Liverpool í Asíu

Í Echo er [athyglisverð grein](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=opportunity-knocks-for-reds-in-asia%26method=full%26objectid=18729840%26page=1%26siteid=50061-name_page.html) um nokkuð, sem ég hef talsverðan áhuga á eftir ferðalög mín, það er vinsældir Liverpool í Asíu.

Í greininni er viðtal við Steve McMahon, sem spilaði fyrir Liverpool, en vinnur nú sem sérfræðingur hjá ESPN í Singapoure. Ég horfði einmitt á hann mjög oft þegar ég var á ferðalagi um Suð-Austur Asíu. Vinsældir enska boltans þar eru hreint magnaðar. Um hverja helgi eru sýndir beint um 6-8 leikir í ensku deildinni við miklar vinsældir.

Það er einnig ljóst að Liverpool er gríðarlega vinsælt lið þar. Ég labbaði oft um í Liverpool búningnum mínum og fékk mikla athygi útá það og í ófá skipti komu uppað mér heimamenn, sem vildu endilega tala um Liverpool. McMahon heldur því fram að Liverpool og Man U séu vinsælustu liðin á svæðinu.

Það þrátt fyrir að Liverpool sé nánast ekki að gera neitt til að auka vinsældir sínar. Man U rekur fulltaf verslunum og ég tók eftir því að Arsenal og Chelsea treyjur fengust mun víðar en Liverpool treyjur. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem að nýju eigendurnir ætli að bæta.

Í raun eru þessi treyjumál mögnuð. Ég er til dæmis lengi búinn að leita mér að langerma rauðri Liverpool treyju og hélt nú að ég myndi fá eina slíka í Liverpool borg. En nei nei, þrátt fyrir að hafa farið í þrjár búðir (official búðina á Anfield og í miðbænum og aðra íþróttabúð) þá fann ég enga treyju í stærð minni en XXL. Það finnst mér með hreinum ólíkindum. Liverpool mun ekki skipta um aðalbúning í sumar og því er það fáránlegt að búningar fáist ekki í öllum stærðum. Liverpool tapaði þarna 40 punda viðskiptum og ég er ábyggilega ekki sá eini sem fór vonsvikinn útúr Liverpool búðinni. Á þessum sviðum er ansi margt sem má bæta fyrir Liverpool.

16 Comments

  1. Ég held að það sé alveg ljóst, miðað við orðspor þeirra Tom og George, að við munum finna fyrir breytingum þeirra á fleiri stöðum en bara í leikmannakaupum og smíðum á nýjum leikvangi. Við ræddum nú þessi treyjumál um helgina og ég er sammála þér að það er algjörlega óásættanlegt að á stærstu boltahelgi Liverpoolborgar skuli aðaltreyjan ekki vera til nema í XXL (þ.e. í síðerma-stíl) og þó ekki væri nema akkúrat fyrir þessa helgi hefðu menn átt að vera með þetta á hreinu.

    Þessar áhorfendatölur sem McMahon nefnir eru síðan meira en lítið sláandi. Þetta er einfaldlega risamarkaður og það að vera vinsælasta lið Evrópu eða Ameríku hreinlega bliknar í samanburði við það að ná að hasla sér völl í Asíu. Vonandi gengur klúbbnum vel á þeim vettvangi á næstu árum, því allt kemur þetta saman í (vonandi) velgengni Liverpool FC í náinni sem og fjarlægri framtíð.

  2. Er ekki bara almennt lítið um að maður geti keypt sér síðerma treyjur liða?

    Ég minnist þess ekki í mínum ferðum til Bretlandseyja að mér hafi staðið til boða að kaupa annað en stutterma keppnistreyjur liða, nema einstaka sinnum í einhverjum “clearance rack” í JJB Sports / Sports World þar sem búið er að endurnýja treyjur sömu liða.

    En auðvitað eiga þessir nýju gaurar eftir að gera eitthvað í markaðsmálum. Kæmi manni t.d. ekkert á óvart ef maður sæi nú samning ekki ósvipuðum þeim sem Man Utd gerði við NY Yankees um að selja varning fyrir hvort annað, til að auka hróður félagsins í Bandaríkjunum og fleira í þeim dúr.

    Annað sem ég ætla að nefna, úr því umræðan er nú búningar. Þ.e. getur einhver nefnt síðu þar sem hægt er að kaupa svona tiltölulega nýja búninga, fyrir utan eBay? Þá er ég að tala um búninga frá kannski 1994-1996. Toffs.com er bara með svona alveg eeeldgamla búninga.

