Liverpool – Man U 0-1

Þetta er ÓTRÚLEGT helvítis rassgat! Við eigum allan leikinn og töpum samt… og hver skorar sigurmarkið John O´Shea sem kom inná fyrir Rooney!

Til að gera langa sögu stutta þá áttum við allan leikinn. Sköpuðum okkur fullt af færum og vorum gjörsamlega með þennan leik. Vantaði bara að nýta færi (hefur nú reyndar gerst áður) og þegar maður skorar ekki mörk þá vinnur maður víst ekki. Síðan kemur loka mínútan og fast leikatriði og einhvern vegin grunaði mér þetta… bara alltof týpískt fyrir okkur að gera svona mistök eða vera svona óheppnir.

Strákarnir voru á leiknum og eru væntanlega á leið á pubbinn að drekka sorgum sínum. Þeir sendum mér eina mynd fyrir leikinn og er hún hérna:
strakarnir%20okkar.bmp

En ég bendi þeim sem vilja fá lýsingu á hvernig leikurinn gekk og var á [Sky Sports](http://home.skysports.com/football/) eða [BBC Sport](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/default.stm).

Allt liðið átti góðan leik og skipulagið gekk fullkomlega upp hjá Rafa í 89 mín. nema hvað okkur vantaði mörkin. Bellamy, Crouch, Riise o.s.frv. fengu færi til að klára leikinn en ekki vildi boltinn inn. Bellamy skoraði reyndar mark en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var réttur dómur.

Scoles fékk rautt spjald fyrir að slá til Alonso eða réttara sagt að hóta því. Hann mun því væntanlega vera á leið í 3ja leikjabann.

En núna er Man U búið að vinna 3 leiki í röð á meistaraheppni (Lille og Fulham) og væntanlega endar þetta með því að þeir vinna titillinn.

Maður leiksins:
Ég vel Carragher fyrir að vera hann sjálfur og spila ALLTAF vel. Snillingur!

44 Comments

  1. Algjör meistaraheppni í Man U þarna á ferð. Ég sé ekki annað í stöðunni en að lið sem vinnur svona ósanngjarnan sigur hljóti að vera blessað með meistaraheppni. Chelski er ekki nógu gott lið til að berjast á móti svona heppni. Svo maður vitni nú í íþróttafréttaritara: “Það er ekki til neitt sem heitir sanngirni í fótbolta.”

    Ég vil bara gleyma leiknum sem fyrst, vonast svo eftir því að halda fjórða sætinu og kannski náum við því þriðja. Fyrir mér er þetta líka lítill vorboði um það að Barcelona eigi eftir að mæta viciously grimmu Liverpool liði á þriðjudaginn.

    Ég var ánægður enn og aftur með áhangendur Liverpool sem greinilega kyrjuðu “You’ll never walk alone” í lok leiksins þegar fagnaðarlæti Man U voru sýnd … það eitt sannfærði mig um það að Liverpool á bestu áhangendur í heimi.

  2. Ástæðan fyrir því að LFC tapaði í dag er sú að liðið er EKKI NÓGU GOTT. Það er ekkert flóknara. Ef við förum aðeins nánar í það af hverju liðið tapaði í dag eru ástæðurnar tvær: Peter Crouch og Steve Finnan.

    A) Peter Crouch sannaði það endanlega og eftirminnilega í dag að hann er langt frá því að vera nógu góður fyrir stórlið. Nefnið heimsklassa framherja sem hefði EKKI nýtt þetta færi sem PC klikkaði úr? Einmitt, sá heimsklassa framherji er ekki til því það sem skilur framúrskarandi menn frá meðalmönnunum er einmitt það að þeir DREPA þegar tækifærið gefst.

    Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðveldasta færi í heimi og er alls ekki að gera lítið úr vörslu þess hollenska. Heldur einungis að benda á að alvöru framherjar, toppframherjar SKORA úr þessum færum og þess vegna eru þeir taldir með ?þeim bestu?. Peter Crouch er klárlega ekki í þeim hópi.

    B) Steve Finnan. Það sannaðist svo í dag að í allan þennan tíma hefur Hössi haft rétt fyrir sér. Steve Finnan gaf Man U þennan sigur í dag, og það svo ummunaði. Það sem Finnan gerði í dag er með því alvarlegasta sem ég veit um en hann kostaði okkur LFC menn heilt ár að skömm. Það að Finnan skuli brjóta svona á Utd. manninum er ÓAFSAKANLEGT. Þvílíkt asnabrot og ekkert smá áberandi. Hann sannaði í raun í dag með þessum byrjendamistökum að hann er ekki nógu góður fyrir stórlið. Alla vega, hvaða heimsklassa bakvörður brýtur svona á móti Man U þegar mest á reynir? Sá heimsklassa bakvörður er ekki til. Svona agaleysi er hreinlega ömurlegt að horfa upp á og það að svona dómgreindarleysi skuli verða til þess að Man U vinnur okkur á OKKAR HEIMAVELLI gerir mig brjálaðann.

