Reading 1 – Liverpool 2

Jæja, Liverpool liðið sýndi í dag að okkar menn geta unnið leiki þrátt fyrir að leika illa. Liverpool vann í dag Reading 2-1 á útivelli þrátt fyrir að hafa leikið skelfilega stóran part leiksins. Rafa stillti liðinu svona upp í byrjun leiks:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa

Gerrard – Mascherano – Sissoko – Gonzalez

Bellamy – Crouch

Þarna vakti athygli að líkt og í Aston Villa leiknum voru Momo og Javier á miðjunni og Gerrard á kantinum. Það virkaði ekki vel í þeim leik og það má segja að það hafi heldur ekki virkað vel í dag.

Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega **dapur** hjá Liverpool. Reading byjruðu betur og pressuðu vel á Liverpool liðið. Eftir korter var Reading liðið í sókn. **Alvaro Arbeloa** vann boltann upp við vítateig Liverpool og keyrði upp völlinn. Hann gaf hann svo á Peter Crouch, sem gaf boltann aftur á Arbeloa, sem að var kominn einn innfyrir og kláraði færið sitt frábærlega. 1-0 fyrir Liverpool.

Það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum var Liverpool liðið verulega slappt. Reading skapaði sér svo sem ekki mörg færi, en það gerði Liverpool ekki heldur og ég man ekki eftir skoti frá Liverpool fyrir utan markið. Miðjan var alls ekki að virka og þrátt fyrir að Mascherano væri sterkur, þá gerði Momo ekkert til að sannfæra efasemdamenn um ágæti sitt þegar að Liverpool liðið er með boltann.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk Liverpool liðið það sem það átti skilið. Brynjar Björn fékk boltann inní vítateig og skoraði glæsilegt mark úr ólíklegri stöðu. Virkilega vel gert hjá honum.

Eftir þetta byrjuðu Liverpool menn þó að spila betur. Stuttu eftir mark Reading var Bellamy tekinn útaf fyrir Kuyt og nokkru seinna kom svo Pennant inn fyrir Peter Crouch. Við þetta batnaði spilið hjá Liverpool umtalsvert (enda var það ekki merkilegt fyrir). Liðið skapaði sér einhver færi, meðal annars komst Kuyt einn innfyrir en skaut framhjá og svo náði Ívar Ingimarsson að bjarga frábærlega frá Steven Gerrard við markteiginn.

En nokkrum mínútum fyrir leikslok náði svo Liverpool að stela sigrinum. Jermaine Pennant fékk boltann útá hægri kantinum, plataði varnarmann Reading algjörlega og gaf svo himneska sendingu fyrir á **Dirk Kuyt**, sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í langan tíma.

**Maður leiksins**: Það var enginn sem stóð sérstaklega uppúr. Ég ætla því þá bara að tilnefna mennina, sem sköpuðu mörkin okkar í dag. Arbeloa er búinn að byrja Liverpool ferilinn verulega vel. Gleymum því ekki að hann er bara 24 ára gamall (þrátt fyrir að hann líti nú út fyrir að vera eldri).

Svo fá varamennirnir **Pennant** og **Kuyt** hrós fyrir sigurmarkið. Kuyt hefur verið slappur að undanförnu að mínu mati og varla skapað sér nokkur færi, enda er hann að spila alltof aftarlega á vellinum. Í dag var hann einn frammi og því var hann að spila mjög framarlega. Og það skilaði sér í þrem færum og einu marki.

Og Jermaine Pennant fær líka hrós frá mér. Ég er orðinn afskaplega hrifinn af Pennant sem leikmanni. Undantekningalaust finnst mér sóknarleikur Liverpool lyftast uppá annað plan þegar að hann kemur inná. Ég bjóst við honum í byrjunarliðinu eftir Arsenal frammistöðuna, en þess í stað var hann á bekknum. Að mínu mati þá batnaði sóknarleikurinn í dag þegar að hann kom inná.

En það sem skiptir máli er að Liverpool tók 3 stig í dag á meðan að Arsenal skutu 28 sinnum að marki West Ham án þess að skora og töpuðu því fyrir nágrönnum sínum. Liverpool er því komið **5 stigum** fyrir ofan Arsenal (60 á móti 55) og Arsenal á bara einn leik til góða, þannig að þriðja sætið er í okkar höndum.

