Berbatov?

The Independent, sem er nokkuð virt blað birtir í dag [athyglisverða frétt um það að Liverpool hyggist reyna að kaupa Dimitar Berbatov í sumar](http://sport.independent.co.uk/football/premiership/article2362686.ece).

Berbatov hefur vissulega slegið í gegn og er í fréttinni rætt um að Liverpool muni bjóða Peter Crouch uppí hluta af kaupverðinu. Hins vegar segir í fréttinni einnig:

>The chances of Liverpool landing the 26-year-old Bulgarian are, however, extremely slim.

Í fréttinni segir einnig að aðalskotmark Benitez sé einsog fyrr David Villa, en verðið á honum gæti verið svakalegt.

Berbatov væri eflaust til í að skipta út UEFA keppninni fyrir Meistaradeildina, en það verður að teljast afskaplega ólíklegt að Tottenham vilji selja nema þá fyrir eitthvað rugl verð einsog þeir seldu Michael Carrick á.

23 Comments

 1. Líkurnar á að Tottenham myndi selja Berbatov eru litlar og að skipta honum fyrir Crouch eru enn minni!
  Held það gætu líka verið mistök að eyða of mikilli orku og tíma í Villa enda held ég að Valencia selji hann aldrei nema fyrir “silly money” og auk þess þá af því sem ég hef heyrt frá honum sjálfum þá virkar hann ekkert of áhugasamur um að spila á Englandi.

 2. Eigum við þá bara að gefast upp, Kjartan? 🙂

  Það voru líka ekki miklar líkur á að Tottenham myndi selja Carrick.

 3. Villa sagðist nú í síðustu viku vera “upp með sér yfir áhuga Liverpool,” á sér. Það finnst mér vera merki um að hann sé spenntur fyrir því að spila á Englandi. Þetta er svona hint frá honum, hann færi aldrei að segja “Mig langar mest af öllu til að ganga til liðs við Liverpool í sumar.”

  Sögur um 45 milljónir punda eru klárlega rugl. 20-25 er kannski nær lagi og af hverju ekki? Er einhver á því að Drogba sé td ekki 25 milljón punda virði sem hann var einmitt keyptur á? Ég myndi alveg vilja borga 25 fyrir Villa…

 4. Já og að efni færslunnar 🙂

  Berbatov er frábær framherji og ég vildi sjá hann koma síðasta sumar ef Kuyt hefði ekki komið. Málið er bara að ég vil ekkert missa Crouch og Bellamy á skilið annað tímabil. Kuyt fer ekki.

  Semsagt, Berbatov til Liverpool? Hann er ekki í fyrsta sæti hjá mér en hann væri alveg velkominn!

 5. Berbatov, já takk. Danni Alves, JÁ TAKK. David Villa, ekki alveg sannfærður ennþá. :confused:

 6. Berbatov væri geggjaður í Liverpool..!
  En af hverju ekki að reyna að kaupa Adriano víst við erum í leit af World-Class player… hann er hrikalega öflugur og mundi smella beint inní enska leikstílinn svipað og Obafemi Martins…

 7. Hef reyndar ekki skilið þetta Adriano dæmi. Maðurinn hefur ekki getað neitt í tæp tvö tímabil, er búinn að vera í miklum vandræðum með andlegu hliðina og menn telja að hann (er frá Brasilíu) muni ganga betur að aðlagast boltanum á Englandi! Sorry, fyrir mér meikar þetta bara alls engan sens.

  Í algjörum draumaheimi, þá myndi ég helst vilja taka áhættuna með Villa. Hann er svona goalscorer sem virðist vera með fæturnar á jörðinni, mikið markanef og getur skorað nánast úr hvaða stöðu sem er. Virðist líka vera sterkur karakter. Bara spurningin um hvernig hann aðlagast Englandi, en menn vita það varla fyrirfram frekar en með aðra (hefur allavega verið með þessa andlegu hlið sterka hingað til).

  Berbatov er ekki séns að mínum dómi og ég er heldur ekki spenntur fyrir honum.

