Aston Villa á morgun

Upphitun já, ekki veitir af að hita upp fyrir næsta leik sem fram fer á morgun. Manni finnst eins og það séu margar vikur síðan við spiluðum síðast. Það er vonandi að okkar menn komi líka vel upphitaðir til leiks. Annars verð ég að segja fyrir sjálfan mig að Meistaradeildin gerir það að verkum að maður er ekki jafn spenntur í deildarleikjunum eins og áður. Fókusinn er kominn algjörlega á hina keppnina, enda farið að síga á seinni hlutann og þar eigum við séns, en ekki í deildinni. Vonandi eru leikmennirnir samt meira mótiveraðir heldur en maður sjálfur. Það er gríðarlega mikilvægt að halda sér í 3-4 sæti. Munurinn á milli þessara tveggja sæta er ekki mikill, c.a. 500 þúsund pund. Liðin sem lenda þarna munu hvort eð er lenda í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili og því hlýtur markmiðið fyrst og fremst vera það að halda sér í öðru þessara sæta.

Útivöllur eða heimavöllur. Miðað við árangur liðsins undanfarna mánuði á útivelli, þá er maður ekki jafn banginn eins og í byrjun tímabilsins. Á morgun mætum við liði Aston Villa, sem er gjörsamlega óútreiknanlegt lið. Þeir byrjuðu vel en hafa verið að dala mikið og uppbygging Martin O’Neill á Villa Park er rétt að byrja. Þetta er leikur sem við verðum að vinna til að halda góðri öryggistilfinningu er varðar 3-4 sætið. Chelsea og Man U eru einfaldlega komin of langt í burtu til að menn spái frekar í þeim.

Undanfarið hefur liðið verið að spila mjög vel úti á vellinum, en eins og áður hefur erfiðlega gengið að koma knettinum inn í mark andstæðinganna. Vel hefur gengið að hamra tuðrunni í markrammann, en það telur bara akkúrat ekkert í stigum eða sigrum. Boltinn þarf að rata inn í markið. Flókin vísindi ekki satt? Ég er nú bjartsýnn maður að eðlisfari og ég hreinlega trúi ekki öðru en að þegar menn finna loksins leiðina inn í markið, þá komi þetta extra sem uppá hefur vantað og menn fari að skora reglulega á ný.

Síðan 19. nóvember hefur Villa spilað 17 leiki í deildinni og aðeins unnið 2 þeirra. Þeir sigrar komu gegn tveimur neðstu liðunum í deildinni, Watford og West Ham. Það er því nokkuð ljóst að þeir eru ekki á neinu flugi þessa dagana. Arsenal spiluðu við þá í vikunni, og það verður að segjast að þeir unnu nú ekki neinn léttan sigur. Mörðu þetta 1-0. Þeir hafa tapað 9 af þessum 17 leikjum, en þeir eru jafntefliskóngar deildarinnar (ásamt Fulham) með samtals 12 jafntefli. Þeir hafa ekki verið að fá neitt mikið af mörkum á sig, en hefur gengið afar illa að skora. Aðeins 35 mörk í þessum 29 leikjum og aðeins 5 neðstu lið deildarinnar hafa skorað færri mörk en þeir. Það segir nú kannski sitt að það er Gareth Barry, fyrirliði þeirra, sem er þeirra markahæsti maður. Hann spilar á miðjunni, en er að upplagi vinstri bakvörður. Ef allt er eðlilegt, þá ætti Liverpool vörnin að halda hreinu gegn þessu liði og því aðal spurningin um markaskorun okkar manna.

Engir af lykilmönnum Villa eru frá vegna meiðsla. Það eina sem er öruggt er að Laursen (búinn að vera meiddur nánast frá því hann kom til þeirra), Sutton (varaskeifa) og Delaney eru frá vegna meiðsla. Þeir mæta því væntanlega til leiks með nánast sitt sterkasta lið.