    Til eru miklu fleiri meðalmenn í LFC en þessir tveir og miklu fleiri menn sem eru ekki nógu góðir til að vinna þessa deild. Ég nenni ekki að fara nánar í staka menn hérna. En ástæðan fyrir sigri Man U er EINFÖLD. Þeir nýta sín færi ? við ekki. Þeir eru agaðir í vörninni og brjóta ekki heimskulega ? við ekki. Ástæðan fyrir sigri þeirra er ekki flóknari. Betra og hæfileikaríkara liðið einfaldlega vann. Ekki heppnara liðið heldur það BETRA.

  3. Hundfúlt og engin sanngirni í þessum úrslitum. En það er ekki spurt að því.

    Deildarleikir Liverpool skipta litlu máli þessa dagana þar sem það er langt síðan liðið heltist úr lestinni hvað toppbáráttuna varðar og verður væntanlega í 4. sæti í lok leiktíðar.

    Meira máli skiptir hvernig leikurinn á þriðjudag fer. Eigum við ekki bara að vinna þessa helvítis Meistaradeild aftur og sleppa því að svekkja okkur á þessum leiðindaleik 🙂

  4. …. Hvað er hægt að segja eftir svona frammistöðu…. Ég er hættur að styðja Liverpool FC… getur maður sagt svona lagað.. nei sennilega ekki, en mikið DJÖFULL er þetta pirrandi.

    Nú VERÐUR hr. Benites að hætta að nota Sissoko.
    Það er ekki endalaust hægt að reyna að reyna að réttmæta það að hann vinni fullt af boltum. Þótt að hann ynni 1000 bolta í leik þá tapar hann 1500 boltum í sama leik. Það er ekki hægt að verja svoleiðis spilamennsku.

    Við vorum miklu betri allan leikinn en okkur tókst ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við vorum með.

    Þessar skiptingar hjá hr. Benites… var einhver að fatta þær.
    Hvers vegna í ósköpunum skipti hann ekki Sissoko út af fyrr. Ég hefði staðið mig betur þarna inni, kannksi ekki unnið jafnmikið af boltum en ég hefði getað skilað þeim betur af mér.

    Ég er mjög hlynntur(eða hef verið) hr. Benites en nú verður hann að fara að hugsa sinn gang. Hvernig getur hann ekki séð framistöðuna hjá Sissoko?????

    Ég ætla að hætta núna áður en að ég segi eitthvað sem ég mundi sjá eftir seinna.

    Maður leiksins… Rio Ferndinard OJJ BARA HVAÐ Í FJANDANUM ER AÐ????????????

  5. Ég er sammála Stefáni um Crouch ! Hann nær aldrei að klára færi þegar mest á reynir ! óþolandi og við þurfum að fara að selja hann aftur til Southampton en með Finnan þá var þetta kannski óheppni, hann er solid leikmaður og ég hef ekkert slæmt um hann að segja.
    En Liverpool þarf að vera BETRA lið og klára svona stórleiki sem við erum betri í. Þangað til erum við bara lið sem á heima í 3-4 sæti í Premier League. 🙁

  6. Ég skil ekki í Stefáni að halda því fram að betra liðið hafi unnið. Ég talaði strax við frænku mína sem er eldheitur Man U aðdáandi og hún viðurkenndi að þetta hefði ekki verið sanngjarnt – enda er sanngirni ekki til í fótbolta.

    Að úthúða Steve Finnan og tala um dómgreindarleysi og kenna honum um markið er fáránlegt! Eins og einhver “heimsklassabakvörður” hefði örugglega ekki brotið af sér? Hvernig veistu það, hvernig geturðu fullyrt það …!!!!!!? Talandi um heimsklassa menn … Paul Scholes er reyndur og þykir hafa verið að spila frábærlega. Hvað gerir hann??? Hann hoppar í loftið og reynir að kýla Alonso … — Af hverju er ég að minnast á þetta? Nú vegna þess að allir geta gert mistök! En út af því að Finnan braut akkúrat þarna af sér … þá er hann bara búinn að sanna að hann sé meðalmaður???

    Ég er samt enginn fremsti aðdáandi Finnans, en mér finnast rökin á bakvið þessar blammeríngar ekki standast. Og að taka þetta eina færi sem Crouch fékk og halda því fram að allir aðrir hefðu nýtt það????? Hvaða bull er þetta? Hvernig geturðu haldið þessu fram? Larsson er af mörgum talinn klassaframherji – ekki gat hann skít í dag. Rooney hefur átt markaþurrðartímabil og brennt af færum … – mér þætti gaman að sjá tölfræði skota/færa og marka – og sjá hvar Peter Crouch lendir!

    Betra liðið vann ekki í dag!

  7. Ég hef ávallt stutt Rafa í starfinu þó ég hafi verið mjög ósammála honum í ýmsu…helst skiptingum og liðsuppstillingu. Ég var mjög ánægður með sigurinn á Nou Camp og hef fagnað þeim bikurum sem hann hefur fært í hús. Hann á hrós skilið fyrir þá.

    Eftir leikinn í dag þarf hann að gera eitthvað af eftirfarandi til að ég missi ekki endanlega trúna á honum.

