Paul Merson étur hattinn sinn

Þegar Liverpool dróst gegn Barcelona í desember ræddu “sérfræðingar” Sky Sports í Englandi um dráttinn, fóru yfir hverja rimmu fyrir sig og ræddu loks stóru rimmu umferðarinnar, þar sem meistarar sl. tveggja ára í Meistaradeildinni myndu mætast.

Það sem gerðist þar í beinni útsendingu fór mikið í taugarnar á Liverpool-aðdáendum um víða veröld og olli talsverðu fjaðrafoki á netinu. Þegar ég sá myndband á netinu af þessu hugsaði ég með mér að Rafa Benítez bara hlyti að sýna leikmönnum sínum þetta umrædda atvik, til að hvetja þá til dáða.

Sagan er sú að þegar sá möguleiki var nefndur á Sky Sports að Liverpool gætu unnið Barcelona tók “sérfræðingurinn” og fyrrum Arsenal-leikmaðurinn Paul Merson sig til og sprakk úr hlátri. Af því að tilhugsunin um að Liverpool sigraði Barcelona í Meistaradeildinni var svo fáránleg.

Hvað haldiði að hafi gerst á miðvikudaginn? Og nú um helgina voru Merson og hinir “sérfræðingarnir” aftur kallaðir til á Sky Sports til að ræða fótboltaúrslit vikunnar. Og þar voru, meðal annars, Liverpool-mennirnir Phil Thompson og Jamie Redknapp. Sem þýddi að Merson átti ekki séns í helvíti að sleppa óáreittur úr þessari útsendingu.

Þetta eru rúmar sjö mínútur, en ég mæli með að þið horfið á þetta. Þetta er einfaldlega yndislegt myndband … 🙂

Phil Thompson er snillingur!

17 Comments

  1. Þrátt fyrir að Paul Merson hafi haft rangt fyrir sér í þetta skiptið þá er samt algjör óþarfi kannski að gera lítið úr honum sem “sérfræðingi”. Hann hefur eflaust oft haft rétt fyrir sér í varðandi úrslit en auðvitað kemur fyrir að þessir sérfræðingar hafi vitlaust fyrir sér. Þeir eru fyrst og fremst til staðar til að analysera leikinn fyrir okkur áhorfendur.

    En vissulega er gaman að sjá þetta myndband.

  2. Það er ekki það að hann hafi spáð rangt fyrir um úrslit, heldur að hann hafi **hlegið** að möguleikum Liverpool sem er slæmt. Það sýnir að mínu mati vanvirðingu. Sjensinn að maður hefði verið fúll yfir því að hann myndi spá Liverpool tapi, en hitt var merki um hroka og vanvirðingu.

  3. Merson verður vissulega að gæta fagmennsku og það að hlægja að þeim möguleika að Liverpool gæti lagt Barcelona að velli, er langt frá því að vera fagmennska. Ég tek alveg undir það Einar.

    En svo er spurning hvort hann muni hafa rétt fyrir sér á endanum? Ég vona svo sannarlega ekki en þetta einvígi er langt frá því að vera búið og ljóst er að þið fáið svakalegan leik á Anfield þann 6. mars.

  4. Það skiptir engu hvernig seinni leikurinn fer, Barca gæti unnið hann 7-0 og Paul Merson hefði samt rangt fyrir sér. Það er nokkuð ljóst að Liverpool á mjög fína möguleika á að komast áfram úr viðureigninni við Barca, sem er eitthvað sem Paul Merson þótti svo fjarstæðukennt að það tæki því ekki einu sinni að ræða það, og þar með hefur þessu svokallaða sérfræðiáliti hans verið stungið þangað sem sólin ekki skín.

    og já Phil Thompson er snillingur fyrir að minna hann á þetta :laugh:

  5. Fagmennska Mersons hefur líka sýnt sig ferli hans sem leikmanns, kannski ekki við mikilli fagmennsku að búast frá þeim bænum. Kókhaus og alki. Voðalega verða menn drykkfelldir af því að spila fyrir Arsenal. Að öllu gríni slepptu þá held ég að Merson sé álíka virtur álitsgjafi og Gascoigne, Sky meira svona að hafa einn “flippaðan” með.

    Annars algjör draumur að hlusta á Thompson, held að hann sé hreinlega Liverpool fan #1

  6. Ég hef aldrei séð þetta jafn vel… en Thommo er ekkert smá líkur Al Bundy … fyrir ykkur sem þekkið hann úr Married with Children 🙂

  7. “boys keep swinging…boys always works it out”

    Priceless……. :biggrin:

  8. Sælir Liverpool menn

    Þar sem þið eruð augljóslega fróðastir Liverpoolmanna hér á landi þá var ég að vonast til að þið gætuð svarað einni spurningu fyrir mig. Ég aulaðist til að horfa á leik með Udinese fyrir nokkru síðan og þar spilaði maður að nafni Sissoko. Hann var svona helv… líkur Momo að ég bara spyr, er þetta skyldmenni? Finn ekkert um það á netinu, hef kannski ekki leitað nóg.

  9. Þessi kappi í Udinese heitir Mohamadou Sissoko en samkvæmt Wikipedia á Momo tvo bræður, Ibrahima sem spilar með WBA og Abdul sem leikur með Auxerre. Wikipedia reyndar ekki 100% áreiðanleg síða en…

  10. Sá ekki svarið þitt Einar fyrr en mitt var komið inn, en skiptir ekki öllu.

    Það má nú líka benda á það að Momo er fæddur í Frakklandi og spilaði meira að segja fyrir U21 árs lið þeirra en ákvað svo að spila fyrir Malí, þaðan sem foreldrar hans eru. Bræður hans gætu því allt eins spilað fyrir Frakkland, eins og Momo hafði val um…

  11. Í viðtali á official síðunni kemur reyndar fram að Sissoko á hvorki fleiri né færri en 14 systkini og þar minnist hann á þessa tvo sem Hjalti bendir á. Hvort þessi í Udinese sé einn þessarra 14 Sissokoa hef ég annars ekki hugmynd um en grunar þó að Momo hefði sjálfur minnst á hann í þessu viðtali ef svo væri, það er allavega stærra í mínum augum að spila með Udinese en WBA. Svo væri þetta nú tæplega í fyrsta sinn sem óskildir menn með sama eftirnafn kunni að spila knattspyrnu.

  12. Gaurinn heitir Mohamadou. Ef þeir eru skyldir þá eru þeir væntanlega frændur, eða þá að foreldrar Momo þjást af alvarlegum skorti á ímyndunarafli. 🙂

  13. Það er spurning hvort að þegar maður er búinn að eignast 14 börn hvort það sé ekki eðlilegt að maður sé farinn að endurtaka sig í nafngiftum 😉

    En rétt er það að sennilegast er nú að þetta sé ekki bróðir hans fyrst hvergi er minnst á það.

Liverpool staðfesta Voronin samkomulag

Íþrótta”fréttamenn”