Eto’o á 40 milljónir punda?

Independent staðhæfa í dag að Man U hafi athugað með kaup á Samuel Eto’o frá Barcelona. Blaðið heldur því svo fram að forráðamenn Barcelona hafi beðið um 40 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem að hafi drepið áhuga Manchester liðsins.

Annars þá halda ansi mörg blöð því fram að Thierry Henry sé á leið til Barcelona og það þýði endalok Eto’o hjá liðinu. Það er hins vegar alveg ljóst að ef Eto’o fer frá Barca þá verður barist um hann. Það má í raun segja að öll fjóru stóru liðin á Englandi séu á eftir topp framherja þetta árið. Og öll eru þau orðuð við sömu mennina. Nöfnin sem öll liðin virðast vera orðuð við eru Eto’o, Villa, Torres, Owen og Tevez. Það verður allavegana fróðlegt að sjá hvað gerist og hvort að Chelsea menn komi inná markaðinn með rugl upphæðir einsog síðustu sumur.

8 Comments

  1. Hvernig er það, er ég sá ein sem vill fá Miroslav Klose til liðsins….. það bara verður að vera Þjóðverji í liverpool

  2. Fernando Morientes skoraði grimmt í Real Madrid og Monaco, en ekki skoraði hann mikið í Liverpool. Hann fann svo markaskóna sína aftur þegar hann fór til Valencia.

    Voronin getur verið góður fyrir Liverpool, eða ömurlegur. Mér finnst það ekki skipta miklu máli fyrst hann kemur á frjálsri sölu. Í versta falli fer hann þá eftir ár, og hugsanlega þá kannski fyrir einhvern smá pening jafnvel. Í besta falli verður hann stórstjarna fyrir Liverpool. Sóknarmenn frá Úkraínu hafa aftur á móti ekki beinlínis slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni (Rebrov, og svo Shevchenko núna).

  3. Veit einhver hvað er í gangi með Fowler? Það er ekkert um hann í blöðunum hér í Liverpool og ekkert á netinu heldur. Ég væri til í að vita hvort hann er að fara að fara frá Liverpool eður ei svo maður geti nú kvatt þennan snilling almennilega á laugardaginn ef sú verður raunin að hann hverfi á braut.

  4. Sæll Liverpoolbúi, ég var að setja inn grein um Fowler. Það er víst búið að tjá honum að hann fái ekki nýjan samning, þannig að endilega kíktu á leikinn á sunnudag og segðu bless og takk. 🙂

Menn orðaðir við Liverpool

Fowler og Lucas, fortíð og framtíð (uppfært)