    Maður væri t.d. meira en lítið til í að eiga einn svona búning í dag: http://www.the-reds.dk/billeder/holdfotos/large/1989-90.jpg

  3. Jú enski boltinn er víða vinsæll.

    En Liverpool er nú ekki beint tískumiðstöð Englands. Heimamenn kaupa bara treyju á götunni og renna svo niður olíugrilluðum beinahamborgaranum í fransbrauði og renna niður nokkrum kvennalemjurum (stella) fyrir leik. Þeir spá lítið í kraga, ermasídd eða slíkum aukaatriðum. Arsenal áhorfendur eru meira í því að borða beiglur og pæla í því hvort bolurinn fer vel við sokkana sem þeir eru í.

  4. Ha, Björn Arnar? Haaaaaa?

    Þú áttar þig á því að það býr mismunandi fólk í Liverpool-borg, alveg jafnt og í London, er það ekki? Þú skilur að það eru ekki allir eins, hvort sem það er í Liverpool-borg eða annars staðar? Ha?

    Það að segja að ermasídd skipti ekki máli í Liverpool af því að það er ekki tískuborg meikar einfaldlega ekkert sens. Sorrý. Verslunin er að reka ákveðna þjónustu og það er á þeirra ábyrgð að kúnninn sé afgreiddur á mannsæmandi hátt. Það er ekki að gerast eins og staðan er í dag. Punktur.

  5. Heimabúningurinn þetta tímabilið er ekki búinn að vera til í gegnum netverslun liverpoolfc.tv í marga mánuði, nema í XL. Hvíti og græni Evrópubúningurinn er núna líka uppseldur á síðunni. Hvað ætli klúbburinn sé búinn að tapa mörgum pundum út af því? Var líka svona eftir meistaradeildarúrslitin. Þá ætlaði ég strax að panta Reebok Evrópubúninginn með gullnu þverröndunum. Aldrei kom sá búningur aftur í netbúðina. Hvað hefðu þeir getað selt marga svoleiðis í maí og júni 2005?

    Ótrúlegur slóðaháttur í markaðsmálum.

  6. Það eru nú ekki ný tíðindi að Liverpool sé illa rekinn klúbbur. Kannski er ljótt að segja að hann sé illa rekinn, meira svona klaufalega. Það hlýtur þó að breytast með tilkomu nýrra manna.

  7. Mér fannst það segja eitt og annað um gæði búðarinnar í miðbænum að þegar ég var þar síðast, (lok okt 2006) að þá var ennþá uppá vegg yfirlit yfir leikmannanúmer fyrir tímabilið 2005-2006. Þetta var í horninu þar sem prentað er á treyjurnar.

    Við erum að tala um rúmum þremur mánuðum eftir að nýtt tímabil hófst þá var ekki búið að uppfæra þetta.

  8. Björn Arnar, þetta snýst ekki um hvað er selt á vellinum hverju sinni. Þetta snýst um hversu margar búðir í heiminum eru að selja hversu marga búninga á daglegum basis. Svo finnst mér asnalegt að segja að Liverpool sé ekki tískuborg þar sem að það ER verslunarmiðstöð (eða tvær…ekki sure) í Liverpool rétt eins og flestum borgum og þar sem að verslunarmiðstöð er, þar er tíska! Tíska er mismunandi en ekki bara stöðluð á einn veg og ef þetta er almennt álit Arsenal-manna á tískunni sem þú ert að tala um, (sem ég stór efast um), þá er ég feginn að vera ekki nallari!

  9. Já…nákvæmlega… Fór Til Costa del Sol í hittifyrra minnir mig… og þá var leikmaður að nafni Josemi spilandi hjá okkur.. og þetta er hans heimahérað… og ég leitaði útum allt.. að Liverpoolvörum… Hvergi hægt að fá.. langaði í Liverpool strandhandklæði..eina sem var til var Man.Utd strandhandklæði… og svo eftirlíkingar af liverpooltreyjum… þess má til gamans geta að það var últra tilboð á Owen treyjum;) (Hann var nýfarinn frá okkur)

    En reyndar frétti ég það svo síðasta daginn sem ég fór… að það væri verið að opna búð með Liverpoolvörum og auðvitað var það Íslendingur sem var að opna hana.. En komst ekki í hana.

