Upphitun #3: Hvernig mun Liverpool spila?

Nota bene, þar sem Aggi kemst ekki inná síðuna þá set ég inn þessa upphitun sem hann skrifaði:


Það styttist í LEIKINN og finnur maður stressið magnast upp hjá öllum sem halda með Liverpool. Hvernig stillum við upp? Verður Kewell í byrjunarliðinu? Munum við byrja jafn illa og síðast gegn þeim? O.s.frv. Það eru margar spurningar sem vakna og fáum verður svarað fyrr en leikur hefst á miðvikudaginn.

Þótt það sé vissulega erfitt að geta sér til um byrjunarliðið hjá Rafa, þar sem hann á það til að koma á óvart og þá sérstaklega í stórleikjum, getum við nú samt reynt.

Byrjum með að skoða þetta út frá einfaldri tölfræði; hversu marga leiki hefur liðið leikið, hverjir hafa spilað flestu leikina í vetur, o.s.frv.?

Liverpool-liðið er búið að spila í það heila 57 leiki í öllum keppnum. Við höfum unnið 57 leiki, gert 32 jafntefli og tapað 15. Liðið hefur skorað 89 mörk í þessum 57 leikjum og þar af 21 mark í Meistaradeildinni. Við virðumst vera í fínu líkamlegu formi þar sem við skorum flest af mörkum okkar frá 61. til 75. mín. eða 21 stykki alls.

Það kom mér mér mikið á óvart þegar ég sá hvaða leikmaður hafði spilað flestu leikina á tímabilinu fyrir okkur því ég hafði hugsað mér leikmenn eins og Carragher, Reina, Gerrard eða Finnan. En nei, það er Jermaine Pennant sem hefur spilað flestu leiki á þessu tímabili er 51 leik sem þýðir að hann hefur einungis misst af heilum sex leikjum. Ég tek hérna út þá leikmenn sem ég tel líklegt að muni taka þátt í leiknum gegn Milan (þýðir að Luis Garica og Fabio Aurelio eru ekki taldir með):

Leikmaður:

Deild:

M.Deild:

Bikark./skj?ldur

Samtals:

J. Pennant

34

13

4

51

J. Carragher

35

12

3

50

J. Reina

35

13

2

50

S. Gerrard

36

11

3

50

X. Alonso

32

14

4

50

P. Crouch

32

13

3

48

D. Kuyt

34

10

3

47

J. Riise

33

11

3

47

S. Finnan

33

11

2

46

D. Agger

27

11

4

42

C. Bellamy

27

12

3

42

M. Gonzalez

25

8

3

36

S. Hyypia

23

5

1

29

B. Zenden

16

10

3

29

M. Sissoko

16

9

3

28

R. Fowler

16

4

3

23

A. Arbeloa

9

4

0

13

J. Mascherano

7

3

0

10

G. Paletta

3

2

3

8

J. Dudek

2

1

3

6

H. Kewell

2

0

0

2

Ef við tökum byrjunarliðið saman, byggjum valið blákalt á tölfræðinni og stillum liðinu upp í 4-4-2 og síðan 4-5-2 þá lítur það svona út:

(4-4-2)

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – Zenden

Crouch – Bellamy

Hérna er Bellamy inná þar sem hann hefur spilað fleiri meistaradeildarleiki en Kuyt, athyglisvert!

(4-5-1)

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Alonso – Sissoko – Zenden
Gerrard
Crouch

Ef ég bæti við þessi lið smá skynsemi og minni persónulegu tilfinningu þá skýt ég á að við byrjum svona:

(4-5-1)

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Alonso – Mascherano – Kewell
Gerrard
Kuyt

Ég set Kewell inní byrjunarliðið þar sem betra er að láta hann byrja en koma inná ef hann skyldi meiðast (kæmi nú ekki á óvart). Zenden mun einnig vera tæpur á ökkla meiðslum sem hann hlaut á æfingu á Spáni um daginn. Einnig að Kuyt byrji inná til að djöflast í leikmönnum Milan, þreyta þá og síðan gæti Crouch komið inná og sett sigurmarkið þegar hin aldagamla vörn Milan er búin á því.

