CSS vandamál

Ok, ein spurning fyrir einhvern kláran CSS snilling. Trúi ekki öðru en að einhver slíkur lesi þessa síðu.

Vandamálið á þessari síðu er að þegar að fólk setur link inní komment í fyrstu línu, þá fokkar það upp hvernig dálkarnir sjást. Sjáið til dæmis [þessa færslu](http://www.kop.is/gamalt/2007/03/06/21.46.43/). Þarna er það linkurinn frá Kjartani, sem gerir allt vitlaust.

Getur einhver sagt mér hvernig er hægt að laga þetta. Annaðhvort að linkurinn skiptist á milli lína eða eitthvað. Allavegana að dálkaskipunin fari ekki í rugl.

**Uppfært (EÖE)**: Það er búið að laga þetta. Haukur kom með lausnina og verður hér með gerður að heiðursgesti á Liverpool blogginu, sem felst í því að hér eftir verður skoðunum hans á málefnum Liverpool tekið sem heilögum sannleik!

7 Comments

  1. dálkarnir hafa væntanlega fasta vídd, thannig ad thú getur sett overflow:hidden; á thá. Thad tryggir ad dálkarnir breikka ekki eftir innihaldinu. Ef of breitt content er sett inn, td stór mynd eda of langur óskiptur texti, thá einfaldlega skerst af thvi. Getur líka stillt word-wrap á hard ef ég man rétt, thá er heilum ordum skipt á milli lína.

  2. Var að skoða þetta betur, núna í tölvu. Var áðan í gemsanum mínum :biggrin:

    Hliðarspaltinn er uppsettur með DIV-i sem heitir tilhlidar, en það er engin bein CSS skilgreining fyrir hann sýnist mér. TD-elementið sem er utanum hann er þó með víddarskilgreiningu uppá 130 pixla.

    Ég held að með því að bæta þessu í CSS skjalið:

    #tilhlidar { width:130px; overflow:hidden; word-wrap: break-word; }

    að þá ættuð þið að vera lausir við þetta vandamál.

  3. Afsakið fjöldapóstinn, en það á auðvitað að vera myllu-merki fyrir framan “tilhlidar” þarna í fyrri póstinum frá mér. Kerfið virðist strippa myllu-merkið út.

  4. Haukur, þú ert SNILLINGUR!!!

    **Þú ert hér með gerður að sérstökum heiðursgesti á Liverpool blogginu!!!**

    Kristján Atli mun faðma þig ef hann hittir þig einhvern tímann í bænum.

  5. Maður er bara klökkur hérna, svei mér þá 😉

    Ekki amalegt að vera heiðursgestur hérna, fínt að geta skilað einhverju til baka fyrir að fá að “nota” þessa snilldar síðu :biggrin2:

Ööö … ferðasaga?

Gudjohnsen