Rafa og Real

Í Echo er athyglisverð frétt eftir Chris Bascombe [um Rafa Benitez, Real Madrid og eigendurna](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=benitez%2D-it%2D%2D8217%2Ds-time-for-us-to-talk%26method=full%26objectid=18750475%26siteid=50061-name_page.html). Einsog menn hafa tekið eftir á netinu þá hefur Benitez verið orðaður við þjálfarastarfið í 120. skipti – núna ásamt þeim Bernd Schuster og Jose Mourinho.

Í stað þess að neita fréttunum frá Real Madrid hefur Rafa þess í stað lagt áherslu á það að hann vilji tala við nýja eigendur Liverpool um það hvert þeir séu að stefna. Einsog Rafa segir:

>?I have spoken to them once, when they first came to the club, but now I would like to see them again as soon as possible and talk about the future.

>?As I?ve said before, I don?t just want to talk about money to spend on players, I would like to hear about the plans which will improve the club.

>?We need to do things which not only help for one or two years, but will help the club for the next 100 years.?

Þetta finnst mér fullkomlega eðlilegt. Við megum ekki gleyma því að Real Madrid er **liðið** hans Rafa og hann hefur ábyggilega á sínum yngri árum dreymt um að þjálfa þá. Það væri því glórulaust að hann myndi hafna þeim án þess að vita nákvæmlega hvaða framtíð biði hans hjá Liverpool.

Þetta setur líka góða pressu á þá Hicks og Gillett því þeir vita hversu mikilvægur Benitez er fyrir liðið. Benitez getur sett fram ákveðnar kröfur um að hlutirnir verði gerðir almennilega og að hann fái úr almennilegum peningum að spila í sumar. Hann getur bent á að hann fór frá Valencia útaf því að hann fékk ekki það sem hann vildi þar.

Það er alveg ljóst að Rafa hefur ákveðnar hugmyndir um það hvað þurfi að gerast í sumar og að hann er ákveðinn í að ná þeim fram. Nú er það bara vonandi fyrir okkur aðdáendur að nýju eigendurnir verði á sömu skoðun og veiti honum nægt fé til að styrkja liðið enn frekar.

8 Comments

  1. En svona í alvöru talað, hvaða stjóri með glóru í hausnum myndi ákveða að fara frá félagi sem er eitt af þeim stærstu í Evrópu, þar sem hann er dýrkaður og dáður, fær að ráða því sem hann vill ráða með liðsval og leikmannakaup og yfir í félag þar sem þú ert með ekkert atvinnuöryggi, sífelld afskipti stjórnar og fullt af prímadonnum. Einhvern veginn held ég að þessi Real draumur sé fjarlægari Rafa en margir halda. Kannski bara enginn draumur.

  2. já félagar! það er margt til í þessu sem ssteinn skrifar. Rafa er snillingur sem er dáður og dírkaður í liverpool borg, það sést bara á þeim fjölda titla sem hann hefur afrekað hjá okkur.
    mín skoðun er sú að real madrid er fjarlægur draumur. En ssteinn, hvað er samningur við benitez langur? hefur þú einhverja hugmynd um það? 🙂

  3. Jamm, en málið er bara að þetta er Real Madrid. Það hlýtur að toga aðeins í Rafa þar sem hann hefur eytt svo miklum tíma í kringum það félag.

  4. Held að það sé nokkuð sama hvort hann hafi taugar til Real eða ekki, hann er það greindur maður að hann veit það vel að þær taugar eru ekki gagnkvæmar ef eitthvað blæs í mót í nokkrum leikjum. Það er ekkert til sem heitir loyalty þegar kemur að Real Madrid og þjálfurum.

  5. >Held að það sé nokkuð sama hvort hann hafi taugar til Real eða ekki, hann er það greindur maður að hann veit það vel að þær taugar eru ekki gagnkvæmar ef eitthvað blæs í mót í nokkrum leikjum

    Já, held að það sé einmitt ástæðan af hverju hann er ekki farinn til Real Madrid. Ef hann fengi

    * að þjálfa fyrir uppáhaldsklúbbinn sinn
    * sem er líka þekktasta og sigursælasta fótboltalið sögunnar
    * og fengi endalaust af peningum
    * og fengi öryggi í starfi

    þá myndi valið ekki vera erfitt.

    En Liverpool verður bara að einblína á kosti Liverpool umfram Real – og þar hefur starfsumhverfið mikið að segja.

  6. Er þetta ekki bara spurning um hvenær en ekki hvort Benitez fer til Real Madrid?

    Einsog Einar Örn bendir réttilega á er þetta klúbburinn hans. Það eru nú margir hér inni ansi heitir um Liverpool, klúbb í öðru landi. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinningar Benitez ber til Real Madrid.

    Fyrst og fremst er maðurinn þó atvinnumaður og hann mun gera sitt fyrir Liverpool og á meðan svo er getur hann varla verið að hugsa of mikið um Real Madrid.

    En þegar stundin kemur, þá kemur hún, efast um að það sé lítið sem Liverpool geti gert í því.

  7. Miðað við gengi Liverpool undir stjórn Rafa haldið þið þá að hann hefði haldið djobbinu þetta lengi ef að um RM væri að ræða?

Leikvangurinn stækkaður?

Berbatov?