 8. Berbatov væri sennilega einn besti kosturinn sem hægt væri að fá en sennilega algerlega óraunhæfur kostur.
  Adriano er einfaldlega ekki “world-class” leikmaður. Meiri svona James Beattie þeirra Brassa sem á eitt gott tímabil og svo búið.
  Skil heldur ekki þegar sömu menn og vilja sjá Adriano, F. Torres og álíka ofhype-aða gaura lýsa yfir efasemdum um David Villa sem er í algerum sérklassa. Held líka að menn munu iðrast þess að hafa óskað eftir Dani Alvés ef hann einhvern tímann kemur því skítugri leikmann er sennilega erfitt að finna norðan Suðurskautslandsins í dag (þrátt fyrir óneitanlega mikla hæfileika).

 9. >því skítugri leikmann er sennilega erfitt að finna norðan Suðurskautslandsins í dag (þrátt fyrir óneitanlega mikla hæfileika).

  Ég held að við værum álíka fljótir að gleyma leikaraskapnum í Alves einsog Man U stuðningsmenn eru við Ronaldo.

 10. Hárrétt hjá Einari, þess vegna nota ég tækifærið núna áður en hann verður Liverpool-leikmaður til að rakka hann niður því ekki get ég það þá :biggrin:

 11. Líklega er mest spennandi “óþekkti” senterinn í dag Mario Gomez hjá Stuttgart. Þjóðverji af spænskum ættum sem sallar þeim inn. Sá myndi líklega sóma sér vel á Anfield og ekki amalegt að hafa í enn þýsk og spænsk element.

 12. David Villa er ekkert í neinum sérflokki, menn tala um hann eins og hann sé einhver Pele og klúðri aldrei færum.. Ég hef nú oft séð hann klúðra heilu dauðafærunum á eftir hvor öðru (Þó svo að allir geta brennt af) Og það er nú ekkert “guarantee” að hann eigi eftir að vera 20+ maður í ensku deildinni. Hann gæti alveg eins tapað markheppninni þegar hann fer að spila með Liverpool eins og svo margir hafa gert.. (Morientes, Cisse og fl)
  Villa er samt ótrúlega góður, ég er ekki að segja það en mér finnst Berbatov búinn að vera svo geggjaður í vetur, allt sem gerist í þessu Tottenham liði býr hann til eða skorar sjálfur… samt held ég að það þyrfti svolítið mikið til að fá hann.

 13. berbatov er besti strikerinn í deildinni á eftir drogba í augnablikinu. drengurinn er ótrúlegur. það er unun að horfa á hann spila. mér finnst peter crouch fínn leikmaður en berbatov myndi taka stöðu crouch og gera allt tvöfalt betra.

 14. Verð að segja að það eru fáir framherjar sem hafa heillað mig jafn mikið á síðustu árum í ensku deildinni og Berbatov. Hann er á sínu fyrsta tímabili sem hefur oftar en ekki reynst mönnum erfitt. Berbatov virðist þola vel það líkamlega álag sem er í enska boltanum og því mun meira öryggi í að fá hann fyrir 15-20 millur(skot út í loftið). Frekar en að taka sénsinn á David Villa eða öðrum topp framherjum sem fást ekki fyrir minna en 20 milljónir+. Ef það er einhver möguleiki fyrir Liverpool að næla í Berbatov þá er engin spurning að reyna.

 15. Berbatov fer ekki nema hann krefjist þess sjálfur, og þá fyrir alveg svívirðilega háa upphæð ( – peninga þá, hvað á Tottenham eiginlega að gera við Peter Crouch?). Hafandi sagt þetta, þá ætti það svosem ekkert að koma mér á óvart að eitthvað af þessum liðum sem hafa verið keypt af margmilljarðamæringum splæsi í hann.

  Fótboltinn er hvorteðer kominn út í algjört rugl, og því meira sem stuðningsmenn gagnrýna Chelsea, því meira langar þá að vera í sömu stöðu og þeir.

