Wigan á morgun

Wigan á morgun sem þýðir að það styttist enn í leikinn stóra gegn Chelsea, stærsta leik tímabilsins, eins og staðan er núna… alltaf auðvelt að segja svona, og þetta hefur áður heyrst á tímabilinu. Eftir þann leik verður líka seinni leikurinn svo stærsti, og svo framvegis….

Það er erfitt að einbeita sér að leik gegn Wigan á morgun með svona leik framundan. Meira að segja ég er ekki búinn að tala um neitt annað í þessari upphitun fyrir leikinn á morgun. Jæja, við einbeitum okkur að Chelsea á sunnudaginn.

Wigan já. Paul Jewell, sem er fæddur í Liverpool, er búinn að gera ágætt mót með þetta lið sem er þó enn í fallbaráttu. Það situr í 15 sæti með 35 stig, þremur stigum meira en Charlton sem vermir 18 sætið. Það er því mikið í húfi hjá þeim. Okkar menn eru eins og við vitum í þriðja sætinu, með tveimur stigum meira en Arsenal. Það eru 10 stig í Everton og Bolton og þetta Meistaradeildarsæti er tryggt, það er alveg klárt mál. Auðvitað viljum við lenda í þriðja sæti frekar en því fjórða en þessi 500 þúsund pund skipta engu máli, heiðurinn og tölfræðilega hliðin skipta auðvitað máli samt sem áður.

Rafa mun væntanlega nota tækifærið og hvíla menn fyrir stórleikinn í næstu viku. Auk þess er þetta gott tækifæri til að leyfa nokkrum minni spámönnum og þeim sem hafa ekki spilað mikið tækifæri til að sýna sig í deildinni. Eigum reyndar enga minni spámenn nema hann fari að nota kjúklingana….

Rafa veit eflaust nú þegar hvernig hann mun byrja leikinn gegn Chelsea (vá hvað er erfitt að minnast ekki á þennan leik! ;), ef ekkert óvænt kemur upp á æfingum hvað varðar form eða meiðsli. Því velur hann líklega liðið á morgun með hliðsjón af því.

Aftast í hausnum á leikmönnum, og greinilega mér líka, er þessi leikur gegn Chelsea búinn að hringsóla síðan í síðustu viku. Við spiluðum illa gegn Manchester City og mér skilst að leikurinn gegn Boro hafi ekki verið góður. Sá hann að vísu ekki. Ég á ekki von á neinum stjörnuleik frá okkar mönnum á morgun heldur en ég held að þetta Wigan lið eigi samt ekki að vera nein fyrirstaða.

Wigan eru veikir varnarlega að mörgu leiti og það er ekki hlaupið að því að skora á Anfield eins og við vitum. Þetta er eiginlega nágrannaslagur þar sem Wigan er aðeins 20 mílum frá Liverpool en það er athyglisvert að það hefur tapað öllum leikjum sínum gegn ?stóru fjórum? frá því þeir komust upp í deildina árið 2005.

Wigan býður upp á Emile Heskey í sókninni sinni. Ég held að Carra hafi lítinn áhuga á því að láta hann skora hjá sér. Kirkland verður ekki í marki þeirra, og búið ykkur undir þetta ? Hann er meiddur. Ég á ekki eitt aukatekið… Ég hef alltaf verið nokk hrifinn af Henri Camara, finnst hann góður leikmaður. Svo eru þeir með nokkra fyrrum leikmenn Everton og svona. Skiptir samt engu máli.

Okkar menn? Bellamy gæti fengið að spila eftir meiðsli, annars eru þessir hefðbundu meiddir. Ómögulegt að spá í byrjunarliðið. Ætla að tippa á þetta.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Gerrard – Alonso – Mascherano – Gonzalez

Kuyt – Fowler

Bekkur: Dudek, Agger, Sissoko, Crouch, Bellamy.

Ég held að Crouch verði einn frammi gegn Chelsea, Gerrard rétt fyrir aftan hann og Pennant á kantinum. Speedy verður að spila þennan leik. Rafa gæti reyndar róterað þessu meira, til dæmis sett bara Paletta í byrjunarliðið, og svo erum við með fjóra frábæra miðjumenn. Kannski spila bara tveir þeirra gegn Chelsea. Hann gæti notað hina tvo á morgun. Held samt að þeir verði þrír í báðum leikjum, ef Gerrard er einn af þessum svokölluðu miðjumönnum.

Kyut var ekki með gegn Boro og ekki Finnan heldur. Fowler kallinn… vona að hann spili. Agger gæti fengið hvíld fyrir frænda sinn, kannski ekki – kemur í ljós!

Mín spá: Svipað og gegn Boro, ekkert spes leikur, en við innbyrðum öruggan sigur gegn Wigan sem mun aldrei sjá til sólar á Anfield. 3-0, Fowler, Gerrard og Kuyt.