Gleðilega páska! 🙂

27 Comments

 1. Frábært að vinna þennan leik um leið og Arsenal tapar gegn West Ham.

  Þetta er loksins byrjað að rúlla eins og það á að gera.

  Sá ekki leikinn og hlakka til að sjá skýrsluna.

 2. Það er nauðsynlegt og gott að geta unnið þessa leiki líka – eigum við ekki að segja að við höfum átt það inni svolítið?

  Pennant og Kuyt …. eiga hrós skilið!

  Það er ekki nóg að eiga mörg skot að marki … þau verða að rata inn 🙂 (kannast maður ekki við þetta úr okkar leikjum svolítið í vetur?)

  Anyhoo… það er gott að vera í þeirri stöðu að nú er það í “okkar” höndum og engra annarra hvort við tryggjum okkur 3. sætið eður ei.

  Áfram Liverpool!

 3. Verulega sterkt að vinna þetta þrátt fyrir að vera ekki að spila vel, toppmál alveg.

  Sissoko, dæs… eins og Einar bendir á gerði hann ekkert til að sanna ágæti sitt með boltann, því miður. Samt sem áður hrifinn af honum sem leikmanni en hann verður einfaldlega að bæta þetta svo um munar.

  Frábær innkoma hjá Pennant og hann er klárlega að tryggja byrjunarliðssæti sitt held ég. Mig langar að sjá hann á kantinum og Gerrard og Mascherano á miðjunni. Þá eigum við Xabi líka eftir! 🙂

  Eins og Snorri benti á í lýsingunni, má Kuyt ekki bara fara að færa sig framar á völlinn eins og hann gerði loksins og skoraði? Jújú, hann vinnur vel þarna frammi en hann hefur kannski ekki verið nógu nálægt markinu!! Gott mark sem hann skoraði í dag og langþráð….

 4. Já, ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn sammála einum þul einsog Snorra í dag. Bæði punktarnir varðandi Pennant og Kuyt. Verður maður ekki að hrósa þulunum þegar að þeir standa sig vel? 🙂

 5. Það er merki um gott lið að geta unnið á erfiðum útivöllum þrátt fyrir að spila mjög illa.

  Meira hef ég ekki um þennan leik að segja.

 6. Mér fannst þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn ekki nenna þessu. Kuyt og Pennant komu inn á og voru ógnandi allan tímann. Athyglisverð tölfræði í lok leiksins, að Bellamy og Crouch áttu ekki 1 skot allan leikinn. Rosalegur doði í framlínunni með þá tvo frammi í dag.

  Hinsvegar góður útisigur og það skiptir öllu máli.

 7. Góður sigur á ágætis liði Reading. Frábært að Kuyt hafi loks skorað og gott að Pennant sýndi Rafa af hverju hann á að vera á vinstri kantinum en ekki Gerrard. Spá mín gekk eftir, 1-2.

  Og að máli Sissoko. Er pláss fyrir hann í þessu liði? Mér sýnist bara ekki, nema hann sé tilbúinn í hlutverk Zenden á næsta tímabili. Því fleiri leiki sem ég sé Mascherano spila því meira hissa er ég á litlum áhuga stórliða í janúarglugganum.

 8. En fannst ykkur varnarlínan vera frekar “shaky” í dag eða er ég einn um það?

 9. skil ekki stjóra reding fá á sig 2 mörk eftir barnaleg mistök? mark 1 góður samleikur mark 2 frábær sending frá pennant á kuyt HEPPNIS mark frá brynjari þó að sé flott að skora stöngin inn vona að kuyt sé að vakna

 10. Menn geta verið ósammála og kannski finnst sumum maður fara út fyrir efnið en mér finnst leikurinn í dag og á móti Villa sanna af hverju Sissoko er ekki rétti maðurinn í þetta lið.

  Hann yrði algjör hetja í liði eins og Reading en í liði sem stjórnar leiknum og dreifir spilinu er hann ekki að gera góða hluti. Hann er líka allt of villtur, dregur liðið í sundur með hlaupum í vitlausar stöður þar sem hann missir boltann og allir verða óöruggari fyrir vikið.

  Allt annað að horfa á Mascherano. Hann getur tæklað og spilað boltanum og hann virðist varla blása úr nös. Með Alonso sér við hlið er Liverpool komið með miðju sem “hægir á tímanum” s.s. stjórnar hraða leiksins og hvert boltinn er að fara í vörn og sókn.

