Formúlan á Sýn

Yfir bloggarinn (og Liverpool aðdáandinn) Streingrímur Sævarr skúbbar því á [blogginu sínu](http://blogg.visir.is/denni/2007/03/20/formulan-a-syn) að Sýn sé búið að kaupa réttinn að Formúlunni fyrir næsta tímabil.

Þetta er athyglisvert í ljósi þeirra umræðu sem hefur verið á þessari síðu og víðar um verðlagningu Sýnar. Mig minnir að ég sé í dag að borga einhvern 5.000 kall fyrir Sýn (áskriftarvefurinn virkar ekki – þannig að ég get ekki staðfest verðið). Eina efnið sem ég horfi á er Meistaradeildin og Barcelona í spænska boltanum, sem ég geri ráð fyrir að séu tveir dýrustu dagsrkárliðirnir.

Núna bætast hins vegar við Formúlan (sem er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vinsæl – og eflaust dýr í innkaupum) og svo enski boltinn (sem er brjálæðislega dýr). Spurningin er þá: Hvað á þetta eiginlega að kosta? Fyrir marga er gervihnattardiskur ekki möguleiki og því erum við föst með Sýn vegna langt genginnar fíknar í enska boltann. Spurningin er svo hvort ég þurfi á næsta ári að borga fyrir golf, formúlu, fitness og annað dót, sem ég hef engan áhuga á, eða hvort Sýn ætli að hafa enska boltann á sér stöð? Einnig verður fróðlegt hvort að þeir ætli að rukka aukalega fyrir hliðarrásirnar.

28 Comments

 1. Til þess er pöbbinn. Eina sem mar þarf að borga þar er bjórinn. Og hann er valfrjáls, þannig séð.

 2. Ég skil þessar pælingar/áhyggjur þínar mjög vel og er mjög sammála þeim. Aftur á móti finnst mér mjög kjánalegt af þér það sem þú segir um formúluna því hún er alveg óhemju vinsæl þó ég og þú séum ekki aðdáendur. Þú þú skiljir ekki eitthvað er ekki þar með sagt að það sé óskiljanlegt :tongue:

 3. Nei, Benni enda hefði líka jörðin fallið inní sjálfa sig og sprungið ef þú hefðir verið alveg sammála mér.

  Vanalega þegar ég tek svo til orða að eitthvað sé óskiljanlegt, þá er það út frá mínum bæjardyrum. Ég var ekki á því að vinsældir Formúlunnar væru eitthvað óútskýranlegt kraftaverk, sem enginn í heimi gæti mögulega skilið, bara að ég skildi vinsældirnar ekki. Alveg einsog vinsældir Liverpool eru sumum óskiljanlegar.

  Ég vil helst halda mér í 78-80 kílóum. Ef að ég ætti að fara á bar í hvert skipti sem ég vildi horfa á fótbolta þá er hætt við því að þær tölur fykju útum gluggann.

 4. Það er til fullt af fólki þarna úti sem horfir bara á fótboltann á Sýn og ekkert annað. Það er líka til fullt af fólki sem horfir bara á golfið, eða bara á formúluna, og er skítsama um fótboltann. Það að ætla að keyra upp áskriftarverðið á fótboltanum út af formúlunni og/eða golfinu er jafn ósanngjarnt gagnvart okkur og það að ætla að keyra upp verðið á golfinu og/eða formúlunni út af fótboltanum.

  Það er einfaldlega ljóst að þeir verða að skipta þessu upp og hafa sér knattspyrnustöð – að því gefnu að þeir ætli að halda áfram með Meistaradeildina, spænska boltann og svo enska boltann líka. Þá geta þeir sem vilja bara boltann verslað það en ekki hitt, og þeir sem vilja formúluna og/eða golfið verslað það án þess að láta boltann pirra sig, og þeir sem vilja bæði verslað bæði.

  Ef þeir reyna að láta einhvern af þessum þremur helstu áhorfshópum sínum borga 10,000+ fyrir áskrift að öllum pakkanum verður uppþot á götum úti í haust.

 5. Samála með að það þurfi að bjóða upp á einhverja pakka misstóra eftir því hvað hver vill því ef ég tala fyrir sjálfan mig myndi ég velja fótboltann enska/spænska/C.L en mig langar líka að sjá t.d körfubolta íslenskan og NBA og jafnvel smá golf af og til þannig að það er ekki hægt að skipta bara alveg í tvennt annað hvort bara fótbolta eða fótbolta og allt hitt draslið með. Þetta er gæðavandamál sem Sýn verður að leysa.

  Annars hrósa ég Sýn fyrir eina mest metnaðarfullu áætlun í íslensku sjónvarpi að ætla að vera með allt draslið hjá sér. Ég borga nauðugur eins og flestir aðrir áskrift að RÚV og fæ ekkert nema handbolta og blak og sérþátt um Alpagreinar :biggrin: og myndi glaður borga áskrift að Sýn í staðinn.

