Paletta og Insúa

Steve Finnan hrósar í dag argentísku varnarmönnunum ungu, Paletta og Insúa fyrir frammistöðu þeirra í síðustu tveim leikjum í deildinni. Finnan segir um þá:

“They both did very well at Fulham, particularly when you think of how difficult it can be coming into a team which has been changed quite dramatically. There have been seven or eight changes but they have both slotted in really well.

Þetta er góður punktur hjá Finnan og ástæða til að leggja áherslu á þetta. Menn hafa verið fljótir að dæma Paletta enda hefur hann ollið vonbrigðum. En við megum ekki gleyma því að hann hefur undantekningalaust komið inní Liverpool lið, sem er gjörbreytt frá fyrri leikjum. Það hefði verið annað fyrir hann að koma inní vörn með Reina, Finnan, Riise og Carragher heldur en það er fyrir hann að koma inní vörn með Dudek, Arbeloa, Insúa og Hyypia.

Paletta hefur verið gagnrýndur á þessari síðu, en við höfum verið hrifnir af Insúa.

Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt Paletta, þá á ég samt ekki orð yfir þessum einstaklega heimska lista, sem að penni á Soccernet bjó til yfir verstu kaup ársins. Þar er röðunin ansi furðuleg. Til dæmis þá er Gabriel Paletta talinn vera verri kaup en Khalid Boulahrouz. Berum þá aðeins saman.

 • Annar er 21 árs gamall Argentínumaður. (nýorðinn 21 árs)
  Hinn er 25 ára Hollendingur.
 • Annars er að leika í nýrri heimsálfu
  Hinn er búinn að flytja sig um nokkur hundruð kílómetra.
 • Annar var að leika á HM ungmenna
  Hinn lék síðasta sumar á HM
 • Annars var keyptur fyrir 2 milljónir punda
  Hinn var keyptur fyrir 7 milljónir punda
 • Annar var keyptur undir þeim formerkjum að hann væri leikmaður fyrir framtíðina og væri ekki tilbúinn strax.
  Hinn var keyptur til að leysa af William Gallas sem þriðji miðvörður hjá Chelsea.
 • Annar hefur leikið alla sína leiki með einhvers konar varaliði Liverpool.
  Hinn hefur leikið flesta leiki sterkasta liði Chelsea.

Hvernig fá menn út að Paletta sé verri kaup? Ég hreinlega skil þetta ekki.

Annars er það víst svo að á þessum lista yfir verstu kaupin eru 3 fyrrverandi eða núverandi Liverpool leikmenn: Djimi Traore, Javier Mascherano og Paletta.

Þess má svo geta að ég sé núna loksins þessa síðu heima hjá mér og get því væntanlega gert betur í að uppfæra þennan vef. Það er gott mál.

6 Comments

 1. Þetta er stórskrýtinn listi. Ég er reyndar sammála efstu tveimur sætunum, varla annað hægt, en að setja Paletta yfirhöfuð þarna inn er bara vitleysa af hæstu sort. Af hverju ekki þá að tína til Theo Walcott, sem er ungur og kostaði þrefalt meira en Paletta? Eða Ashley Young, sem kostaði 10m punda og hefur ekki neitt gert síðan hann kom til A.Villa?

  Paletta virðist vera þarna nær eingöngu út af frammistöðu sinni gegn Arsenal, og sér í lagi Jeremie Aliadiere, í Deildarbikarnum í janúar. Og á meðan það var slæmur leikur skal það haft í huga að hann var umkringdur sér reyndari mönnum sem áttu alveg jafn slæma leiki og hann. Rétt rúmlega tvítugur Argentínumaður sem hefur verið í varaliðinu nær allan veturinn og er enn talinn björt von til framtíðar innan klúbbsins á bara engan veginn heima á þessum lista.

 2. Ég ætlaði bara að athuga hér hvort einhver viti um góða leið til að kaupa miða á Milan leikinn. Eru einhverjar leiðir öruggari en aðrar? Ég veit að miðarnir verða dýrir en ég vil helst ekki láta svindla á mér.

 3. Sæll Ágúst. Eftir því sem mér best skilst er nánast ómögulegt að fá miða á leikinn núna. Grunar að þú gætir verið of seinn. En það sakar ekki að hringja og tékka hjá ÍT Ferðum eða Úrval Útsýn. :/

 4. Ágúst, settu auglýsingu inn á manutd.is vefinn og spurðu þar hehe…
  kannski einhver þar sem keypti tímanlega og er hættur við að fara … að skiljanlegum ástæðum. Fékk mail um daginn frá einhverjum svona gaurum í gegnum vin minn sem voru að selja miða.

 5. Ballack hefur ekki staðið undir væntingum, en hvernig er hægt að meta hann sem ein verstu kaup ársins þegar hann kostaði ekki krónu, ef frá eru talin laun sem hann hefði fengið hvar sem er ?!?

 6. Af því að Ballack er á hæstu launum allra leikmanna í úrvalsdeildinni. Chelsea hefur t.a.m. eytt talsvert meira í Michael Ballack í launum heldur en t.d. Liverpool í kaupverð og laun til Gabriel Paletta.

Nýr síðuhaus: Kiddi Geir strikes again!

Bestu mörk tímabilsins 2006/07