Liverpool 4-0 Sheffield United

Jæja, okkar menn unnu öruggan sigur á Sheffield United rétt í þessu. 4-0 var það og mörkin skoruðu Fowler, úr tveimur vítum, Sami og Gerrard.

Byrjunarliðið var svona skipað:

Dudek

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Gonzalez

Crouch – Fowler

Bekkurinn: Padelli, Agger, Alonso, Sissoko og Kuyt.

Rafa gerði alls sjö breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Barcelona í síðustu viku. Pepe Reina er uppi á fæðingarstofu en Finnan, Carra, Riise og Gerrard eru þeir sem byrjuðu á Nou Camp og byrjuðu á Anfield áðan. Mascherano byrjaði sinn fyrsta leik og Fowler fékk tækifæri í framlínunni.

Fyrsta færið okkar kom eftir tólf mínútur þegar Gonzalez tekur boltann á kassann eftir langa sendingu frá Hyypia en hann hitti boltann ekki alveg nægilega vel og skotið fór yfir markið. Það virtist vera erfitt fyrir okkar menn að ná upp einhverju spili og langar sendingar fram völlinn, sérstaklega frá Hyypia, voru áberandi í byrjun leiks.

Ég hef aldrei séð jafn stórkostlega fiskun á víti og hjá Steven Gerrard á sautjándu mínútu. Varnarmaður hélt höndunum út fyrir framan hann þegar þeir voru að bíða eftir hornspyrnu, hann horfði á dómarann og sýndi honum þetta, hljóp svo áfram á hendina á varnarmanninum, datt og búmm ? víti. Í sömu andrá var sparkað í hausin á Crouch svo úr blæddi. Crouchy þurfti að fara útaf og Dirk Kuyt kom inn á.

Deja Vu ? Robbie Fowler skoraði úr vítinu, eins og hann gerði á opnunardegi tímabilsins þegar Gerrard fiskaði vítið. Frábærlega tekið víti hjá Robbie og sjötta markið hans á tímabilinu staðreynd. 1-0 og grunnurinn að sigrinum lagður.

Fimm mínútum síðar ? Frábær sókn, Pennant sendi inn í boxið, Kuyt skallaði boltann á Gerrard sem var að fara að skjóta þegar hann var togaður niður og ekki um annað að ræða en að dæma vítaspyrnu. Deja Vu númer tvö ? Fowler tók spyrnuna, smá gabbhreyfing og Paddy Kenny vissi ekkert hvað hann var að gera áður en Fowler var farinn að fagna öðru marki sínu úr vítaspyrnu í dag.

Sheffield kom á Anfield í dag til að gera sitt besta í því að fá eitt stig, þeir spiluðu með Rob Hulse einan frammi og innan við 25 minútum eftir að leikurinn var flautaður á var Neil Warnock búinn að fá nóg og skipti strax inná. Hann var líklega bara að vonast eftir því að sjá ekki neinar risatölur í tapinu í dag. Ekki einu sinni dúllustyttan af einhverjum gullbirni sem foreldrar Hulse komu með frá Kína gátu bjargað United í dag. Á að vera einhver happastytta sem var færð aftur fyrir auglýsingaskiltið þegar leið á leikinn. Þeir sem sáu þetta skilja þetta, aðrir skulu bara gleyma þessu 🙂

Eftir aðra langa sendingu frá Hyypia hefði Gonzalez getað skorað fallegt mark eftir að Riise skallaði boltann til hans en það tókst því miður ekki. Eins og búast mátti við stjórnuðu okkar menn leiknum á meðan stuðningsmenn United fögnuðu sem óðir ef sínir menn komust yfir miðju og fengu jafnvel aukaspyrnu. Dudek hafði samt ekkert að gera í markinu.

Mér fannst við ekki eiga neitt sérstakan fyrri hálfleik. Það gekk lítið að spila og í raun fengum við bara eitt gott færi fyrir utan mörkin úr vítaspyrnunum. Völlurinn var þungur og blautur og það spilaði líklega inn í auk þess sem tíu manna varnarmúr Sheffield var augljóslega nokkuð þéttur fyrir. Staðan í hálfleik þó auðvitað mjög viðunandi, 2-0.

Eftir uppistandskeppni, þar sem Gerrard og Kuyt fóru að mér sýndist á kostum, byrjaði síðari hálfleikurinn bara ekkert vel eiginlega. Mér finnst að lið eins og Sheffield United eigi ekkert að fá að spila svona mikið á Anfield og gestirnir gerðu hosur sínar grænar yfir því að pota inn marki. Engin hætta svosem og við stjórnuðum þessum leik alveg.

