Middlesbrough á morgun

Jæja, það líður sem betur fer ekki langt á milli leikja þessa dagana. Hvernig gengur ykkur að einbeita ykkur að leikjum eins og gegn Boro á morgun? Ég verð að viðurkenna það að hugur minn er fyrst og fremst á fyrri leik Liverpool og Chelsea sem fram fer í næstu viku. Það er samt vika í það og það verða tveir leikir leiknir áður en að því kemur. Verkefnið sem er framundan er ofur einfalt. Tryggja Meistaradeildarsæti sem allra allra fyrst. Með sigri á morgun tökum við langt og ákveðið skref í þá átt. Við eigum ekki að geta klúðrað þessu úr þessu, en við vitum samt að í fótbolta er allt hægt.

Hvernig er þetta Middlesbrough lið? Í mínum huga er það einfaldlega slappt. Við eigum að vinna þetta lið nokkuð létt, hvað þá á heimavelli. Við höfum þó alltof oft átt í ströggli með þá, þó það eigi fyrst og fremst við um útivöllinn. Þeir hafa aðeins fengið 9 stig af 39 mögulegum úr útileikjum sínum. Þeir hafa aðeins unnið einn útileik og það var gegn Charlton í janúar. Það sem er ennþá betra er að þeir hafa ekki unnið á Anfield í deildinni síðan 1976. Maður er þó ávallt frekar hræddur þegar svoleiðis statistík er borin upp. Hvað um það, þetta á hreinlega að vera öruggur sigur.

Við höfum aftur á móti ekki tapað í síðustu 6 leikjum í öllum keppnum. Það er þó ekki þar með sagt að við höfum neitt verið að brillera. Bæði gegn Aston Villa og Manchester City vorum við ferlega slappir og hugmyndasnauðir. Ef við verðum það áfram gegn Boro, þá má alveg reikna með 0-0 jafntefli. Þeir koma til með að spila uppá það, þannig að nú verða menn hreinlega að stíga upp og setja nokkur kvikindi. Við höfum fengið heil 5 mörk á okkur á heimavelli í deildinni á tímabilinu. Varnarleikurinn hefur því ekki verið neinn hausverkur og ég efast um að hann verði það á morgun. Þetta snýst um að koma þessari bévítans tuðru í netið hjá andstæðingunum. Það er akkúrat enginn í þessu Boro liði sem hræðir mig, og nenni ég ekki einu sinni að spá í það hvaða leikmenn muni byrja leikinn hjá þeim, eða hvort einhver sé meiddur eða í banni.

Hvað okkar menn varðar, þá er sjúkralistinn svona la la. Talað var um að Bellamy gæti orðið leikfær, ég efast samt um að áhætta verði tekin með hann of snemma. Fowler var frá í síðasta leik vegna meiðsla og hef ég ekki upplýsingar um það hvort hann sé orðinn klár í slaginn á ný. Þar fyrir utan eru það þeir Kewell, Garcia og Aurelio sem eru fjarri (spurning hvað er langt í Kewell blessaðann, hann á að vera byrjaður á fullu á æfingum). Ég reikna með að Rafa vilji hraðan sóknarleik og ólíkt mörgum öðrum, þá held ég að kerfið sem við spiluðum gegn Arsenal geti skilað okkur því. Þ.e. tveir hraðir kantmenn, Stevie fyrir aftan framherja og Javier og Xabi á miðjunni. Svona ætla ég að giska á að Rafa stilli upp:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Javier – Xabi – Gonzalez
Gerrard
Crouch

Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Zenden, Momo og Kuyt

Ég ætla að spá 2-0 sigri, þar sem Gerrard og Crouch koma með mörkin.

7 Comments

  1. Staðfest að Bellamy verði ekki með. Annars þá er þetta Boro lið fáránlegt, annaðhvort ágætis lið eða hörmung. Southgate kallinn að klára sitt fyrsta tímabil með þá.

    Vill sjá 4-4-1-1 með Speedy á vinstri kantinum og Stevie fyrir aftan Kuyt/Crouch. Pennant á hægri kantinum, Xabi og Masche á miðjunni. Finnan Carra Agger Arbeloa í vörninni.

    Verðum að vinna þennan leik!

    YNWA

  2. Eftir síðasta leik þá hef ég engann, akkúrat engann, áhuga á þessum leik… vonandi að menn sjái sér heiður í því að leika eilítið skemmtilegri bolta og vinni þennan leik en annars…..ble…. :tongue:
    YNWA

  3. Við vinnum þennan leik líkt og SSteinn segir og er þetta alls ekki ólíkleg uppstilling. Rafa leggur örugglega áherslu á að vinna þennan leik og mun síðan hugsanlega hvíla einhverja um helgina.

    En vonandi spilum við ekki tvo leiki í röð eins og síðasta leikur.

  4. Southgate er seigur, ég bjóst við því að sjá Boro í fallbaráttu, en svo varð víst ekki raunin :tongue:

  5. hvernig verður þetta næsta season??????? ég vill fara að sjá Gerrard á helvítis miðjunni :mad:, ég vill að benni selji annaðhvort Alonso eða momo….. þá getur hann notað þennam guthry eða hvað sem hann heitir sem backup fyrir topp 3 miðjumennina…. Og keypt bara betri menn á kanntanna og sóknina, og jafnvel einn í vinsrtibak…. ekkert must samt… vill helst bara fá 3menn, reyna að halda þessum kjarna sem mest..
    Gerrard á miðjuna og 2 framherja frammi og svo punktur. það á að byggja lið í kringum bestu leikmennin svo sem reina,finnan,carra,agger,gerrard,kyut….

  6. Furðulegt að þu nefnir ekki Alonso sem einn af þeim bestu. Ef lið á borð við Real Madrid og Barcelona vilja fá hann í sitt byrjunarlið, ætti hann þá ekki að teljast nokkuð góður?

  7. Þessi leikur leggst ekkert sérstaklega í mig, það verður að viðurkennast. Boro-liðið, rétt eins og Man City, er lið sem við skorum allajafna ekki mikið gegn. Þannig að maður á ekki beint von á markaleik.

    Þetta verður þó heimasigur, aðallega af því að lið eins og Boro skorar heldur ekki mikið gegn okkur, venjulega. Þetta fer svona 1-0 eða 2-0 í frekar bragðdaufum leik, held ég, en á meðan við hirðum þrjú stigin er mér nokk sama þótt þetta verði ekkert spes leikur. 🙂

Hicks um Rafa

Liðið gegn Boro