Tveir miðar á Liverpool – Chelsea í boði!

Okkur á Liverpool blogginu var að berast bréf frá Steingrími Sævarr Ólafssyni, sjónvarpsmanni á Stöð 2. Hann bað mig að minna menn á að í þættinum Ísland í dag í kvöld á Stöð 2 munu þau gefa tveimur heppnum áhorfendum miða á leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni, sem fer fram á Anfield þriðjudaginn 1. maí n.k.

Þannig að ef ÞIG langar til Anfield á stærsta leik ársins er um að gera að horfa á Stöð 2 upp úr sex í kvöld og sjá hvort þú ert heppin(n)!

15 Comments

 1. Já veistu, ætli maður horfi ekki eins og venjulega þrátt fyrir miklar annir. Er reyndar í prófum í kringum seinni leikinn en frí ferð á Anfield fyrir að taka tvo áfanga aftur? Anytime… 🙂

 2. af því að við stöndum allir saman YNWA!

  Rétt er að benda á að á forsíðu Vísis er þetta undir ?Draumaferðin? í grænum borða vinstra megin.

  leiter

 3. Torres Púllari

  Atletico Madrid striker Fernando Torres, who has been linked with a summer move to Liverpool, has the Merseyside club’s famous ‘You’ll never walk alone’ slogan on the inside of his captain’s armband.
  (The Sun)

  http://www.thesun.co.uk/article/0,,2002390000-2007180812,00.html

 4. Hvað í ósköpunum er þetta? Er þetta ekki bara einhver vitleysa? Jafnvel þó ég ætlaði að ganga til liðs við KR á næsta tímabili þá myndi ég ekki láta sauma “við erum KR” í nærbuxurnar mínar.
  Hefur einhver séð þetta á fréttamiðli?

 5. Er ekki mjög líklegt að þetta sé eitthvað photoshoppað. Mér finnst þetta vera einum of skýrir stafir, sérstaklega ef hann er á hreyfingu eins og virðist vera á myndinni. En ég ætla samt ekki að véfengja þetta. Það yrði ekki leiðinlegt að fá hann.

 6. Hvað var búið að segja ykkur með að vísa í heimildir í The S** ? 😡

“20 marka framherji”

Fernando Torres – YNWA (uppfært)