    A) Vinna Champions League í vor

    B) Vinna amk. 2 af 3 leikjum gegn Man Utd. Chelsea og Arsenal í haust og vera í einu af tveimur efstu sætunum um áramót.

    C) Bæði A og B

    Ég hef ekki látist glepjast af Sissoko eins og margir hérna og held því fram að hann sé meinloka Rafa í dag. Jú, hann brillerar þegar liðið dettur djúpt eins og gegn Barca um daginn, en Liverpool er lið sem í 90% af leikjum sínum er með boltann meirihlutann á vallarhelmingi andstæðinganna. Því miður er drengurinn algjörlega vanhæfur um að spila boltanum. Hann þarf að setjast niður með Best of Makelele í spilaranum og horfa á hann, sitja djúpt, vinna boltann, senda Ég hef ávallt stutt Rafa í starfinu þó ég hafi verið mjög ósammála honum í ýmsu…helst skiptingum og liðsuppstillingu. Ég var mjög ánægður með sigurinn á Nou Camp og hef fagnað þeim bikurum sem hann hefur fært í hús. Hann á hrós skilið fyrir þá.

    Eftir leikinn í dag þarf hann að gera eitthvað af eftirfarandi til að ég missi ekki endanlega trúna á honum.

    A) Vinna Champions League í vor

    B) Vinna amk. 2 af 3 leikjum gegn Man Utd. Chelsea og Arsenal í haust og vera í einu af tveimur efstu sætunum um áramót.

    C) Bæði A og B

    Ég hef ekki látist glepjast af Sissoko eins og margir hérna og held því fram að hann sé meinloka Rafa í dag. Jú, hann brillerar þegar liðið dettur djúpt eins og gegn Barca um daginn, en Liverpool er lið sem í 90% af leikjum sínum er með boltann meirihlutann á vallarhelmingi andstæðinganna. Því miður er drengurinn algjörlega vanhæfur um að spila boltanum. Hann þarf að setjast niður með Best of Makelele í spilaranum og horfa á hann, sitja djúpt, vinna boltann, senda <5 metra og bíða.

    Þangað til er óréttlætanlegt að setja Gerrard út á kantinn. Bestu leikmenn United spila í sínum bestu stöðum. Bestu leikmenn United eru heldur ekki teknir útaf eins og Craig Bellamy. Það virðist einhver lenska hjá Rafa að setja framherja á bekkinn þegar þeir spila vel.

    Ef þetta væri fyrsti leikurinn sem tapast á þennan hátt gegn United þá væri þetta ósanngjörn gagnrýni á þjálfarann og klúbbinn. Því miður var þetta eitthvað svo fyrirsjáanlegt...hefur gerst allt of oft áður... klúðurmörk eða mörk frá United á síðustu mínútu, allt frá Pallister, Cole, Beckham, Yorke, Forlan, Rooney, Ferdinand, Silvestre, Scholes og nú O´Shea.

    Að segja að þetta hafi verið ósanngjarnt er væl. Þá var sigur okkar manna á Barcelona ósanngjarn því að Barcelona var meira með boltann. Liverpool var ekki að vaða í færum í dag og einhvernveginn finnst manni maður hafa séð þetta alltsaman áður.

  8. Það er erfitt að vera Liverpool aðdáandi. En alltaf kemur eitthvað sem gleður mann og þá skilur maður aftur hvers vegna maður er ennþá Liverpool aðdáandi. Það hvarlar ekki að mér í eina sekúndu að hætta að styðja þennan klúbb.

    Hlakka til þriðjudagsins, held við verðum mynt á það þá hvers vegna við höldum ennþá með Liverpool FC.

  9. Langt í frá að liðið hafið vaðið í færum, þau voru nánast engin…. fyrir utan hjá Crouch í lokin, hann hefði mátt klára það.
    Við vorum betri í dag, en við erum ekki betra lið en United, Chelsea eða Arsenal.
    Held að enginn jarðarbúi geti skilið þessar ákvörðun að taka Bellamy út af og setja þennan stórgóða Brasilíumann inn…

    (sorry en mikið finnst mér gott að hafa ekki netlöggurnar á sveimi hérna nöldrandi yfir öðru hverju kommenti. Vonandi að ferðin batni þó hjá þeim.)

  10. 🙁 Dapurlegt er eina orðið sem nær yfir þennan leik. Það er dapurlegt að stjórna leiknum allan tíman og geta samt varla búið til eitt færi.
    Það er dapurlegt að Rafa skuli ekki geta lært að spila á Englandi.
    Það var dapurlegt að horfa á innákiptingar RB í dag.
    Það er dapurlegt að RB skuli ekki fyrir löngu vera búin að kaupa þann heimsklassa mann sem búið er að vanta í framlínu liðsins árum saman.
    Það er dapurlegt að vera fylgismaður Liverpool á svona degi.
    Ég er dapur. 🙁

  11. “gott að hafa ekki netlöggurnar á sveimi hérna nöldrandi yfir öðru hverju kommenti”

    Hvað væl er nú þetta eiginlega Ari. Mennirnir sem þú kallar netlöggur halda þessari síðu úti af miklum myndarskap. Ef þú ert ekki sáttur við þeirra vinnubrögð geturðu bara drullast til vera úti!