3-0: Sami Hyppia! Eftir horn já, en ekki með skalla…. Boltinn skoppaði í jörðinni og síðan í varnarmann, þaðan barst hann til Hyypia sem þrumaði honum með vinstri í markmanninn og inn. Ekki fallegasta markið en svo sannarlega gott og gilt eins og öll önnur. Þetta var fyrsta markið hans á tímabilinu.

Dudek varði frábærlega strax eftir markið en ég hafði það á tilfinningunni að allir vildu hjálpa Fowler í leit að fyrstu þrennunni sinni í sex ár fyrir Liverpool, sinni tíundu fyrir félagið. Hann átti nokkrar ágætar tilraunir, gott skot og ágætan skalla en því miður tókst það ekki að þessu sinni. Þrennan bíður 🙂

4-0: Frábært mark hjá okkar mönnum. Gott einfalt samspil, sending af miðjunni á Fowler sem sendi á Gerrard, hann plataði varnarmann upp úr skónum og þrumaði boltanum svo í fjærhornið. Glæsilega gert og Anfield stóð upp í heild sinni og hyllti fyrirliðann sem var skipt útaf strax eftir markið fyrir Alonso. Fínt að hann fái smá hvíld og Carra fékk svo að kasta mæðinni og Agger kom inn á.

United skaut í slánna eftir slakan varnarleik en sem betur fer náðum við að halda hreinu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu, þetta var bara spurning um að brjóta ísinn og eftir að það tókst opnuðust flóðgáttirnar.

Mascherano spilaði vel í leiknum fannst mér. Hann vann fullt fullt af boltnum, stöðvaði sóknir og átti nokkrar frábærar tæklingar en mátti kannski skila boltanum aðeins betur frá sér. Minnti mjög á Sissoko auðvitað…. Frábært að fá hann til okkar. Bolo Zenden er í dag sterklega orðaður við PSV, liðið sem hann byrjaði feril sinn hjá. Kæmi mér ekki á óvart að hann fari þangað í sumar.

Maður leiksins: Ég get ekki annað en valið Gerrard. Fowler kláraði bæði vítin en Gerrard fiskaði þau, tók hornið sem Hyypia skoraði upp úr og skoraði svo sjálfur. Hann var gjörsamlega úti um allan völl, sívinnandi fram og aftur. Mikið rosalega er ég ánægður að þessi maður er í liðinu mínu…

Næst: Man U á Anfield. Ég hlakka til að vera á pöllunum 🙂

YNWA

17 Comments

  1. Góður sigur og í raun lítið haft fyrir honum. Sheff. Utd voru vægast sagt slakir í dag og sáu aldrei til sólar.

    Góð vinnsla í liðinu og allir tilbúnir að taka ábyrgð. Virkaði sem það sé góður mórall því menn voru léttir og glaðir (auðvitað eftir góðan sigur gegn Barca).

    Javier stóð sig vel líkt og aðrir í dag. Gott að sjá hann spila loksins með okkur sem og Gonzalez fái fullan leik.

    Guðinn setti tvö og kláraði heilar 90 mín. og gerði það vel. Crouch meiddist eitthvað en ég á ekki von á því að hann verði lengi frá.

    Góður og mikilvægur sigur á leiðinni á toppinn!

  2. Jammm, þetta var fínt – þó að það væru aðrir leikir Liverpool í vetur sem hefðu átt þessar lokaniðurstöðir skilið.

    Mascherano var fínn. Byrjaði ekki nógu vel, en fór mjög vaxandi eftir því sem á leið leikinn.

    Gerrard var svo auðvitað bestur og einnig fannst mér Pennant fínn. Gott svo fyrir Dudek að hann hafi haldið hreinu. Hefði ekki verið á hann leggjandi ef hann hefði gloprað niður metinu sem Reina var að setja með fjölda leikja á heimavelli í röð án þess að fá á sig mark

    En allavegana fínt að klára þetta – næstu tveir leikir verða auðvitað rosalegir.

  3. Flott að menn eru farnir að setja orðin stórkostlega og fiskun hlið við hlið og það án kaldhæðni. Þetta var það slakasta sem ég hef séð síðan Henry tók hausdýfuna á móti PSV í vikunni.

  4. Smá leiðrétting, ekki að það skipti öllu máli en Pennant tók hornspyrnuna sem Hyypia skoraði úr. Annars var þetta ágætisleikur, ekk mesta skemmtun sem ég hef horft á og fyrri vítaspyrnan var ansi ódýr.

