Crouch nefbrotinn.

Peter Crouch [nefbrotnaði í leiknum í dag](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=450539&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Broken+nose+for+Crouch) gegn Sheff. Utd en ólíklegt er talið að hann missi af næsta leik gegn Man U eftir viku.

Þetta hafði Rafa um málið að segja eftir leikinn:

“Crouch has a broken nose and needed stitches, but it’s not serious. He is okay and I was talking to him after the game.”

Ég skýt á að Crouch starti gegn Man U og skori sigurmarkið með skoti fyrir utan teig 🙂

10 Comments

  1. Í engu samhengi við nefbrot Peter C. (sem er bæ þe vei sjúklega lélegur leikmaður). En við verðum að átta okkur á því að Mascherano er ekki búinn að spila í 6 mánuði. Þetta er eins og að fá leikmann úr krossbandameiðslum, ekki í leikæfingu. En það er ekki að ásæðulausu sem hann er lykilleikmaður ARGENTÍNSKA landsliðsliðsins. Þetta er þvííkur happafengur að hálfa væri nóg. Að hann skuli hafa verið í pöllunum á meðan Hayden Mullins (who????) og að Nigel Quashie var keyptur og Nigel Reo-Coker látinn spila er einn stór alsherja djókur hjá Eggerti og StraumiBurðarás. Það sem líka er svo massaflott hjá JM er að hann kennir ekki Alönum (Pard. og Curb. sem eru báðir það lélegir að þeir kunna ekki að pumpa í bolta) um hvernig hefur farið hjá honum í WH. Við skulum treysta Rafa (common hann losaði okkur við El Hadji D., Bruno C., og fleiri
    “góða” Hollier leikmenn. Mascherano á eftir að verða legend í kop stúkunni

  2. Ég veit það ekki. Þú virðist vera á báðum áttum, Bogi. Eigum við að treysta Rafa, sem virðist hafa talsvert meira álit á Peter Crouch en þú, eða viltu hringja í hann og láta hann vita að Crouch sé sjúklega lélegur leikmaður?

    Ég sé ekki að þú getir bæði borið traust til Rafa og haft þessa skoðun á Crouch. Það er annað hvort eða. Hvort verður það? Er Rafa með ranga skoðun á Peter Crouch, eða þú?

  3. Crouch er maður sem ég vonast til að vermi bekkinn þegar ég bíð eftir byrjunarliðinu hverju sinni. Finnst persónulega Crouch ekki nogu góður fyrir Liverpool en Rafa hefur notað hann rétt á þessu tímabili og fengið það út úr honum sem hægt er, mundi ég segja og halda. Kannski svipað og með Fowler sem gjarnan er kallaður Guð af stuðningsmönnum. Hann er ekki sá besti í dag, við getum allir verið sammála um það, en aftur hefur Rafa sennilega fengið allt sem hægt er að fá út úr þeim manni. Skoraði mikilvæg mörk á síðasta tímabili til dæmis. Annars óska ég Crouch góðs bata, ég vil jú hafa hann á bekknum.

    Áfram Liverpool!!!

  4. hehe þetta er svo skondið, að á annars mjög fínni síðu (hjá Einari og Kristjáni) þá fer mest af þeirra orku að svara fyrir skoðanir annarra sem tjá sig hér á síðunni, sérstaklega eruð þið duglegir í að svara fyrir/verja Rafa. Ykkue líkar mjög oft illa við að menn tjái sig um það sem snertir ykkur/Rafa illa.

    Notið ykkar orku í það sem þið eruð bestir í, þ.e. að skrifa greinar og halda úti svona blogg-síðu en ekki að kommentera á alla sem hingað koma til að gagnrýna liðið.

    Ég veit vel að þið hafið alveg gagnrýnt liðið en þið svarið svo oft með greinilegri gremju þegar aðrir gagnrýna, þá er eins og ykkar tilgangur með þessari síðu sé að verja Rafa og hans lærisveina. AMEN.

  5. Gústi, finnst þér sem sagt ekkert skrýtið við ummæli þar sem Peter Crouch er sagður sjúklega lélegur leikmaður og svo í sömu andránni er lýst yfir fullu trausti á Rafa Benítez?

    Rafa hefur trú á Crouch. Þú getur ekki haft trú á Rafa ef þú telur Crouch vera skelfilega lélegan. Þannig er það bara, og mér fannst ég bara verða að benda á það.

    Annars erum við yfirleitt bara að rökræða hlutina við þá sem kommenta hér. Stundum erum við sammála, stundum ekki, þannig er það nú bara líka.

  6. Af hverju getur maður ekki haft trú á Rafa ef maður telur Peter Crouch skelfilegan leikmann?

    Þarf maður að vera sammála Rafa í einu og öllu til að geta haft trú á honum? Ég hef trú á Rafa og því sem hann er að gera en það kemur fyrir að hann gerir hluti sem mönnum líkar ekki. Hafa þeir því enga trú á Rafa út af því að þeir eru ekki alltaf sammála honum?

    Mér finnst Riise mjög slakur leikmaður og hef bent á það í langan tíma. Margir hafa tekið undir það síðustu mánuði sökum slakrar spilamennsku hans og þar á meðal pennar þessarar síðu. Hafa þeir enga trú á Rafa?

    Maður spyr sig?

  7. Það sem Kristján er aðallega að benda á er fáránlegt val á lýsingarorðum fyrir Crouch.

    Það að kalla hann “sjúklega lélegan leikmann” er fyrir neðan allar hellur.

  8. Undir það tek ég heilshugar Einar. Það er auðvitað vissulega afar sérkennilegt val á lýsingarorðum þó mönnum líki ekki við Crouch.

    Mér fannst þá Kristján geta sagt það bara hreint og beint út í stað þess að tala um trú á Rafa.

    Ég var að sjá vítaspyrnuna sem Gerrard fékk í gær og ég bjóst við einhverjum þvílíkum leikrænum tilburðum. Maðurinn er á eftir honum og það er alveg ljóst að hann brýtur á honum þó Gerrard hafi kannski fallið “auðveldlega” til jarðar. Hann var í dauðafæri og því væri óskiljanlegt að láta sig falla í þessari stöðu.

  9. Gunnar, mig grunar nú að þú sért að tala um seinni vítaspyrnudóminn sem Gerrard fékk. Um hann er ekki deilt. Það var fyrri vítaspyrnudómurinn sem var heldur vafasamari.

  10. Auðvitað Þröstur! Það hlaut eitthvað að vera. Ég sá greinilega ekki það fyrra.

    Fannst eitthvað bogið við að menn væru að væla yfir þessu:)

Liverpool 4-0 Sheffield United

Liverpool staðfesta Voronin samkomulag