Fulham 1 – L’pool 0

Nýja kerfið er með einhverja stæla svo að færslan sem ég var búinn að skrifa um þennan leik glataðist. Og þar sem ég nenni varla að skrifa aðra færslu ætla ég að gera þetta eins fljótlega og ég get. Biðst afsökunar á því, en menn skilja vonandi af hverju ég nenni ekki að eyða nema takmörkuðum tíma í að fjalla um þennan skítaleik. En allavega, okkar menn töpuðu 0-1 í frekar daufum leik í dag.

Byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Palletta – Hyypiä – Insua

Pennant – Sissoko – Alonso – Gonzalez

Fowler – Bellamy

Bekkurinn: Padelli, Hobbs, Finnan, El Zhar, Kewell.

GOTT:

  • Sóknin í fyrri hálfleik. Verst við náðum ekki að skora úr öllum þessum færum.
  • Kewell kom inná síðustu 10 mínúturnar og meiddist ekki.
  • Pepe Reina. Án hans hefðum við tapað 2-0 en ekki 1-0.

SLÆMT:

  • Palletta. Lánum hann til Watford eða e-ð í ár, leyfum honum að læra á boltann þar.
  • Gonzalez. Hann skortir sjálfstraust og er farinn að minna mig á Bruno Cheyrou. Enough said.
  • Fowler. Á ekkert erindi í byrjunarliðið lengur. Kveðjum kallinn um næstu helgi og þökkum minningarnar.
  • Rafa. Skiljanlegt hjá honum að hvíla aðalliðið um síðustu helgi en það var algjör óþarfi í dag. Þegar menn sýna metnaðarleysi í uppstillingu skilar það sér í metnaðarleysi á vellinum. Rafa átti skilið að tapa í dag.
  • Michael Brown og Papa Boupa Diop. Diop fékk rauða spjaldið á 90. mínútu, eða klukkutíma seinna en hann hefði átt að fjúka, og hvernig Michael Brown fékk að spila meira en kortér skil ég ekki. Menn hljóta að skoða skallann hans á Alonso eftir leik og dæma hann samt í leikbann.

Maður Leiksins: Enginn. Liðið var lélegt og ég er ekki í stuði til að hrósa neinum í dag, þannig að ég beiti neitunarvaldinu í þetta skiptið.

Næst: Charlton á Anfield um næstu helgi. Verður vonandi skemmtilegur endir á annars grútlélegu tímabili í Úrvalsdeildinni. Vonum að Rafa verði í þeirri stöðu næsta vor að verða að berjast til sigurs í hverjum einasta deildarleik, vonandi í baráttu um eitthvað merkilegra en þriðja fokking sætið.

27 Comments

  1. Það mætti bæta við í góða kaflann “Harry Kewell”. Gaman að sjá hann aftur spila fótbolta. Hann átti betri 15 mín en Gonzales 75 mín.

  2. Með þessum reiðipisti Kristján styttir þú minn um 98 % því að ég er sammála þér með allt!
    Eitt jákvætt sem þú gleymir samt að mínu mati er innkoma Harry Kewell í leikinn, ekki bara það að sjá kallinn aftur spila, heldur átti hann fína innákomu.
    Óþolandi að Benitez skuli gefa annan leikinn í röð í deildinni, algerlega óþolandi !

  3. “Vörnin í marki Fulham. Insua var of framarlega og bæði Hyypiä og Padelli sváfu algjörlega á verðinum. Lélegt, lélegt, lélegt.”

    Átti Padelli að gera eitthvað við þessu marki á bekknum? 🙂

  4. Sorrý, upphaflega leikskýrslan fór í fokk og ég skrifaði aðra í flýti. Bætti Kewell við þar, leyfi ykkur að segja ykkar álit á marki Fulham-manna sem ég nennti varla að tala um það mark aftur í seinna skiptið sem ég skrifaði skýrslu.

  5. Þetta var afspyrnu lélegt, en munaði samt hársbreydd að það væri verið að lofa Fowler hérna fyrir mörkin sem hann hefði átt að setja inn. Miðjan var alls ekki að virka, þ.e. samvinna Alonso og Sissoko. Sissoko ofmetur allt of oft getu sína til að spila og taka menn á og Alonso lendir of oft í því að sinna varnar- og upphreinsivinnu. Kantarnir mjög slakir, fyrir utan smá vonarneista frá Kewell.