  12. “(sorry en mikið finnst mér gott að hafa ekki netlöggurnar á sveimi hérna nöldrandi yfir öðru hverju kommenti. Vonandi að ferðin batni þó hjá þeim.)” Vantar eitthvað fáránlega mikið í þig ?! Þessir gæjar eru ekki að gera þetta af einskærri góðmennsku fyrir asna eins og þig. Ef þú getur ekki höndlað það að þeir skuli svara mjöf oft á mjög málaefnalegan hátt vantar þig eitthvað sem við hin köllum siðferði !

    En um þennan leik er ekkert hægt að segja en bara, That´s life !

  13. Tek undir með Gumma og Brúsa … fáránlegt af þér Ari að tala um strákana sem netlöggur og kvarta yfir þeirra kommentum á þessari síðu sem þeir halda úti og gera það frábærlega! Ég held að sumir ættu að skammast sín fyrir svona komment!

  14. Ari: Þessi ummæli þín dæma sig sjálf og ég ætla ekki að segja meira um það.

    Hins vegar er óþolandi að við getum ekki unnið svona leiki. Þetta gerist of oft hjá okkur en Rafa er vonandi í því að laga þetta td. með topp framherja sem nýtir þetta eina færi sem hann fær í leiknum sem og kantmenn sem geta búið til færi/skorað.

    Hitt er samt alveg á hreinu að við vorum MIKLU MIKLU BETRI í þessum leik þrátt fyrir þetta tap.

    Ég reyni að vera jákvæður (þótt það sé erfitt) og segi að af því við töpuðum þessum leik þá er það 110% öruggt að við sláum Barca út úr meistaradeildinni.

    góðar stundir.

  15. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að vitna í ummæli hér sem ég sá þýdd á Man U síðunni íslensku, en þau eru eftirfarandi (Aggi, eða annar: mér sársaukalaust ef þið viljið taka þetta komment út 🙂 ) :
    >Sir Alex Ferguson viðurkenndi að heppnin hefði verið með Manchester United þegar liðið lagði Liverpool 0-1 á Anfield Road í dag. Sigurmarkið skoraði John O’Shea á 93. mínútu þegar hann fyldi á eftir þegar Jose Reina missti frá sér aukaspyrnu Ronaldo. Þetta voru einu skot United á rammann í dag. Framan af leik lá lið Liverpool á gestum sínum og hélt uppi föstum ferðum upp vængina.
    ?Það verður að segjast að Liverpool liðið var frábært. Við vorum heppnir í dag og sluppum oft naumlega. Pressuvörn Liverpool sló taktinn úr leik okkar og þeir mega telja sig svikna. Þessi sigur skiptir okkur miklu máli, en eins og ég sagði þá vinnast svona leikir í meistaraárum. Við skoruðum á lokamínútunum gegn Fulham um seinustu helgi og það gerðum við aftur í dag. Það þarf heppni til að verða meistari og sú lukka hefur verið með okkur seinustu tvær vikurnar.?

    Hvernig er hægt að neita þessu?

  16. jæja þetta var svo grátlegt… að maður trúir þessu varla..

    en ég hef verið efins og þetta var það sem gerir mig meyra efins um að benni sé rétti stjórinn til að gera hluti með þetta félag í framtíðini… svo einfalt er það…. hvað var hann að pæla með að taka belamy út af.. afhverju tók hann ekki kuyrt… hann gat ekki baun í þessum leik.. bara ekki baun.. ekki rass í bala… var í fyrsta sinn samála þessum sérfræðingum á enska boltanum í dag… að benni hafi gert mistök í skiftingum.. við að sækja og sækja… og hann fera að skifta inn varnasinnuðum mönnum..

  17. Ari, þú ert heimskur.

    Annars skil ég ekki afhverju menn eru svona ósáttir..jú við töpuðum en spiluðum einn besta leik okkar í vetur.
    Lukkan var bara ekki með okkur í dag.

    En ég er alla vena mjög ánægður Liverpool maður í dag og tel að það séu góðir tímar framundan.

    áfram Liverpool

  18. Margir hafa orðið til að gagnrýna skiptingarnar hjá Rafa en málið er að Crouch fékk besta færi LIverpool í leiknum og hann kom inn á sem varamaður! Hefði hann bara skorað :rolleyes: væru menn sjálfsagt að dásama skiptingarnar og snilli Rafa :confused:

  19. Er ekki bara fínt að Man Utd taki út alla sína heppni þetta tímabilið?
    Svona hlutir eiga það til að jafna sig út og Liverpool verður þá bara stálheppið gegn þeim á næsta ári þegar Liverpool þarf á að halda í alvöru toppbaráttu. C.Ronaldo verður farinn frá þeim og Giggs kominn á elliheimili – hef engar áhyggjur af þeim næsta ár.

