Upphitun #5: Aþena

Nota bene, þetta var líka skrifað af Hjalta.

Hún var stofnuð fyrir rúmlega þrjú þúsund árum og er ein elsta borg heims – Aþena í Grikklandi. Þessi goðsagnakennda borg er vattvangur úrslitaleiksins þar sem leikmenn geta orðið að Guðum…

Aþena (Athens) heitir eftir gyðjunni Athenu en borgin fékk nafnið sitt eftir deilur hennar við Poseidon um hver ætti að vera verndari borgarinnar. Aþena blómstraði, sérstaklega eftir að lýðræði var komið á 510 f.Kr. (talað er um að lýðræði hafi verið fundið upp þarna, takk fyrir það Grikkir) þar til Makedónar tóku hana yfir sem og Rómverska keisaraveldið. Aldirnar liðu, innrásunum fjölgaði, en Aþena varð höfuðborg Grikklands árið 1834 og hélt áfram að vaxa.

Í dag búa um fjórar milljónir í borginni sem þykir fögur og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Akrapólishæðin fer þar að sjálfsögðu fremst í flokki en uppi á hæðinni er Parthenon sem er einmitt hof Athenu (gyðjunnar). Það var byggt á 5. öld f.Kr.

Í borginni er einnig Panathinaiko-leikvangurinn sem var upphaflega byggður árið 330 f.Kr. hvorki meira né minna. Núverandi útgáfa, sem skartar risasúlum úr marmara, var byggð fyrir fyrstu Ólympíuleika sögunnar, árið 1896. Hann var einnig notaður að hluta til á ÓL 2004.

Í Aþenu eru 148 leikhús, sem er mesti fjöldi alla höfuðborga í Evrópu en hún er mikil listaborg. Þar eru oft haldnir tónleikar og sýningar auk þess sem margir skemmtilegir garðar prýða borgina. Aþena skiptist upp í sjö borgarhluta en 55 minni hverfi. Í því stærsta búa um 750 þúsund manns. Í Aþenu fæddust líka Sókrates, Plató og Aristóteles.

Spiridon Lous leikvangurinn, eða bara Ólympíuleikvangurinn, var byggður á árunum 1980-1982 fyrir Evrópumótið í frjálsum íþróttum. Hann er nefndur eftir þeim manni sem vann fyrsta maraþonið á ÓLleikum árið 1896. Glæsilegir Ólympíuleikar fóru hér fram árið 2004 en margar greinar fóru fram á leikvangnum sem tekur 72.000 manns í sæti.

Myndirnar eru frá opinberu heimasíðunni þar sem gefur að líta myndir af skemmtilegum borðum sem eru á leiðinni til Aþenu.

Upphitun #4: AC Milan

Upphitun #6 LEIKURINN!!!