Ó José!

mourinho.jpg

Ja hérna, Jose Mourinho er algjörlega að toppa sjálfan sig í væli fyrir leikinn á morgun. Ég veit ekki hvort að ég á að vera að eyða plássi í þetta. [Nokkrir gullmolar](http://www.liverpool.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=62737):

>’We’ve a lot of players with two yellow cards,’

>’It wouldn’t surprise me if they chased Drogba for 90 minutes to see if he can get a yellow card.

Ef þetta kemur ekki úr allra hörðustu átt! Didier fokking Drogba!

Og svo er hann algjörlega að tapa sér í væli yfir óréttlæti heimsins:

>’If you ask me about the favourites, Liverpool should be the favourites.

>’They are favourites because in the year 2007, we’ve played 27 matches and Liverpool play three or four.

Aha, hann er greinilega með tölfræðina á hreinu.

Og svo skýtur hann á Liverpool:

>’If you’re not a big club, you choose one competition and you fight in that competition and forget the others.

>’Big clubs – we cannot do this. We have to go on until we can and try the maximum we can. It’s a risk to try and win everything or nothing, or almost nothing because we’ve the Carling Cup.

Þess má geta að í fyrra komst Liverpool jafnlangt í deildarbikarnum, lengra í enska bikarnum og jafnlangt í Meistaradeildinni og Chelsea. En Jose lætur slíkt ekki stoppa sig.

>’In the last three seasons in the Premiership, Chelsea have more than 60 points more than Liverpool. That’s a lot.

Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér Mourinho hálf krúttulegur í þessum barnaskap sínum. Maður getur líka glaðst yfir því að Liverpool er með þjálfara sem hefur smá klassa.

Ég get ekki beðið eftir leiknum!

22 Comments

  1. Mikið rosalega er ég fegin að Rafa er ekki svona barnalegur. Rafa er alltaf flottur og heldur kúlinu. :biggrin:

  2. Ég er algjörlega orðinn ónæmur fyrir Mr. Móra. Bara bólusettur fyrir bullinu í honum. Hann getur ælt upp úr sér hverju sem er. Ég tek ekkert mark á honum lengur. Hann má engjast að vild….. :biggrin:

    Kannski er hann bara skíthræddur við Liverpool???

  3. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur; ég hef ekki mikið út á Chelsea-klúbbinn að setja. Jú, stöku leikmenn fara í taugarnar á mér eins og hjá flestum öðrum klúbbum, en lítið annað. Til að mynda skrifaði ég þegar þeir unnu Úrvalsdeildina vorið 2005 að við yrðum að hafa það í huga að þeir væru ekki þeir einu sem hefðu eytt peningum, að á meðan Man U keyptu Ronaldo og Chelsea keyptu Joe Cole keyptum við Diouf fyrir svipaðan pening, á meðan Man U keyptu Rooney og Chelsea keyptu Drogba keyptum við Cissé. Þannig að ég sagði að þetta væru ekki bara peningarnir að tala heldur skipti líka máli hvaða leikmenn peningarnir færu í.

    Þannig að klúbburinn Chelsea er ekki andlit alls hins illa hjá mér (það er United hins vegar, bara prinsipp). HINS VEGAR … bara má þetta andskotans fífl ekki vinna Meistaradeildina!

    Í alvöru. José Mourinho pirrar mig meira en allir þjálfarar allra liða í heiminum samanlagt. Það er ekki það að hann stundi sálfræði eða segi heimska hluti – það gera allir stjórar. Það er hversu gríðarlegur skortur á klassa einkennir hann. Hann gengur lengra en bara sálfræðistríðið – aldrei myndirðu heyra Wenger eða Ferguson segja að Liverpool hafi bara spilað þrjá eða fjóra leiki á þessu ári. Aldrei myndu þeir voga sér að segja að Liverpool sé ekki stór klúbbur, en Chelsea sé það hins vegar. Aldrei nokkurn tímann. Þeir skjóta föstum skotum og eru erkifjendur okkar, en þeir hafa þó nægan klassa til að sýna smá virðingu. Rétt eins og Rafa myndi aldrei segja svona hluti um hin stóru liðin.