Það muna allir eftir leiknum í Istanbúl og ég tel ljóst að liðið ásamt Rafa hafa lært gríðarlega mikið af þeim leik. Sú staðreynd að við unnum þann leik er einfaldlega heppni og getur ekki gerst tvisvar á sömu öld. Þess vegna væri ekki verra að liðið hefji leikinn frá fyrstu mínútu (fyrri hálfleiks) og gefi Milan enga forgjöf. Það er einnig á hreinu að Milan mun ALDREI missa aftur niður svona forskot eins og síðast gegn þeim.

Ég tel jákvætt að við séum “underdogs” í þessum leik þar sem það hefur sálrænt verið okkar hagur í gegnum tíðina eða allt frá því að Dalglish, Barnes og Rush voru uppá sitt besta og Liverpool var klárlega besta lið Englands og jafnvel Evrópu. Milan-leikmennirnir hafa einnig tjáð sig um að Man Utd sé mikið betra lið en Liverpool og að þeir vilji hefna ófaranna síðan síðast. Carlo Ancelotti hefur einnig rætt um að Liverpool-liðið sé ekki gott og m.a. gaf hann Ferguson eðalvín eftir að þeir slógu Man Utd út úr keppninni. Ferguson segist ætla að drekka vínið Milan til heiðurs þegar þeir vinna Liverpool.

Allt svona tal mun án efa gefa okkur byr undir báða vængi eða í það minnsta ætti það að gera það sem og gera mönnum það ljóst að Milan er þrjú þúsund sinnum betra heldur en Portsmouth, Fulham eða Charlton. Ég veit ekki hvort það sé gott eða vont að liðið hafi bæði leikið illa undanfarið og hvílt lykilmenn. Gegn Charlton var liðið dapurt og varnarleikurinn í molum. Miðjan var óörugg bæði framávið sem og tilbaka. Það var ekki fyrr en Alonso og Kewell komu inná sem liðið fann taktinn í þeim leik.

Úrslit leiksins ráðast einfaldlega á því hvort liðið mætir andlega betur tilbúið í leikinn. Tilbúið til þess að vera undir, yfir eða bara í jöfnum leik þangað til vítaspyrnukeppnin hefst. Ef leikurinn fer í framlengingu þá er að mínu mati öruggt að hann fer í vítaspyrnukeppni, þe. ef Milan skorar ekki. Þetta byggi ég á þeirri einföldu staðreynd að Liverpool skorar ALDREI í framlengingu. Á móti Milan árið 2005 vorum við aldrei líklegir, gegn West Ham í fyrra vorum við ekki líklegir í framlengingunni, og þannig er það einfaldlega. Kannski stafar þetta af því að þegar við erum komnir í vítaspyrnukeppnina eru líkurnar töluvert miklar að við vinnum?

En hvernig verður þessi úrslitaleikur? Opinn og mikið um mörk og færi, eða mjög taktískur þar sem góður varnarleikur og agaður miðjuleikur munu ráða? Það er langlíklegast að þetta verðir 0-0 jafntefli eða 1-0 sigur á annan hvorn veginn. Veðmálabankar vilja meina að líkurnar á sigri Milan séu meiri og að það verði ekki mörg mörk skoruð í leiknum. Og fyrirfram er það líklegast þe. að Milan er líklegra til að vinna 1-0. En á móti má segja að Liverpool er í sinni uppáhaldsstöðu, þe. að vera minna liðið, og fæstir hafa trú á því að Liverpool geti sigrað Milan Í ANNAÐ SKIPTIÐ. Á endanum er það líklega dagsformið sem ræður líkt og ávallt í svona leikjum. Það lið sem hefur trú á verkefninu og hættir því ekki fyrr en dómarinn flautar til leiksloka mun sigra.

Auðvitað myndi ég óska þess að við gætum verið 5-0 yfir í hálfleik, slakað á, notið leiksins og jafnvel fengið mér einn ískaldann. En rausætt á litið mun ég líklega einungis geta fengið mér ískaldan bjór (og þá líklega fleiri en einn) yfir leiknum. Ég mun sennilega vera of spenntur til að njóta hans, hvað þá að ná slökun. En þetta verður upplifun og í rauninni fer ég einungis fram á að við verðum ekki jafnlélegir og í fyrri hálfleik gegn þeim síðast.

