Barcelona á morgun.

lfc-barca.jpg
Á morgun spilum við seinni leikinn gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með ánægjulegum en jafnframt kannski óvæntum sigri okkar manna 2-1. Þar var undirbúningur sem fékk mestu umfjöllunina fyrir leikinn og þeir sem mest var um rætt gerðu út um leikinn, þeir Riise og Bellamy.

Í fyrradag töpuðum við ósanngjarnt gegn Man U og tel ég að það tap geri okkar menn einungis ákveðnari að slá núverandi Evrópumeistara út.

Hópurinn fyrir leikinn er eftifarandi:
Reina, Finnan, Arbeloa, Carragher, Agger, Hyypia, Riise, Aurelio, Pennant, Sissoko, Alonso, Gerrard, Gonzalez, Mascherano, Dudek, Crouch, Bellamy, Kuyt, Fowler.

Þar með er ljóst að sömu leikmenn eru klárir í slaginn og gegn Barca um daginn. Rafa er þekktur fyrir óvænt liðsval sitt m.a. Le Tallec í byrjunarliðinu gegn Juve um árið og núna síðast þegar Arbeloa spilaði sem vinstri bakvörður gegn Barca síðast. Hverju Rafa tekur upp núna hef ekki hugmynd um en kæmi mér ekki alveg á óvart að Crouch myndi byrja þennan leik ef hann byrjar með 4-4-2. Hins vegar ætla ég að skjóta á 4-5-1 uppstillingu og tel næstum víst að ætlunin er að stjórna fullkomlega miðjusvæðinu og loka á þá Ronaldhino og Messi.

Ég skýt á eftirfarandi byrjunarlið:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Sissoko -Gerrard – Alonso – Aurelio

Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Crouch, Bellamy, Mascherano, Gonzalez og Arbeloa.

Þessi leikur er náttúrulega gríðarlega mikilvægur og ljóst að Barcelona þarf að skora í leiknum til að komast áfram. 1-0 sigur nægir þeim ekki þar sem við skoruðum 2 mörk á útivelli og þess vegna verða þeir að vinna 2-0, 3-1 eða stærra til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Það er ljóst að Eto´o er með núna og er næsta víst að hann byrjar leikinn.

Barcelona tapaði um helgina gegn Sevilla og þar með toppsætinu til þeirra. Búin er að vera umræða í spænsku pressunni þess efnis að Ronaldhino sé of feitur, Gudjohnsen ekki nógu góður og Eto´o sé ekki hátt á vinsældarlista Rikjaard. Hvað af þess er satt er ósagt látið en ljóst að liðið er að ganga í gegnum erfiða tíma. Sem stendur er liðið í 2.sæti, einu stigi á eftir Sevilla og framundan leikur gegn Real Madrid á heimavelli á laugardaginn kemur. Þannig í raun 3 gríðarlega mikivægir leikir hjá liðinu og sá fyrsti tapaðist illa eins og áður sagði.

Þetta verður rosalegur leikur og ef okkar menn spila eins vel og gegn Man U þá sláum við Barca út hins vegar er líka ljóst að Barcelona verður að sækja og ef eitthvað lið getur spilað frábæran sóknarleik með þá Eto´o, Ronaldhino, Deco, Messi o.s.frv. þá er það þetta Barcelona lið. Þegar þeir detta í gírinn eru þeir frábærir og núna kemur í ljós úr hverju þetta lið er gert. Það sama má segja um okkar lið, úr hverju eru okkar leikmenn gerðir. Hversu mikið vilja þeir komast áfram? Þetta er eina keppnin sem við eigum möguleika á titli og liðið hlýtur að vera mótiverað í svona TOPP leik.

Ég sé okkur fara áfram en það er alveg týpískt líka fyrir okkur að fara erfiðu leiðina. Td. að Barcelona skori snemma í leiknum og þeir pressi allan leikinn til að ná einu marki til. Þetta verður háspennuleikur þar sem tilfinningarnar geta farið illa með menn. Ein mistök og leikurinn er tapaður! Ég treysti mér einfaldlega ekki til að spá fyrir um úrslit en við förum áfram í keppninni og þá líklega eftir framlengingu og mikið drama.

Strákarnir eru ennþá í Liverpool og hafa væntanlega nýtt tímann vel. Farið á Melwood, tekið Anfield skoðunarferð, farið á bítlaslóðir “leiðrétting…[litið á Abbey Road]…” og tekið þetta basic. Ég hlakka til að fá ferðasöguna þeirra.

Góðar stundir.

17 Comments

  1. Flott upphitun Aggi, en ég hallast að því að Bellamy verði í liðinu og verði frammi með Kuyt, Held að Rafa stilli mjög svipað upp og á Nou Camp.