    Annars finnst mér hlægilegt að gagnrýna Sissoko eins og einhver hérna gerði. Það er yfirferð hans og Gerrard að þakka að miðjan okkar getur pakkað saman hvaða liði sem er. Það sem okkur vantar sárlega er alvöru vinstri bakvörð, kantmann og heimklassa striker frammi með Kuyt. Verum ekki svo vitlausir að ráðast á einn mikilvægasta hlekkinn í okkar framtíðarliði.

    Þessi leikur skipti voða litlu máli, aðallega spilað uppá stoltið.
    Liverpool yfirspilaði þetta United lið og það er alls ekki svo mikið sem vantar í Liverpool í dag til að við verðum meistarar. Slökum bara á og einbeitum okkur að næsta tímabili. Þá verður allt lagt undir.

    Að lokum getum við ekki dæmt störf Rafa Benitez fyrr en hann fær loksins að kaupa þá leikmenn sem hann virkilega vill fá, í stað þess að þurfa sætta sig við 2-3.kost vegna peningaskorts.

    Ég er 100% viss að næsta ár verðum við í alvöru toppbaráttu frá upphafi til enda.

  20. Það eru greinilega til menn hérna sem einfaldlega geta ekki tekið ósigri. Ég nefni engin nöfn (Ari, Stefán …). :tongue:

    Alveg merkilegt. LFC verður á að tapa leik og þá er allt ómögulegt. Benitez (með Z!) ekki nægilega góður, liðið einfaldlega ekki nógu gott og strax farið að pikka út ákveðna leikmenn og segja hvað þeir eru ömurlegir. Þar á meðal Finnan, sem hefur verið einn okkar besti maður í vetur, og skilar sínu nánast 100% leik eftir leik. Honum verður á mistök (ef mistök mætti kalla) og þá stimpla sumir hann strax sem miðlungsleikmann og ekki nægilega góðan fyrir LFC? Hvað er í gangi?

    Svo er líka gaman að sjá að þegar vel gengur, t.d á móti Barca fyrir rúmri viku, þá heyrist ekki múkk í þessum sömu aðilum, nei, þeir láta bara heyra í sér til að vera neikvæðir.

    Eru ekki annars allir með það á kristaltæru hvernig fótboltinn er? Það geta allir tapað fyrir öllum. LFC var ekki að tapa á móti Watford í dag. Nei, við áttum þennan leik með húð og hári en af einskærri óheppni þá tapaðist hann. Hvað ef aukaspyrnan hjá Riise hefði verið u.þ.b 5-10 cm lengra til hægri? Hvað ef Kuyt hafði verið kominn skrefinu lengra þegar fyrirgjöfin hjá Bellamy kom?

    Svona er þetta bara. Menn verða að geta tapað leik án þess að allt sé ómögulegt og liðið og einstakir leikmenn séu stimplaðir sem ónytjungar. Svona er boltinn. Knattspyrnulið tapa leikjum af og til. Alveg sama hvaða lið á í hlut.

    Svo er bara að vona það besta á þriðjudagskvöldið.

  21. Hvernig í andskotanum fá menn það út að það sé Benitez að kenna að við töpuðum þessum leik??? Djöfull sakna ég stjórnanda þessara síðu núna þegar menn eru gjörsamlega að pissa í buxurnar hér. Höfum eftirfarandi á hreinu, Liverpool yfirspiluðu besta lið Englands í dag. “Besti” leikmaður í Heimi gat ekki rassgat á móti okkur frekar en aðrir leikmenn liðsins. Við sköpuðum færi, unnum gríðarlega marga bolta, stjórnuðum leiknum, spiluðum frábæra vörn, áttum ótal hornspyrnur, blóðguðum Rooney sem fór meiddur útaf, Scholes með rautt sökum pirrings…. já við skulum endilega reka Benitez.

    Það var ekki að sjá að þessar skiptingar hefðu neitt með úrslit leiksins að gera því ekki hætti liðið að sækja.
    Vonum bara að nú komi menn klikkaðir í leik vikunnar og menn geti tekið gleði sína á ný.

    😡

  22. Jæja, ég er alveg örugglega ekki eini hálfvitinn hérna. Þetta er frábær síða sem ég skoða oft á dag en mér finnst óþolandi að enginn megi gagnrýna eitt né neitt án þess að ákveðnir aðilar missi sig í vörn og væli. En ég er auðvitað geðveikur.

  23. Verð að vera sammála Hauki og Inga. Það er eitthvað furðulegt að kenna Benitez um að við höfum tapað leiknum. Hann hefur sýnt það margoft í gegnum tíðina að hann er mjög góður í stilla upp réttu liði sem yfirspilar mótherjanna og á allann leikinn eins og í dag. Aftur á móti getur Benitez ekki verið inni á vellinum til að klára dæmið og þar verða leikmennirnir að taka sig á og svo er alltaf heppni stór þáttur í þessu. Það er bara vonandi að hún fari að falla með okkar mönnum og með einhverjum góðum kaupum í sumar þá tökum við deildina á næsta ári.