  Ég er ekki einn af þeim sem halda því fram að Sissoko hafi klárað Barcelona í útileiknum einn síns liðs. Þá er lítið gert úr Gerrard, Arbeloa, Carragher, Bellamy, Riise og Alonso. Vonandi kemur strákurinn til en í dag er hann bara ekki orðinn nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður.

  En mjög vel gert hjá Pennant og Kuyt og alveg hárrétt hjá Snorra Sturlu hvað þá tvo varðar.

  Og hvað með þennan Arbeloa? Snilldarmark og hann kemur fáránlega vel inn í liðið.

  Átti Brynjar Björn svo ekki að fá rauða spjaldið fyrir olnbogann á Bellamy? Eða gleymdu því allir vegna þess að hann er Íslendingur?

 11. Jæja ljúfur var sigurinn. Kominn tími til að við vinnum eftir að hafa verið slakari aðilinn, höfum svo oft tapað leikjum sem við höfum dóminerað. Maður á kannski ekki að tala um að dóminera ef maður skorar ekki, út á það gengur þetta víst.

  En að Sissoko, guð minn góður. Einn MJÖG þrjóskur vinur minn, sem hefur verið Sissoko fan gaf sig í dag og segist ekki lengur getað kallað hann góðann. Ekki bara út af leiknum í dag heldur tímabilinu heilt séð (nú kemur einhver og segir “hann var svo rosa góður á móti Barcelona”). Come on, við ætlum ekki að spila varnarsinnað á móti öllum liðum.
  Ef það er réttlætanlegt að láta Sissoko spila sem framliggjandi miðjumann (eins og Rafa gerir alltaf) þá væri hægt að réttlæta það að láta Carra og Agger sjá um kantana því þeir eru svo góðir tæklarar.
  Það er nóg komið af þessari þrjósku í Rafa, það sjá þetta allir nema hann (og sumir hér á síðunni).

  Ég get alveg séð kosti Sissoko, en ég vill sjá hann spreita sig sem afturliggjandi miðjumann eða bara hafa hann heima hjá sér.
  Þar fyrir utan er Pennant að spila vel, þegar hann fær tækifæri, og það er algjörlega út í hött að halda honum fyrir utan liðið og henda Gerrard úr sinni uppáhalds stöðu svo pláss sé fyrir Sissoko í liðinu.

  ARRRRGGGG…. mig langar til að hrista þrjóskuna úr Rafa.
  En á maður ekki að vera ánægður með stigin þrjú og vona að Rafa fái smá höfuðhögg sem fær hann til að opna augun og horfast í augu við að Sissoko er ekki nægilega góður í þessa stöðu.

  En til hamingju með sigurinn allir púllarar og gleðilega páska.

  ÁFRAM LIVERPOOL (OG RAFA MEÐ SÍNA SMÁVÆGILEGU GALLA)

 12. getur einhver sagt mér hvort dómarar séu frá öðrum liðum eins og í leik með RED og LIV var þá kanski dómari frá ars eða cels eða frá öðru liði ef svo er þá þarf að athuga þettað, hér heima dæma dómarar frá VAL kanski leik ía og ibv það þarf að fá dómara sem eru ekki að spá í hvernig staðan er í deildini sem sagt hlutlausir,mér skilst að dómarar eigi að vera í einhverju liði

 13. Ég er ekki alveg sammála þessu með Pennant, ég hef horft á nokkra leiki þar sem hann hefur byrjað inn á og verið mjög slakur. Ég held einfaldlega að Rafa sé að ala hann aðeins upp áður en hann treystir honum í heilan leik. Ég skil hann vel að þora ekki að nota hann í mikilvægustu leikina enda er vitið ekkert að þvælast fyrir honum og hann er alltaf líklegur til að næla sér í rautt fyrir eitthvað rugl.

  Kuyt er góður þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað í dálítin tíma. Hann myndi vaða eld fyrir Liverpool á meðan t.d. Bellamy myndi fara að skæla. Við þurfum menn eins og Kuyt en ekki kalla sem hugsa meira um sjálfan sig en Liverpool.