  6. Ég er bara létt brjálaður yfir þessum leik. Ég algjörlega þoli ekki svona vanvirðingu við Ensku Úrvalsdeildina. Ef ég væri þjálfari liðs í botnbaráttu þá myndi ég öskra mig hásan á Rafael Benites. Þvílíkt andskotans metnaðarleysi. Ég vorkenni mönnum bara andskotans ekki hætis hót að spila alvöru leik með þriggja daga milli bili. Hvurslags háttalag er þetta bara???? Við áttum skilið að skíttapa í dag og sluppum vel með 0-1 tap gegn algjörleg heillum horfið og skítlélegu liði Fullham. Jólin komu snemma í ár fyrir Fullham. Varalið Liverpool í rauðu!!!!! Ég er sammála öllu sem Kristján skrifaði. Gonzales var alveg hræðilegur. Sá hann margoft klúðra sendingu upp á Bellamy í eyðuna þegar hann kom í framhjáhlaupið. Senda hann aftur í knattspyrnaskóla.

    Og hvað er málið. Skiptir þriðja sætið engu? Munar ekki einhverri hálfri miljón punda á greiðslum til liðs í þriðja og fjórða sæti? Munar Liverpool ekki um hálfa miljón punda??? Mér er bara algjörlega lífsins ómögulegt að skilja þetta. Lágmarkskrafa hefði í það minnsta verið að halda varnarlínunni óbreyttri.

    Jæja..best að eyða ekki meiri orku í þetta. Benites er greinilega skítsama hvort hann lendir í þriðja eða fjórða sæti. Best að reyna að komast í það attitude líka…og hugsa bara um Aþenu. Benites er greinilega farinn þangað.

  7. Úff…núna er Liverpool búið að tapa 10 leikjum í deildinni. Liðið tapar meira ein einum af hverjum fjórum leikjum sínum.

    Af þeim var algjör óþarfi að tapa:
    Fulham, Portsmouth, Newcastle, Man U, Bolton = 15 stig
    Maður hefði líka viljað fá 3 stig gegn Everton í stað eins.

    Hvaða máli skipta 18 stig? Við værum jafnir Man U að stigum í dag.
    En OK Liverpool er á leiðinni til Aþenu og vonandi verður það stökkpallur yfir í betri tíð í deildinni á næsta ári.

    Vonandi bara að Uncle Tom og George haldi til London sem fyrst og kaupi tvo Argentínumenn í einum pakka… Carlos Tevez er byggður eins og Bellamy en þar með lýkur þeim samanburði.

    BTW: Besti Liverpool maðurinn í dag var Patrick Berger sem skoraði geggjað mark gegn Sheff Utd… nema það var bara fyrir Aston Villa.

  8. Ótrúlegt en satt þá sá ég enga feilsendingu hjá Momo þannig að ég ætla að nefna hann mann leiksins:P

  9. Ég verð nú að segja að ég skil bara vel að Rafa skuli hafa hvílt flesta lykilmennina í leiknum. Liðið að spila gegn dýrvitlausu liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við slíkar aðstæður er alltaf hætta á meiðslum. Algjör óþarfi að hætta á að bestu mennirnir missi af Aþenu út af meiðslum. Þó þriðja sætið skipti kannski máli upp á hálfa milljón skiptir úrslitaleikur CL margfalt meira máli og það er bara skynsamlegt að setja hann í algjöran forgang eins og staða liðsins er í deildinni. Það kom líka á daginn að fjórir menn meiddust, þar á meðal Reina. Kannski hefði verið best eftir á að hyggja að hvíla hann bara líka!