    Svo má ekki gleyma því að við höldum bara áfram okkar striki í meistaradeildinni og sigrum hana…

    góðar stundir,

  24. Sammála Hauki og Inga eins og talað úr mínum munni. Og já Ari þú ert geðveikur :tongue:

  25. Ég verð nú að segja það að það dugar mér ekki að við höfum verið betri aðili en man utd í dag því að það eru mörkin sem telja en ekki að við höfum fengið fleiri færi eða ráðið gangi leiksins.
    Leikurinn stendur í 90 mín+ og menn eiga að vera vakandi allann leikinn og þá sérstaklega á móti liði eins og man utd, því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum á okkur mark á 90 mín. á móti man utd, þetta er farið að vera dálíti þreitandi að tapa alltaf á móti þessu blessaða liði á 90 mín.
    Þetta er munurinn á frábæru liði(sigurvegara)og góðu liði, enda segir stigataflan allt sem segja þarf því miður.
    Ég tek að ofan fyrir Ferguson sem sýnir enn einu sinni hversu frábær stjóri hann er.
    Ég á marga vini sem halda með man utd og vildu þeir flestir láta karlinn fara eftir síðasta tímabil, sögðu að hann væri búinn með allt sem hann kann, þeir þeigja þunnu hljóði núna blessaðir eða þannig.
    Núna er bara að halda haus og fara að hugsa um þriðjudaginn því að ég vona að leikmenn LIVERPOOL geri sér grein fyrir því að þetta er síðasti séns til að vinna dollu á þessu tímabíli með því að vinna Meistaradeildina.

    Jæja hættur að tala um gamla leiki :biggrin:
    kv
    Sjúrður Reynis.

  26. Ég hreinlega óska þess að “netlöggurnar”kommenta á þennan leik því það er svo gaman að lesa það sem þeir hafa segja annað en sumir :laugh: :tongue: En allavega ættu við ekki bara horfa fram á veginn og hætta þessu kjaftæði hér!!!! Við erum jú bestu stuðningsmenn í heimi! 🙂
    YNWA EKKI SATT!!!!!!

  27. Það svíður sennilega fátt eins sárt og tapa fyrir Man.Unt. á Anfield!! Að þurfa horfa upp á Gary Neville systir fagna eins og maniac á Anfield í lok leiks er líklega ógeðslegasta sýn sem ég hef barið augum og tek með mér í mínu verstu martraðir.

    Við unnum leikinn tölfræðilega en ekki “raunverulega”. Það er ekki í fyrsta skipti í vetur sem við sitjum eftir með sárt ennið eftir að hafa “dóminerað” leiki!

    Hvað er það að fá 12 hornspyrnur og nýta ekki eina einustu þeirra? Hornspyrna er fast leikatriði og mér finnst okkar menn allt of oft skapa litla sem enga hættu í hornspyrnum sínum.
    Það pirrar mig. Þrátt fyrir sóknartilburði þá sköpuðum við fá dauðafæri í þessum leik.

    Mér fannst Kuyt vanta grimmd í þessum leik. Ekki hans besta frammistaða síðan hann kom til Liverpool. En það er sko langur vegur frá að ég fari að úthrópa hann. Kuyt er frábær framherji.

    Sissoko er frábær varnartengiliður…svona Hammann týpa. Stoppari. Ég er bara ekki að skilja afhverju Benites þrjóskast við að reyna að búa til “playmaker” úr honum!! Það er algjörlega óþolandi að horfa á spilið rúlla 70% í gegnum hann þegar við höfum “ef til vill” besta miðjumann í heimi á kanntinum!!!! Steven Gerrard á að vera á miðjunni…..ALLTAF. Það er mín skoðun og ég ét það ekki ofan í mig nema við verðum Englandsmeistarar og fyrsta staða Gerrard þá leiktíð væri kantmaður!!!!! Ég var búinn að lofa sjálfum mér að hætta í þessum kantgrátkór en ég bara þoli ekki að tapa fyrir Man.Unt. trekk í trekk….. Andskotinn.

    Jæja…sem betur fer þá er stutt í næsta leik.. :biggrin: Nú er bara að klára dæmið á móti Barcelona. Við bara verðum. Ég þarf á því andlega að halda…… :rolleyes:

    YNWA……áfram Liverpool

  28. Gæti ekki verið Jóni H. meira sammála með Gerrard hérna að ofan.

    En það er eitt atriði líka sem ég vil nefna en það er þessi svæðisvörn sem að Rafa vill spila þegar að við fáum á okkur horn- og aukaspyrnur. Ég get ekki að því gert að ég er einhvern veginn öruggari með mig í slíkum spyrnum þegar að “liðin mín” spila maður á mann vörn, það er eitthvað sem ég treysti ekki með svæðisvörn, erfitt að skýra það stundum þessar aðvörunarbjöllur sem að hringja einhversstaðar baka til í hausnum á manni :confused:

    Sat við hliðina á man u manni í gær sem sagði við mig þegar að 20 mín voru eftir að þeir myndu skora á 91 min, hvað er þetta með man u og að þeir skora svona oft á síðustu 10 min, Alex Ferguson, hann er búinn að berja það inní leikmennina að gefast aldrei upp fyrr en flautan hefur gollið, þetta á eftir að koma í okkar lið 🙂

  29. Maður skilur bara ekki að þegar Xabi Alonso og Sissoko spila saman þá er það alltaf Xabi sem virðist þurfa að lúffa í aftari stöðuna og Sissoko fer upp í svæðin þar sem alvöru playmakerar geta gert usla með sendingum og skotum.

