Xabi ekki á leið burtu!

Það hefur verið í umræðunni á netsíðum að mögulega gæti Xabi Alonso verið á leið burtu frá félaginu. Líklegast koma þessar sögusagnir í framhaldi af því að Alonso byrjaði á bekknum gegn Chelsea í Undan úrslitum Meistaradeildarinnar og síðan að Liverpool keypti miðvallarleikmanninn Lucas frá Gremio. Rafa hefur tekið allan vafa um þetta mál og þvert á móti ætli Liverpool að gera nýjan samning við Xabi. Það vita það allir sem fylgjast með enska boltanum að Xabi er einhver besti miðjumaður deildarinnar og gríðarlega mikilvægur hlekkur hjá Rafa. Með tilkomu Javier Mascherano og Lucas þá er samkeppnin orðin meiri á miðjunni en til þess að vera í toppbaráttunni þá þarf samkeppni og góðir leikmenn koma til með að sitja á bekknum.

13 Comments

 1. Já, ég held að fólk sem vilji selja Xabi þjáist af Alzheimer á alvarlegu stigi. Hann hefur ALLS EKKI átt gott tímabil í ár, en hin tvö árin hefur hann verið frábær. Það væri geðveiki að selja hann NEMA það myndi þýða að í staðinn kæmi einhver HEIMSKLASSA framherji.

 2. Hummm,,,nú bíður maður bara eftir hinu árlega Gerrard fári. Þar sem hann er með samning á borðinu hafa fjölmiðlar væntanlega snúið sér að Alonso en það er alveg á hreinu að hann fer hvergi nema það fáist einhver heimsklassa maður í hans stað. Ef Carrick og Hargreaves eru metnir á rúmlega 15 millj. punda að þá færi Alonso aldrei undir 25 millj. punda.

 3. Algjörlega sammála. Xabi Alonso er lykilmaður hjá okkur þrátt fyrir misjafnt tímabil.

 4. Það væri bara hreint fáránlegt að láta hann fara!! Það eru ekki margir miðjumenn af sama kalíberi til í dag, og hanná bara eftir að verða betri.

 5. Ég er tilbúinn að selja hann fyrir 10 milljónir fyrir punda… sætti mig þó við 5 eftir úrslitaleikinn

 6. Stefán, en ef ég myndi bjóða þér 2 milljónir og 5 poka af gulrótum, myndirðu taka því boði ef að Xabi myndi spila illa í næsta leik?

  Ef að Michael Carrick fer á 21 milljónir punda, þá færi Xabi aldrei á minna en 25. En við þurfum ekki einu sinni að tala um þetta.

 7. Xabi Alonso var keyptur á 12 milljónir Punda, ekki satt? Hann er 25 milljóna Punda virði í dag og frammistaða hans í gær var alls ekki til að draga úr verðgildi hans að mínu mati. Ég gæti alveg sætt mig við sölu á honum til Barca í skiptum fyrir Eto´o á þessu verði.

 8. Æ.. ég var auðvitað að ýkja en ég er mjög óánægður með xabi á þessu tímabili og úrslitaleikurinn gerði útslagið.. Ef lið eins og Juventus, Real eða einhver vilja borga milljónir punda fyrir hann væri það bara gott. Masch er mun betri og Xabi er ekki leikmaður sem gæti sætt sig við að vera varamaður.

  Ég veit þó að Rafa líkar vel við hann, líkaði allavega alltaf mjög vel við hann en hann treystir greinilega mascherano betur þessa stundina,, allavega miðað við Chelsea leikinn.. æ, kannski er ég bara pirraður út í hann.

Breytingar STRAX: Speedy og Bolo fara

Stórkostlegt ólæti í Reyjavík!!!