Við getum verið stoltir af framgangi liðsins í Meistaradeildinni síðustu ár og að ná að komast í úrslitaleikinn öðru sinni á þremur árum er frábær árangur. Það er samt á hreinu að við munum alltaf verið pirraðir, ósáttir, skúffaðir o.s.frv. ef við töpum þessum leik. Klárt mál, en höfum það á hreinu að það er hægt að tapa á mismunandi hátt. Eftir sem áður byrjar leikurinn 0-0 og það þýðir að bæði lið hafa jafna möguleika á að vinna leikinn. Og eins og frægur þjálfari orðaði það einu sinni: “Ef við höldum hreinu og skorum eitt mark þá vinnum við leikinn!” Jahá svona er knattspyrnan einföld íþrótt!

Góðar stundir.

20 Comments

 1. Djöfull langar mig að sjá efsta liðið nema, Mascherano inn fyrir Alonso, þarf að líma hann á Kaka. Kewell inn fyriri Zenden, Zenden að öllum líkindum ekki leikfær og Kuyt fyrir Bellamy. 4-4-2 og læti bara. Kuyt getur unnið vel til baka, Mascherano slekkur á Kaka og Gerrarad sér um rest. Beautiful!

 2. Ég er ekki sammála því. Alonso verður að vera í liðinu að mínu mati, jafnvel þótt það sé á kostnað Mascherano/Sissoko eða þýði að Gerrard þurfi að fara út á kant. Við erum ekki bara að hugsa um að stöðva Kaká og sóknarleik Milan heldur einnig að byggja upp okkar eigin sóknarleik, og til þess að það geti orðið þarf maðurinn sem stýrir sóknunum að vera inná. Gerrard er okkar besti maður en hann er ekki leikstjórnandi liðsins – það er Alonso og hann hlýtur að byrja inná. Punktur.

 3. Það að Alonso hafi byrjað á bekknum gegn Charlton og komið inná þegar stefndi í vandræði segir manni bara eitt;
  Hann mun byrja úrslitaleikinn.

  Spái því pottþétt að Gerrard byrji á hægri kanti en á erfitt með að gera upp við mig hvort Mascherano eða Sissoko verður á miðjunni með Xabi. Sissoko ætti að henta mjög vel gegn reitabolta liði eins og AC Milan sem spilar látlaust með stuttum sendingum og hröðum færslum (átti stórleik gegn Barcelona) en Mascherano myndi henta frábærlega í að taka Kaká útúr leiknum.
  Ég ætla veðja á Sissoko og að Liverpool muni byrja leikinn á að pressa hátt og sækja á Milan til að gera þá smá skelkaða og láta vita að byrjun síðasta úrslitaleiks hafi verið slys sem gerist aðeins aftur enda Liverpool með mun betra lið í dag.

  Kewell byrjar á kantinum og Bellamy-Kuyt frammi verða látnir þreyta varnarmenn Milan með stöðugum hlaupum í byrjun. Í undanúrslitunum gegn Man Utd fengu bakverðirnir Jankulovski og Oddo að staðsetja sig mjög ofarlega og það verður hlutverk sóknarmanna og kantmanna Liverpool að binda þá niður. Riise og Finnan munu koma framar og reyna styðja við sóknina. Fyrstu 15 mín verða svakalegar þegar bæði lið setja allt á fullt. Ef annaðhvort liðið vinnur miðjuna gæti það skorar 2 mörk og klárað leikinn. Liverpool mun ekki koma tilbaka í þetta sinn ef þeir lenda undir.

  Liverpool í dag er hinsvegar miklu betra og skipulagðara lið en 2005. Enginn Traore eða Biscan til að flækjast fyrir alvöru fótboltamönnum og enginn Shevchenko að díla við núna. Milan þola ekki að spila gegn líkamlega sterkum liðum og hafa verið mjög brothættir í vetur. Þeir toppuðu í undanúrslitunum vegna þess að naive leikstíll Man Utd hentaði þeim fullkomlega og að Alex Ferguson er ekki beint sleipur í taktík. Þeir munu aldrei ná viðlíka leik gegn okkur.

  Það er mitt mat að Liverpool á að hafa allt sem þarf til að vinna gamlingja AC Milan núna og það jafnvel á mjög auðveldan hátt. Ég myndi segja að þó við séum skrifaðir af veðbönkum sem underdogs, sé 6.titillinn there for the taking gegn ofmetnu Milan liði.

