Breytingar STRAX: Speedy og Bolo fara

Jæja, Rafa er ekkert að hika við hlutina. Hann tjáir sig við fjölmiðla í morgun og segir að Liverpool muni eyða stórum upphæðum í sumar.

* Robbie Fowler og Jerzy Dudek munu fara einsog við vissum

* Benitez segir að Liverpool sé næstum búið að klára sölu á Mark Gonzalez. Hann segir ekki til hvaða liðs, en það er væntanlega á Spáni. Enn og aftur er Benitez grimmur hvað varðar menn sem valda vonbrigðum. (uppfært: Bascombe segir að það sé til Real Betis)

* Einnig þá er Benitez búinn að tilkynna Bolo Zenden að hann megi byrja að tala við önnur félög!

* Chris Bascombe heldur því líka fram að Rafa vilji líka selja Craig Bellamy

Ja hérna, hann er ekkert að hika við þetta. Semsagt 5 menn sem hafa verið viðloðandi aðalliðið eru að fara og eflaust eiga einhverjir aðrir að fara.

Einnig segir Benitez

>”We must quickly sign our number one targets and spend big and spend now. Our fans know what we must do and so do I,”

>”When you look at the champions Manchester United spending £20m on a midfield player and we have been paying only £8m to £9m for our strikers, you know what must be done.

>”I have been told by the new owners that they will back my plans.

>”If we wait we will be chasing the players who are second and third on our list. We need to change the structure of the club on and off the pitch.”

VÁ! Þetta hljómar einsog tónlist í mínum eyrum. Þetta verður ábyggilega spennandi sumar!

Ef maður á að taka eitthvað jákvætt útúr leiknum í gær þá er það sú staðreynd að enginn mun halda að við séum betri en við erum. Ég hafði reyndar alltaf trú á að Rafa myndi breyta hlutum þrátt fyrir að við myndum vinna, en það er greinilegt að tapið í gær hefur sannfært Rafa enn frekar um að breytinga er þörf. Ég man allavegana ekki eftir að hafa lesið svona viðtal þar sem Rafa er jafn brútal í því að meta stöðuna.

Ég hef fulla trú á að með meiri peningum muni Rafa laga það sem vantar uppá. Framtíðin er björt!

10 Comments

 1. Jamm, kemur ekki á óvart. “Speedy” tvímælalaust vonbrigði ársins, stóð engan veginn undir væntingum eða því orðspori sem fór af honum. Zenden var þokkalegur squad player meðan hann var hjá liðinu en man þó ekki eftir neinum stórleik hjá honum með Liverpool. Einfaldlega miðlungsleikmaður sem myndi sóma sig vel með liðum eins og Tottenham, Middlesboro eða Everton.
  Það er allavega á tæru að það verður fjárfest í vinstri kanti fyrir þessa leiktíð, örugglega einum senter, jafnvel hægri kanti og kæmi mér ekki á óvart að einn varnarmiðvörður yrði fenginn á svæðið.
  Spái því að Bellamy verði næstur til þess að pakka niður.

 2. Þetta er eitthvað sem maður bjóst við. Gonzalez hefur verið slakur í Englandi en má vel vera að hann sé leikmaður sem mun slá í gegn á Spáni. Ekki stóð Morientes sig vel hjá okkur en hefur verið frábær hjá Valencia. Ánægður með að Rafa er fyrsti maður til að viðurkenna þegar hann kaupir leikmann sem standa sig ekki sbr. Josemi, Kromkamp, Morientes, Nunez o.s.frv.

  Ennfremur nenni ég ekki að fara út í Zenden umræðuna, hann er einfaldlega ekki nógu góður fyrir Liverpool. Mun samt styrkja Bolton, Newcastle eða Middlesboro. Dudek og Fowler eru búnir með sinn kvóta og þökkum við þeim fyrir frábær störf og titla.

  Hvað varðar Bellamy þá var ljóst að einhver af framherjunum myndi fara og líklegast var að það væri Bellamy. Hann er samt örugglega eftirsóttur og við getum örugglega fengið ágætis upphæð fyrir drenginn.

  Það kæmi mér einnig ekki á óvart að Hyypia myndi fara þar sem hann vill líklegast spila meira og sérstaklega í ljósi þess ef Rafa kaupir annan varnarmann t.d. Milito. Hyypia mun samt styrkja næstum öll lið í deildinni og gæti gert mikið fyrir Newcastle, West Ham o.s.frv.

