Carra og Gerrard skrifa undir samning

Jæja, Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa skrifað undir nýja samninga við Liverpool sem binda þá hjá Liverpool til ársins 2011. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir!

6 Comments

  1. Sammála! nú sjáum við fram á bjarta tíma hjá lfc.
    núna fyrst getum við keppt um bestu leikmennina á markaðnum með hjáp amerísku eigendanna, einnig verið á sama level og man utd og chelsea.
    Byggja liðið í kringun carra og gerrard, þá verða okkur allir vegir færir.

  2. Já gott mál. Þá er það bara frá og kominn tími til að snúa sér að næstu málum. Held að allir viti hver þau eru. Leikmanna mál verða að vera klár þegar undirbúningstímabilið hefst í júlí.

    Það gengur ekki lengur að vera með einhvern seinagang þetta sumarið líkt og nokkur undanfarinn. Þegar tímabilið er hafið og menn að detta inn um miðjan ágúst. það er bara of seinnt ef við viljum að Liverpool hefji tímabilið strax frá fyrsta leik þarf Benitez að hafa hópinn kláran sem allra fyrst.

    p.s. Kannski er það spennan sem er að brjótast út hjá manni í mynd óþolimæðis. Þar sem maður hefur þá trú að nú er sumarið þar sem hlutirnir eiga að gerast. Reyndar eins og alltaf maður er alltaf alveg viss um að stóru byssurnar séu allar að rúlla til liverpool borgar. En svo gerist aldrei neitt…………………. ekki þetta sumarið EÐA HVAÐ????????????

  3. Sælir –
    Frábært að þetta er frá og gott að ekki þurfa að ræða meira um þetta. Hins vegar er mig farið að lengja eftir einhverjum leikmannakaupum. Ég veit að það er bara 4. júní en sjáiði hvernig Fergusson gerir þetta. Hann er bara búinn með þetta og málið dautt. Hann kannski tekur einn í viðbót en allt þetta stóra er búið og hann búinn að eyða ca. 40 miljónum punda. Þetta er það sem Benitez vill og hefur verið að tala um. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum því ég er orðinn mjög spenntur að sjá hvaða leikmenn hann kemur með í sumar.

  4. Eins ótrúlega og það hljómar, þá hef ég bara átt erfitt með að vera spenntur fyrir þessum samningsframlengingum. Þetta er bara ekki eins nema Gerrard gangi næstum því til liðs við Chelsea fyrst. 😉

    En þetta eru auðvitað toppfréttir fyrir bæði klúbbinn og okkur aðdáendurna. Hvað sem gerist á leikmannamarkaðnum í sumar er ljóst að Stevie Wonder og Legend #23 verða hjá okkur næsta vetur, og það eitt mun skila okkur talsvert áleiðis að mínu mati. Þannig að þetta sumar verður aldrei algjörlega ónýtt. 😉

  5. Hvað fengu þeir í launahækkun félagarnir? Er Gerrard orðinn launahæsti maður ensku deildarinnar?

  6. Nei, langt því frá. Hann kemst ekki með tærnar þar sem menn eins og Ballack hafa hælana.

Ferðin til Aþenu

Hverjir koma?