Charlton á morgun.

Á morgun mæta leikmenn Charlton á Anfield en þeir eru þegar fallnir niður í Championship. Með sigri tryggjum við okkur endanlega í 3ja sætið en í raun skiptir þessi leikur engu NEMA að þetta mun vera síðasti leikur Robbie Fowler á Anfield (og já Dudek einnig en hann ku vera meiddur).

Ég sé okkur vinna Charlton á morgun og verður þetta öruggur sigur. Þetta er eiginlega general prufa fyrir Aþenu og tel ég næsta víst að Rafa muni stilla næstum okkar sterkasta liði upp.

Padelli

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – Kewell

Kuyt – Fowler

Bekkurinn: Reina, Crouch, Hyypia, Arbeloa og Macherano.

Fowler mun fá heiðurskiptingu væntanlega eftir klukkustundarleik og væntanlega verður allt gert til að hann setja´ann og jafnvel nái tveimur til að ná í 130 mörk. Kewell gæti fengið að byrja leikinn til að sjá hvort hann sé klár í baráttuna í Aþenu. Dudek mun væntanlega koma út á völlinn og kveðja stuðningsmenn Liverpool formlega og ef hann væri ekki meiddur þá hefði hann klárlega spilað þennan leik.

Robbie Fowler
Robert Bernard Fowler er 32 ára gamall og er að ljúka sínu öðru skeiði hjá Liverpool. Hann fékk drauminn sinn uppfylltan með að koma tilbaka til Anfield og hefur staðið sem vel sem varaskeifa, hefur spilað 29 leiki og skorað 8 mörk eftir að hann kom í janúar 2006 en áður hafði hann spilað 236 leiki og skorað í þeim 120 mörk fyrir félagið. Þetta gerir í það heila 265 leikir og 128 mörk. Á ferli sínum spilaði hann ekki eingöngu með Liverpool heldur einnig Leeds og Man City. Með enska landsliðinu spilaði drengurinn einnig og spilaði 26 leiki og skoraði 7 mörk. Le God er einn af þeim leikmönnum sem fólk mun minnast um ókomna tíð í sömu andrá og Ian Rush, Kenny Dalglish, John Barnes, Alan Hansen o.s.frv. Hver veit nema að Robbie mun ljúka ferlinum með Meistaradeildartitli og jafnvel vera sá leikmaður sem tryggir það?

Charlton Athletic
Hermann Hreiðarsson og félagar eru fallnir eftir mörg ár í úrvalsdeildinni og má rekja upphaf vandamálsins þegar Alan Curbisley fór eftir 15 ár við stjórn. Ian Dowie tók við liðinu og náði ekki ásættanlegum árangri, Les Reed tók við á eftir honum og ekki batnaði staða liðsins við það. Á endanum var Alan Pardew fenginn til að tryggja sætið en það gekk ekki eftir. Þetta mun þýða algjöra umbyltingu hjá félaginu á næsta ári og vonandi að þær breytingar muni skila liðinu aftur upp hið fyrsta. Hermann hefur núna fallið úr úrvalsdeildinni með fjórum mismunandi liðum, Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town og núna Charlton. Hann deilir þessum “heiðri” með framherjanum Ashley Ward.

Ég vonast til að sjá okkar menn vera 100% klára í þennan leik og ég vil einnig sjá sannfærandi sigur. Burt séð frá því að ég vonast til að sjá Fowler skora og engann meiðast!

Spá: Þetta verður 3-1 sigur þar sem Fowler setur 2 mörk í fyrri hálfleik og Kewell eitt í þeim síðar.

5 Comments

  1. Góð upphitun. Ég er sammála byrjunarliðinu og verð að viðurkenna að mér þykir leiðinlegt að Dudek fái ekki að kveðja eins og Fowler. Svo má ekki gleyma því að í þessu liði eru fleiri sem gætu verið að kveðja, svo sem Bellamy, Alonso eða Hyypiä. Maður veit aldrei.

    Þetta verður afslappaður dagur hjá okkar mönnum, og Charlton-liðinu líka. Þeir hafa að engu að keppa og ættu að vera auðsigraðir, á meðan okkar menn hafa ekki verið að leika marga leiki síðustu þrjár vikurnar og gætu því verið hálf ryðgaðir. Ég spái 2-0 sigri okkar manna og AÐ SJÁLFSÖGÐU skorar Robbie Fowler bæði. 😉

  2. ég hef ekki trú á svona sterku byrjunarliði….held að hann sé of hræddur við meiðsli fyrir úrslitaleikinn….annars vona ég að Fowler kveðji með þrennu, það væri toppurinn

  3. Fær Fowler að leiða liðið út á völl sem fyrirliði? Tippa á það ásamt þrennu frá Goðinu ! YNWA

  4. vantar ferðafélaga til aþenu, er með einn miða.

    Heiti júlli keypti miðan á hundrað þús er í blandaðu svæðu.

    NR hjá mér er 8696003 eða 8527386

Fowler og Lucas, fortíð og framtíð (uppfært)

L’pool 2 – Charlton 2