    Það er einmitt þess vegna sem blóðið í mér sýður við tilhugsunina um að detta út fyrir þessu Chelsea-liði. Ég skal alveg una Terry eða Essien eða jafnvel Drogba því að vinna Evrópubikar. En að sjá Mourinho halda á einum slíkum, vitandi að það var á kostnað Liverpool? Aldrei… ALDREI…

    Ohhh hvað ég vona að Rafa hengi “big clubs”-kommentið hans upp á vegg í búningsklefanum á morgun. Sjáið þið fyrir ykkur svipinn á Gerrard og Carra þegar þeir lesa þessi ummæli?

  4. Hmm já, ég er sem sagt ekki bólusettur fyrir bullinu í honum. 😉

    Auðvitað er þetta bara sálfræði en hann gengur allt of langt – þetta er hrein og klár vanvirðing við andstæðing (bæði Rafa og LFC) sem á betra skilið.

  5. AAAAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGHHHHHHHH

    Ég horfði á Rockstar Supernova á sínum tíma vegna þess að þar var Poolari að keppa. Það fyrsta lag sem mér datt í hug þegar ég sá þessa færslu hjá Einari Erni var einmitt upprunið frá sigurvegaranum í þeirri keppni “You make my head spin”.

    Hvernig er hægt að vera svona skertur öllum klassa? Hvernig getur þú stjórnað liði af svona kaliberi og verið svona snauður því að eiga einhvern klassa? Veit þetta F*** ekki hvað klassi er? Ok, best að svara því sjálfur…NEI.

    Ég þoli ekki Man U og það er vitað. Ég ber þó mikla virðingu fyrir Ferguson. Af hverju? Vegna þess að hann hefur alla tíð haft fótboltann í fyrirrúmi og þó svo að hann hafi verið í mind games, þá hefur hann aldrei fallið í sömu drulluholuna og þetta gerpi sem stýrir Chelsea. Fyrir c.a. korteri síðan þá vonaði ég heitt og innilega að Chelsea myndi stela báðum titlunum sem þau lið eiga séns á (Bikarinn og deildin fyrir þá sem ekki föttuðu það :-)). Sorry to say, en mín skoðun er nálægt því að breytast. Svona S****seiði eiga akkúrat ekkert skilið.

    Ég læt ekki ummæli á blaðamannafundum ekki fara í taugarnar á mér, en þetta er toooooo much. Var það ekki motormouth sem ákvað að hætta að tjá sig við fjölmiðla fyrir stuttu síðan? Af hverju í andsk… stóð hann ekki við það?

    Nú er bara að prenta hellulögnina hans út og hengja þetta á alla veggi í Liverpool, hvort sem það er á heimilum stuðningsmanna, á Melwood eða hreinlega utan á húsunum sem liggja frá Melwood og til Anfield. Slátra þessum gaur á vellinum takk.

  6. VÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!! Hættið þessu andskotans væli. Þetta er langbesti stjórinn í bransanum og ef það fór fram hjá þér Kristján Atli hefur hann þegar unnið meistaradeildina.
    Vonum bara að við getum tekið þá svo þetta tímabil verði ekki algjörlega tilgangslaust.

  7. Ari, ekki með Chelsea. Og hann er kannski einn af bestu stjórunum, en þú getur ekki með nokkru móti rökstutt það að hann sé betri en Ferguson, Wenger eða Benítez. HINS VEGAR geturðu rökstutt það að þeir hagi sér þó a.m.k. eins og fullorðnir menn sem lærðu mannasiði í æsku. Það geturðu ekki sagt um Mourinho. :rolleyes:

  8. “é ba´a 5 áa og sitja út í honni… allir vondi”!

    Það er ótrúlegt hvað þessi kallfjandi getur komið með barnalegar og heimskulegar athugasemdir….

    Einsog með síðasta kommentið… hvað í andskotanum kemur það Meistaradeildinni við… ég get ekki séð betur en að bæði lið hafi spilað jafnmarga leiki í Úrvalsdeildinni (Premiership) þó svo að úrslitin hafi verið í þeirra hag… Heimskulegt

    YNWA

  9. Ummæli sem þessi dæma sig sjálf og eru í takt við karakterinn sem José Mourinho hefur að geyma.

    Ég get tæpast nefnt nafn hans á sama tíma og ég nefni Ferguson, Wenger, Benitez o.s.frv.