 6. Það er nú ekki alveg komið í ljós hvort að þeir Sýnar menn hækki gjaldið, þeir verða nú að sýna keppnina og tímatökurnar í opinni dagskrá svo að þeir fá nú kannski ekki marga áskrifendur út á formúluna nema að vera með einhverja aðra þáttagerð í gangi og það er ekkert víst að formúluaðdáendur á Íslandi kaupi það. Þetta verður fróðlegt. Enski-, spænskiboltinn, meistaradeildin og formúlan á Sýn árið 2008, er þetta bara ekki gott mál? Vonandi bara að þeir nái sér í góða styrktaraðila :biggrin: :biggrin:

 7. Einhvern veginn grunar mig að þetta eigi eftir að vera mjög svipað og þetta er í dag.

  Mannlíf halda því fram að Sýn ætli sér að stofna sér rás undir enska boltann, og ég hef enga trú á öðru en að Sýn nýti sér það og hafi enska boltann á einni rás og meistaradeildina á annari.

  Þannig að ég reikna með því að þurfa að borga fyrir tvær rásir af Sýn á næsta tímabil, eina með enska boltanum og aðra með spænsku deildinni, meistaradeildinni, þýska handboltanum, formúlunni og alls konar dóti sem mig langar ekkert að horfa á.

  Trúi því bara ekki að þeir setji meistaradeildina og enska boltann á sömu rásina og rukki bara 5000 kall fyrir.

 8. Það verður einnig fróðlegt að heyra frá sýnarmönnum hvernig dreifingu á öllu þessu efni verður háttar. Verða 10 hliðarrásir (Fótboltarásir, formúlurásir, NBA rásir etc.)?Verður dreifingin í gegnum TVADSL Símans, Breiðbandið, Orkuveituljósleiðara, Digital Ísland etc?

  Verður fróðlegt að fá svör við því frá sýnarmönnum?

 9. Ég hef verið áskrifandi Sýn nánast frá upphafi með smá hléum þó inn á milli en í dag er ég að borga 1870 kr. eftir vsk lækkunina um daginn fyrir Sýn, Extra rásirnar og Sýn+ en ástæðan fyrir þessu hlægilega verði er sú að ég er með öll viðskipti við Vodafone, semsagt ADSL, GSM og heimasíma og þá bjóða þeir manni þessi kjör á Sýn en það má alveg búast við því að þeir hækki þetta eitthvað í haust þegar enski boltinn byrjar en þangað til er ég alveg vel sáttur með það sem ég er að borga 🙂

 10. Formúlan verður í opinni dagskrá, svo verður sér stöð fyrir Enska Boltan. verður væntanlega margar stöðvar hjá sýn.

  Bara flott mál hjá sýn, lýst vel á þetta hjá þeim.
  ættum bara að bíða rólegir og sjá hvernig þetta endar, get samt alveg fullvissað ykkur um að þið munið hafa valmöguleika um hvað þið viljið borga fyrir…

 11. Formúlan verður í opinni dagskrá eins og núna hjá RÚV (thjaa opinni og ekki opinni, maður er nú að borga af þessu djönki)… En þeir segja spekingarnir að Enski Boltinn verði með sama sniði á Skjánum eins og er í dag, nema maður fer að borga til Sýnar ekki Símans og maður heldur afruglaranum frá Símanum. Þetta á semsagt ekkert að breytast..

 12. já það hef ég.
  Síminn hringdi í mig um daginn og sagði mér að ekkert myndi breytast nema ég þyrfti að tilkynna sýn að ég ætli að halda á með enska boltan, get ráðið hvort ég vilji halda á að horfa á þetta í gegnum adsl-tv eða á nýja digital lyklinum..

  miða við allt sem Sýn ætlar að bjóða uppá þá kemst það ekki fyrir á einni stöð, allavega ekki í beinni, finnst nánast öruggt að þessar aukastöðvar verði mikið notaðar og örugglega einhvað val-system á því, hverju þú hefur áhuga á…er samt ekki með neinar heilmildir fyrir þessu, bara hlýtur að vera svona..

 13. Spurning um að versla disk í Eiko.
  þeir eru með einhver pakka með 100 eða 200 plus stöðvum fyrir 5000kall mánuðinn.

 14. Hólmar, það eina sem Síminn var að segja þér er að þú getur áfram horft á enska boltann í gegnum Síma-myndlykilinn, að þú þurfir ekki að skipta um myndlykil. Bara eins og í dag getur maður horft á Sýn, Stöð 2 og Sirkus í gegnum Síma-myndlykilinn. Það semsagt breytist ekkert, þú getur ennþá horft á Sýn í gegnum Síma-lykilinn, hvort sem það er Sýn, Sýn plús, Sýn 2, Sýn 3, Sýn 4 eða hvað þetta mun allt heita! 🙂

 15. já k. en var hún samt ekki líka að segja mér að allt yrði óbreytt. Semsagt í stað Eb,1,2,3,4,5
  verður Sýn Eb,1,2,3,4,5.
  Ég skildi þetta allavega þannig.

  En Hannes hún var ekki að benda mér á að ég gæti horft á sýn í gegnum adsl, heldur benti hún mér að Enski Boltinn gæti ennþá verið á Adsl inu ef ég væri ekki með Stöð2 digitallykil.

