PSV Eindhoven á morgun, aftur

Svona á þetta að vera, skammt leikja á milli hjá okkar mönnum! Við leikum semsagt gegn PSV Eindhoven frá Hollandi á morgun, síðari leikinn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Sýn, svona til að hafa formsatriðin á hreinu.

Ég veit að þetta er ekkert búið, enn 90 mínútur eftir, blablabla og okkur tókst það í Istanbúl og allt það en það er ekki fræðilegur séns í helvíti að PSV stoppi okkur í því að komast í undanúrslitin! Að PSV skori þrjú mörk gegn engu okkar á Anfield er svo óhugsandi að það er ekki einu sinni fyndið. Í mesta lagi skoplegt.

Ég var búinn að fjalla aðeins um PSV og fyrri viðureignir og slíkt í upphituninni fyrir hinn leikinn….

PSV tapaði um helgina, var lélegt gegn okkur í fyrri leiknum og eftir leikinn sagði bæði þjálfari liðsins og einn geðþekkur leikmaður að nafni Jan Kromkamp að þetta einvígi væri einfaldlega búið. Hversu lélegt mér þykir af einhverjum að gefast svona upp er annað mál en það er rétt hjá þeim. Philip Cocu er maður að mínu skapi, segir í dag að hann sé ekki á Englandi í fríi, hann er raunsær, en vonast til að skora fyrst og sjá svo til.

Ofan á 3-0 tap á heimavelli mun Koeman stilla upp ungu, óreyndu og enn veikari liði en hann gerði á heimavelli. Samkvæmt opinberu síðunni okkar er hann með tvo algjöra kjúklinga í 18-manna hópnum, Rens van Eijden and Olivier ter Horst, og þá eru Ibrahim Afellay, Jan Kromkamp, Edison Mendez, Michael Reiziger og Alex allir meiddir auk þess sem Alcides, John de Jong og Género Zeefuik eru ekki löglegir eða eru í banni.

Að okkar mönnum. Þeir eru hver á eftir öðrum búnir að sýna mikla fagmennsku með því að koma fram og segja að þetta sé ekkert búið þrátt fyrir að vel hafi gengið í Hollandi og svona. Flott hjá þeim og það sem maður býst við frá svona atvinnumönnum. Breytir því ekki að gaurinn á bloggsiðunni á Íslandi segir að þetta verði ekkert nema formsatriði 🙂

Það verður að teljast líklegt að Rafa breyti liðinu frá helginni, hversu mikið er eins og endranær erfitt að segja til um. Við höfum úr öllum leikmönnum að velja nema Dirk Kuyt sem er í banni, Kewell, sem þó styttist í, Luis Garcia og Fabio Aurelio. Vinstri vængurinn okkar er því frekar þunnskipaður, en samt ekki, við erum með breiðan hóp góðra og fjölhæfra manna sem leysa þetta vel.

Pennant var frábær þegar hann kom inn gegn Reading og lagði upp sigurmarkið á lokamínútunum og ég held að hann fái að spila núna. Það þýðir að tveir af frábærum miðjumönnum okkar munu verma varamannabekkinn. Mascherano er búinn að spila nokkra leiki í röð og ég held að hann og Sissoko verði á bekknum. Alonso og Gerrard því á miðjunni og Riise vinstra megin.

Arbeola því í vinstri bakverði og Agger kemur aftur inn. Frammi? Crouch inn fyrir Kuyt og verður því frammi með Bellamy. Liðið yrði því svona:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeola

Pennant – Alonso – Gerrard – Riise

Crouch – Bellamy

Bekkurinn: Restin af hópnum!

Þetta er kannski of sterkt lið? Það er kannski líklegt að Rafa hvíli fleiri menn? Ég giska allavega á þetta en kannski hvílir hann bara Gerrard alveg? Alonso var ekki með um helgina vegna smávægilegra meiðsla, kannski verður Sissoko bara sem varnarsinnaður miðjumaður fyrir Alonso! Kannski ekki samt. Kannski verður Gonzalez inná og Arbeola á bekknum? Kannski kannski kannski….

Mín spá: Sigur, ekki spurning, og það án þess að gestirnir skori. Ég segi aftur 3-0 bara þar sem Bellamy, Pennant og Crouch skora! Í það minnsta förum við áfram og mætum þar vonandi Valencia! Ég mun fylgjast spenntur með leikjunum í kvöld sem og á morgun…

YNWA

UPPFÆRT: Rafa segir að hann hvíli hugsanlega “the big guns” eins og Tjallinn kallar þetta. Þá verða Carra, Gerrard og fleiri ekki inni og Fowler líklega frammi. Bara svona til að bæta aðeins á óvissuna og fáfræði mína 🙂


Ég skýt þessu bara hérna inn, en David nokkur Villa gefur sitthvað í skin hérna 🙂

12 Comments

  1. Góð upphitun Hjalti og ég er þér eiginlega alveg sammmála. Við vinnum þennan leik 2-0 eða 3-0 og siglum áfram í undan úrslitinn.