    EN það sem ég skil ekki er hvers vegna er hann að segja þetta. Hann veit betur að Liverpool hefur spilað fleiri leiki en 3-4 á árinu. Hvers vegna? Ekki er hann svona foráttu heimskur eða hvað?

    Þetta mun einungis vera vatn á myllu Rafa og co. Ekki að það hafi átt að vera eitthvað vandamál að mótivera leikmenn fyrir svona leik eins og í kvöld þá er þetta klárlega þetta x-tra sem þarf.

    UUUUSSSSSSSSS Þetta verður alvöru leikur í kvöld.

  10. Ég held að tilgangurinn hjá JM hafi kannski einmit verið að kalla fram svona viðbrögð eins og menn hafa verið að sýna hérna :biggrin: Að reyna að fá Rafa og hans lið úr jafnvægi á einhvern hátt. Hef þó trú á að Rafa viti betur en að láta þetta hafa einhver neikvæð áhrif og einmit eins og Kristján og fleiri benda á að nýta sér svona bull til jákvæðrar eflingar.

    Þetta fer 1-1 í kvöld. Riise skorar í fyrri hálfleik og Drogba eða helvítið hann Joe Cole jafna í síðari hálfleik. 😯

  11. Það verður 1-1 í kvöld en við tökum þá 2-0 á okkar ástkæra Anfield

    Ég legg svo til að Rafa láti útbúa afsteypu af gullmedalíunni handa Móra eftir að Liverpool vinnur í ár… með áletruninni
    – This here is a copy-
    yðar einlægur
    Rafal Benitez

  12. Mourinho var auðvitað að meina (tuttugu og) þrjá til fjóra leiki sem Liverpool hefur spilað á árinu. En maðurinn er auðvitað haldinn geðsýki svo það er ekki óeðlilegt að fólk misskilji kommentin hans á tíðum.

    Hann er einungis að brjóta niður væntingar Chelsea fyrir leikinn til að líta ekki eins illa út þegar þeir lúta í gras fyrir Liverpool í CL 3 árið í röð. Honum langar að halda í vinnuna nefnilega.

    Þetta er hinsvegar mjög lítilmannlegt og ég get ekki ímyndað mér að nokkur Chelsea maður beri höfuðið hátt eftir að managerinn þeirra kúkar svona með munninum fyrir jafn mikilvægan leik. Ég missti mig í gær þegar ég las viðtal við hann, og var því ekki hissa að sjá annars ágætan útdrátt hérna.

    Mætti kannski líka nefna að José sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að Lampard og Gerrard væru að mætast á miðjunni, þar sem Lampard væri undir miklu meira leikjaálagi. Lampard er s.s. bara súkkulaði í kvöld.

    Flottur.

  13. já… þetta vakti nú mikla reiði innra með mér þegar ég las fréttina…

    En megum ekki gleyma því að okkar innilegu fans í Liverpoolborg munu lesa þessi ummæli og ef það verður ekki GEÐVEIK stemming á seinni leiknum… Þar munum við svo sannarlega fá 13 ef ekki 14 manninn hef ég trú á eftir þessi ummæli… Það verður gjörlega allt sjóðandi vitlaust á pöllunum! Þarf ekki að láta leikmenn né fans vita hvernig stemmingin skal vera.

  14. Róum okkur á Mourinho. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Ferguson er ekkert betri og Mourinho er í raun að herma eftir stílnum hans.

    Sticks and stones may break my bones but words cannot hurt me.

    Látum verkin tala. Mér finnst hann bara fyndinn.

  15. Hann er einungis að brjóta niður væntingar Chelsea fyrir leikinn til að líta ekki eins illa út þegar þeir lúta í gras fyrir Liverpool í CL 3 árið í röð.

    Litu Liverpool menn á jafnteflin 2 í riðlinum á síðasta tímabili sem sigur gegn Chelsea eða?

    Annars á maður ekki að láta Mourinho fara í taugarnar á sér með þessu, heldur bara hafa gaman af. Rétt eins og manni þótti mjög sniðugt þegar Benitez tók kaldhæðnina og sagði á blaðamannafundi um Robben hvort hann væri ekki örugglega á spítala eftir að hafa leikið eitthvað, að þá fannst Chelsea mönnum það ekki sniðugt, ekki frekar en mörgum Liverpool mönnum Mourinho núna.

