Byrjunarliðið komið: Dudek, Fowler og Mascherano byrja

Jæja, liðið er komið og margt kemur á óvart. Nokkrir leikmenn hvíldir m.a.

Dudek

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Gonzalez

Crouch – Fowler

Á bekknum: Padelli, Agger, Alonso, Sissoko og Kuyt.

Eiginkona Reina er víst uppá spítala, við það að eignast barn og því fær hann frí í dag. Fowler fær tækifæri og Bellamy er ekki einu sinni á bekknum. Momo er greinilega ekki verr farinn eftir Barca leikinn því hann er á bekknum. Svo fá Speedy og Pennant tækifæri á köntunum. Og auðvitað er það merkilegasta að **Javier Mascherano** byrjar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Þetta lítur skemmtilega út.

2 Comments

  1. Þetta er mjög athyglisvert lið. Ég hef ekki áhyggjur af Dudek, Hyypiä eða Mascherano í dag en það verður fróðlegt að sjá hvernig Crouch og Fowler – sem eru okkar hægustu framherjar – spjara sig. Þeir ættu að vera í lagi þrátt fyrir skort á hraða þar sem Sheffield-liðið kemur væntanlega til með að liggja mjög aftarlega, en ef þeir þrýsta vörn sinni upp gætu þeir náð að loka aðeins á okkur á miðsvæðinu, og myndu þá gera það óhræddir við Fowler og Crouch sem eru mjög hægir.

    Ég held mig samt við 3-0 spána. Fowler og Crouch skora báðir í dag! :biggrin:

  2. Mín spá!
    Um leið og barnið skýst í heiminn þá skorar Mascherano sitt fyrst mark fyrir Liverpool, á cd 44 mín!

Viðtal við Javier

Liverpool 4-0 Sheffield United