Slúður og draumórar

Ég held að það sé óhætt að segja að slúðrið fyrir sumarið sé byrjað af krafti. Enn hefur enginn leikmaður verið orðaður það sterklega við Liverpool að við höfum talið ástæðu til að slá því upp sem stórfrétt hér á aðalsíðunni.

Ætla þó að nefna hér nokkur nöfn, sem hafa verið sterklega orðuð við liðið að undanförnu.

[Gabriel Milito](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_headline=benitez-eyes-gift-of-gaby%26method=full%26objectid=19070078%26siteid=89520-name_page.html) hefur verið orðaður oftar við Liverpool en sjálfur Simao. Núna virðist hann vilja koma til liðsins, en ég sé ekki alveg glóruna á bakvið það að hann sé að koma til liðsins fyrir 10 milljónir punda (Mark Gonzalez + peningur) einsog Mirror halda fram. Ef að Vidic og Agger kostuðu báðir um 6 milljónir punda (að mig minnir) þá er þessi upphæð bara bull.

[Sky Sports halda því svo fram að Liverpool sé á eftir Amauri](http://home.skysports.com/list.aspx?HLID=465661&CPID=8&title=Reds+linked+with+duo&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=14) hjá Palermo, sem er brasilískur framherji, sem ég veit nákvæmlega ekki neitt um. Umboðsmaður hans hefur þó greinilega mikið álit á honum:

>”Benitez is an admirer and considers him to be the best striker in Europe along with Didier Drogba”

Jahá!

Og svo eru það [Fernando Torres](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/european_football/article1759979.ece) sem er enn einu sinni orðaður við liðið. Guillem Balague, sérfræðingur í spænska boltanum er með grein um Torres í Times. Þar segir:

>Two weeks ago, friends gave Torres a captain’s armband for his birthday bearing the logo “We’ll never walk alone”, which led some to speculate that he would be moving to Liverpool. “My group of mates have got that logo tattooed on their arms,” Torres says. “I have been told about Anfield and how special it is, but I haven’t managed to go yet. I would like to, though.”

Sem þýðir hvað nákvæmlega?

Það er allavegana ljóst að Torres er ekki á leið inní Meistaradeildina einsog hann dreymir um, nema að hann skipti um lið og telja margir að það muni gerast í sumar.

Balague segir svo á [SKy Sports](http://home.skysports.com/column.aspx?lid=Sky_Sports_Columnist_Guillem_Balague&hlid=464867&cpid=23&channel=) eftirfarandi:

> I do feel that over the last few seasons he has been the best player outside that competition. It’s time for him to move up to the next level and my opinion is that if a club makes a big enough bid for him then he will leave because he deserves to be playing for a better side.

Í sama pistli talar svo Balague um Samuel Eto’o, sem er ásamt Daniel Alves draumakaupin mín:

>I don’t think that Barca will want to let Ronaldinho and Eto’o go at the same time. There have been initial moves for Eto’o to leave and my personal wish would be for him to go to Liverpool, and I hope he does because he would be the striker that Liverpool needs. And if the new owners at Anfield analyse the market they should realise that Eto’o is the number one target.

Eto’o og Alves í sumar og þá væri Liverpool með besta lið Englands. Ég fullyrði það.

8 Comments

 1. Ég hef lengi verið spenntur fyrir Torres og ég væri ánægður með að fá hann. Eto’o er spennandi líka þar sem hann er góður en hefur nátturulega átt við meiðsli að stríða í vetur og hefur því minna verið í kastljósinu undanfarið.

  Hinsvegar er ég kominn með einhvern Morientes-x-factor, týpískt að þegar drauma-strikerinn er keyptur þá getur hann ekkert en um leið og hann fer aftur í burtu fer hann aftur í gang 🙁

  Ég hef þó fulla trú á að Eto’o og Torres myndu standa sig vel með okkur. Veit ekki afhverju en ég myndi vilja Torres frekar, er yngri, virðist hafa taugar til LFC og er spænskur og ætti því að vera glaður með hinum spánverjunum 🙂

  Spennandi sumar framundan í leikmannamálum með allan þennan pening og hugsanlega 3 stóra titla á 3 árum til að draga að stóra fiska!

 2. Villa og Alves slef 🙂
  Síðan vantar okkur vinstri kant, spurning um hvern.

 3. Hvað með Malouda(Lyon) á vinstri kant? Simao getur spilað þar einnig.

  Annars vil ég aðallega fá Eto´o og Alves.

 4. Daniel Alves, Simao Sabrosa, Samuel Eto’o, Gabriel Milito,Fernando Torres, Gareth Bale, Carlos Tevez, Quresma, gamst. Einhverjir þrír af þessum þá er ég sáttur…… Held samt að benni kaupi ekki menn á 20+ milljónir, ég hef ekki hugmynd um það en held það samt, vona að það sé ekki rétt..
  Draumur: simao,Torres og Quresma. P.S simao og Quresma geta báðir spilað á vinstri kannt.

 5. Í milljónasta skipti ætla ég að ítreka þá skoðun mína að menn munu sjá eftir að hafa óskað eftir Fernando Torres ef hann einn daginn leikur fyrir Liverpool…

 6. Kjartan, á hverju byggirðu þá skoðun? Torres er frábær leikmaður og ungur miðað við reynslu en hefur þó sína galla. Hvað er það við hann sem hrópar á þig að hann boði vandræði?

 7. Segi ekki að hann boði vandræði á einhvern Nicolas Anelka, Elhadji Diouf hátt heldur eingöngu að hann sé ákaflega ofmetinn og leyfi mér að efast um að margir þeir sem lofa hann hafi séð marga leiki með Atlético Madrid. Það skal taka það strax fram að Atleti er mjög vont fótboltalið í flesta staði og Torres er tvímælalaust aðalspaðinn þar. Hann er vissulega mjög sterkur og tiltölulega tæknilegur en maður hefur alltaf á tilfinningunni að frammistaða hans sé ekki í samræmi við hvað hann ætti að geta. Hefur t.d. nánast aldrei staðið sig með landsliðinu þrátt fyrir að hafa átt að verða framtíðarstræker liðsins um ókomnaframtíð en þarf núna að verma bekkinn á kostnað hins raunverulega frábæra David Villa.
  Á huglægari hátt þá hefur maðurinn aldrei sannfært mig í þeim leikjum sem ég hef séð með honum (hef séð marga landsleiki, leiki með Atlético og m.a. verið á Vicente Calderón þar sem hann spilaði) og hef síðan tekið eftir að margir pistlahöfundar sem skrifa um spænska boltann hafa ekkert sérstakt álit á honum sbr. Phil Ball (Soccernet), Sid Lowe (Guardian, World Soccer, Four Four Two).

Bestu mörk tímabilsins 2006/07

Menn orðaðir við Liverpool