    Við erum á fínu skriði um þessar mundir og byrjaðir að vinna jafna útileiki sbr. Reading.

    Vonandi höldum við þessu tempói til loka tímabilsins því þá er ég viss um að svo sem einn bikar verði uppskerann ásamt 3ja sætinu í deild.

  2. Já, fín upphitun og það er erfitt að ráða í uppstillinguna. Held að Rafa muni nota tækifærið og hvíla Stevie og Carra. Xabi tæpur síðast og hann fær væntanlega aukinn tíma til að jafna sig. Finnan hefur aðeins einu sinni í vetur (í alvöru leik) fengið hvíld og Arbeloa fer því væntanlega í sína eiginlegu stöðu. Það verður fróðlegt að sjá hver spilar í vinstri bakverðinum ef hann ákveður að hvíla Riise. Þar kemur Zenden til greina og svo líka hinn ungi Insua.

    Ég ætla að spá því að liðið verði svona:

    Reina
    Arbeloa, Sami, Agger, Riise
    Pennant, Momo, Javier, Zenden
    Fowler, Bellamy

  3. Sælir
    Svo lítið of topic en getur einhver frætt mig um hvort að við keyptum Mascherano eða erum við með hann í láni? Vona að þið segið keyptur en…

    Chris

  4. Gabriel Paletta er ekki í þessum varaliðshóp kvöldsins svo spurning hvort hann verði í hópnum á morgun en ég ætla að spá byrjunarliðinu eins og ég gerði í gær nema hvað ég að var búinn að steingleyma að Kuyt verður í banni eftir að hann fiskaði gula spjaldið í síðasta leik og þá verður liðið semsagt svona spái ég: Dudek, Arbeloa, Hyypa, Agger, Riise, Pennant, Alonso, Sissoko, Zenden, Gerrard og Fowler sem átti afmæli í gær 🙂

  5. Óþarfi að lesa of mikið út úr þessu með Villa fréttina, hann segir nú ?but because of my friendships with some of their players, I follow Liverpool most.? Þetta er ekkert ósvipað og það hvernig maður fylgist nú alltaf eitthvað aðeins með Barcelona af því Eiður sé þar og svona.

    Hefði verið hægt að stilla fréttinni þannig upp að ?Villa full of admiration for Abramovich? þar sem hann mærir rússneska auðkýfinginn og Chelsea.

  6. “Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Sýn, svona til að hafa formsatriðin á hreinu.”

    held að hann sé á sýn Extra…

  7. Vá sáuð þið United leikinn?
    Annars eitt burst hefur ekki sést í meistaradeildinni.
    7-1!

  8. Þá er það ljóst að það verða Chelsea sem bíða eftir okkur í undanúrslitum ef við klárum PSV á morgun. Ekki verður það neitt minni stemmning en í Barca leikjunum. Sennilega betra fyrir okkur að fá Chelsea (ef við klárum PSV) þar sem við spilum alltaf betur í CL eftir því sem mótherjinn er sterkari.

    Vona síðan að ManU fái Bayern í hinum undanúrslitaleiknum, það yrði líka rimma í lagi.

  9. Finnst ótrúlegt að lesa þetta. Við skulum bara “hvíla” í bestu keppni heims!! Eitt getur komið í veg fyrir það að LFC vinni þessa keppni, það er það að Rafael mæti með lélegt lið á morgun og gefi færi á sér.

    Kromkamp og Koeman búnir að gefast upp? Hafa menn aldrei heyrt talað um sálfræði??? Þessir menn eiga einungis séns ef LFC mætir með hálfum hug og virðist allt stefna í það.

    Persónulega vona ég að við töpum bara 0-2 en er skíthræddur um að þetta gæti farið í framlengingu, þ.e. ef Rafa ætlar að leggja eina séns LFC á árangri þetta tímabilið undir.

  10. Mig grunar að PSV menn séu að reyna að spila sig eins og þeir séu búnir að gefast upp þó þeir séu það örugglega ekki. Þetta er held ég bara sálfræði, taka pressuna af liðinu og vona svo að þeir fái snemmbært mark í leiknum og e.t.v. allt fari á flug hjá þeim.
    Hr. Benitez er samt með allan varann á og er að reyna að halda sínu liði á jörðinni en einhvers staðar held ég að ég hafi lesið að hann myndi kannski hvíla nokkra lykilmenn. Ég er hálf smeykur við það, þetta PSV lið er ekki í 8 liða úrslitum af ástæðulausu og geta örugglega gert ýmislegt ef Liverpool menn mæta værukærir til leiks.

Framtíð Peter Crouch er tryggð

Chelsea