 4. Ég er því miður í vandræðum með að skoða síðuna, hef prufað bæði Safari og Firefox.
  Ég er viss um að það er verið að vinna í málunum, en vildi bara láta vita : )

 5. Held og vona að við byrjum með tvo frammi (sá sem þetta skrifar er mikill aðdáandi Crouch og Kuyt).

  ———–Reina
  Finnan Carra Agger Riise
  Pennant Xabi Mascherano Gerrard
  ——-Kuyt Crouch

  Rafa gæti líka verið aðeins varnarsinnaðri með því að taka Pennant út fyrir Arbeloa: seta Gerrard hægra megin, Riise á vinstri kantinn og Arbeloa í vinstri bakvörð. Síðan kæmi Pennant sterkur inn af bekknum. Finnst það eiginlega líklegri uppstilling en vona að við stillum upp liðinu sem ég set fram hér að ofan. Já Gerrard á vinstri kantinn!

  Ef við verðum með einn framherja þá byrjar vinnuhesturinn Kuyt alveg örugglega.

  Kewell fer ekki beint inn í byrjunarliðið í úrslitaleik meistardeildarinnar eftir löng meiðsli! Gæti komið inn á seint í leiknum ef við erum undir eða í framlengingu.

  Rafa heldur sig við sína svæðisvörn og það verður ekki neinn settur sérstaklega til höfuðs þeirra lang hættulegasta manni Kaka.

 6. Ef við spilum 4-5-1 þá spái ég þessu liði:

  ———–Reina
  Finnan Carra Agger Arbeloa
  —– Xabi Mascherano
  Pennant Gerrard Riise
  ———-Kuyt

 7. Ég var bara að spá í þessari tölfræði hér: Liverpool-liðið er búið að spila í það heila 57 leiki í öllum keppnum. Við höfum unnið 57 leiki, gert 32 jafntefli og tapað 10. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þarna en hvað leikinn varðar þá spái ég því að liðið sem verður yfir eftir síðari hálfleik muni vinna leikinn 🙂

 8. Já sælir, ég er reyndar ekki að kommenta á pistilinn en ég er að spá hvort þið vitið eða getið sagt mér hvernig ég kemst að því hvort úrslitaleikurinn verður sýndur í bíóinu á Akureyri eins og fyrir 2 árum??

  Ólafur Freyr

 9. ég held að við tökum þetta eins og á móti arsenal, þar að segja höfum crouch einam frammi…
  ————Reina
  Finnan-Carra-Agger-Riise
  —- Xabi-Mascherano
  Pennant-Gerrard-kewell
  ———–Crouch
  Ég held að þetta sé málið sko.. allavega hef ég bestu tilfinguna fyrir þessu.. Mascherano límir sig á kaka enda er hann maðurinn sem býr til allt í þessu mílan liði og hann þarf að stoppa til að vinna þetta lið……En það er nú alltaf mjög erfitt að vita hvernig benni stillir upp liðinu..
  En liverbird… liverpool eru nú búnir að tapa allavega einhvejum 13+ leikjum þeir eru búnir að tapa 10 í deild og vinna 20 í deild og vinna einhverja +9 í meistaradeild.. þannig að þessi tölfræði hjá þér er eitthvað út á skúlatúni sko……

 10. eins og ég sagði þá er þessi tölfræði ekki að ganga upp enda var ég að vitna í pistilinn fyrir ofan en sjálfsagt hefur prentvillupúkinn skotið upp kollinum hjá þeim Liverpool bloggurum 🙂

 11. Einhvern veginn á ég ekki von á mjög sókndjörfum bolta frá okkar mönnum. Rafa veit eins og við allir hinir að ef liverpool fær ekki á sig mark þá fara þeir heim með dolluna. En djöfull er maður annars farinn að hlakka til miðvikudagsins. Sama hvernig fer þá verður þetta geggjaður leikur.

  ps. Trúi ekki ennþá að ég hafi hætt að horfa í hálfleik síðast.

 12. Ég fer tiltölulega áhyggjulaus í þennan leik. Ég er ótrúlega spenntur jú, en veit ekki hvort ég fari eitthvað að horfa eða verði allan daginn í Liverpool treyjunni líkt og ég gerði í síðari undanúrslitaleiknum gegn Chelsea. AC Milan liðið finnst mér spila betur (síðustu leikir alla vega) en fyrir 2 árum, en það gerir Liverpool líka. Ég spái fyrirfram mjög varfærnum leik og að þetta verði 1:0 sigur okkar manna, eða jafnvel 2:1 …

  … en hvað veit ég sosum? 🙂

  Áfram Liverpool!!!