 14. frábær sigur í leik sem hefði sennilega orðið jafntefli fyrir ekki löngu síðan…

  getur annars einhver sagt mér hvað það eru margir rauðhærðir í Reading??? :biggrin2:

 15. Varðandi comment þitt Júlli að Rafa treysti Pennant ekki ístóru leikina, þá byrjaði hann inná bæði á móti Chelsea og Arsenal og stóð sig frábærlega í báðum leikjunum. Ég er sammála Gústa, það er engin ástæða til að vera að troða Momo inná og Gerrard MBE út á kant þegar Pennant er að spila frábærlega og Momo gæti ekki sent á samherja þó hann héldi í buxnastrenginn hjá honum.

  Annars sinnir Mascherano þessu varnahlutverki nánast jafn vel, sáuð þið í gær þegar hann missti boltann í sókninni og hljóp eins og MF aftur að eigin vítateig til að vinna hann aftur, toppmaður.

  Djöfull var síðan flott að sjá Hyypia kallinn í gær, hefur ekki spilað í langan tíma og kemur inn og steig vart feilspor. Væri flott að fá Ayala í þetta hlutverk fyrir næsta season :biggrin:

  Góða páska,

 16. Ég er alveg sammála síðasta ræðumanni varðandi Hyppia því þetta var örugglega besti leikur hans á tímabilinu en reyndar hafa þeir ekki verið margir og hann á skilið að fá að spila seinni leikinn gegn PSV eftir þessa frammistöðu og varðandi Sissoko þá er ég einn af þeim sem hreifst af honum á síðasta tímabili og í byrun þessa tímabils en einhvern veginn hefur hann ekki komist í takt við leikinn eftir að hann varð fyrir þessum meiðslum í öxlunni snemma á tímabilinu en hann átti þó eina flotta stungusendingu í gær sem varð næstum því að marki og hann má eiga það að hann gefur sig allan í þetta og mér fannst gula spjaldið sem hann fékk í gær ekki vera spjald en kannski var þetta uppsafnað hjá honum en ég held að hann muni halda sætinu í liðinu sem afturáliggandi miðjumaður gegn PSV og Mascherano verði á bekknum enda fínt að hvíla hann núna eftir nokkra byrjunarliðs leiki í röð en liðið gegn PSV verður að ég tel svona:
  Dudek
  Arbelona Hyypia Agger Riise
  Pennant Alonso Sissoko Zenden
  Gerrard
  Kuyt

  Hugsanlega verður Gerrard líka á bekknum með Carragher og Fowler þá frammi með Kuyt en samt efast ég um það enda ekki gott að gera of miklar breytingar enda getur eitt mark frá PVS snemma í leiknum hleypt spennu í þetta en hverja viljið þið sjá í liðinu gegn PSV? Já og megið þið svo eiga gleðilega páska 🙂

 17. >Djöfull var síðan flott að sjá Hyypia kallinn í gær, hefur ekki spilað í langan tíma og kemur inn og steig vart feilspor. Væri flott að fá Ayala í þetta hlutverk fyrir næsta season 🙂

  Eeeeh, Ayala og Hyypia eru jafngamlir. Af hverju ættum við ekki bara að hafa Hyypia í þessu hlutverki á næsta tímabili? Ef hann vill ekki fara (sem ég hef enga trú á) þá væri Rafa brjálaður að láta hann fara.

 18. Liverbird sagði:
  “en ég held að hann muni halda sætinu í liðinu sem afturáliggandi miðjumaður gegn PSV”

  Er ég svona blindur, eða er ég búinn að vera að horfa á aðra Liverpool-leiki en þú Liverbird??

  Ég get ekki séð betur en að Sissoko spili alltaf framar en samherji hans á miðjunni, og þar með kalla ég hann framliggjandi miðjumann. Ég væri hinsvegar til í að sjá hann spila sem afturliggjandi miðjumann og hafa t.d. Gerrard fyrir framan sig. Það getur vel verið að þetta gangi engann veginn en að mínu mati er Sissoko betri varnarlega séð en sóknarlega séð (í raun fatlaður sóknarlega séð).

  Ég tel hann allavega búinn að sýna að hann sé ekki nógu góður sem framliggjandi miðjumaður.

 19. Sá ekki leikinn í gær og því get ég engu við það bætt sem um þann leik hefur verið sagt eða tjáð mig um framistöðu einstakra manna.

  En vil ég engu að síður benda mönnum á að Sissoko sem 4 miðjumaður er kannski ekki svo galið. Betra en að hafa ómagann Zenden sem 4 miðjumann.

