Nýji Anfield

Hérna er [magnað myndband](http://videos.icnetwork.co.uk/icliverpool/New_Anfield.wmv) af nýja Anfield.

Þetta er enginn smá völlur.

12 Comments

 1. Firefoxinn gat ekki opnað þetta, ég þurfti að vista myndbandið til að geta skoðað það.

  Völlurinn lítur mjög vel út, en það er samt tvennt sem ég hef smá áhyggjur af.

  Annars vegar það að mér sýnist vera svo langt milli áhorfenda og leikmanna, mikið bil milli vallarins og stúkunnar.

  Hinsvegar stærðin á leikvangnum. Ég las um daginn að það væru 50.000 manns á biðlista í dag eftir season-tickets á Anfield. Ætti þá ekki að hafa nýja völlinn stærri en 60.000 manna? Kannski 80.000 manna?

  Annars hef ég náttúrulega ekkert vit á rekstri knattspyrnuklúbbs, þetta eru bara vangaveltur hjá mér. Kannski er hægt að stækka völlinn seinna, þó mér sýnist hann ekki hannaður með það í huga. Veit það einhver?

 2. Þetta virkar ekki heldur hjá mér, fæ bara gríðarlegt magn af texta 🙁

 3. Ég er á Apple-tölvu og ég þurfti að vista myndbandið til að skoða það. Sýnist það eiga að virka.

  Annars er þetta myndband allavega svona þriggja ára gamalt. Þetta er ekki eitthvað sem sýnir völlinn eftir að Hicks & Gillett tóku við, heldur myndband sem sýnir grunnhugmyndina. Það er ljóst að það á eitthvað við þetta eftir að breytast, til dæmis sé ég ekki fyrir mér að menn láti verða af því að byggja The Kop sem tvískipta stúku eins og myndbandið bendir til. Og já, áhorfendur verða að vera nær vellinum. Annars verður þetta bara eins og á Emirates – fín stemning en allt of langt í burtu.

 4. Ég hugsa nú að allir vilji hafa áhorfendur sem næst vellinum, hvort sem þeir séu Arsenal- eða Liverpoolmenn. Ætli Emirates sé ekki svona vegna gríðarlega krafa um öryggi og því séu reglur um að áhorfendur séu X langt frá vellinum? Þykir það líklegt og því má ætla að áhorfendur verði bara eins nálægt og leyfilegt er….

 5. Eins og þetta lítur út á þessu myndbandi þá virkar hann alveg eins sálarlaus geimir eins og Ashburton Grove og City of Manchester :rolleyes:

 6. Nei sko, linkurinn virkar hjá mér,
  kann bara ekki að gera þetta þannig að það standi eitthvað annað en adressan á síðunni

 7. Hannes sagði:

  Annars vegar það að mér sýnist vera svo langt milli áhorfenda og leikmanna, mikið bil milli vallarins og stúkunnar.

  Bendi á að samkvæmt reglum FIFA þurfa allir nýjir vellir að vera með 7.5m frá endalínu að áhorfendapöllum og 6m frá hliðarlínu.

  Þetta skjal er reyndar til mun ítarlegra á pdf formi en ég fann það ekki.

  kv/

Staðfest: Alex úr leik

Sumarið framundan