Tveir ungverskir táningar til Liverpool

Einsog Hraundal bendir á í kommenti fyrr í dag þá hefur það nú verið staðfest að Liverpool er búið að kaupa til sín tvo ungverska unglinga.

Þeir heita Krisztian Nemeth og Andras Simon og eru báðir keyptir frá MTK Hungaria. Nemeth er 18 ára og Simon er 17 ára. Þeir eru báðir framherjar og spila báðir með ungmennalandsliðum Ungverjalands.

Ég hef auðvitað ekki minnstu hugmynd um hverjir þetta eru, en hérna er YouTube myndband með Nemeth.

7 Comments

  1. Tæplega þessir tveir 20 milljóna menn sem Rafa talaði um um daginn en maður hlýtur samt að fagna komu fleiri pjakka í unglingaliðið, vonum bara að þeir verði báðir 20 milljóna menn með tímanum. Annars finnst mér þetta youtube myndband æðislegt, þeir fá ekki fréttamannafund á Anfield þar sem þeir eru kynntir fyrir aðdáendum þannig að þeir halda bara sinn eigin í local verslunarmiðstöðinni fyrir utan búðina þar sem þeir voru að enda við að kaupa sér fyrstu liverpool treyjurnar sínar.

  2. Já, ég held nú að það sé ágætt að þeir fái ekki fréttamannafund. Við munum ágætlega hvað gerðist síðast þegar að tveir ungir leikmenn voru keyptir og væntingarnar sprengdar uppúr öllu valdi.

    En þetta verslunarmiðstöðvadæmi er sniðugt. 🙂

  3. Væri fínt að einhverjir af þessum kjúklingum myndi vera hent bara út í djúpu laugina, t.d. Insúa.

  4. Það fer eftir getu hvort þeim sé hent út í djúpu laugina eða ekki! Vona bara að eitthvað af öllum þessum mönnum komi til með að nýtast liðinu eitthvað.
    Held að allur þessi æsingur í innra starfinu sé tilkominn vegna kaupa Rafa á öllum þessum ungu mönnum.

  5. Það væri allavega gaman að sjá nokkra kjúklinga banka á dyrnar á aðalliðinu, menn eins og Insua, Anderson, Hobbs, Linfield og Hammill svo ég nefni nú nokkur nöfn.

  6. Mér er alveg sama hvernig þeir líta út, bara að þeir geti eitthvað í fótbolta 🙂

Eto’o

Er Malouda fyrstur á dagskrá?