  10. Ég hef svo sem kommentað á það áður en ég get bara ekki orða bundist, eins og ensku þulirnir á Skjásporti (Sky) sögðu marg oft, hvað er í gangi með horn- og aukaspyrnur hjá liðinu?
    Ég er svo sem ekki að heimta mark eða dauðafæri í hverri spyrnu en allavega einhverja ógnun, 90 % af þeim enduðu á 1. varnarmanni eða fóru yfir allan pakkann og það bara gengur ekki hjá svona klúbbi!!!!!
    Sé svo eftir þennan leik hvað Gattuso var að tala um!!! Alltof mikið af löngum sendingum upp völlinn sem skiluðu minna en engu, þó að þetta hafi verið “varaliðið” að þá hljóta menn að geta spilað smá reita bolta upp völlinn!!
    Jæja þá eru ekki nema 2 leikir eftir þangað til að lætin byrja í sumar, það er eins gott að síðan verði komin í toppform fyrir þann tíma. Takk strákar en og aftur fyrir að leyfa okkur vitleysingjunum að annað hvort rakka liðið niður eða að hefja það upp til skýjanna. Áfram Liverpool

  11. hélt að liv mundi vinna sorry en Harry var mjög góður gonsales á bara að æfa meira annars eru B leikmenn liv alls ekkin nó góðir LÉLEGUR LEIKUR

  12. Ég skil ekki afhverju menn eru ekki að gera betur þegar þeir fá sénsinn. Sumir af þeim leikmönnum er spiluðu í dag og líka á móti P’mouth eru að spila upp á framtíð sína í búningi Liverpool. Hvað er meira hvetjandi en sú staðreynd að tilheyra leikmannahópi Liverpool á næsta tímabili.

    Ég hef sagt það áður að mitt mat sé að Bellamy verði seldur í sumar, hann er ekki búinn að sýna þannig leiki að í vetur að framtíð hans sé örugg. Einnig hefur Gonzales verið vægast sagt mjög slakur, ég veit um þennan fræga aðlögunartíma en komon. Með allan þennan hraða að geta ekki tekið einn bakvörð á í deildinni. Tek undir með Kristjáni hann minnir á nokkra fyrri leikmenn sem náðu sér ekki á strik hjá LFC.

    Frábært að sjá Kewell aftur, en ég tel samt þrátt fyrir endurkomu hans þá þurfi Liverpool nauðsynlega að kaupa klassa vinstri kantmann í sumar.

    Það er ljóst af síðustu leikjum okkar í deildinni að breiddina þarf að bæta áfram, því ef sigur á að vinnast í deildinni að ári verður “varalið” Liverpool að geta unnið leiki eins og á móti Fulham.

  13. Hreint og beint hræðilegt hvað liðið sýnir mikið metnaðarleysi í leik eftir leik. Það má vel vera að við vinnum meistaradeildina en ég get bara ekki verið sáttur við að tapa 10 leikjum á tímabili og verða 20 stigum á eftir efstu liðum enn aftur og einusinni. Ef þetta verður aftur staðan að ári þá er bara eitt svar og það er að skipta um þjálfara. Hann er ekki að ná að bæta árangurinn í deildinni að neinu marki og það er bara ekki nógu gott fyrir Liverpool að mínu mati. Ef þetta endurtekur sig að ári þá fer það að nálgast það að Liverpool verði heilum 100 stigum á eftir Chelskí síðan Móri og Benni komu í deildina.

  14. Arnar, Benitez hefur gert ótrúlega góða hluti með Liverpool. Í leiknum í dag þá átti Liverpool þó nokkur færi en einfaldlega nýtti þau ekki.
    Benitez er snillingur.
    YNWA

  15. Lýsir skemmtanagildinu í þessum leik ágætlega að ég og Bragi félagi minn vorum hálfdottandi yfir þessum óskupum á Players…hrutum til skiptist.

    En ég verð þó að minnast á skrípalinginn hann Michael Brown, hvað er málið með þennan gæja? Ég man eftir tæklingunni hjá honum á Giggs í vetur og svo skallaði hann Alonso í dag og reyndi að halda fram að þetta væri leikaraskapur hjá honum. Hann og Michael Ball hjá City eru klárlega skúrkar helgarinnar.

