Chelsea – Liverpool pælingar

Það er erfitt að láta ekki hugann reika rúma viku fram í tímann til 25.apríl þegar að Liverpool og Chelsea munu mætast á Stamford Bridge. Þetta gerðist auðvitað líka fyrir tveim árum og það er athyglisvert að sjá hvernig hlutirnir hafa breyst síðan þá.

Jose og Rafa áttu það sameiginlegt fyrir tveim árum að vera á sínu fyrsta tímabili með sínu liði og höfðu því ekki náð að setja jafn sterkan stimpil á leikmannahópinn einsog þeir gera í dag.

Það er því athyglisvert að skoða liðin einsog þau litu út fyrir 2 árum og bera þau saman við liðin í dag. Ég ákvað að velja seinni leikinn á Anfield sem dæmi. Þar stillti Rafa liðinu svona upp:

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – Biscan – Hamann – Riise
Gerrard
Baros

Bekkur: Carson, Welsh, Smicer, Warnock, Cissé, Kewell, Núnez.

Og á sama tíma þá var Mourinho með þetta lið:

Cech

Geremi – Carvalho – Terry – Gallas

Tiago – Makelele – Lampard

Cole – Drogba – Guðjohnsen

Bekkur: Cudicini, Johnson, Forssell, Nuno Morais, Kezman, Robben, Huth

Bæði liðin auðvitað mjög sterk. Alonso var í banni og því var Biscan inná miðjunni. Berum þetta svo saman við liðið, sem þjálfararnir gætu stillt upp í í dag. Ég spái því að **báðir** þjálfarar spili með sama kerfi og fyrir 2 árum þrátt fyrir að þeir hafi báðir mjög oft spilað með 4-4-2 á þessu tímabili. Það þýðir að ég myndi spá Chelsea liðinu svona (miðað við að Essien sé í banni):

Cech

Diarra – Carvalho – Terry – Cole

Ballack – Mikel – Lampard

Cole – Drogba – Shevschenko

og Liverpool svona:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeola

Pennant – Mascherano – Alonso – Riise
Gerrard
Kuyt / Crouch

Ef ekki svona þá hugsanlega 4-4-2 með Gerrard á hægri kanti og þá Pennant út fyrir Kuyt / Crouch.

Ég myndi segja að Liverpool hefði bætt 5 stöður: Reina er betri en Dudek, Arbeola er betri en Traore, Alonso er betri en Hamann, Mascherano er betri en Biscan og Crouch er betri en Baros. 3 stöður eru óbreyttar: Finnan og Carra eru sömu mennirnir og halda svipaðri getu, sem og Riise og Gerrard. Svo eru tvær stöður sem ég held að leiðin sé niðurávið: Garcia er betri en Pennant, og Agger er ekki enn orðinn jafngóður og Hyypia þegar hann var uppá sitt besta í Evrópu.

Semsagt, 5 bættar stöður, 4 óbreyttar og 2 verri. Semsagt, þegar þetta er tekið saman þá eru það 3 plúsar.

Hjá Chelsea eru 6 stöður eru óbreyttar: Cech, Carvalho, Lampard, Joe Cole og Terry eru sömu mennirnir að spila af svipaðri getu og fyrir tveim árum, þrátt fyrir að það megi segja að Lampard hafi farið eitthvað aftur – og svo er Cole nýstiginn uppúr meiðslum. Ég myndi líka segja að Geremi og Diarra séu svipaðir kostir í hægri bakvörðinn.

2 stöður hafa versnað: Mikel er ekki jafngóður og Makelele og ég myndi segja að William Gallas hafi oft verið að spila betur í vinstri bakverðinum heldur en Ashley Cole hefur sýnt á þessu tímabili með Chelsea.

Og 3 stöður hafa batnað. Drogba í dag er mun betri en Drogba fyrir tveim árum. Ballack er líka betri leikmaður en Tiago og þá er Shevschenko betri en Eiður Smári.

Semsagt, 3 bættar, 6 óbreyttar stöður, og 2 verri. Semsagt 1 plús. Ég veit að menn geta þrætt um þetta, enda er þetta bara mitt persónulega álit, en ég er á því að Rafa hafi bætt lið Liverpool talsvert meira en Mourinho hefur gert, enda byrjaði Rafa með talsvert lélegra lið til að byrja með og því að vissu leyti auðveldara að sjá hvað var hægt að bæta.

7 Comments

 1. Mér líst vel á þennan leik, Liverpool hafa verið á góðu róli undanfarið!

 2. Shevschenko er betri en Eiður á pappír engin spurning. En Eiður var að gera betri hluti fyrir Chelsea fyrir 2 árum heldur en Sheva á þessu tímabili, þó svo hann hafi allur verið að koma til upp á síðkastið. Mín skoðun. 😉

 3. Einar, Finnan er að margra mati betri núna en fyrir tveimur árum.

 4. Kristinn, hvorn myndir þú vilja hafa í þínu liði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar? 🙂

  Og Finnan er að mörgu leyti betri, en ekki er hægt að líkja þeim breytingum við t.d. breytingarnar á Drogba að mínu mati.

 5. Tölfræðilega séð er Eiður líklegri til að skora á móti liverpool heldur en Shevschenko. Þannig að ég er ekki alveg viss. :tongue:

 6. Einar ég held að það sé pottþétt að Benitez spili með Sissoko á miðjunni á útivelli gegn C$$$$$$$. Þetta eru leikirnir sem hann er bestur í, hver man eftir því að hafa séð Sissoko eiga lélegan leik á móti þeim.

  Einnig tel ég meiri líkur á því að Makalele verði í varnartengiliðnum en Mikel. Hann er með mun meiri reynslu í svona leiki auk þess að vera mikið betri leikmaður.

  Þetta eru ljúfar minningar, Biscan og ko að pakka saman stjörnum C$$$$$$$.

  Krizzi

 7. Er sammála Krizza.
  Þó að Mascherano sé hafi stimplað sig rækilega inn í Liverpool liðið með frábærri spilamennsku tel ég að Sissoko sé nauðsynlegur á miðjunni á útivelli gegn Chelsea. Benitez hlýtur að láta hann byrja, þar sem við munum verjast meira í þessum leik. En á heimavelli er spurning með Alonso og Mascherano. Það verður óbærilegt að horfa á þessa viðureign!!!

18 ár liðin frá Hillsborough slysinu

Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)