 13. Get ekki beðið eftir þessum leik. Las einhversstaðar að það verður enginnn beint settur á Kaka, heldur munu Gerrand, Alonso og Mach. verða að vinna agað og vel saman til að taka hann úr umferð. Ef að það stenst get ég séð liðinu stillt svona upp..
  —Reina—
  –Finnan — Carragher — Agger — Arbeloa/Rise
  –Pennant — Alonso– Macherano — Kewell–
  –Gerrard–
  –Crouch/Kuyt–

 14. Sennilegast er sterkast að spila 4-5-1 á móti Milan. Byrjuðum í 4-5-1 reyndar á móti 2005 að mig minnir en vorum ekki með neinn djúpan (sitjandi) miðjumann í fyrri hálfleiknum en það breyttist eins og allir vita í seinni hálfleik þegar meistari Didi kom inn á. Ég tel að það er nær öruggt að Rafa spili með sitjandi miðjumann og þjappi bakvörðunum nálægt miðjunni. Því Milan liðið spilar ekki með vængmann og spila mjög “Direct” fótbolta. Ég ætla að spá að byrjunar liðið verði einhvern veginn svona (prufa með html síðunnar)

  (4-5-1)

  ReinaFinnan – Carragher – Agger – Riise Mascherano Pennant – Alonso –SissokoGerrardKuyt

  Þó með Gerrard vinnandi niður á miðju eða vinstri kant (fellst helst á það) og Mascherano djúpan með Sissoko dragandi sig út þegar Gerrard fer fram. Góðan daginn með hvað þetta er orðið flókið en Rafa Benitez er ekki beint auðlesinn.

 15. Virkaði ekki alveg með liðið

  ————–Reina—————-
  Finnan—-Carra—Agger—Riise
  ————-Mascherano———
  Pennant—Alonso——-Sissoko
  ——————Gerrard——–
  —————Kuyt—————

  Vona að þetta komi þessu betur til skila (afsakið double post). Vonum einnig að Gilardino taki ekki fram Parma takkaskóna í úrslitaleiknum.

 16. Já ég mun leiðrétta tölfræðivilluna en þetta á að vera svona:
  32 sigrar, 10 jafntefli og 15 töp.

 17. Sit hérna á hóteli í Köben og er enn að reyna að finna flug til Aþenu. Verð hreinlega að komast , simpe as that.

  Er hreinlega búinn að rugla þessu svo fram og aftur í kollinum að það er mér lífsins ómögulegt að spá fyrir um uppstillingu. Það jákvæða í þessu öllu er að ég komst loksins inn í commentakerfið okkar eftir laaaaanga fjarveru.

  Tvennt í þessum frábæra pistli hjá Agga sem ég hef út á að setja:

  “Það muna allir eftir leiknum í Istanbúl og ég tel ljóst að liðið ásamt Rafa hafa lært gríðarlega mikið af þeim leik. Sú staðreynd að við unnum þann leik er einfaldlega heppni og getur ekki gerst tvisvar á sömu öld. “

  Heppni? Ekki séns í helvíti. Þegar maður tók þátt í gríðarlega kraftmiklum You’ll Never Walk Alone í hálfleik á Ataturk, þá fékk maður þennan vonarneista og baráttuhug. Engin heppni, ekki einu sinni stórbrotin markvarsla Jerzy í framlengingunni. Forlög skrifuð á vegginn, barátta, vinnusemi von og trú. Engin heppni 🙂

  “og Liverpool var klárlega besta lið Englands og jafnvel Evrópu”

  Vinsamlegast fjarlægja þetta orð “jafnvel” út úr setningunni.

 18. Eins og góður maður sagði: “Þetta er mín skoðun og við hana stend ég!” Enga ritskoðun hérna SSteinn! 🙂

  Njóttu góða veðursins og fáðu þér bjór!

 19. He he, góður Aggi. Nýt veðursins, búinn að svelgja í mig nokkrum köldum frá því ég kom, og það sem meira er…ER KOMINN MEÐ FLUG OG ATHENS HERE I COME 🙂

Upphitun #2: Istanbul – Þvílík ferð

Kenyon: Engar stórstjörnur til Chelsea í sumar