerano, Kewell
    Kuyt og Crouch.

    Varmenn.
    Carson (er hann ekki annars að koma aftur?)
    Arbeloa, Hyypia, Aurelio
    Garcia, Sissoko, (vantar)
    Bellamy

    Þetta er sá 18 manna hópur sem ég tel sterkastan í augnablikinu ef allir væru heilir. Eins og þið takið eftir þá er Pennant ekki þarna en á meðan hann skorar ekki meira og er eins langt frá því að komast í enska landsliðið og raun ber vitni finnst mér hann ekki eiga skilið að vera í liði Liverpool.

    Ég á mér svo þann draum að Rafa finni sitt sterkasta byrjunarlið strax í haust og spili grimmt á því frá byrjun.

    Áfram Liverpool!

  9. Jæja – nú hef ég ekki skrifað lengi á síðuna og man því ekki alveg hvernig hún virkaði… en ummælin sem ég var að skrifa urðu þau 12. í röðinni þó ég skrifaði þau á eftir Agga nr. 21.

    Spennandi að sjá hvar þessi birtast.

  10. Já, sama hvað hver segir þá myndi ég ekki segja að Voronin væri stórt nafn í boltanum, jafnvel Eric Mayer fnykur af þessu 🙂 Líklegt að hann verði ekki meira en 3-4 senter. Chelsea hafa hins vegar fengið Pizzaro og ekki gleyma Sidwell. Það er erfitt að telja 19 ára leikmenn og yngri sem maður hefur aldrei séð spila til einhverra stórkaupa og eru ekki líklegir til þess að vera reglulega í aðalliðinu. Borgar sig líka alveg að halda sig á jörðinni gagnvart ungum S-Ameríkumönnum sem hafa ekki sannað sig í Englandi, nefni nokkur nöfn, Paletta, Gonzalez og Cleberson. Þá hafa Chelsea og United til að mynda verið að kaupa eitthvað af leikmönnum sem koma til með að vera í unglinga og varaliðinum en sem hafa eðlilega ekki verið áberandi á síðum Liverpoolmanna.
    Er bara leggja áherslu á það að ég hefði viljað sjá Liverpool stórtækari eftir úrslitaleikinn í CL á leikmannamarkaðnum og vera allavega búnir að landa einum til tveimur stórum leikmönnum.

  11. Nei, ég sé það núna að þetta er rétt hjá þér – allir leikmenn sem Chelsea kaupa eru betri.

    Bendi annars á þetta. Framherjum er jú borgað fyrir að skora mörk.

    Varðandi unga Suður-Ameríska leikmenn sem hafa “ekki sannað sig” (ætli það að vera valinn besti maður deildarinnar sé ekki ágæt sönnun) þá mætti ég líka nefna nöfn einsog Kaká og Ronaldinho.

  12. Málið er einfaldlega (og kannski ástæða fyrir pirringi hjá mér) að spænska deildin er ekki einu sinni búin, það eru landsleikjahlé og ég get ekki séð að eitt stórt nafn (nema hugsanlega Hargreaves) hafi skipt um lið á þessum tíma.

    Samt tala margir einsog allt sé vonlaust.

  13. einare, þú ættir að skammast þín. Þú sem stuðningsmaður Liverpool átt ekki einu sinni að lesa sorpritið kennt við sólina! Legg til þessum skammarlega tengli verði snarlega eytt!

  14. Boltinn fer ekki að rúlla fyrr en eftir að öllum deildarkeppnum í Evrópu er lokið.

    Segjum að þann 1.júlí næstkomandi komi 4 nýjir leikmenn (fyrir utan þá sem nú þegar er búið að ganga frá).

    Florent Malouda, Simao Sambrosa/Daniel Alves, David Villa/Eto´o og vinstri bakvörður (td. Leighton Baines).

  15. Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að linka á þetta sorprit og það á Liverpool síðu? Af öllum miðlum í veröldinni, er ekki hægt að finna einhvern annann til að linka í?

    Auðvitað heldur maður sig á jörðinni varðandi Lucas, en það hlýtur samt að segja eitthvað um það sem býr í kappanum að hann skuli hafa verið leikmaður ársins í Brasilíu og ekki eldri en þetta.

    En það verða spennandi vikur framundan. Það eina sem ég fer fram á er að öll sumarkaup verði kláruð áður en liðið kemur saman til æfinga á ný.

  16. Aggi, er ekki sammála þér með að það þurfi að bæta vinstri bakvarðarstöðuna og hvað þá með Baines. Við eigum þrjú stykki í þessa stöðu: Riise, Aurelio og svo einn sem mun banka hressilega á dyrnar á næsta tímabili, Insúa. Þurfum að bæta margt áður en við þurfum að líta á vinstri bakvörðinn að mínu mati.

  17. Sammála Steina. Held að Alves sé ekki möguleiki – ekki meðan við erum að bítast við tvö kaupglöðustu liðin (Chelsea og Real Madrid). Ég legg vonir við Malouda, Simao og svo einn toppframherja.

    Hefði samt viljað að menn færu að klára þetta Malouda dæmi ASAP. Þegar fokking Didier Drogba er farinn að blanda sér í málin þá er komin tími á aðgerðir.

  18. Ég nefndi Baines sem dæmi en er ekki dómbær á hvort hann sé styrkur fyrir okkur. Hins vegar er ljóst að Riise þarf samkeppni og þrátt fyrir að Insúa sé mikið efni þá er hann ekki að fara að spila 20+ leiki á næsta ári. Aurelio er mjög “injury prone” og var það einnig með Valencia. Það sýndi sig í vetur og þess vegna vil ég fá back-up eða helst betri bakvörð en Riise. Hver það er nákvæmlega og hversu mikið að pundum sá leikmaður kemur til með að kosta hef ég ekki hugmynd. Ég treysti þar öllum þeim njósnurum sem félagið er með á sínum snærum. Trúi ekki öðru en að það finnist sprækur vinstri bakvörður sem R. Madrid, Barcelona, Milan, Chelsea etc. eru ekki að hugsa um.

    En vitanlega er mikilvægara að fá vinstri og hægri kant og framherja.

    Líklega er Alves ekki möguleiki þar sem R. Madrid og Chelsea eru að bera víurnar í hann, en aldrei að segja aldrei. Við erum með fjármagn í dag sem hefur ekki verið áður til staðar.

    Það er klárt mál að ef við náum ekki að landa topp leikmönnum í sumar þá held ég að Rafa muni fara. Það gengur ekki til lengdar að við séum að kaupa 3-4 kost því það er annað hvort ekki til fjármagn eða menn svifaseinir á markaðnum.

    Er með tillögu að leikmanni sem gæti vel verið flottur leikmaður á góðu verði, Johan Elmander. Hann hefur átt hreint út sagt frábært tímabil með Toulouse í Frakklandi sem og orðinn lykilmaður með sænska landsliðinu. Skoraði nýverið tvö góð mörk gegn Dönum sem er kannski frægari fyrir aðra atburði en þessi tvö mörk.

3 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

  3. Pingback:

Carra og Gerrard skrifa undir samning

Hvað mun gerast?