Liðin komin; Zenden inni, Finnan meiddur!

JA HÉRNA! Talandi um óvænt byrjunarlið hjá Rafa. Það er eins gott að hann viti hvað hann er að gera. Liðið hjá Liverpool er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Riise

Gerrard – Alonso – Mascherano – Zenden

Kuyt – Bellamy

BEKKUR: Dudek, Hyypiä, Paletta, Gonzalez, Sissoko, Pennant, Crouch.

Umdeildu punktarnir: Bellamy byrjar á kostnað næst markahæsta manns Meistaradeildarinnar í ár, Peter Crouch, og Bolo Zenden er valinn fram yfir Jermaine Pennant, Momo Sissoko og Mark Gonzalez. Það hefði ég aldrei giskað á! Þetta verður r-r-r-rosalegt … Rafa verður krossfestur ef þetta fer illa, þannig að vonum að hann viti hvað hann er að gera. Zenden hefur ekki beint verið góður í síðustu þremur leikjum, vonum að hann réttlæti valið í kvöld.

Lið Chelsea:

Cech

Ferreira – Carvalho – Terry – A. Cole

Mikel – Makelele – Lampard

Schevchenko – Drogba – J. Cole

Ja hérna. Ég er orðinn svo spenntur að ég á erfitt með að vélrita. Ef þessi leikur fer vel má segja að Zenden sé í einu vettfangi búinn að réttlæta veru sína hjá Liverpool. Fari þessi leikur hins vegar illa verður Rafa hæddur og gagnrýndur til helvítis fyrir að velja hann fram yfir allavega þrjá sem flestir aðrir hefðu frekar viljað sjá byrja.

Og Bellamy fyrir Crouch? Ég get lofað ykkur því að Crouchinho er öskufúll á bekknum yfir þessu. Hann er búinn að skora sjö mörk í Evrópu í vetur, en á móti kemur að Bellamy skoraði gegn Barca á Nou Camp.

Ellefu leikmenn hafa verið valdir í þeim tilgangi að stöðva Chelsea og jafnvel vinna þá í kvöld. Vonum að þessir ellefu leikmenn geri Rafa stoltan í kvöld. COME ON YOU REDS!!!!!

3 Comments

  1. Sheeeeet.

    Líst ekkert á Zenden!!! Afhverju er ekki Finnan inni í staðinn fyrir hann. Riise á kantinum og Arbeloa í vinstri bak!! og ég hefði mjög mikið viljað sjá Crouch inni.

    Crouch vs Carvalho???? Crouch rústar honum inni í teignum.

    Aðeins of mikið stress, örstutt í leik.

  2. Ja Zenden er náttúrulega með svarta beltið í Júdó. Ætli honum sé ekki ætlað að jafnhatta mann og annan með ipponi þarna á miðjunni! :tongue:

    Annar skil ég ekkert í þessu. Bið bara til Guðs að þetta fari vel. Fer að gráta ef Chelsea vinnur CL.

Ó José!

Chelsea 1 – Liverpool 0