    Ég var mjög ánægður með Mascherano og alveg fullkomlega eðlilegt að hann eigi nokkrar feilsendingar eftir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. Annars er hann þekktur fyrir að skila boltanum mjög vel frá sér þannig að við skulum ekki búast við öðrum Sissoko hvað það varðar.

  5. Jæja, það leit ekki út fyrir það en mér tókst að fá frí úr vinnu til að horfa á þennan leik. Nokkrir punktar:

    1. Fínn dagur hjá debjútantinum okkar, Javier Mascherano. Hann virtist ekkert komast inn í spilið fyrstu 10-15 mínútur leiksins en vann sig svo inní þetta eftir því sem á leið og um miðjan seinni hálfleikinn var hann farinn að spila eins og hann væri alvanur nýju samherjunum sínum. Gaman að sjá til stráksa og ef hann getur þetta eftir þriggja mánaða leikjaleysi verður gaman að sjá hann í fullri leikæfingu.

    2. Robbie tók tvennu í dag og þá hafa framherjar okkar skorað jafnmikið og framherjar Man U í vetur, fjórum fleiri en framherjar Chelsea og aðeins tveimur færri en framherjar Arsenal. Gummi Torfa, troddu þessu í pípuna þína og reyktu það …

    3. Robbie tók tvennu í dag úr vítaspyrnum, en þess utan gerði hann nánast ekkert af viti í leiknum. Það er kannski hart, en það sást greinilega að hann er orðinn hægur og sendingar hans á samherja voru ekki að skila sér. Það var ekki fyrr en á síðasta kortérinu að hann sýndi eitthvað, fyrst með því að leggja upp markið fyrir Gerrard (eftir að hafa sjálfur fengið góða sendingu frá Mascherano) og svo með 1-2 hálffærum þar sem hann hefði hæglega getað gert betur og tryggt þrennuna. Robbie Fowler veit og mun alltaf vita hvernig á að skora mörkin og hann er glettilega drjúgur í þeirri deildinni (kominn í fimm í vetur í öllum keppnum, ef mig misminnir ekki) en hann á held ég ekki erindi í Úrvalsdeildina á næsta tímabili. Bjóðum honum bara þjálfarastöðu í staðinn. 🙂

    4. Mér finnst Steven Gerrard oft fá nafnbótina Maður Leiksins án þess að hafa unnið fyllilega fyrir því, bara fyrir að vera Steven Gerrard. Að því sögðu, þá átti hann það fyllilega skilið í dag. Hann var klassa ofar en allir aðrir leikmenn vallarins. Hans utan tek ég undir með Einari Erni að Jermaine Pennant var mjög góður í dag.

    5. Látið engan segja ykkur annað næstu daga, bæði vítin voru alveg hrein og klár. Gerrard er sniðugur í fyrra brotinu og sækir vítið klárlega, en það breytir því ekki að Vitleysingur Vikunnar – Rob Kozluk hjá Sheff Utd, sem kann greinilega ekki reglubókina nógu vel – braut á honum. Ef höndin er úti og hindrar leikmann innan teigs er það víti, hvort sem sá maður hleypur viljandi á höndina á þér eða ekki. Seinna vítið var svo enn klárara, en þau voru bæði skotheld.

    6. Vikufrí og svo tveir stórleikir. Og já, hafi það farið framhjá einhverjum lesendum þessarar síðu þá verðum við fjórir af fimm Liverpoolbloggurum á þeim leikjum. Nú er mann farið að hlakka stjarnfræðilega mikið til! :biggrin:

  6. Flott að ná þessum úrslitum með ekki meira erfiði … ókei, það er kannski ekki alveg rétt, en 3 skot á markið í fyrri hálfleik, þar af 2 úr vítum … ekki nógu gott. Síðari hálfleikur var skárri. En það hlýtur að vera merki um góðan móral og góðan hóp, þegar það þarf ekki meira til að vinna leiki með svona miklum glamör. Ég tek undir með að Steven Gerrard hafi verið maður leiksins, hann fiskaði, veddi og aflaði vel. Ég var ánægður með Mascherano, hann kemur sterkur inn held ég. Pennant var góður líka.

    Þetta hlýtur að gefa okkur góðan byr fyrir hinn ótrúlega spennandi leik á móti man u … áfram Liverpool!

  7. >Flott að menn eru farnir að setja orðin stórkostlega og fiskun hlið við hlið og það án kaldhæðni. Þetta var það slakasta sem ég hef séð síðan Henry tók hausdýfuna á móti PSV í vikunni.

