BBC um Lucas

Sérfræðingur BBC í Suður-Amerískri knattspyrnu tjáir sig um Lucas Leiva, sem var í síðustu viku keyptur til Liverpool. Það vita náttúrulega fáir eitthvað um hann, þannig að svona upplýsingar eru áhugaverðar:

These moves are always a gamble, but I think this is a good one.

He’s an exciting player of a type that Brazilian football hasn’t produced too many of recently. Of late their central midfielders have tended to be ‘holders’ who sit and allow the full-backs to push forward.

Lucas is different. He’s a big, blonde figure whose power and physical strength comes with attacking ability.

He can pass well and loves to rumble forward. He gets on the scoresheet both with blistering shots from range and from bursting beyond the strikers.

You can certainly imagine him playing alongside Javier Mascherano, for example.

I don’t have the same fears for him as I did with Paletta. He’s had two full seasons behind him – one helping Gremio win promotion from the second division, and then last year’s success when he was chosen as the player of the championship.

In a perfect world you might want him to stay another year before moving on, but (a) Gremio need to sell to balance the books and (b) with Liverpool’s strength in depth in central midfield it looks as if his first campaign will be a bedding in season.

Þetta hljómar allavegana vel. En einsog áður þá furðar maður sig á þessari aðdáun Rafa á miðjumönnum. Einhvern veginn grunar mig að Zenden og einhver annar muni fara í sumar.

11 Comments

 1. Verður það Alonso kallinn? Ég sé eiginlega þá bara skipti fyrir mér + pening kannski? Samuel Eto´o? Væru menn ánægðir með það? Það er ekki auðvelt að svara því…

  Zenden mun bókað fara, ég trúi ekki öðru.

 2. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég sé það að Rafa láti Xabi fara. Ég hef alltaf ímyndað mér hann sem uppáhaldsleikmann Rafa.

  Ef Xabi fer, þá myndi ég bara sætta mig við það ef það myndi þýða að heimsklassa kantmaður eða framherji kæmi í staðinn. Alveg einsog að salan á Michael Owen þýddi það að við gátum keypt Xabi og Luis.

 3. En það er samt sennilega rétt hjá BBC gaurnum að fyrsta ár Lucas verði aðlögunartímabil… þannig að ég efast um að einn af fyrstu 4 miðjumönnum okkar fari (Gerrard, Xabi, Sissoko, Mascherano), frekar að Zenden sé einn að fara núna og svo verði miðjumálin skoðuð betur næsta sumar þegar fyrirséð er hvort Lucas muni ná að aðlagast…

 4. Trúi ekki að menn séu að tala um að Xabi sé að fara. Hann er án efa einn af þremur bestu “náttúrulegu” miðjumönnum Evópu (Xabi, Xavi, Gerrard). Án efa mikil blóðtaka á miðjunni ef hann fer. Verðum að vera með 4 mjög sterka miðjumenn næsta vetur.
  Er æa því að Lucas muni spila e.t.v. stórt hlutverk í bikarleikjum, en fær fáar mínútur vegna aðlögunar á næsta tímabili í deildarleikjum, svipað og Agger á sínum fyrstu 6 mánuðum. Maður veit samt aldrei hvað Rafa er að hugsa;)

 5. ER Mascherano ekki bara í láni.Kannski kaupa þeir Lucas en ekki Macherano.

 6. Mascherano er á 18 mánaða lánssamningi og Liverpool hefur forkaupsrétt á honum að lánstímanum loknum svo hann er allavega ekkert að fara fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta tímabil og miðað við hans framgöngu hingað til þá myndi ég hiklaust vilja halda honum lengur en bara þessa 18 mánuði en er ekki bara Sissoko að fara? Allavega hefur hann lítið fengið að spreyta sig síðan Mascherano kom inní liðið og væri ekki upplagt að nota Sissoko sem hluta af kaupum á enhverjum stórlax á Spáni?

 7. Ég held að Mascherano sé í eigu Liverpool. Þegar Liverpool var að fá hann lánaðan þá var svo endalaust mikið vesen á samningunum hans eins og við vitum að það eina í stöðunni fyrir Liverpool var að snara fram einhverjum 10milljónum (man ekki nákvæmlega kaupverðið) og kaupa kallinn með öllu.

  Getur einhver staðfest að þetta sé rétt. Mig minnir allavega að þetta hafi verið svona.

 8. Ef Rafa selur Xabi þá er það merki um sturlun á háu stigi. Það sást greinilega hvernig liðið var betra þegar alonso tók við því hlutverki sem macherano hafði verið með á móti charlton. ég held að hann verði með þessa 5 miðjumenná næsta tímabili(steve, alonso, sissoko, macherano og lucas) selji zenden.
  það gæti gerst að macherano verði ekki eins stabíll og hann er búinn að vera, eins og sissoko á þessu, og ef hann verður ekki nægu stabíll þá held ég að hann gæti verið of dýr fyrir smekk Rafa

 9. Það er enginn möguleiki á að Xabi sé að fara. Hann er mun meira kreatívskur en Mashs og betri til að stjórna spilinu.

  Þannig ég held að Sissoko sé að fara, ekki græt ég það.

 10. sko, ef stjórnin samþykkir að láta xabi fara þá geta þeir alveg eins hringt í guðjón þórðarson og boðið honum stjórastöðuna. það er enginn leikmaður í heiminum sem ég vildi sjá hann seldan/notaðan sem skiptimynt fyrir. held að menn ættu nú frekar að einbeita sér að því að finna nothæfan sóknarmann fyrir bellamy (þar koma torres og villa sterklega til greina). með tvo af bestu miðjumönnum heims (gerrard og alonso) og tvo aðra sem fylgja fast á eftir (javier og momo), með kewell heilan og pennant alltaf að bæta sig (hafði alltaf trú á honum, var bara svolítið lengi í gang), yfirleitt frábær vörn, vinstri hliðin þó svolítið brothætt á köflum… crouch og kuyt öflugir, en það þarf samt einn annan til að smella með öðrum þeirra (eða báðum), og svo besti markmaður heims… vona að menn skilji þennan hrærigraut hjá mér, en ég vil bara halda xabi, punktur. og já, zenden má fara…
  V.

Breytingar á eoe.is

Uppgjör: Rafa og Úrvalsdeildin