Liðið gegn PSV komið!

Jæja! Byrjunarliðið gegn PSV er komið og ég hafði aldrei þessu vant 100% rétt fyrir mér. Hjalti, sem sá um upphitunina í gær, var það hins vegar ekki. 🙂 Og nei, menn geta hætt að spenna sig upp í eitthvað reiðiskast út í Rafa, Peter Crouch er í liðinu!

Liðið í kvöld:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Aurelio

Gerrard – Alonso – Mascherano – Riise

Kuyt – Crouch

Bekkur: Dudek, Hyypiä, Arbeloa, Zenden, Pennant, Gonzalez, Bellamy.

Enginn Fowler á bekknum sem sagt, og Momo sem fyrr sagði í banni. Annars líst mér vel á þetta, mjög sterkt 4-4-2 með varkára miðju. Gleymum því ekki að það voru þeir Gerrard og Riise á vængjunum sem slátruðu Barca á Nou Camp (Gerrard á Kuyt og Riise skoraði í kjölfarið).

Þetta verður magnað kvöld, ég finn það á mér! ÁFRAM LIVERPOOL!!!!

40 milljónir fyrir Rafa

PSV 0 – Liverpool 3