Sumarið framundan

Ég má til með að benda á nýjasta pistil Paul Tomkins á opinberu síðunni. Í pistlinum ræðir hann ýmislegt varðandi klúbbinn og fjölmiðlaumfjöllun um hann, en hann dettur niður á gullmola undir lok pistilsins þegar hann rýnir í framtíðina:

>”Manchester United are an interesting case study. ( … ) It’s a team which has, on the whole, been together for a lot longer, and with the same man in charge for all that time, to keep a stable vision and a similar style of play.

>Liverpool should now be nearer to this ideal. The core of players around whom Benitez is building his team are all at a very strong level now, with plenty of time ahead of them.

>Benitez may see things differently, but I get the sense he won’t want to make wholesale changes this summer. That would almost be like starting from scratch. Where would United be this season if they’d offloaded Evra and Vidic after their shaky introductions to English football?

>This is where players like Mascherano, Kuyt, Aurelio and Arbeloa, as players new to England, will hope to be stronger in their second seasons, while Pennant and Bellamy will have settled at the club. To me, it now seems a case of adding a small number of top-quality players.”

Ég hef einmitt hugsað mikið síðustu daga um sumarið sem er framundan hjá klúbbnum. Við vitum að með nýjum eigendum koma auknir fjármunir til leikmannakaupa, og þótt það sé óljóst hversu mikill peningur verður settur í slíkt er ljóst að Rafa mun geta leyft sér meira en sl. þrjú sumur.

Þegar við bloggararnir vorum í Liverpool-borg fyrir viku síðan ræddum við mikið hvaða menn Rafa þyrfti að fá til sín og í hvaða stöður, í sumar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að vinstri kantur og framherji væru forgangsstöðurnar, þar sem liðið hefur núna góða breidd í öllum öðrum stöðum á vellinum. Og í raun er breidd bæði á vinstri kanti og frammi líka, sérstaklega með tilkomu Andriy Voronin. Vandamálið er bara það að það er orðið erfitt að telja Harry Kewell til leikmanna Liverpool, svo mikið er hann meiddur, og menn eins og Fabio Aurelio og Mark Gonzalez hafa ekki sýnt nóg til að maður telji þá til lykilmanna liðsins. Langt því frá.

En Tomkins kemur niður á góðan punkt. Þvert á það sem margir virðast halda tel ég, eins og Tomkins, að Rafa muni reyna að halda leikmannabreytingum í lágmarki í sumar. Ég held að menn eins og Jerzy Dudek og Robbie Fowler muni yfirgefa klúbbinn, en ég sé Rafa ekki fyrir mér losa sig við Craig Bellamy eftir aðeins eitt tímabil. Peter Crouch er spurningarmerki og það verður að koma í ljós hvað Rafa ætlar sér með hann, en ég hef á tilfinningunni að hann verði líka kyrr.

Hvað þá? Ef Rafa ætlar ekki að láta mikið af leikmönnum fara, hvernig bætir hann þá liðið? Að mínu mati er það einmitt það sem við höfum verið að tala um síðan síðasta sumar. Rafa er á fyrstu þremur tímabilum sínum búinn að endurnýja leikmannahópinn svo að nú eru aðeins eftir í honum leikmenn sem Rafa hefur annað hvort viljað halda áfram frá fyrra tímabili (s.s. Carragher, Riise, Hyypiä, Gerrard og Finnan) og svo leikmenn sem hann sjálfur hefur keypt til liðsins.

Þá er einnig athyglisvert að taka United sem dæmi. Það eru fjögur ár síðan þeir keyptu Cristiano Ronaldo, þrjú síðan þeir fengu Saha, Rooney og Heinze, tvö síðan þeir fengu Van der Sar og eitt síðan þeir fengu Evra og Vidic. Eini leikmaðurinn sem þeir keyptu sl. sumar var Michael Carrick. Hann var dýr, og við hlógum að þeim kaupum á þeim tíma, en það verður að viðurkennast að Ferguson vissi hvað hann var að gera. Hann sá að hann var með góðan kjarna af leikmönnum sem höfðu verið mislengi að aðlagast leikstíl United og enskri knattspyrnu (Ronaldo sló t.d. strax í gegn á meðan Saha þurfti tvö tímabil til) og gerði því ekki þær magnbreytingar sem flestir aðdáendur United virtust hrópa á.

