Gudjohnsen

Hvernig má ráða í þessi ummæli Eiðs Smára sem fengin eru frá Reuters?

“When everyone works hard then it improves the level of skill. For me Liverpool aren’t a great team but they work together very well as a unit and that’s what Barcelona are lacking.”

Ég er kannski hlutdrægur (sumir vita af hverju) en mér er ekki skemmt….. Hann ætlaði kannski að hrósa okkur en annaðhvort kom þetta vitlaust út eða þá að maðurinn ber enga virðingu fyrir liðinu sem var að slá hann út í Meistaradeildinni.

Einnig segir hann:

“We have got more skill and quality than Liverpool but if people don’t make sacrifices and work full out then it isn’t enough,”

Ok, þeir eru kannski með betri einstaklinga þegar á heildina er litið og því kannski góður punktur , ef þessi ummæli eru tekin þannig, hjá “okkar manni”.

20 Comments

  1. Æji, þetta er hálf kjánalegt. Seinna kommentið er fínt., en það fína er kjánalegt.

    Auðvitað viðurkenna það allir Liverpool aðdáendur að Barca eru með betri mannskap. En það bara skiptir ekki öllu máli á svona stundum. Það sem gildir er einmitt á svona stundum er að vera **great team**.

    En plís, spörum Eið Smára dissið í þetta eina skipti.

  2. Jájá, ég er ekkert að dissa Eið persónulega, ég hefði sett þessi ummæli hérna inn ef þetta hefði verið Ronaldinho, en ég veit að þessu var beint að Jaymatteo 🙂 Þessi ummæli Eiðs eru ekkert annað en virðingarleysi…

    Hvet svo alla til að skrifa undir sínu rétta nafni…

  3. Er hann ekki bara að benda á hvað vantar hjá Barcelona liðinu í augnablikinu frekar en að skjóta á Liverpool?

    Ég túlka þetta allavega þannig en hvað veit ég svo sem 😉

  4. Nei, ég veit að þú varst ekki að dissa Eið, en það vill bara gerast á þessu bloggi í kommentunum.

    Og ÓÞK, í fyrra kommentinu er hann að dissa Liverpool (sjá undirstrikun Hjalta).

  5. Æi, nei ég sé enga ástæðu til að dissa Eið Smára fyrir þessi komment. Ef ég væri hinsvegar Barcelona maður væri ég kannski svoldið fúll út í hann. Því fyrst og fremst les ég þetta sem gagnrýni á Barcelona.

    Hann segir það sem honum finnst og í rauninni ekkert við þetta að athuga. Barcelona féll út á móti liði sem er skipað verri knattspyrnumönnum en þeir sjálfir. Skiljanlegt að menn séu fúlir. Ef t.d. Liverpool myndi detta út á móti Bolton í einhverri keppninni þá held ég að svipuð ummæli myndu koma frá ansi mörgum okkar.

    Annars held ég að þessi úrslit undirstriki það kannski helst hvað enska deildin er orðin hrikalega sterk. Þegar lið í 4. sæti ensku deildarinnar slær lið sem er talið besta lið evrópu útúr keppninni sanngjarnt þá held ég að það segi sitt.

    Hraði og styrkur ensku liðanna er bara eitthvað sem meginlandsliðin ráða ekki við.

  6. Æi hvað hann er tapsár eitthvað. Eina ástæðan að hann fær þennan áhuga frá fjölmiðlum er að hann skoraði þetta mark.

    Barcelona leikmennirnir hafa komið hver á eftir öðrum og talið úrslitin ósanngjörn vegna þess að sýndu svo “góðan” leik á þriðjudag – fyrst þeir unnu 0-1 á Anfield þá töpuðu þeir þessu einvígi bara á Nou Camp. Þrátt fyrir allt séu þeir líka miklu betra lið en Liverpool.

    Þvílíkt væl. Liverpool hefðu getað verið 3 eða 4-0 yfir í hálfleik á Anfield enda gjörsamlega yfirspiluðu þeir þá þessar balletdrottningar í Barca. Benitez skúraði gólfið með Riijkaard í þessu einvígi og Barcelona voru bara stálheppnir að vera ekki niðurlægðir algerlega.

    Mann langar að dáðst að Barcelona og þeirra spili en svona hrokafullar prímadonnur eiga það varla skilið. Held að Eiður ætti að spá aðeins í því af hverju Barcelona hefur aðeins orðið 2x Evrópumeistari en Liverpool 5 sinnum.
    Frábær lið skapa sér sitt “greatness” sjálf – hin væla í blöðunum daginn eftir.
    :rolleyes:

  7. Nennið þið bolirnir að pappíra ykkur? Þetta er ekki hægt.

    netfangið ofbolun.is er laus.

    Sjáumst á lagernum.

