Oh, it’s ON!

Jæja, Rafa er byrjaður að svara Mourinho og auðvitað er því slegið upp sem forsíðufrétt alls staðar, þar á meðal á [BBC](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/6547607.stm).

>”We were good friends until we started winning, then he started changing his mind.

>”It’s the same with the managers of the top sides. He has good relationships with managers of teams he beats.”

Mourinho er auðvitað búinn að væla yfir tveim hlutum. Fyrir það fyrsta er að einhverjir séu í banni og á gulum spjöldum (nennir einhver að fletta því upp hverjir það eru?) og að prógrammið sé erfiðara hjá Chelsea, sem er jú auðvitað rétt.

16 Comments

 1. Þetta er akkúrat það sem mér finnst svo leiðinlegt við þessar viðureignir þessara liða. Mesta baráttan fer fram í fjölmiðlum sem bitnar á flestra leikja þessara liða.

 2. Ég veit allavega að Essien verður í banni í fyrri leiknum. Veit ekki um fleiri og efast um að það séu fleiri. Held að það hafi bara tveir sem fengu gult hjá þeim í seinni leiknum gegn Valencia.

 3. Samkvæmt frétt á netinu, er Essien í banni í leiknum á Stamford Bridge.
  Joe Cole, Ballack, Drogba, Diarra og Robben (sem er meiddur og spilar ekki meira að mig minnir) eru allir á gulu spjaldi. Þetta verður athyglisvert, ég hlakka til:)

 4. Nú er alla vega enginn Eiður til að plata spjald á leikmenn og koma þeim í bann. En eins og ég sagði í kommenti í færslunni um úrslit leiksins … þá er sálfræðin sem sagt hafin og ég tel hreinlega að Mourinho mælir sannleikann: Liverpool er sterkara liðið! :biggrin2:

  Ég vil alla vega ekki neita því, hver sosum úrslitin verða á milli þessara liða.

 5. En eru einhverjir Liverpool menn á gulu spjaldi sem gætu átt hættu á að vera í banni í seinni leiknum? Mig minnir að ég hafi séð í leiknum gær að Pennant sé á gulu en veit einhver hvort feiri Poolarar séu með gult á bakinu?

 6. Mourinho, maður. Alltaf hress. Mér finnst þetta bara fyndið; að hann skuli aðeins vingast við knattspyrnustjóra liðanna sem hann vinnur. Sýnir bara keppnisskapið í honum en auðvitað um leið sýnir það stóra barnið í honum. Engu að síður, besti managerinn í deildinni, mitt mat.

 7. eg held að það séu fleiri á gulu en Pennant
  samt ekki klár á því :confused:

 8. Hvaðan fá menn út að Liverpool sé sterkara liðið?

  Hvorki á pappír né í stigafjölda í deildinni.

  Menn eiga að notfæra sér að vera “underdog” í þessari baráttu og við skulum varast að detta í hrokapyttinn hans Mourinho þó að við höfum haft betur fyrir tveimur árum. Það er nú þannig að Liverpool spilar alltaf best þegar enginn býst við neinu.

  Ef ég væri í Chelsea þá myndi ég þrá ekkert heitara en að kvitta fyrir síðast.

 9. Daði … þetta er allt önnur keppni, og þar koma pappírar eða stigafjöldi í deildinni málinu ekkert við. Sjáðu til dæmis Roma – ofar í deildinni ítölsku en AC Milan, en AC Milan virkar mun betra lið í Evrópukeppninni.

  Og síðan hvenær telst það vera hroki að telja að við getum talist betra liðið?

  Mourinho hefur sagt þetta sjálfur, og það sem minn punktur gekk út á var hreinlega sá möguleiki, að við gætum talist það! Frekar en að fara í vörn og eitthvert karp um það hvort liðið sé underdog, af hverju þá ekki að fara í leikinn og sýna þeim í verki hverjir eru betri?

  Hvernig sem fer, þá mun ég fyrir þessa leiki hiklaust trúa því að við munum fara í úrslitin – og ekki út af neinu öðru en að við vorum betra liðið. 🙂

  John Terry segir: “We’re due…” – og ég segi bara á móti: “So are we … again!” 😉

  Áfram Liverpool!

 10. Það má vel vera Doddi að Liverpool hafi spilað betur upp á síðkastið en Chelsea (get ekki sagt til um það sjálfur, hef ekki séð nógu mikið af Chelsea til að geta dæmt um það) en staðreyndirnar tala nú samt sínu máli.

  Chelsea eru búnir að vinna deildarbikarinn, eru í massífri titilbaráttu, í undanúrslitum enska bikarsins, og undanúrslitum meistaradeildarinnar.

  Liverpool er í undanúrslitum meistaradeildarinnar, með öruggt þriðja sæti í deild, geta ekki náð 2.sæti og geta ekki dottið niður í 4.sæti.

 11. Og Liverpool og Chelsea eru búin að spila tvisvar í deildinni þar sem Liverpool var betri aðilinn í báðum leikjunum.

 12. En tapaði öðrum leiknum þrátt fyrir að hafa verið betri. Og öllum öðrum leikjum í deild gegn Chelsea síðan Mourinho og Benitez komu í deildina. Einnig í úrslitum deildarbikars.

  Á þessu stigi keppninnar geta allir unnið alla og það þarf ekki nema eitt lítið atvik til að skera úr um sigurvegara. Það getur verið snilldartilþrif eða sjálfsmark, rautt spjald eða mark á síðustu mínútu. Menn gætu þess vegna unnið eða tapað 4-0. Það hefur hent jafngóð eða betri lið heldur en okkar.

  Ég benti bara á að okkar menn hafa alltaf spilað best sem “underdogs”. Barcelona núna, Chelsea í riðlakeppninni í fyrra, Juve, Milan osfrv. fyrir tveimur árum.

 13. Bara hið besta mál. Í hvert einasta skipti sem Morinho byrjar að þenja sig tapar Chelsea. Best að láta hann halda áfram að gaspra, það hleypir bara illu blóði í Liverpool og við tökum þá líkt og fyrir tveimur árum í undanúrslitum CL.

 14. Fann þetta einhversstaðar:

  Here is a list of players with 1 yellow card away from suspension in the Champions League (taking into account only the 4 remaining teams in the competition)

  Liverpool:
  -Pennant

  Chelsea:
  -Ballack
  -Robben
  -Diarra
  -J.Cole
  -Drogba

  Man Utd:
  -Evra
  -Heinze
  -Ronaldo
  -Scholes

  Milan:
  -Maldini

  Michael Essien is suspended for the first leg clash against Liverpool.

Liverpool 1 – PSV 0

Man City á morgun.