    Hvorn vilduð þið frekar sjá framar á vellinum?

    Hver ræður því hvor þeirra er framar? Væntanlega Rafa Benitez.

    Hefur Sissoko átt alvöru skot á rammann með Liverpool?

    Ég er ekki að segja að hann sé lélegur leikmaður, þvert á móti getur hann orðið arftaki Makelele. En hlutverk hvers er að stýra honum í rétta átt.

    PS: Þó að Gerrard hafi skorað rúmlega 20 mörk af hægri kanti í fyrra lenti liðið í 3. sæti. Þessi afsökun að hann hafi skorað svo mikið pirrar mannn … hvort vill maður sjá hann skora 20 mörk + eða Liverpool vinnna titilinn?

    Bendi svo á að það á að vera í fullkomlega góðu lagi að hrósa þegar menn eiga það skilið (Barca úti) og gagnrýna þegar svo á við (ManU úti og heima, Everton úti og heima, allir Arsenal leikirnir, Blackburn…Newcastle). Sá er vinur er til vamms segir.

    Benni á sjéns fram að áramótum. Tek ofan af mér hattinn og hárið fyrir karlinum ef hann skilar Evrópubikarnum í vor.

  30. Já ég er svo innilega sammála Jóni H hér að ofan. Ég vill taka það fram að ég er ekki að rakka Benitez niður eða Sissoko. Sissoko er bara ekki maður í að spila framliggjandi miðju, það er einfaldlega engin sóknar-ógnun frá honum, hann kann ekki að skjóta á markið, með hræðilega sendingargetu og getur ekki leikið á menn. En hann er FRÁBÆR stoppari. Það er bara verið að nota manninn vitlaust. Og er virkilega þess virði að senda einn besta miðjumann heims út á kant til að setja svona mann í stöðuna hans. OK sumir segja “Gerrard er notaður á kantinum hjá landsliðinu” þið hinir sömu skuluð átta ykkur á því að við höfum heldur ekki Lampard á miðjunni til að taka stöðuna hans, þarna liggur munurinn. Ég er viss um að Gerrard væri notaður á miðjuna ef Lampard væri ekki til staðar.

  31. Fannst Liverpool liðið bara mun betra í leiknum – mjög óheppnir að tapa, punktur! Finnst margar skoðanir mjög skrítnar eins og t.d. að rakka Finnan niður fyrir aukaspyrnuna.
    En langaði að koma inn á eitt: Er ekki kominn tími á að Kuyt fari að skora meira??? Nú hoppa einhverjir upp og fara að tala um hversu duglegur hann er og allt það. Vil því koma strax inn á það að ég er alveg sammála öllum þeim góðu kostum sem einhverjir gætu talið upp eins og að vera sterkur, mjög duglegur, o.s.frv. EN ég var að vona að hann væri markheppnari, hann hefur í mörgum leikjum klikkað á töluvert góðum færum og mætti fara að nýta færin betur. Bara svona pæling.

  32. Sorglegt að vera vitni að þessu skelfilega tapi liverpool í gær. Að eiga leikinn og tapa 1-0 er ekki boðlegt liverpool. Man utd voru ekki góðir í gær, langt frá því, en fengu þessa aukaspyrnu að mínu mati gefins. En þeir nýttu þetta færi og unnu leikinn, við því er ekkert að gera. Sannleikurinn getur verið sár, gærdagurinn var engin undantekning. En það bíður stórleikur handan hornsins, mikið ofboðslega hlakka ég til þegar barsa verður slegið út úr cl, þá gleymist gærdagurinn fyrir fullt og allt. :biggrin2:

  33. Djöfuls væll er þetta. Liðið spilaði glimrandi leik og það var gaman á að horfa. Þótt svo heilladísirnar séu á bandi ManU þessa dagana þýðir ekkert að vera að rakka niður liðið, eða einstaka leikmenn, fyrir það. Að mínu mati var þetta góður leikur hjá okkar mönnum og lítið hægt að segja við þessum úrslitum.

    Það er morgunljóst að ManU verða meistarar í ár, en það er jafnljóst að þegar lukkan fer að falla með okkur í þessum stórleikjum í deildinni þá verður liðið óstöðvandi.

  34. Úff hvað það eru margir brjálaðir út í þjálfarann og vissa leikmenn eftir þennan leik. Ég er ekki einn þeirra, liðið yfirspilaði liðið sem vermir efsta sætið í úrvalsdeildinni og átti góðan leik og var óheppið. Allir þeir sem hafa sett spurningamerki við Benitez og einstaka leikmenn eftir þessa frammistöðu, þið munið taka þetta allt tilbaka þegar Benitez leiðir Liverpool liðið til Aþenu í vor!!! Trúið mér, við förum alla leið.

