Bestu mörk tímabilsins 2006/07

Tímabilið er alveg að verða búið og það er kannski fullsnemmt hjá mér að taka saman þennan lista, en mér leiddist í kvöld og ég ákvað að YouTúba aðeins og fara yfir öll mörk tímabilsins. Ég hef tínt til þau fjórtán mörk sem mér þykja standa uppúr eftir tímabilið í ár. Vonandi bætist það fimmtánda og jafnvel sextánda við í síðustu tveimur leikjunum, en þetta eru allavega fjórtán bestu mörk tímabilsins 2006/07.

– Johnny Riise, Chelsea, 13. ágúst 2006:

– Daniel Agger, West Ham, 26. ágúst 2006:

– Xabi Alonso, Newcastle, 20. september 2006:

– Peter Crouch, Galatasaray, 27. september 2006:

– Luis García, Fulham, 9. desember 2006:

– Xabi Alonso, Watford, 23. desember 2006:

– Peter Crouch, Bolton, 1. janúar 2007:

– Steven Gerrard, Arsenal, 9. janúar 2007:

– Jermaine Pennant, Chelsea, 20. janúar 2007:

– Dirk Kuyt, West Ham, 30. janúar 2007:

– Peter Crouch, West Ham, 30. janúar 2007:

– Peter Crouch, Arsenal, 31. mars 2007:

– Steven Gerrard, Middlesbrough, 18. apríl 2007:

– Daniel Agger, Chelsea, 1. maí 2007:

Hvað finnst ykkur? Hvert þessara marka er best? Hver á mark tímabilsins fyrir Liverpool? 🙂

5 Comments

 1. Afskaplega erfitt að gera upp á milli. Mér finnst þó Crouchy vs Gala og Xabi vs Newcastle minnisstæðust.

 2. Agger markið stendur manni nálægt í tíma og klárlega gríðarlega mikilvægt mark. En markið hans Crouch gegn Galatasaray var fallegt sem og markið hans Pennant gegn Chelsea.

 3. Xabi gegn Newcastle, Agger gegn West Ham og svo var Crouch markið gegn West Ham eftir frábært spil (spörkuðum svolítið í liggjandi mann þar).

  Fallegasta markið kemur samt 23. maí í Aþenu 🙂

 4. Peter Crouch Arsenal 30 mars….lokamarkið í þrennunni hans…
  Mark leiktíðarinnar. Þvílík snilld…varnarmennirnir í kringum hann vita ekki hvað snýr upp eða niður….barasta snilld. Svona mörk skora bara snillingar. Og það segir margt um Peter Crouch að hann á að auki tvær hjólhestaspyrnur á þessum lista.

  Annars eru þarna innan um langskot sem eru bara mögnuð. Þvílíkt magnað að Daniel Agger skuli vera í Liverpool treyju…

  Viva la Rafalution……

One Ping

 1. Pingback:

Paletta og Insúa

Slúður og draumórar