  16. held að liv.sé með ágætis vinstri kantmenn(zenden,vaxið með hverjum leik ,kewell er góður vonandi búinn að taka út meiðslin og svo rise sem er betri en gonsalis og hefur gert fleiri mörk en aðrir kantmenn)en hægri kanturinn er mjög veikur þar þarf að kaupa 1 ef ekki 2 ,bíð spenntur eftir 23 maí(afhverju ekki skrifað MÆ og kú skrifað Q og guð skrifað gvuð smá jók)varaliðið getur ekki r.gat annars var fulham að berjast fyrir lífi sínu.MJÖG góð nýja síðan og aðgengileg 5 stjörnur af 5

  17. Ég hata Micheal Brown með hverjum þræði tilveru minnar! Skallar Alonso í dag, handarbraut Kirkland um árið og síðan á hann þá al-ljótustu tæklingu sem ég hef séð á ævinni þegar hann reynir að enda feril Ryan Giggs, ekki skrýtið að maður hefur ekki mikið séð til dómarans sem gaf honum gult spjald fyrir þá tæklingu! Tékkið á endursýningunni.

    http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=3096

    ps I hate him I hate him I hate him!

  18. Vil ekki meina að Rafa eigi að fara þó að auðvitað velji hann í liðið.
    Rafa leggur auðsjáanlega mest kapp af öllu á Evrópubikarinn og ég get ekki verið ósáttur við það…Liverpool er að fara að spila sjöunda úrslitaleikinn sinn og gæti unnið i sjötta sinn. Pælið í því að Liverpool hefur unnið fleiri stóra Evrópubikara heldur en Man U, Chelsea, Arsenal, Barcelona og Roma til samans. Ef þeir vinna í Aþenu má bæta Juventus á þennan lista og samt hafa þessi stóru félög ekki unnið fleiri Evrópubikara en okkar menn.
    Rafa á heiður skilinn en hann verður hinsvegar að kæta okkur í deildinni því að tapa fjórða hverjum leik sæmir ekki svona liði.
    Held að lykillinn að velgengni næstu ára sé hjá Tom og George, s.s. hvers slags fjármagn þeir veita Rafa og hvernig þeir sinna vallar og markaðsmálum. Rafa hefur sýnt að hann kaupir skynsamlega upp til hópa og að mínu mati hefur hann keypt sér góðan tíma í viðbót með því að bjóða okkur til Aþenu.

  19. Rosalega er ég sáttur við Rafa að hafa sent “varalið” í þennan leik! ‘Eg skil ekki þetta væl, menn hefðu sjálfsagt orðið alvitlausir hefðu Gerrard, Carra, Agger, Kuyt ofl spilað og meiðst í þessum leik. Common 3 eða 4 sætið skiptir engu, úrslitaleikurinn í Cl er það eina sem skiptir máli úr þessu. Að sjálfsögðu er alltaf fúlt að tapa, en við fengum færi og með réttu áttum við að vera einum fleiri lungann úr leiknum, djöfulsins fífl er M. Brown, hann á ekki heima í fótboltaliði og hvað þá að bera fyrirliðaband. Mamma hans Rafa hefði mátt spila þennan leik mín vegna, Rafa er snillingur, Brown er asni.

  20. Held jafnvel að mamma hans Rafa hefði skorað úr færinu sem Fowler brenndi af eftir sendinguna frá J Pennant. Er sammála síðasta ræðumanni. Úr þessu skiptir ekki rassgats máli hvort við endum í 3 eða 4 sæti. 23 maí er málið og ekkert annað.

  21. Mikið er ég feginn að ég missti af þessum leik. Ég er ánægður með að Rafa leyfir ungu strákunum spila og þeim sem eru óreyndir hins vegar er ég afar ósáttur við það hvernig þeir eru að nýta tækifærin sín líkt og Paletta og Gonzalez. Ég er bara á því að þeir séu ekki nógu góðir og þá á að selja (gefa) þá.

    En ég heimta sigur í síðasta leiknum og ekkert kjaftæði.

  22. Sælir.

    Eitt, þessu öllu óviðkomandi: Ætlið þið ekki að setja inn upprunalegu tenglanna (þessa sem voru áður en þið færðuð ykkur, t.d. Echo, Newsnow, Guardian, Independent ofl.)?

    Þetta styttir netrúntinn hjá mér um heilann helling 🙁

    Annars góður

  23. Þessi Brown gaur er náttúrulega bara heiladauður. Árásin á Alonso var útúr öllu korti. Sjá hvernig hann ætlar að meiða Giggs…það er bara með ólíkindum. Svona menn eiga ekki að fá að klæðast takkaskóm.

Fulham á morgun (í dag)

Opið bréf til góðvinar míns, Manchester United