Þá að okkar mönnum. Þar er aðeins vitað um 3 meidda menn, Kewell (no shit!), Garcia (frá út tímabilið) og Crouch (nýkominn úr nefaðgerð vegna nefbrots). Ég held að það muni nokkrir kappar fá tækifæri til að sanna sig í þessum leik. Leikmenn sem ekki eru með fast sæti í liðinu og vilja sýna það og sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. Ég er þó á því að Benítez ætlar sér sigur í leiknum, því það er ennþá langt í fyrri leikinn gegn PSV og hann vill eflaust fara inn í landsleikjahléið með sigur á bakinu. Við munum því pressa hátt og reyna að nýta kantspilið vel. Þess vegna ætla ég að spá því að Mark Gonzalez og Jermain Pennant verði á sitthvorum kantinum og Mascherano fá tækifæri á að láta til sín taka á miðjunni. En hver verður þá hvíldur? Ég ætla að giska á að það verði Xabi Alonso og Momo Sissoko. Ég yrði heldur ekkert hissa á því að sjá Riise hvíldan og Aurelio fá séns á að sýna sig í sinni uppáhalds stöðu. Ég ætla því að spá liðinu svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Pennant – Gerrard – Mascherano – Gonzalez

Kuyt – Bellamy

Bekkurinn: Dudek, Agger, Riise, Alonso og Fowler.

Annars er útilokað að spá fyrir um liðið. Ég er að reikna með í þessari uppstillingu að menn eins og Arbeloa, Momo og Zenden verði fyrir utan hópinn. Ég yrði þó ekkert hoppandi hissa þótt einhver þeirra verði í liðinu og jafnvel byrjunarliðinu. Finnst reyndar heldur ekkert ólíklegt að Fowler myndi byrja inná í framlínunni. En þetta snýst um að velja og hafna og eflaust er Rafa í enn meiri vandræðum en ég með að ákveða hópinn og hvern hann eigi að skilja eftir fyrir utan hann.

Ég er bjartsýnn á leikinn og ætla að spá okkar mönnum 2-0 útisigri. Eigum við ekki að segja að Aurelio opni markareikning sinn með marki úr aukaspyrnu og að Kuyt bæti við marki (ef Fowler byrjar, þá skorar hann).

6 Comments

 1. Vel skrifað SSteinn.

  Ég er frekar hræddur við þennan leik og held að við gætum lent í vandræðum á morgun.

  Villa átti fínan leik gegn Arsenal og var óheppið að ná ekki í jafntefli í það minnsta. Við höfum átt í vandræðum með að skora og ef það lagast ekki á morgun þá er þetta jaftnefli/tap.

  Ég spái 1-2 og mun hinn norski Carew skora fyrsta mark leiksins. Kuyt jafnar fyrir hálfleik og í þeim seinni skorar Hyypia úr hornspyrnu.

 2. Sælir ég skrifa ekki oft inn á þessa síðu en hún er ein besta sem ég hef fundið um okkar frábæra lið. en ég mun telja eað þetta verði erfiður leikur á morgun og það verða breytingar á liðinu.

  Mín Hugmynd er:

  Reina

  Arbeloa Carra Hyypia Agger

  Mascherano Alonso Sissoko

  Gerrard

  Kuyt Fowler

 3. Hvað er málið alltaf með þessa minnimáttarkennd að skrifa Manchester United með litlum stöfum?

  Erum við ekki betri en þetta?

 4. Eg held að Benitez noti sitt sterkasta lið Agger verður með held ég liv má ekki tapa þessum leik og þeir hljóta að vera búnir að laga skorið hjá sér það er ömurlegt að sjá lið spila svona vel en geta svo ekki skorað já ÖMURLEGT

 5. >Hvað er málið alltaf með þessa minnimáttarkennd að skrifa Manchester United með litlum stöfum?

  >Erum við ekki betri en þetta?

  Neibbs

 6. Engin minnimáttarkennd, þetta bara gerist sjálfkrafa þegar maður skrifar Man U inn í þetta síðukerfi. Held að þetta sé einnig almennt í Windows Vista :biggrin:

Goðsögnin Ron Yeats

Liðið í dag, Mascherano með!