 16. Ef formúlan á að vera í opinni dagskrá þýðir það þá ekki bara að enski boltinn kostar enn meira? Einhver verður að borga formúluna.

 17. Hólmar. Ég get alveg lofað þér því að starfmaður þjónustuvers Símans hefur ekki hugmynd um hvað Sýn ætlar sér fyrir með enska boltann eða allt það efni sem þeir eru með í boði.
  Þessir einokunartilburðir Sýnar manna og sú þörf að þurfa að hafa allt efni hjá sér óháð kostnaði og tekjum er tvíeggja sverð að mínu mati. Þó það sé frábært að geta verið með eina stöð sem getur líklega flokkast undir eina bestu sport stöð evrópu efnislega séð, þá kemur á móti að vegna þess að þeir leggja meira uppúr því að hugsa um að halda öðrum frá efni en að gera kostnaðargreiniingar hjá sér þá munum þeir átta sig á því fljótlega að til að stöðin beri sig þá þarf að borga háar fjárhæðir á mánuði.
  Hvort þeir láti stöð 2 bera eitthvað af tapinu þar sem að ég held að c.a. 5000 kr. hljóti að vera sársaukamörkin hjá hverjum og einum vegna einnar sjónvarpsstöðvar, eða bara til að fá leyfi hjá konunni, er spurning.
  Þeir mættu allavega koma fram með einhverjar vísbendingar um hvernig þetta verður til þess að róa okkur pöpulinn.

 18. Það er líka hægt að kaupa gervihnattardisk sem maður þarf bara að kaupa og síðan búið, engin áskrift, þessi diskur virkar á útum mestallt Ísland, að mér skilst.Því miður get ég ekki bent á hvar á að kaupa þetta:( Þessi diskur er með eitthvað í kringum 200 stöðvar og mikið af því sport, held að þetta sé frekar góður díll.

 19. Svo er líka hægt að fara Keegan leiðina.

  Hætta bara að fylgjast með þessum 4 toppliðum arfræna hin liðin í ensku úrvalsdeildinni.

  Það er líklegasti kosturinn í mínu tilviki.

 20. Jóhann….
  Hún sagði mér ekki hvað sýn ætlar að gera…..
  Hún sagði mér að ég gæti hringt í sýn og fengið Enska Boltan í gegnum Sýn á adsl lykilinn, þannig að ég þyrfti ekki að panta digitallykillinn…
  sem ég er reyndar með.

  Sýn mun örugglega vera með svipaða þjónustu og síminn var með.. og fyrir þá þjónmustu reikna ég með að verði hægt að borga sér fyrir.
  Semsagt þá borgar mar bara fyrir enskaboltan Ca 2500-3000kr vonandi eins og það hefur verið.
  hef reyndar ekki 100% heimild fyrir þessu en þetta er það sem ég hef heyrt og þykir sanngjarnt

 21. Félagi minn er að vinna hjá Símanum og var í þessu verkefni um daginn. Þau vita ekkert hvernig þetta verður hjá Sýn, nema hvað sem þetta verða margar stöðvar hjá þeim geturu áfram horft á þær í gegnum Síma-lykilinn. Reyndu frekar að nota heimildir sem þú færð hjá einhverjum sem er actually að vinna hjá Sýn!

 22. hehe Þessi stutta setning hjá Hannes Bjartmari segir allt það sem ég meina.

  Sýn gáfu það út að þeirra þjónusta yrði ekki verri en hjá símanum. Veistu um betri heimild en það?
  Hvernig sú þjónusta verður hefur ekki komið framm…

 23. En það kom ekkert fram um verð þegar þeir sögðu að þjónustan yrði ekki verri. 365 eru ekki þekktir fyrir að vera sanngjarnir og því má búast við því að þeir reyni að mjólka sem mestan pening útúr áskrifendum sínum. Nýjasta útspilið sem sannar þetta er að þeir lækkuðu verðin þegar vsk var lækkaður en hafa nú hækkað þau aftur með því að innlima sirkus inní Stöð2 og gera hana að hálfgerðiri stöð2 + einn dagur.

 24. Ég er að borga 2490 fyrir sýn á mánuði, innifalið í því er SÝN…
  Ég þarf hinsvegar að borga 990 kr meira á mánuði til að fá sýn 1 og sýn 2 þá get ég þess horft á hina leikina í meistaradeildinni sem samt eru sýndir seinna um kvöldið á sýn.
  EINNIG ef ég vil horfa á fjórða leikinn sem þá var Ac-milan – celtic þá hefði ég þurft að borga 790r. aukalega til að horfa á hann á vísir.is

  Þetta er einum of…

  ps. þá er þessi andsk… afruglari alltaf að slækkva á sér og kveikja og það í miðjum leik…
  ekki sáttur en get ekkert gert í þessu……..

 25. Gott að formúlan sé komin í læsta útsendingu. Þá er meiri séns á að maður sjái hana ekki. :biggrin:

 26. eikifr…. Formúlan verður í opinni dagskrá á Sýn, so your all of out luck 🙂

Lítið í gangi

Unglingaliðið í úrslit