Áminning: ferðalag

Mig langaði bara að minna lesendur síðunnar á að fjórir af okkur fimm erum á leiðinni út til Liverpool eldsnemma í fyrramálið, og komum ekki heim fyrr en síðdegis á miðvikudag. Þannig að þótt það sé verið að skeggræða pistla síðustu daga og svona þá sýna menn því vonandi skilning ef það er lítið um svör á síðunni, þar sem fjóra fimmtu vantar.

Þeir sem fara út eru SSteinn, Einar Örn, Hjalti og ég, Kristján Atli.

Aggi mun sjá um síðuna í fjarveru okkar, enda snillingur mikill. 🙂

Allavega, vonandi komum við hinir heim og tökum þátt í fagnaðarlátunum eftir viku með ykkur hinum. Áfram Liverpool!!!

14 Comments

 1. Góða ferð,drengir.Þeir verða ekki mikið rosalegri, leikirnir,og þið á báðum.Ja,hérna hér.En ef ég á að vera hreinskilinn,þá er ég mun spenntari fyrir Barca-leiknum(ekki oft sem að maður talar um Liv-Man U á Anfield sem litla leikinn!),líður eins og krakka rétt fyrir jólin.
  Auk þess er vinnufélagi minn,sem er á sextugsaldri,að fara á leikinn.Sem er merkilegt þar hann er hjartveikur,kallinn.Fer maður á svona leiki ef maður er hjartveikur? Vonum það besta.
  Áfram Liverpool x2

 2. Góða ferð ,en hvernig fóruð þið að því að fá miða á þessa leiki?Sá aldrei neitt auglýst eða að möguleiki hafi verið á þessum miðum?
  En til hamingju með það samt ….
  Áfram Liverpool……

 3. Þórir, þetta er klíka í hæsta gæðaflokki 🙂

  Jæja, ég er ekki að sjá fram á að sofna áður en Einar pikkar mig upp um fimmleytið í fyrramálið… þetta verður í einu orði GEÐVEIKT! :biggrin2:

 4. Góða ferð 😀 En eruði að fara á báða leikina? ef svo er lucky bastards;)!!

  Áfram Liverpool!

 5. Æ æ, þurfiði að vakna snemma! Aumingja þið… Vorkenni ykkur ekkert… 😡

  Góða ferð! :tongue:

 6. Góða ferð og góða skemmtun.
  Eins gott að þessir leikir fari vel, annars verðið þið stimplaðir “óhappagrísir” :biggrin:

 7. Góða ferð strákar. Eitthvað segir mér þið getið ekki haldið ykkur frá þessu bloggi alla þessa daga. Tala nú ekki um ef eitthvað mjög merkilegt gerist… annars treysti ég honum Agga vel, þó svo hann hljóti nú að vera ekki nema pínulítið fúll/sár yfir því að fara ekki með ykkur.

 8. Eruð þið ekki til í að líta eftir Harry Kewell, er nú farinn að sakna þess dálítið að sjá hann ekki í hópnum auk þess sem að hann hafði stefnt að því að vera með á móti Barca en síðan hefur ekkert fréttst af honum 🙁
  Annars góða ferð og það er eins gott að úrslitin verði okkur í hag annars legg ég það til að þið verðið bannfærðir frá Anfield, sem hópur allavega :biggrin:

 9. Þið sjáið bara um þetta!
  12. maðurinn er alltaf mikilvægur og gæti gert gæfumuninn þannig að ég treysti á ykkur!

  Áfram LFC!!!

 10. góða ferð drengir og njótið ykkar.

  Friðgeir: Ég samgleðst strákunum og brosi í gegnum tárin 🙂

 11. Oh men, ég gaf Hjalti ótæpilegt magn af bjór í gærkveldi í þeirri veiku von að hann myndi sofa yfir sig, ég myndi ræna miðanum hans og eoe myndi ekki taka eftir því ég færi í staðinn….

  fjandans!

Samuel? Uppfært: Fowler?

Man U á morgun.