Liverpool eru að vissu leyti á svipuðum stað núna. Burtséð frá því hvernig Meistaradeildin í vor fer, og burtséð frá því hvort liðið endar í þriðja eða fjórða sæti, þá breytir það ekki því sem er satt um leikmannahópinn. Rafa hefur fengið til sín menn á borð við Alonso, Reina, Luis García, Kuyt, Sissoko og Agger sem hafa þegar sannað sig og eru að spila hágæðaknattspyrnu fyrir Liverpool. Þá eru þarna líka leikmenn á borð við Pennant, Gonzalez, Crouch, Bellamy, Aurelio og Mascherano sem eru á sínu fyrsta tímabili (að Crouch undanskildum) og geta bætt sig enn frekar eftir því sem lengra líður á feril þeirra í rauðu treyjunni.

Dæmi: Dirk Kuyt hefur skorað 10 mörk í 37 fyrstu leikjum sínum fyrir félagið, sem er ágætt, en hann viðurkennir sjálfur að hann vill skora meira. Didier Drogba skoraði um þrjátíu mörk á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Chelsea og sumir vildu jafnvel selja hann sl. sumar, en á þriðja tímabili sínu hefur hann fundið sig og skorað svipað mikið bara í vetur og hann gerði fyrstu tvö tímabil sín. Kuyt hefur að mínu mati þegar sannað sig sem lykilmaður í liði Rafa Benítez en hann getur samt gert enn betur, og sú tilhugsun er fyrir mér mjög jákvæð.

Annað dæmi: Mark Gonzalez kom til liðsins frá Spáni sl. sumar. Hann hefur þurft að venjast enskri menningu, enskri knattspyrnu, læra tungumálið og aðlagast miklum breytingum í sínu lífi. Þetta eru ekki einfaldir hlutir þegar þú ert rétt rúmlega tvítugur, og því held ég að þótt við getum öll verið sammála um að hann hafi valdið eilitlum vonbrigðum í vetur að þá á hann mikið meira inni og mun vonandi sýna það þegar líður á. Kannski þarf hann ár í viðbót, kannski ekki, en hann er ungur og hefur tíma.

Það eru fleiri svona. Liðið er með ákveðna mænu af lykilmönnum sem hafa margir hverjir verið lengi hjá liðinu; Carragher og Gerrard (uppaldir), Riise (2001), Hyypiä (1999), Finnan (2003), Alonso og Luis García (2004), Reina, Crouch og Sissoko (2005), Agger, Bellamy, Kuyt og Pennant (2006). Þessir leikmenn hafa þegar sannað erindi sitt í liðinu að mínu mati, og þó þeir geti flestir enn bætt sig eru þetta leikmenn sem við þurfum, að mínu mati, ekki að hafa áhyggjur af. Eftir sitja “vafaatriði” eins og Aurelio, Gonzalez, Mascherano og Arbeloa sem þurfa meiri tíma, en ef bara tveir af þeim standa undir væntingum er það ágætis viðbót við núverandi mænu liðsins.

Hvað þarf þá í sumar, ef Rafa ætlar ekki að gera heildsölubreytingar? Að mínu mati þurfum við pottþétt einn, kannski tvo og í mesta lagi þrjá nýja leikmenn sem verða að eiga eftirfarandi sameiginlegt:

* Þeir þurfa að vera af því kalíberi að hægt sé að búast við því að þeir fari beint inn í aðalliðið.

Meira þarf ekki til. Rafa hefur keypt ýmis konar leikmenn í gegnum tíðina, og með hliðsjón af því að Voronin er þegar á leið til liðsins í sumar finnst mér raunhæft að við sjáum ekki fleiri “liðsmenn” koma til okkar. Menn geta giskað eins og þeir vilja, en ef við fáum menn á borð við t.d. Samuel Eto’o og Daniel Alves í sumar og ekkert meira gerist þá verð ég himinlifandi. Því minna sem gerist, því betra, að því gefnu að það litla sem gerist verði af réttu kalíberi.

12 Comments

 1. Tek undir með Kristjáni við verðum að kaupa leikmenn í sumar sem fara beint inn í liðið. Leikmenn sem eru í þeim gæðaflokki að geta skipt sköpum í stóru leikjunum.

  Vonandi með tilkomu nýrra eigenda og meiri peninga þá getur LFC pungað út 15-20 millj punda fyrir rétta leikmanninn.

  Eins og liðið er í dag og að því gefnu að Kewell nái sér ekki heilum þá er lykilatriði að fá 1)vinstri kantmann, 2) þar næst gæða sóknarmann sem (eins og áður segir) ræður úrslitum í stóru leikjunum þ.e. match winner, 3) vinstri bakvörð í stað Riise, 4) hægri kantmann. Síðan er stór spurning hvort Arbeloa nær sér á strik í deildinni, hefur byrjað vel í evrópuboltanum.

  Þetta verður mjög spennandi í sumar.