  Sorry, smá biturleiki svona á laugardagskvöldi.

 16. ..og varðandi Carrick (og þá sem hafa gert lítið úr honum í gegnum tíðina): ManU hafa fengið nóg fyrir peninginn; hann spilar nánast alla leikina hjá liði sem er sennilega það heitasta í Evrópu í dag. Ekkert rugl við þetta kaupverð.

 17. Já Einsi, þú kemur einmitt inn á tvö atriði sem ég hef mikið verið að spá og spekúlera í. Berbatov og Carrick.

  1. Berbatov hefur nú spilað nokkra leiki í röð þar sem hann hefur verið heitur. Nú er hann allra og getur varla gert rangan hlut. Góður leikmaður, engin spurning um það. Hvað ef hann brennir af þremur dauðafærum á móti Sevilla í næsta Evrópuleik (hefur lent í svoleiðis lægð í vetur)? Er hann þá orðinn skúrkur? Er Kuyt í sömu stöðu? Væri Kuyt hjá Spurs, skorandi nokkur mörk í röð, værum við þá að bölva því að hafa ekki fengið hann? Ég bara er greinilega of einfaldur með þetta mál, ég skil þetta Berbatov dæmi ekki. Ég er búinn að horfa á fjölmarga Tottenham leiki undanfarið og í raun í allan vetur. Hann er búinn að vera svona upp og niður, en af því að hann er búinn að skora nokkur mörk undanfarið, þá er hann allt í einu orðinn betri kostur en David Villa!!! Spólum 3 mánuði aftur í tímann og flestir hefðu tekið menn eins og Villa any time fram yfir Berbatov. Erum við í Gullfiska dæminu þegar kemur að leikmannakaupum?

  2. Carrick. :biggrin: Hann er fínn leikmaður, en athugaðu hjá Man U mönnum hversu margir eru að dýrka hann. Velgengni liðsins getur aldrei skrifast á hann. Hann hefur fittað vel inn, og það segir okkur eitt, þetta er ekki spurning um nöfn og peninga. Hann er ekki maðurinn á bakvið velgengni þeirra, en hann hefur passað inn í hópinn. Þetta snýst um liðsheild. Ég fullyrði það hér með að hann kæmist aldrei í liðið hjá okkur. Hann er góður, en við höfum betri leikmenn en hann í okkar stöðum. Þessi staða var bara vandamál hjá þeim og hann fittaði vel inn, enginn háklassi (margir Man U menn viðurkennt það) en skilar sínu. Þetta er nefninlega ekki alltaf spurning um nöfn, heldur það sem passar hverju liði.

  Bring on CL.

 18. Bara svona til að byrja með: Ég er ekki Liverpool maður, heldur harður Spursari 🙂

  Berbatov er búinn að spila mjög vel í allan vetur, en er ekki farinn að skora stöðugt fyrr en eftir áramót. Hann hefur til dæmis lagt upp hrúgu af mörkum, fyrir utan náttúrulega hvað hann er mikilvægur hlekkur í sóknartilburðum liðsins almennt. Þú veist, allt þetta sem ekki er hægt að lýsa með tölfræði.

  En það er mjög eðlilegt að hann skuli skyndilega fá alla þessa fjölmiðlaathygli, á sama tíma og hann byrjar að raða inn mörkunum, enda eru sóknarmenn víst metnir út frá mörkunum sem þeir skora. Hann fær að sama skapi mikla athygli á spjallborðum, þar sem menn eru ýmist í “kaubum berbz á 30m og höfum hann frammi með villa!” pakkanum, eða setja spurningarmerki við þessi nokkur mörk og telja að þetta sé bara hot streak sem taki enda bráðlega. Þetta er pínu óheppilegt, en það er fullt af leikmönnum sem hafa lent í því að vera svona “flavor of the month” og ekki staðið sig í framhaldinu. Ekkert óvænt við það svosem.

  En hafandi séð nánast alla Spurs leiki í vetur, og suma nokkuð oft, get ég fullyrt að hann hafi ekki bara allt í einu tekið við sér og farið að spila vel. Mörkin eru hins vega farin að detta svolítið hressilega.