 3. Rosalega er gott að sjá svona fréttir eftir gærdaginn. Maður getur farið að snúa huganum strax annað.

 4. Það er nú spurning hvort það megi samt ekki einhvers staðar á milli vera, Houllier spilaði þeim leikmönnum sem hann keypti í mörg ár eftir að öllum var orðið ljóst að þeir gátu ekki neitt. Benitez fleygir þeim út úr klúbbnum eftir eitt tímabil þar sem þeir hafa ekki alveg staðið undir væntingum. Kommon, menn þurfa nú kannski smá tíma til þess að aðlagast enska boltanum og nýju liði. Cristiano Ronaldo og Didier Drogba voru nú ekki beint að slá í gegn á sínu fyrsta tímabili. Ekki það að ég vilji líkja Mark Gonzalez við þessa leikmenn en þetta er ungur leikmaður sem hefur alla möguleika á að bæta sig. Þar að auki átti hann líka við meiðsli að stríða á tímabilinu. Ég hefði alla veganna viljað gefa honum eitt ár í viðbót til að reyna að sanna sig. En ég geri ráð fyrir að Benitez sé með einhvern vinstri kantara í sjónmáli sem hann ætlar að kaupa í staðinn. Samt svolítið sérstakt af öllum þeim leikmönnum sem hafa verið orðaðir við okkur eru nú ekki margir vinstri kantmenn. Það er því spurning hvort það sé ekki eitthvað sem á eftir að koma okkur á óvart í sumar.

 5. Ég segi að ef við fáum 5 kúlur fyrir Speedy þá er ekki hægt að hafna því. Ég held að LFC hafi gott af því að láta aðeins hreinsa til í sínum herbúðum enda skiptir enska deildin meira máli en úrvaldseildin og við fáum annað tækifæri í ágúst til að standa undir væntingum í þeirri keppni.

 6. Persónulega er mér alveg sama hvort Speedy fari eftir aðeins eitt ár, þetta sendir bara skilaboð til annara leikmanna að standa sig eða verða seldir, sem er hið bezta mál : )

 7. Var ekki Morten Gamst Pedersen orðaður við Liverpool? Ef Gonzalez fer á 5m til Betis og við fáum Pedersen á c.a. 7-8m punda þá eru það frábær skipti. Sá norski er öfugt við Speedy löngu búinn að aðlagast enska boltanum og miklu betri squad player. Ég reikna þá með að afburða vinstri kantmaður eins og Malouda frá Lyon verði keyptur líka og/eða Simao sem getur spilað á báðum köntunum.

  Síðan er það heimsklassa sóknarmaður, kannski Alves, sterkur miðvörður til að leysa Hyppia af og síðan finnst mér okkur sárvanta klókan sóknarmiðjumann sem getur sólað, hefur afburða tækni og getur skapað færi uppúr engu.
  Höfum engan slíkan miðjumann í dag.

  Þá fyrst verður þetta Liverpool lið svakalega sterkt.

 8. Það var pistill hérna á síðunni fyrir nokkrum vikum þar sem talað var um að við eigum bara að kaupa 2-3 HEIMSKLASSA leikmenn sem verða að hafa það sameiginlegt að geta gengið beint í byrjunarliðið. En ekki kaupa 4-6 leikmenn því það er of mikil breyting og þá erum við að byrja á byrjunarreit aftur.. Þetta voru góð orð og ég var svolítið sammála því en núna er staðan önnur og margir að fara og búist er við hreinsun en er það gott eða slæmt? Ef við fáum marga góða leikmenn erum við samt ekki að byrja aftur á byrjunarreit ? (öfugt við man utd sem kaupa alltaf 1-2 stóra menn til að fylla í þær stöður sem vantar og það hefur heppnast þeim vel)
  Auðvita vill maður alltaf marga leikmenn en hvað er best fyrir liðið?

 9. Þetta kemur mér ekki á óvart frekar en öðrum. Gonzalez er þvílík vonbrigði eftir alla biðina og allar væntingarnar. Bolo var á hinn bóginn nákvæmlega eins og maður bjóst við. Bolo var náttúrulega hugsaður sem vara-backup leikmaður á vinstri kanti. Ef Garcia og/eða Aurelio hefðu verið heilir hefði Bolo ekkert fengið að spila þannig að hann þjónaði sínum tilgangi. Sorglegt en satt.
  Akkúrat vegna þessa máls verðum við að spá líka í stöður sem menn hafa kannski ekki almennt haft áhyggjur af. Hvað gerist t.d. ef Carra meiðist? Tala nú ekki um ef Hyypia fer í vor? Agger og Paletta yrði reyndar “áhugaveður” dúett.
  En sem sannur púllari er ég bjartsýnn fyrir næsta tímabil.

One Ping

 1. Pingback:

AC Milan 2 – Liverpool 1

Xabi ekki á leið burtu!