  Krizzi

 2. Flottur pistill.

  Já og svo gef ég mér að Bolo fari þannig að það vantar klárlega vinstri kantmann. Ekki auðvelt að nefna nöfn samt… Mancini hjá Roma virðist vera með góðan vinstri fót 🙂

  Topp vinstri kantmaður, Villa og Alves? Þá væri ég rúmlega sáttur… Ég sé eiginlega ekki fyrir mér að Riise sé að fara neitt og því held ég að við getum gleymt því að nýr vinstri bakvörður komi.

 3. Einmitt það sem að ég hef verið að hugsa, ég held að Rafa kaupi topp striker og vinstri/hægri kantmann ef einhverjir verða á lausu á sanngjörnu verði.
  Þá er ég að tala um menn eins og Trezeguet, Luca Toni eða Klas-Jan Huntelaar sem framherja, held að hann fari ekki að kaupa Eto’o þótt að hann vilji kannski fara frá Barca, held að Eto’o, og einnig Villa ef út í það er farið, hafi ekki þessa löngun til að spila fyrir Liverpool sem að Rafa virðist leita að í mönnum.
  Kantmenn sem við gætum séð eru Simao Sabrosa eða Franck Ribery ef að Rafa metur þá nógu mikið.

  Annars held ég að við munum sjá mikið af framtíðarfjárfestingum í sumar líkt og í janúar, það er greinilega að skila sér því að í gærkvöldi lagði varalið Liverpool varalið Wigan 2-0. Þar voru eingöngu ungir leikmenn í liði Liverpool, engin eldri en 20 ára held ég, á meðan að í liði Wigan voru mun reynslumeiri menn eins og Arjen De Zeeuw, Paul Scharner og Julius Aghahowa voru í liði Wigan.
  Einnig má til gamans geta að 9 af þeim 16 leikmönnum sem voru á skýslu í gær hefur Rafa fengið til Liverpool síðan hann kom.
  Einnig er U18 ára liðið komnir með annan fótinn í úrslit FA-bikarsins annað árið í röð.

 4. “Ronaldo sló t.d. strax í gegn á meðan Saha þurfti tvö tímabil til”

  Í fyrsta lagi þá hafði Saha verið 4 tímabil hjá Fulham áður en hann fór til Man Utd, og hann sló nú eiginlega strax í gegn. Kom í janúarmánuði og skoraði 7 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Man Utd. Tölfræðilega séð átti Saha sína bestu tíma fyrir Man Utd fyrstu 4 mánuðina hjá klúbbnum.

 5. Ég man nú ekki eftir því að Ronaldo hafi slegið strax í gegn… Hann kunni alveg skærin sín þá líka, en hann var alltaf að gera þau en það kom sjaldnast neitt út úr honum. Það tók hann sinn tíma ef ég man rétt að aðlagast, og skiljanlega, en við sjáum hvar hann er í dag…

 6. Ég er sammála með nákvæmlega þennan punkt. Hann mun losa sig við nokkra “deadwood” menn sem ekki eru að færa liðnu mikla breidd eða möguleika. Hann mun ekki róta upp í liðinu mikið og halda áfram að kaupa inn mjög góða 16-18 ára gamla leikmenn, en í það mun þunginn fara.
  Rafa mun síðan reyna að toga þá bestu upp í aðalliðið og reyna að láta þá springa út.
  Fyrir utan aulaóheppni og Jersy Dúdek þá erum við að gera fína hluti og ég vil halda áfram á þeirri braut.
  Bjóðist hinsvegar algjörir klassa leikmenn þá væri gaman að kaupa þá en þá erum við að tala um menn eins og Henry, Ronaldinio, Eto og sambærilegan kalíber.

  Mér persónulega finnst vanta mjög mikið í enska boltann að leyfa unglingum og varaliðsmönnum að koma upp í gegnum bestu liðin. Þeir virðast nær allir vera lánaðir út og bestu liðin kaupa sér inn þá leikmenn sem þeim vantar, að undanskildum Arsenal. Ég efast hreinlega t.d. að það sé yfir höfuð unglingastarf hjá Chelsea. Þetta vil ég að Rafa láti reyna á áður en hann fer að kaupa og ég held að ég og hann séum alveg á sömu línu. :blush:

 7. Er alveg úr myndinni að Rafa fari að spila meira með Riise á vinstri kantinum í stað vinstri bak? Mér fannst hann koma mjög sterkur inn á móti Barca, tók menn á og var með góð hlaup og staðsetningar til að koma sér í skotfæri og krossa. Hvernig ætli hann væri á móti almennilegri vörn 😉 ?

 8. Riise skortir nú tækni til að geta verið alvöru kantmaður, en er fínn þegar við sitjum aftur og hann getur verið ég ferðinni upp og niður gegn sókndjörfum liðum.