  16. Fólk eins og José Mourinho er krabbamein fótboltans.
    🙁

    Ég set samansemmerki milli hans og hooligans sem mæta á leiki til að slást og hata andstæðingana.
    Þessi þjálfari Chelsea lítur á knattspyrnu sem stríð þar sem ofbeldi og svindl er leyfilegt til að ná árangri.

    Þetta gengur nefnilega langt út fyrir sálfræðihernað. Fótboltinn er orðinn svo gegnsýrður af peningum og pressu á að ná árangri að það er ekkert heilagt lengur.
    Ég bíð bara eftir að Mourinho saki einhvern þjálfara um að vera barnaníðing eða eitthvað álíka. Slíkt væri alls ekki fyrir neðan virðingu þessa skítseiðis sem Mourinho er.

  17. Þessi sandkassaleikur og sjálfsblekking hjá Jose Moaningho er í raun ekkert fyndið lengur. Maðurinn reynir að segja eins heimskulega hluti og hægt er svo að Raffi Benni opni sig í fjölmiðlum og missi sig. Við skulum allavega vona að Raffi Benni steinhaldi kjafti og svari ekki þessu rugli því það er í raun ekki þess virði að lesa þessa þvælu. Það verður bara ennþá sætara ef við fáum að sjá John Terry og co vökva grasið á Anfield í seinni leiknum rétt eins og síðast er við rústuðum þeim 1-0 samanlagt með frábæru marki frá Luis Garþía :laugh:
    Ég vil samt enda þetta á minni spá og verð ég að viðurkenna að það er of mikil bjartsýni í gangi. 2-1 Chelsea í kvöld og 4-2 samtals. Ég get samt glatt alla púllara með því að ég er ALDREI sannspár og þetta fer ALLTAF þveröfugt við það sem ég spái….þannig að við vinnum og förum áfram!

  18. Litu Liverpool menn á jafnteflin 2 í riðlinum á síðasta tímabili sem sigur gegn Chelsea eða?

    Þar sem ég er poolari þá er skoðun mín e.t.v. biased, en þar sem við enduðum í fyrsta sæti riðilsins í CL í fyrra, þ.a.l. ofar en Chelsea, þá fannst mér það viss sigur. Þannig að já, þetta gæti orðið 3 árið í röð þar sem við höfum betur gegn þeim í Evrópu.

    Djöfull væri ég til í að vera á Stamford í kvöld: “Fuck you, Chelsea FC, you ain’t got no history. 5 Europeans, 18 Leagues, that’s what we call history!”

  19. Ég vill ekki vera smámunasamur en reyndar er þetta “Fuck Off, Chelsea FC, you ain´t got no history. 5 European Cups and 18 leagues, that´s what we call history”:D Það skiptir samt ekki öllu máli!

    Maður er orðinn verulega þreyttur á öllu þessu röfli í Mourinho! Alltaf að afsaka sig og “Chelsea fær ekki þetta en hinir fá það og öfugt! Manchester fá alltaf víti en Chelsea ekki;) Svo er hann endalaust að tönnlast á því að Chelsea sé á góðri leið með að tryggja sér fernuna!! Eina fernan sem að Mourinho fær þetta árið er mjólkurferna sem að verður eins og hann… Gömul og súr;)

    Ég spái hinsvegar leiknum í kvöld 1-1 og svo 2-1 eða 1-0 á Anfield!!

    YNWA
    Áfram Liverpool!!!! 🙂

  20. Hér kemur liðið sem ég vildi sjá og spái að Rafa stilli upp. Þið megið kalla þetta 4-5-1, 4-3-3 eða 4-2-3-1.

    –Reina

    Finnan Carragher Agger Arbeloa

    —Alonso Sissoko

    Pennant—-GerrardRiise

    -Crouch

    Síðan erum við með svo æðislega breidd að ég held að við tökum Chelsea. Við eigum svo sterka menn til að koma inn af bekknum.

    Ef liðið verður ekki svona þá finnst mér líklegt að hann fari í 4-4-2. Þar sem Gerrard færi á hægri kantinn og Kuyt kæmi inn fyrir Pennant.

    Góðar stundir – góður varnarleikur og bekkurinn okkar eiga eftir að klára þetta einvígi.

Chelsea á morgun. (Uppfært)

Liðin komin; Zenden inni, Finnan meiddur!