  8. Ég held nú að Eiður sé ekki að segja að “Liverpool” sem lið sé ekki great team, þ.e. í þeim skilningi að klúbburinn sé ekki stór og þannig, heldur frekar að þeir hafi marga innan sinna raða sem eru kannski ekkert rosalega stór númer sem láta liðið fúnkera samt mjög vel. Ég las það a.m.k. úr orðunum

    “We have got more skill and quality than Liverpool but if people don’t make sacrifices and work full out then it isn’t enough,”

    og

    “When everyone works hard then it improves the level of skill”

    sem eru undanfari setningunnar umdeildu.

    Það sem ég held að Eiður hafi meint með þessu er bara það að flestir Barcelona mennirnir eru miklu betri í fótbolta (tæknilega) heldur en Liverpool, þannig að ef þessi tvö lið myndu hittast á Austubæjarskóla og spila Barca vs. Liverpool bara 5 gegn 5 að þá myndi Barca vinna, þar sem taktíkin spilar nánast ekki neitt hlutverk.

  9. Þessi ummæli koma ekkert á óvart. Maðurinn er búinn að læra fjölmiðlafræði og ummælatækni hjá meistaranum sjálfum, Morinho. Biturleikinn að tala.

  10. Mikið voðalega hlýt ég nú að vera skrítinn (reyndar margir búnir að staðfesta það við mig fyrir löngu síðan). Ég finn bara ekki fyrir snefil af þjóðerniskennd þegar hann Eiður blessaður er til umfjöllunar. Mér fannst meira að segja verra að það hafi verið hann sem skoraði gegn okkur, vegna Chelsea tengsla hans. Hann fer í taugarnar á mér því ég veit að hann þolir ekki Liverpool, og hann fór reyndar fínt í það í þessu viðtali, annað verður nú ekki sagt.

    Er algjör skylda að líka við einhvern, bara vegna þess að þeir eru Íslendingar? Verður maður að fyllast stolti þegar hann hleypur út á völl? Þarf maður að vera eitthvað ánægðir með hann og fyrir hans hönd frekar en einhvers annars? Nei hann er jafn fjarri mér eins og hver annar leikmaður sem spilar fyrir Barcelona.

  11. Sé nú enga ástæðu til að æsa mig nokkuð yfir þessum orðum hans Eiðs enda var þeim greinilega beint gegn Barca fremur en Liverpool. Líka fyrra commentinu, menn mega ekki oftúlka eitthvað sem ekkert er. Hann er fúll útí samherja sína, ekki mótherja.

  12. Sammála SSteinn!

    Það skiptir mig engu þótt hann sé Íslendingur, ég er það mikill púllari að ég myndi halda með Liverpool á móti Íslenska landsliðinu :biggrin:

    Ekki hjálpaði dýfan hans Eiðs fyrir tveimur árum gegn Alonso okkur púllurum til að líka við hann.

  13. Mér finnst hann einfaldlega vera að segja að Barca sé með betri einstaklinga en Liverpool sé betra LIÐ. Enda eins og ég hef svo oft sagt, fótbolti er LIÐSíþrótt.

  14. Arnar Ó, hann segir nú samt beinum orðum “for me Liverpool aren’t a great team”. Skil það bara á einn veg, sorry :rolleyes:

  15. Vá ég hefði nú kannski átt að sleppa því að taka þetta seinna komment þar sem flestir virðast einblína á það en ekki hitt sem er augljóslega aðalatriðið.

    Gott komment Lexi!

  16. Mér finnst þessi ummæli vera kraumandi af ómælandi heimsku!

    ?When everyone works hard then it improves the level of skill. For me Liverpool aren?t a great team but they work together very well as a unit and that?s what Barcelona are lacking.?

    Sér enginn hvað þetta er heimskulegt hjá drengnum??? Þarna er hann í raun að hrauna yfir Barcelona og þetta með að LFC sé lélegt lið er bara “sour grapes”. Ég meina, Barca er bara ekki lið þegar kemur að því að standa saman og þar sem fótbolti er LIÐSÍÞRÓTT hlýtur Barcelona að vera lélegra lið en Liverpool!!
    Maður allavega veit núna ástæðuna fyrir því afhverju Eiður tjáir sig ekki oftar í fjölmiðlum. Hann alveg hreint sullar af heimsku greyið drengurinn! Íslendingur eða ekki…gef ekki skít! Þetta voru bara heimskuleg ummæli þar sem hann var að reyna að nýta sér markið sem hann skoraði til að fá meiri stuðning innan Barca. Hann verður bara “vinsælli” á Íslandi fyrir vikið.

  17. Annars eru ummæli Xavi í garð Eiðs Smára eftir ummæli hans réttmæt og eflaust sögð í milljónasta skiptið en þar sem fótboltamenn virðast ekki margir vaða vitið þá gerist þetta oft.

    Xavi, part of Barca’s leadership group, rapped: “These subjects should be spoken about inside the dressing room, they are team subjects, and it’s no help to anyone within the group when you talk about these things outside the club.”

    Auðvitað á að díla við mál innan herbúða liðsins en ekki í blöðum. Sektir skila engum árangri.

  18. Nákvæmlega Eiki, alveg hættur að skilja í þessum dreng og hvað þá dýrkuninni á honum.

CSS vandamál

Dregið: PSV skal það vera!