    Reina
    Finnan Carragher Agger Riise
    Gerrard Alonso Sissoko Aurelio
    Bellamy Kuyt

  2. Það verður erfitt að vinna á tapinu á manu. Ég held að RB stilli upp varnartaktik og læiggi þétt aftarlega. Því mun hann stilla Bellamy einum fremst og Kuyt verður á bekknum. Börsungar þurfa að skora og verða að sækja stíft. Varnarlega eru þeir ekki sterkir og munu verða veikir aftur vegna áherslu á sókn og markaskorun. Þar mun ofurhraði Bellamy hafa úrslitaáhrif og við vinnum leikinn 2 – 1. Bellamy skorar eitt og fiskar víti sem Gerrard eða Carrager skora úr. :laugh:

  3. Þessi leikur verður svakalega erfiður og munu Barca menn koma með þvílíkum krafti inn í þennan leik.

    Trúi ekki öðru en að Bellamy verði inná og ekki séns að ég vilji sjá Aurelio inná í svona leik… Erum við ekki bara að tala um svipað lið og spilaði síðast mena að Riise dettur niður í bakvörð og speedy kemur á kantinn.

  4. Já þetta verður magnaður leikur á morgun:D Barcelona mæta brjálaðir til leiks og þetta verður mjög erfiður leikur. Ég held samt frekar að Riise verði á kantinum og dragi sig til baka og Arbeloa verði í vinstri bakverðinum.. Áfram Liverpool!!

    YNWA

  5. svaka leikur framundan annaðkvöld þegar barca kemur í musterið. Spái mjög erfiðum leik þar sem barca koma brjálaðir í leikinn. En spáin er: 1-1 þar sem barca kemst yfir í fyrrihálfleik,en okkar ástkæri fyrirliði Hr gerrard jafnar í þeim síðari. 🙂

  6. Abbey Road er reyndar í London og því ólíklegt að drengirnir hafi litið þar við í þetta skiptið 🙂 Þeir hljóta þó að hafa kíkt eitthvað á Bítlaslóðir, t.d. farið í Bítlastrætóinn skemmtilega eða Bítlasafnið á Albert Dock.

  7. heheheehehe klaufi ég… þarna kemst upp um fávisku mína í Englandi, hvort sem það á við London eða Liverpool.

    Þakka og þetta er hér með leiðrétt!

  8. Eleanor Rigby styttan setur líka skemmtilegan svip á miðbæ Liverpool, og ekki má gleyma John Lennon styttunni. Ég hafði mjög gaman af því að sækja Bítlaborgina heim, sérstaklega þar sem það er svo margt við borgina sem maður getur tengt við lögin þeirra. Hver hefur t.d. ekki gaman af því að rölta niður “Penny Lane” á góðum degi?
    En það er alveg hárrétt að Abbey Road er í London, ásamt Westminster Abbey og fleiri skemmtilegum stöðum. Hefur einhver hérna komið í London Eye?

    Liverpool 0 – 0 Barcelona verða úr-slit kvöldsins.

  9. Já ég er frekar stressaður fyrir þennan leik. Held að þetta verði spennuþrungin dramatík og gæti brugðið til beggja vona.
    Er sammála Hilmari; Riise ætti að vera á kantinum og Arbeloa í bakverðinum. Hann stóð sig vel í að stoppa sóknir Barca í fyrri leiknum.

    Vona svo innilega að LFC komist áfram, spái 2-2.

  10. Vonandi stillir hann upp sama liði og síðast.

    Koma svo púllarar. Sendum jákvæða strauma á Anfield þetta verður magnaður leikur frá upphafi til enda.

    Svo verður góður gestur hjá Valtý Birni í hádeginu.

    ÁFRAM SVO LIVERPOOL!

  11. Svei mér þá, það kæmi mér ekki á óvart að sjá Arbeloa aftur í vinstri bak og Riise á kantinum í 5 manna miðju með Kuyt frammi.

    Annaðhvort verður Gerrard þá á hægri kantinum og Mascherano á miðjunni / eða jafnvel að Bellamy verði hægra megin og Gerrard þá á miðju.

    Rafa er að spila smá póker með því að segja búast pottþétt við 3 manna Ronaldinho-Etoo-Messi sóknarlínu. Verður athyglisvert á sjá liðsuppstillingarnar, hvor þjálfaranna blikkar augunum fyrst!

  12. Það er nokkuð ljóst að tími Zenden hjá Liverpool er væntanlega talinn með tilkomu Javier Mascherano, hann er ekki einu sinni í 18 manna hóp, Fowler tekinn inn í staðinn fyrir hann.

  13. Býflugan er mætt – stefnir í að það verði býflugnabú í maganum þegar líður á daginn.

    Frétti af hóp íslendinga sem flaug út í boði Glitnis í einkaþotu frá Reykjavíkurflugvelli. Gott að það séu góð not fyrir vaxtavextina.

    Djöfuls massaspenna.

  14. Hann setur Riise á kantinn og Arbeloa í vinstri bakvörð, ef hann hefur Aurelio í byrjunarliðinu gefur það í skyn að hann vilji tapa leiknum

  15. En Aggi, varstu búin að taka eftir því að þú skrifaðir Barcelona vitlaust í fyrirsögninni ?

  16. Mummi: Athyglisvert en nei ég var ekki búinn að taka eftir því.

    Takk og ég laga það hér með!

Liverpool – Man U 0-1

Sálfræðistríð – 3 1/2 klst. í LEIKINN!