Breytingar á eoe.is

Jæja, það hefur ekki gengið þrautalaust að koma þessari síðu yfir á nýjan server. Það sem gerðist var að ISNIC krafðist þess að ég myndi breyta um hýsingaraðila. Ég gerði það og það tók mig nokkur kvöld að koma síðunni yfir á nýjan server og breyta um uppfærslukerfi.

Nýji hýsingaraðilinn var þó ekki að virka nógu vel og síðan var verulega hæg, auk þess sem ég átti oft í vandræðum með að komast inná síðuna. Allavegana, á endanum ákvað ég að breyta aftur um hýsingaraðila. Það er nýr heiðursmeðlimur þessarar síðu, Andri Fannar, sem að reddaði nýju hýsingunni. Andri hjálpaði mér gríðarlega í þessum server málum og án hans væri þessi síða ekki í jafn góðu lagi og hún er þó í dag. Við á Liverpool blogginu færum honum okkar bestu þakkir.

Ég er enn að fá nokkra pósta á dag þar sem menn segjast ekki sjá nýju síðuna, en ég er að vona að það lagist í þessari viku. Ég biðst velvirðingar á þessum breytingum, en vanalega fer þetta að koma.

2 Comments

  1. Sammála síðasta ræðumanni, er staddur í Noregi og get ekki verið án síðunnar.

    Avanti Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!

L’pool 2 – Charlton 2

BBC um Lucas