Dúdúrúmmmm

Jæja, það er nú ekki mikið að frétta þessa dagana, en þar sem tilefni þessarar færslu er fremur illa dulbúin lauglýsing, þar verð ég að fela auglýsinguna í einhverju efni, þannig að….

Tvennt virðist vera aðallega fjallað um á netmiðlum. Annars vegar var Samuel Eto’o í viðtali á Spáni þar sem hann sagðist bera virðingu fyrir Liverpool, en ætti samt samning við Barcelona til 2010. En snillingunum í breskum fjölmiðlum tekst auðvitað að kreista þvílíkar stórfréttir útúr þessu afskaplega litla efnivið. Einsog Sky, sem segja: [Eto’o admits Reds liking](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=458961&CPID=8&clid=14&lid=&title=Eto) og Mirror, sem slá því upp: [ETO’O: I WOULD LOVE TO PLAY WITH STEVIE G](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_headline=eto%2Do%2D-i-would-love-to-play-with-stevie-g%26method=full%26objectid=18861167%26siteid=89520-name_page.html)

Bleeeeeh, segi ég. Það hefði verið hægt að spyrja hvaða knattspyrnumann í heimi sömu spurninga og fá sömu svör. Hver vill ekki spila með besta miðjumanni í heimi?

Hin fréttin er að Daniel Alves er orðaður við Arsenal. Það er byggt á frétt í hinum afskaplega áreiðanlega miðli [The S*n](http://www.thesun.co.uk/article/0,,2002390000-2007150589,00.html) þar sem sagt er að Wenger hafi áhuga á að kaupa Alves. Ég hef litla trú á að það gangi, frekar en að ég haldi að Alves komi til Liverpool. Held að hann endi frekar hjá Chelsea fyrir einhverja rugl upphæð eða Barcelona. Ég held að Rafa hafi misst af stórkostlegu tækifæri síðasta sumar.

Fyrir þá, sem vilja gráta yfir því missta tækifæri þá bendi ég á [þessa grein](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/03/05/hats_off_to_awesome_alves_as_s.html). Ég á allavegana bágt með að komast í gegnum greinina án þess að gráta.

Eina sem getur huggað mig er að Man U tapaði í gær og Chelsea er í vandræðum gegn Valencia. Ætli það þurfi enn einu sinni að vera Liverpool sem heldur uppi heiðri enskra liða í Meistaradeildinni? Dæs! – someone’s gotta do it! 🙂

Og þá að auglýsingunni, sem allir hafa beðið eftir: Jú, Serrano á Hringbraut verður opinn alla páskana!!! Það þýðir að staðurinn er opinn í dag 10-23, verður opinn á morgun föstudag frá 10-03 (það er 10 um morguninn til 3 morguninn eftir, 10-03 á laugardaginn, 10-23 á Páskadag og 10-23 á Annan í Páskum. Semsagt, opið alla páskana. Jibbí jei! Opið í Kringlunni í dag og á laugardaginn.

9 Comments

  1. Ég þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei prófað þetta Serrano dæmi svo kannski væri tilvalið að tékka á því um helgina fyrst það er opið alla dagana en hverju mæliru með af matseðlinum fyrir byrjanda Einar? Annars er ég mjög sáttur við úrslit gærkvöldsins nema hvað að Roma hefði mátt vinna þetta 3-1 og svo í kvöld fáum við tækifæri að sjá títtnefndan Daniel Alves taka á Tottenham mönnum í UEFA keppninni og ég spái Sevilla sigur 3-0 og ætli Alves setji ekki allavega eitt og leggi upp annað 🙂

  2. Mjög góð grein um Alves. Manni langar að gráta yfir því að hafa ekki fengið hann.

  3. Liverbird, ég myndi prófa BBQ burrito eða fajitas burrito. Eða þá bara fara í quesadillas með kjúklingi. Allt mjög gott. 🙂

    Og það væri gaman að heyra í fólki ef einhver horfir á leikinn í kvöld – um það hvernig Alves er að standa sig.

  4. Einar, ég trúi ekki að þú hafir linkað á grein í The S*n! 😯 😡

    Annars er alveg grátlegt að Dani Alves skuli ekki vera orðinn okkar maður nú þegar. Ef nýir eigendur hefðu verið komnir inn sl. sumar væri hann að undirbúa sig fyrir leik gegn Reading um helgina, ekki spila fyrir Sevilla í UEFA-bikarnum í kvöld. Ég held að það sé pottþétt að Rafa muni reyna aftur í sumar, sérstaklega þar sem hann hefur nú meiri pening milli handanna, en hvort það nægir verður að koma í ljós. Eftir veturinn er nánast öruggt að lið eins og Barcelona, Real Madríd, Chelsea eða já Arsenal muni líka reyna að fá hann. Þetta er bara skuggalega góður leikmaður.

    Og gott fólk, ég mæli eindregið með kjúklinga burrito eða quesadillas hjá Einari. Það var líka eins gott að besti staður bæjarins er opinn, annars hefði ég ekki vitað hvað ég ætti af mér að gera um helgina. 🙂

  5. Já já, ég veit með Sun – en ég vildi bara geta uppruna greinarinnar til að sýna hversu áreiðanleg fréttin væri. :rolleyes:

  6. Ansi fannst mér sorglegt að horfa á Roma menn í gær. Einum fleiri og á heimavelli. Og rétt lufsuðust að vinna 2-1. Manu tekur þetta einvígi 100% á heimavelli. Ekki eins viss um Chelsea og Valencia. Yrði ekki hissa þó “Rafa returns to mestalla” yrði fyrisögn einhversstaðar í næstu viku.

    Persónulega held ég að liverpool tæki öll þessi lið sem eru í 8 liða úrslitum en yrði í mestum vandræðum með Manutd. Þannig að heldur vildi ég fá Roma en Manu.

    Og guð minn góður hvað ég væri til í Danny Alves á hægri kantinn :biggrin:

Okkar maður, Tomkins

Reading á morgun!