13 Comments

 1. Það kæmi nú ekki á óvart ef Arbeloa myndi spila þennan leik sem og Zenden í það minnsta verða þeir á bekknum. Sé ekki fyrir mér að hann muni vera með gegn Chelsea.

  Kannski fá einhverji ungi tækifæri á bekknum?

  Af hverju ertu ekki með Pennant í hóp? Hann hefur nú gott að því að spila nokkra leiki í röð!!!

  Frekar að hvíla Gerrard en hann.

  En annars sammála þér um að við munum vinna þennan leik. 1-0 eða 2-0.

 2. Þú veist hvað er erfitt að spá Aggi! 🙂 Pennant gæti verið á bekknum, þá kannski fyrir Sissoko. Nú eða Bellamy. 🙂

  Gerrard gæti líka verið hvíldur, og ég vona það eiginlega… Hvort það gerist er annað mál..

 3. ‘Eg held að Gerrard verði hvíldur ásamt Riise, gæti alveg séð Carragher á bekknum á morgun, mikilvægt að hafa menn ready fyrir Chelsea leikinn.

 4. Ég hef heyrt að Harry nokkur Kewell verði í hóp, æji þessi með taglið í fyrra en er reyndar buinn að klippa það, vitið hvern ég er að tala um? 🙂

 5. já ég veit það Hjatli, það er eiginlega ómögulegt að segja til um hvaða leikmenn byrja inná hjá Rafa.

  Hann breytir oft um liðið hins vegar finnst mér alveg kominn tími á að ungir leikmenn fái sénsinn og þá aðrir en td. Paletta.

  Ég myndi t.d. frekar vilja sjá einhvern annan en Zenden spila.

  En aðalatriðið er að halda áfram taplausu gengi okkur um helgina og mæta 110% klárir í slaginn gegn Chelsea á miðvikudaginn.

 6. reikna með liðinu svona:

  reina,
  finnan,hyppia,agger,riise.
  pennant,alonso,javier,zenden.
  fowler og kuyt.

  geri ráð fyrir því að gerrard og carrager verða hvíldir.
  spáin er: 2-0. fowler og pétur sem kemur inná í seinni hálfleik.

 7. Stjáni minn.. við munum vera að tala um undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Chelsea núna næstkomandi miðvikudag;)

 8. crouch frammi og gerrard fyrir aftan á móti celsea??? það var spilað svona í síðasta leik og ekkert gekk crouch og gerrard fengu úr engu að moða gerrard verður hvíldur í dag ásamt fleirum sissoko má spila þennan leik fyrir mér hann verður að fara að sýna eitthvað ef hann á að vera LIV leikmaður hann er ágætur að stoppa en er svo stein geldur og alltof viltur

 9. Afsakið, þetta er ekkert tengt þessari upphitun en ég vildi bara benda mönnum á þessa staðreynd.
  Tölfræði

  Eru menn alveg öruggir á því að eyða 20+ í þennan mann?

  5. David Villa – Valencia – 13
  6. Florent Sinama Pongolle – Recreativo Huelva – 11

  Nei ég bara spyr….

 10. svona vil ég sja liðið á móti celsea
  reina
  finnan carr riise
  pennant gerrard alonso gonzalez
  kuyt crouch bellamy
  þettað væri alveg glimrandi færi 1-3 (fyrir liv) munið sókn er besta vörnin en eflaust fæ ég aldrei að sjá liðið svona benites er of varkár

 11. Fyrir þá sem telja að 4-4-1-1 með Gerrard fyrir aftan Crouch virki alls ekki gegn Chelsea því það gekk illa gegn Middlesboro sem pökkuðu í vörn, vil ég benda á að Chelsea verða á heimavelli og þurfa að skora vilji þeir komast áfram.
  Þeim dugir ekki að pakka í vörn og kostir þess að hafa Gerrard og Pennant fljótandi frammi munu koma í ljós þegar bakverðir þeirra verða of sókndjarfir.

  Rafa hefur sagt að hann viti c.a. hvernig á að vinna Chelsea og ég held að við ættum að treysta honum bara.

  Nýjustu fréttir er að Gerrard verður hvíldur gegn Wigan á eftir. Verður líka spennandi að sjá hvað Fowler setur mörg! :tongue:

 12. Liðið á eftir;

  Reina, Arbeloa, Hyypia, Riise, Gonzalez, Alonso, Crouch, Pennant, Kuyt, Carragher, Zenden.

  Díses, Zenden á miðjunni. :confused:

  Finnan, Gerrard, Mascherano og Sissoko hvíldir.
  Athyglisvert.

Markið hans Messi

Liðið gegn Wigan