  Ég held til dæmis að margir séu sammála um að hann hafi spilað sinn langbesta leik gegn Bolton, þegar við unnum 4-1. Í þeim leik skoraði hann ekkert mark. Robbie Keane var ranglega sendur út af í fyrri hálfleik í stöðunni 3-0, og Bolton skoruðu úr víti í kjölfarið – 3-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var nánast ómannlegur hjá Berbatov, ég átti ekki til aukatekið orð yfir frammistöðunni. Mælti með að þú kíkir á þennan hálfleik ef þú hefur tækifæri til, hann sýnir nákvæmlega um hvað Berbatov snýst.

  Hvað Carrick varðar, þá hugsa ég að það sé eitthvað til í því að hann kæmist ekki inn á miðjuna hjá ykkur (og þá er ég að hugsa um Gerrard og Alonso). En þeir sem sáu hann bara af og til í fyrra voru margir skeptískir á hann. Ekki að það sé endilega marktækt, en ég fylgdist ansi vel með ManUtd spjallinu í aðdraganda kaupanna, og það var vægast sagt mikil andstaða við að kaupa þenann nobody. Það var samt alveg gargandi augljóst að þetta var akkúrat púsluspilið sem ManU vantaði (fyrir utan náttúrulega að fá lykilmenn úr meiðslum – Scholes búinn að vera frábær á leiktíðinni, skilaði litlu í fyrra).

  Ég er mikill Carrick aðdáandi og var sennilega manna sárastur þegar hann fór síðasta sumar. En þetta er ekki áberandi leikmaður, og meira að segja menn eins og Alonso eru flamboyant í samanburði við hann. Langar svona í gamni að benda þér á skemmtilegasta markalausa jafntefli sem ég hef séð lengi, Tottenham-Liverpool í fyrra. Í þeim leik pakkaði Carrick þeim Gerrard, Alonso og Sissoko saman.

  Þetta eru mín tvö sent… Hvet þig endilega til að horfa á leik með Berbatov ef þú hefur tækifæri til, unun á að horfa!

 19. My point exactly, það nákvæmlega sama er hægt að segja um Kuyt. Vinnusemin og leikur hans hefur oft á tíðum verið frábær og hann leikið alveg stórvel. Hann hefur þó ekki hrokkið í markagír eins og hinn hefur gert undanfarið og því segi ég að Liverpool á einn svona svipaðann Berbatov. Liverpool þarf öðruvísi framherja. Það var í rauninni aðal málið hjá mér.

 20. Smá tölfræði: Berbatov er búinn að skora 19 mörk í öllum keppnum, aðeins Drogba og Lampard held ég að hafi skorað fleiri. Reyndar eru átta af þessum mörkum í deildinni og sjö í UEFA keppninni. Kuyt er kominn með níu mörk í deildinni en hann er aðeins með tíu mörk í öllum keppnum.

 21. Já, UEFA keppnin og Meistaradeildin eru ekki aaaaalveg sambærilegar. Athyglisvert að Kuyt er búinn að skora fleiri mörk en Berbatov í deildinni.

  Svo hef ég lengi verið að velta því fyrir mér hvort að Kuyt liggi svona rosalega aftarlega vegna fyrirmæla frá Benitez. Hann hlýtur að hafa spilað framar í Hollandi.

 22. Þetta er einmitt það sem ég var að tala um. Það er mjög þægilegt að horfa bara á markafjöldann, ef maður vill hafa þetta svona klippt og skorið.

  Auðvitað er enginn að segja að UEFA sé í jafn háum klassa og CL, en 7 mörk og 6 stoðsendingar í 8 leikjum (hjá Berbatov) er helvíti fín tölfræði. Þá er ég auðvitað ekki að segja að 1 mark í 7 meistaradeildarleikjum (hef ekki tölur yfir stoðsendingar) sé neitt slappara hjá Kuyt.

Rafa og Real

Goðsögnin Ron Yeats