    Erum að tala um Spán… Rafa og aðrir leikmenn.. og að það sé ekkert huxað um markaðinn þar? og Asíu… Liggur alveg ljóst fyrir að þar eru auðlindir sem hafa verið með öllu Ónýttar! En meðað við orðspor nýju eigendanna okkar þá hefur maður trú á að það muni breytast.. Sem mun verða gott fyrir félagið og aðdáendur Liverpool FC.

  10. Verð að fá að bæta smá við….

    Ég fór til Liverpool borgar snemma á seinasta ári, mars/apríl ef ég man rétt :rolleyes:

    Anyways, ég keypti mér aldrei treyjuna sem Liverpool voru í áður en þeir skiptu yfir í A.D.I.D.A.S, s.s. treyjuna á seinasta tímabili. Ég hafði það í huga að fá mér hana í Liverpool og fór í 3 verlsanir, þar á meðal 2 official Liverpool búðir og hvergi fékkst hún og þeir sögðu að hún væri ekkert að koma aftur :confused:

    Sláandi…….

  11. Það skal tekið fram að ég er poolari og enginn nallari – bý þó í London. Liverpool hefur ‘viss sérkenni’ sem óþarfi er að skammast sín fyrir. Þeir eru harðir af sér, góðir fótboltamenn, ástríðufullir í fótbolta, og ég hef gaman af óhollustu þeirra í stúkunni og fásinnu í klæðnaði.

    Er ekki Reina peysan til í síðerma fyrir þá sem búa á norðlægum slóðum?

    Annars hef ég ekki orðið var við að Lpool sé illa rekinn – eru menn með einhverja fjármálagreiningu á bakvið þá skoðun?

    Og hvað tískuborg snertir, þá eru margar verslunarmiðstöðvar í Essex (t.d. Lakeside), og meira að segja eitt stykki er til á Akureyri, en þessar ‘borgir’ verða ekki kallaðar tískuborgir af einni sálu fullyrði ég. Það þarf sem sagt meira en verslunarmiðstöð til að tolla í tískunni :smile:.

  12. >Annars hef ég ekki orðið var við að Lpool sé illa rekinn – eru menn með einhverja fjármálagreiningu á bakvið þá skoðun?

    Ég tel mig nú hafa smá vit á markaðssetningu og miðað við það sem ég hef séð varðandi framboð og framsetningu á Liverpool varningi versus t.d. Man U eða Arsenal varningi, þá er Liverpool málum verulega ábótavant.

    Málið er bara að leikmenn Liverpool spila oft í síðermabúningi. Vinsælasti leikmaðurinn, Carragher spilar nær alltaf í síðermabol. Ég þori að veðja að hann notar ekki XXL. 🙂

    Það er bara afskaplega slappt að eiga ekki til þá vöru sem að aðdáendur vilja. Það er engin sérviska hjá mér að vilja frekar síðerma treyjur.

  13. Fíaskóið með heimatreyjurnar tímabilið eftir Evrópumeistaratitilinn hreinlega öskrar á mann hvað þessi mál eru í miklum ólestri. Rauðu treyjurnar með official merkjunum sitt hvorum megin (5 öðru megin með mynd af bikarnum og 2004-2005 hinumegin) seldust upp á tveimur dögum og fóru ALDREI aftur í framleiðslu.

    Hversu heiladauð er sú deild innan klúbbsins sem sér um þessi mál og gat ekki áttað sig á að þetta yrðu sennilegast vinsælustu treyjur Liverpool í sögu klúbbsins?

    Enda viðurkenndi annað hvort Parry eða Moores í viðtali í kringum söluna á klúbbnum að markaðsmálin væru sá þáttur rekstursins sem nýju eigendurnir gætu haft hvað mest áhrif til batnaðar.

  14. Jammm, Kiddi – ég reyndi einmitt ítrekað að kaupa mér Meistaradeildartreyjuna með gylltu röndinni. Mér finnst það flottasti rauði búningurinn frá upphafi.

  15. Sælir, við höfum verið að reyna að útvega langermatreyjur á http://www.treyjur.is en eins og er eru þær bara til í S og XXL, það tekur nokkra daga að fá þetta. Eigum aftur á móti gulu og rauðu treyjurnar á fínu verði.
    kv.
    Daði

Dregið: PSV skal það vera!

Reina vill framlengja samninginn