  Sissoko hefur ákveðna eiginleika fyrir lið sem liggur til baka og verjast… eitthvað sem við verðum að horfast í augu við að Liverpool á til og mun eiga til.

  En þetta er ungur strákur og aldrei að vita ef að hann komist á næsta plan í leik sínum á næsta tímabili?

  Þar að segja að gefa boltann

  Næsta tímabil eftir það lærir hann kannski að skjóta á mark.

  Það er ekki mörg ár síðan Gerrard lærði að skjóta á mark.

  Gleðilega páska og góðar stundir

 20. Auðvitað yrði frábært að hafa Sami áfram á næsta tímabili, Einar. En miðað við frammistöðu Ayala geng Chelsea og þá staðreynd að hann spilar allan leikinn í öllum leikjum þeirra og hefur verið orðaður við að klára ferilinn sinn hjá Rafa, þá myndi ég frekar vilja sjá hann sem 3. miðvörð á næsta tímabili. Þó að þeir séu jafngamlir þá er Ayala klárlega sprækari og ekki misskilja mig, ég dýrka Hyypia. Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur sem spruttu upp meðan ég fylgdist með stórleik Ayala gegn Chelsea. Ég vil ekki losna við Sami en ef við getum fengið Ayala í sumar(sem er kannski ekkert í spilunum) þá myndi ég vilja sjá hann sem 3. miðvörð og Sami þá sem 4.

 21. Afsakið Gústi en það sem ég ætlaði að segja var að ég tel að Sissoko verði áfram í byrjunarliðinu gegn PSV og þá sem afturáliggandi miðjumaður en vissulega er það rétt að hann var það ekki gegn Reading í gær og varðandi Hyppia þá gæti ég alveg hugsað mér að halda honum 1 ár í viðbót ef hann sættir sig við að vera mikið á bekknum en hvað haldið þið um Paletta, hann átti auðvitað hræðilegan leik gegn Arsenal í deildarbikarnum en ég held að það sé eitthvað í hann spunnið svo óþarfi að kaupa einhvern sem miðvörð nr.3 án þess að gefa honum annan séns eða hvað finnst ykkur?

 22. Liðið spilar um það bil 60 leiki á tímabili. Til að komast áfalla lítið í gegnum þann tíma þarf breidd og reynslu. Ekki bara leikreynda menn eins og Ayala heldur leikreynda menn eins og Hyypia. Mann sem hefur unnið titla með LIVERPOOL og hefur verið í klúbbnum í fleirri ár.

  Hyypia er sjaldan meiddur og því oftast nær tilbúinn ef kallið kemur.

  Hyypia er góður í loftinu. Hann hefur ALDREI verið snöggur en það bætir hann upp með góðum leikskilningi.Hann er og verður í nokkur ár í viðbót góður varnarmaður.

  Hann er fyrrum fyrirliði liðsins sem fórnaði þeim titli hljóðalaust fyrir liðið yfir til Gerrard sem var í mikilmennsku brjálæði á þeim tíma og hélt hann væri stærri en klúbburinn. Ætlaði að fara.

  Hættið þessu helv… skítkasti í góðan dreng

  Góðar stundir

 23. Hver var með skítkast? Ég fæ ekki betur séð en að menn keppist hér um að mæra góðan drenginn og vilji hafa hann áfram.

 24. Ayala er búinn að skrifa undir samning við Villareal fyrir næsta tímabil svo hann er ekki á leiðinni til Liverpool.

  Hyypia áfram, engin spurning.

 25. Jæja þá þýðir ekki að velta því fyrir sér. Þá er Hyypia klárlega 3. maður inní miðvörðinn og ekkert nema gott um það að segja.

  Það myndi þá þýða að öllu óbreyttu að Paletta sé 4. maður enda þarf 2 backupa fyrir þessar 2 stöður. Ég bjóst við miklu af þeim dreng en hann hefur ekki heillað mig hingað til, síðan eigum við alltaf Jack Hobbes. Spurning hvort það þurfi að bæta við nýjum miðverði í sumar til að eiga 2 sterka backupa?

 26. Miðað við það sem ég hef lesið um varaliðsleikina síðustu mánuðina þá er það Jack Hobbs sem er nær aðalliðinu heldur en Paletta.

Liðið gegn Reading

Kewell eftir tvær vikur? (uppfært)