Man U á morgun.

_42609131_liv_manu_0506.gifJæja þá tökum við á móti Man U á morgun og ekki nóg með það þá verða þeir Kristján Atli, Sigursteinn, Einar Örn og Hjalti á vellinum. Það eitt segir okkur að við VERÐUM að vinna þennan leik. Í þessum töluðum orðum eru þeir í langferðabíl (ekkert kvenkyns með í þessari ferð) á leið til Liverpool frá London.

Fyrr í vetur spiluðum við á Old Trafford og töpuðum [sannfærandi 0-2 þar.](http://www.kop.is/gamalt/2006/10/22/13.41.29/) Það má ekki gerast aftur og bara það hversu illa við spiluðum í þeim leik hlýtur að kveikja í mönnum fyrir leikinn.

Við unnum Man U síðast í deildinni 24. apríl 2004 (á Old Trafford) og skoraði þá Danny Murphy eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Þannig að það er klárlega kominn tími á sigur gegn erkifjendunum frá Manchester. Eins og staðan er í dag þá er Man U í efsta sæti deildarinnar með 69 stig eftir 28 leiki, Chelsea með 60 stig eftir 27 leiki og Liverpool í þriðja sætinu með 53 stig eftir 28 leiki. Í fjórða er síðan Arsenal með 49 stig eftir 26 leiki.

Leikir gegn Man U er ávallt mikilvægir sama hvernig staða liðanna er í deildinni. Þetta er spurning um meira en 3 stig, þetta er spurning um stolt! ÞÚ VILT EKKI TAPA GEGN Man U ! Það er líka orðið langt um liðið síðan ég gat strítt Þóri Snæ vini mínum eftir að við höfum tekið hans menn í bakaríið. Á morgun mun það takast og ég verð óþolandi út næstu viku 🙂

Liverpool hefur ekki tapað leik í deildinni á heimavelli í ár og í rauninni höfum við ekki tapað á Anfield síðan [2.október 2005 og þá gegn Chelsea 1-4.](http://www.kop.is/gamalt/2005/10/02/17.13.55/) Ég hef ekki áhuga að fara nánar út þann leik hér né annarsstaðar. Liverpool hefur einnig ekki fengið á sig mark á þessu ári á heimavelli.
… og já reyndar má einnig benda á það að Man U hefur ekki tapað í 7 leikjum í röð.

Skv. BBC Sport þá er þetta hópurinn sem verður á morgun: Reina, Finnan, Agger, Carragher, Riise, Gerrard, Alonso, Sissoko, Pennant, Kuyt, Bellamy, Crouch, Gonzalez, Fowler, Hyypia, Dudek, Arbeloa, Zenden, Mascherano. Og út frá þessum hóp ætla ég að setja þetta byrjunalið upp:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Gerrard – Sissoko – Alonso – Gonzalez

Kuyt – Bellamy

Það er samt ómögulegt að segja til um hvaða liði Rafa stillir upp þar sem við eigum framundan leik í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar gegn BARCELONA á Anfield á þriðjudaginn. Vel má vera að hann hvíli einhverja lykilmenn s.s. Carragher, Gerrard, Alonso, Finnan, Kuyt o.s.frv. en ég skýt á að Rafa geri minni breytingar en margir búast við og stilli næstum upp sterkasta liðinu. Hann vill vinna þennan leik og þótt það sé stutt í leikinn gegn Barca þá ætti það að vera nægur tími fyrir menn að jafna sig.

Hvernig Ferguson stillir upp á morgun er mér slétt sama en Man U mætir Lille á miðvikudaginn og gætu þeir því einnig hvílt einhverja lykilmenn en þetta skýrist ekki fyrr en ca. klst. fyrir leik.

Það er ekki hægt að segja að leikirnir gegn Man U séu markaleikir en síðustu 6 leikir hafa endað 0-0, 0-1, 0-1, 1-2, 1-2, 1-0 þannig að það er nokkuð góð ágiskun að segja að við vinnum 1-0 tja eða töpum 0-1.

Ég sé okkur vinna þennan leik á morgun og líkurnar eru að það koma ekki fleiri en eitt mark í leknum en ég held að það sé klárt að af því strákarnir eru á leiknum þá kemur eitt aukamark frá einhverjum ólíklegum t.d. Finnan, Carragher eða Sissoko. Fyrra markið mun fyrirliðinn Gerrard skora eftir góða sendingu frá Alonso. Sem sagt 2-0 sigur og málið er látið!

7 Comments

  1. Ekki ég heldur… hhmmmm

    En ef við vinnum ekki þennan leik þá er það klárlega þeim að kenna!!!

  2. Bellamy með þrennu (i wish) nei að öllu gamni sleppt 1-0 Bellamy skorar. Við verðum að vinna annars………………………………………………. fer ég að skæla

    C´mon you reds

  3. Bellamy með þrennu (i wish) nei að öllu gamni sleppt 1-0 Bellamy skorar. Við verðum að vinna annars………………………………………………. fer ég að skæla

    C´mon you reds

  4. Ég vil sjá 4-5-1 uppstillingu með Sissoko(Mascherano), Alonso og Gerrard og Bellamy og Riise á köntunum. Er sammála Jan “Free Willy” Molby með það sem hann segir á BBC síðunni að LFC á góðan séns með því að flæða miðjuna með þessum ofangreindu miðjumönnum og loka á Scholes. Það er líka fínt að hafa Sissoko vinnandi fyrir aftan miðjuna til að taka upp svæðið sem Rooney vinnur á og stoppa skyndisóknir. En aðal ógnin í dag verður Ronaldo.
    Ég er ekki yfir mig glaður að vita af evrópuleiknum í næstu viku því við viljum oft spila vitleysislega helgina áður. Núna má það ekki gerast. 3-1 Liverpool ef Benitez spilar 4-5-1, 1-1 ef hann spilar 4-4-2.

  5. Hörku leikur…..nú er bara tíminn kominn!!!

    Við verðum bara að vinna Man.Unt. í þetta skiptið.. :rolleyes:

    Ég veit bara að ég verð límdur fyrir framann skjáinn…öskra af fögnuði ef okkar menn vinna en græt og leggst í þunglyndi ef við töpum og ef við gerum jafntefli…þá græt ég líka.. 🙁

    Áfram Liverpool…..

Áminning: ferðalag

Byrjunarliðið komið gegn Man U .