    Síðan er það bara deildin næsta vetur, tryggjum okkur meistaradeildarsætið fyrir næsta haust og kaupum 3 heimsklassaleikmenn (Villa og 2 toppklassa kantara) og þá erum við á grænni grein)!!!

  35. Þegar Momo sparkaði boltanum upp í loftið vissi ég ekki hvert ég ætlaði. Hann er hinsvegar góður slökkviliðsmaður á miðjunni. En sendingarfailarnir eru alltof margir. Svo finnst mér mjög skrýtið að sjá hann svona framarlega líkt og á móti man utd. Hann hirðir hinsvegar alla skallabolta þarna á miðjunni og getur átt stórkostlega leiki, varnarlega séð. Aðrir leikmenn skiluðu sínu fannst mér, þetta var bara leikur sem Liverpool átti að vinna en gerði ekki. Ég er kannski full jákvæður, en er búinn að ná mér síðan frá leiknum á laugardaginn.

    Maður bíður bara spenntur eftir næsta leik eins og aðrir púllarar. Steve Gerrard Gerrard…

  36. Siggi segir…
    “Síðan er það bara deildin næsta vetur, tryggjum okkur meistaradeildarsætið fyrir næsta haust og kaupum 3 heimsklassaleikmenn (Villa og 2 toppklassa kantara) og þá erum við á grænni grein)!!!”

    Er það bara ég eða hefur maður heyrt þennan söng áður í gegnum tíðina þegar fer að vora og liðið okkar á ekki lengur séns?

  37. Ég nenni ekki að bölsóttast úti þá “stuðningsmenn” sem væla alltaf eins og kellingar eftir hvern einasta leik og eru með tvær lausnir á vandamálunum, reka benitez (enginn segir hvern hann vill fá í staðinn) og kaupa heimsklassaleikmenn í allar stöður. Þetta er einfaldur heimur sem þið lifið í.

    Mig langaði samt að minnast á markið og verð að segja að mér finnst órúlegt að vera að kenna jose reina um þetta. Hvað gat maðurinn gert? Saha sótti að honum og var nálægt því að slæma fæti í boltann (ef hann náði því ekki) og þetta var frábær aukaspyrna. Það sem klikkaði aftur á móti að mínu mati var tvennt. í fyrsta lagi á einhver varnarmaður að eiga sjéns á að sparka í boltann áður en hann kemur að markinu þegar hann er svona neðarlega. Í öðru lagi þá er það algjörlega óafsakanlegt að o´shea sé fyrsti maður í boltinn. Reina sló hann eins mikið til hliðar og hann gat miðað við aðstæður og þar á varnarmaður að vera fyrstur að boltanum og sparka honum uppí stúku. Í þessu tilviki var það Finnan sem klikkaði fannst mér en hann er samt sem áður einn besti hægri bakvörðurinn í úrvalsdeildinni.
    Við erum í dilemmu með stóru liðin og það þarf að lagast. En ég man eftir þeim tíma þegar við unnum oftar en ekki stóru liðin en töpuðum svo oftar en ekki fyrir litlu liðunum. Það er styttra í að laga þetta finnst mér og liðið er á réttri leið.
    En nú er tíminn til þess að fara að spá í næsta leik. Það verður gaman að lesa kommentin hérna inni ef við töpum honum 2-0.

  38. Jæja hættum nú að ræða þennan leik. Ég get ekki hugsað um þetta lengur… verð að einbeita mér að einhverju jákvæðu eins og Barca á morgun!!!!

  39. Daði, verður maður ekki að halda í vonina, það þýðir víst ekki að detta í eitthvað þunglyndi, þá vinnur maður aldrei neitt.
    Ástæðan fyrir bjartsýni minni er einnig að hluta til komin vegna meira peningaflæðis sem hefur skapast með tilkomu nýrra eigenda. Síðan eigum við eftir að sjá hvort Benitez eigi eftir að eyða stórum upphæðum í leikmenn, er e.t.v. kannski ekki hans stíll. En eitt er víst, hann vill fá Villa og við þurfum þannig striker.
    Síðan er Benitez bara rétti maðurinn fyrir starfið, hæfasti stjórinn í dag !!! :biggrin2:

  40. Eins og ég segi þá er ég ekki búinn að gefast upp á Benna en hann verður að skila árangri og ég er búinn að útlista hér að ofan hvaða árangri.

    Ég er ekki í þunglyndi…heldur raunsæi og gagnrýni mitt lið þegar við á og fagna þegar við á. Ef Rafa uppfyllir ekki væntingar þá eru nokkrir aðrir til: Hiddink, Mourinho væri örugglega til í að fá stuðning stjórnar á borði við stjórnar Liverpool, Riijkard verður ekki alltaf hjá Barca…

    nú og svo voru einhverjir sem vildu Curbishley fyrir nokkrum árum….er ekki Hemmi Gunn líka á lausu 🙂

Byrjunarliðið komið gegn Man U .

Barcelona á morgun.