    Nú veit ég ekki hvað þú ert að tala um með Henry – sá það ekki. En þetta var einfaldlega afskaplega skynsamlega gert hjá Gerrard. Hann _fiskaði_ en hann lék ekki.

    Varnarmaðurinn er hins vegar nautheimskur fyrir að hætta ekki að halda utanum Gerrard *eftir* að dómarinn hafði bent honum á að hætta.

  8. Fowler er kominn með amk 7 mörk, það veit ég bara með því að telja í hausnum. Það væri athyglisvert ef eitthvað tölfræðitröll myndi leggja í að gera samanburð á Fowler og öðrum framherjum hvað mörk per mínútur spilaðar varðar.

  9. Gummi, það eru líka 3 úr víti, hann er guð, en ekki betri en hinir framherjarnir…….. :biggrin2:

  10. Fyrir mér er orðavalið bara spurning um semantics, hvort sem það er fiskun eða dýfa eða what-have-you. Síðast þegar ég gáði var fiskun ekki talinn kostur og ég hef ekki enn séð þjálfara segja um neinn leikmann “Þetta eru góð kaup. X er teknískur, með góðan leikskilning og góður að fiska”. Ég átti samt svo sem ekki von á að scouserar játi neitt á sinn aðalmann.

    Verri hlutir en það sem varnarmaður United gerði gerast hins vegar í hverju einasta horni í hverjum einasta leik úrvalsdeildarinnar og bara af því Gerrard sagði ‘Hæ, ég er Stevie Me, arftaki Alan Shearer, fylgstu með gaurnum brjóta á mér’ við dómarann þá breytir það ekki stöðu mála. Hann hefði vel getað staðið þetta af sér og átti að gera það.

    Annars má nálgast Henry atvikið hér, at his finest:
    http://www.dailymotion.com/video/x19gcn_59th-henry-not-hit-in-face

    Já, svo var Gilardino líka góður í vikunni, greinilega ekki kominn með þennan fisk-hæfileika sem Gerrard hefur masterað:
    http://youtube.com/watch?v=cn34xQU2M94

  11. Það er stórkostlegur misskilningur á eðli keppnisíþrótta að það eigi að vera markmið manna að ,,standa af sér” ólöglega hegðan andstæðinganna. Það liggur í hlutarins eðli að ef þú verður fyrir skaða þá skal skaðinn bættur. Þetta veit Steven Gerrard enda keppnismaður mikill. Þegar einhver brýtur á honum bendir hann dómaranum vinsamlegast á það og lætur sig síðan falla. Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að menn skuli ennþá hneykslast eins og smáborgaralegar kellingar á því að menn skuli láta sig falla til að dómarinn dæmi frekar á ólögleg brot andstæðinganna. Það er alls enginn lógík í því að menn eigi að ,,standa af sér” ólöglega hluti. Þannig að Tryggvi vill kannski ekki að það sé flautað á leikbrot í knattspyrnu?

    Tryggvi: Ef að innbrotsþjófur brýst inn til þín og rænir innbúinu, getur þú ekki alveg eins ,,staðið það af þér” ? Keypt nýtt innbú og lifað án vandkvæða?

    Nei, þú hringir á lögregluna, hún mætir á staðinn og síðan hefurðu samband við tryggingafélagið og færð skaðan bættan. Það er það sem Steven Gerrard gerði í tvígang í dag og það myndir þú líka gera. Annað væri hrein og klár heimska.

  12. Ætli það hefði ekki hvort sem er verið dæmt víti á sparkið í andlitið á Crouch í sömu sókn?

  13. Skoraði þá t.d. Shearer aldrei úr vítum? Þetta er einfalt, þegar Fowler spilar SKORAR HANN! Sáraeinfalt og mér gæti ekki verið meira sama hvernig mörkin koma. Það er bara ekki hægt að mótmæla því að maðurinn er markamaskína og gerir það sem þarf. Í gær var hann m.a.s. með stoðsendingu líka en samt eru menn að tala um að hann sé ekki nógu góður lengur. Ef senter skorar mjög reglulega, eins og Fowler, þá er hann að sinna sínu starfi vel finnst mér.

  14. Tryggvi: munurinn á Henry dæminu og Gerrard dæminu er þessi:

    Það var brotið á Gerrard. Það var hins vegar ekki brotið á Henry.

    Þetta er frekar einfalt.

Byrjunarliðið komið: Dudek, Fowler og Mascherano byrja

Crouch nefbrotinn.