  Held að Liverpool muni kaupa 2 framherja í sumar, 1 súperstriker og annan sem ýtir Crouch eða Bellamy frá Anfield.
  Okkur vantar einnig sárlega hægri kantmann. Væri fullkomið að frá Alves því hann getur einnig coverað bakvörðinn en það verður hörð barátta við Chelsea og/eða Barca að fá hann.

  Ég held að vinstri kantmaður verði varla keyptur því við fáum Garcia tilbaka og Speedy Gonzalez fær annan séns á að sanna sig. Einnig höfum við Riise,Aurelio og Voronin í back-up.
  Við höfum þegar keypt Mascherano svo við erum með eina allra bestu miðju í Evrópu og ótrúlega breidd þar.

  Einnig kæmi ekki á óvart að miðvörður yrði keyptur til að leysa Hyppia af. (Woodgate, Chivu)Fínt að fá einhvern sem getur farið fram í hornspyrnum og er afburða skallamaður.

  Það er ljóst að við munum kaupa 1-2 leikmenn sem geta vonandi unnið stórleikina fyrir okkur með einstaklingsframtökum. Okkur vantar þennan x-faktor í þeim leikjum því við erum oft að yfirspila Man Utd og þessi lið en vegna þess hversu Sissoko (og Alonso) eru enn takmarkaðir sóknarlega þá vantar okkur einhver sem hefur mikla hraðabreytingu og getur tekið menn á og komist fyrir aftan varnarlínu andstæðinganna.

  Við þurfum líka loksins að fá leikmenn sem geta skorað úr föstum leikatriðum, virkilega góða spyrnumenn sem geta snúið föstum og hárnákvæmum boltum inní teig.

  Nú höfum við loksins fjárhagslegt bolmagn til að eltast við bestu leikmenn heims en það skiptir þó mestu máli að halda liðsheildinni og andanum innan liðsins jafn frábærum og verið hefur.
  Við höfum bestu aðdáendurnar, klókasta þjálfarann, rosalega vinnusemi – ef við bætum inní þetta stórkostlegum leikmönnum sem vinna sem smurð heild þá sé ég ekkert lið í Evrópu geta stoppað okkur næstu ár.

 9. Arnór segir:

  >”Riise skortir nú tækni til að geta verið alvöru kantmaður, en er fínn þegar við sitjum aftur og hann getur verið ég ferðinni upp og niður gegn sókndjörfum liðum.”

  Johnny er takmarkaður tæknilega og einfættur mjög, en hann er samt lykilmaður hjá okkur. Það eru fáir betri en hann sem sókndjarfur bakvörður – bæði skorar hann meira og leggur meira upp en nær allir bakverðir sem ég veit um (Ashley Cole, einhver?) – og auk þess er hann mjög ógnandi og óhræddur við að reyna hluti sem kantmaður. Þannig að þótt hann sé enginn Paolo Maldini og heldur enginn Luis Figo þá er hann bara gamli, góði Johnny Riise og gerir það sem hann gerir betur en flestir.

  Mér finnst menn oft vanmeta hans framlag til liðsins, þetta er lykilmaður. Hversu margir aðrir myndu hlaupa 80 metra með boltann og skora gegn Chelsea og svo sigurmark gegn Barcelona á Nou Camp á því tímabili sem menn telja vera hans lakasta síðan hann kom til Liverpool?

  >”Held að Liverpool muni kaupa 2 framherja í sumar, 1 súperstriker og annan sem ýtir Crouch eða Bellamy frá Anfield.”

  Sem sagt, einn súperstriker og Andriy Voronin. 🙂

  >”Einnig kæmi ekki á óvart að miðvörður yrði keyptur til að leysa Hyppia af. (Woodgate, Chivu)Fínt að fá einhvern sem getur farið fram í hornspyrnum og er afburða skallamaður.”

  Við eigum einn slíkan fyrir. Hann heitir Daniel Agger. 🙂

  🙂

 10. afhverju að fá Woodgate til liðsins ? afhverju ekki einhvern betri og einhvern sem er ekki nánast alltaf meiddur.

 11. Ég efast um að það verði fenginn annar miðvörður, Hyypia á alveg amk eitt tímabil eftir sem back-up held ég. Svo er spurning hvort við eigum ekki einhverja unga efnilega í þessa stöðu, Jack Hobbs til dæmis.

  Og já eins og KAR segir, einn súperstriker og Voronin, sem er þessi utility gaur sem getur spilað flestar stöður fram á við.

  Ég held mig við vinstri kantmann, Villa og Alves 🙂

Nýji Anfield

Leikvangurinn stækkaður?