Rafa um Voronin.

Rafa hefur staðfest að Liverpool sé nálægt því að [ganga frá samning](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=449329&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Rafa+confirms+Voronin+deal&channel=football_home&) við úkraníska landsliðmanninn Andrei Voronin en hann er laus undan samning við Leverkusen í sumar.

“We are close to a deal. The scouting department has been working on this possibility. He is an experienced striker who played in the World Cup and has scored goals for Ukraine, playing with Andriy Shevchenko, as well Bayer Leverkusen.”

BBC Sport minnist einnig á þetta og segir að Voronin muni skrifa undir [4 ára samning](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6373275.stm) við félagið á næstu dögum.

Andrei Voronin er fæddur 1979 og hefur spilað í Þýskalandi frá 18 ára aldri þegar hann hóf atvinnumannaferli sinn með Borussia Mönchengladbach. Þar spilaði hann í 3 ár eða til 2000 en þá skipti hann yfir í FSV Mainz 05 og var þar til 2003. Þá tók við eitt tímabil hjá FC Köln en þaðan lá leiðin til Bayer Leverkusen þar sem hann hefur undan farin 3 tímabil. Hann hefur þótt standa sig vel hjá öllum þessum félögum og þó sérstaklega tímabilið 2002-03 með Mainz 05 þegar hann varð markahæstur í 2. bundesliga.

Voronin hefur spilað 40 landsleiki fyrir Úkraníu og skorað 5 mörk síðan 2002.

Hver hlutverk Vornin verður hjá Liverpool er mér ekki alveg ljóst en ég sé hann ekki sem betri kost en Dirk Kuyt, Peter Crouch eða Craig Bellamy. Hvort hann eigi að vera 3-4 kostur og síðan leysa af hendi kantstöðurnar kemur í ljós síðar.

28 Comments

  1. Þú gerir þér grein fyrir því Einar að það þarf að borga þessum mönnum laun og væntanlega signing on fee, stuff like that…og það þarf enginn að segja mér að Zenden sé á slorlaunum. Zenden hefur ekki getað kúk með okkur síðan hann kom…betra hefði verið að gefa ungum leikmanni sénsinn og nota peningana t.d. í að borga fyrir Daniel Alves það sem uppá vantaði.

    Ég get líka alveg viðurkennt það að svona fyrirfram þá er ég hundfúll með þessi kaup á þessum Vornin eða hvað hann nú heitir. Mun auðvitað gefa honum séns á að sanna sig, og vona að hann geri það, en fyrirfram er þetta enn einn meðalmaðurinn fyrir mér.

  2. >Þú gerir þér grein fyrir því Einar að það þarf að borga þessum mönnum laun

    Er það???

    Annars gott að þú ætlar að gefa honum sjens eftir að vera strax búinn að kalla hann meðalmann.

  3. FYRIRFRAM virkar hann sem meðalmaður Einar. Ég sagði aldrei að hann væri meðalmaður, bara að hann virkaði þannig á mig. Talaðu við mig þegar þú ert búinn á lestrarnámskeiði fyrir byrjendur, þá kannski getum við tekið þennan þráð upp að nýju…

  4. Í guðanna bænum Einar vertu ekki að reyna að verja þetta. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hafði svo lítið sem heyrt um Veronin eða Verinon eða hvað hann nú heitir. Þetta er ekkert nema meðalmaður í evrópskum atvinnubolta, þú gætir líklega kallað hann framúrskarandi ef hann spilaði í Landsbankadeildinni.

    Það er mikið betra að nota plássið (bara ákveðið pláss í æfingahópnum) og peningana í ungu leikmennina frekar en að fylla upp í hópinn með mönnum eins og þessum, Zenden og álíka meðalmönnum.

    Hvernig eiga ungu mennirnir sem verið er að kaupa og þjálfa upp fyrir aðallíðið að fá tækifæri og reynslu ef svona pappakassar (Zenden t.d.) eru teknir framyfir þá?? þetta gefur líka slæm skilaboð til þeirra.

    æi ég verð bara pirraður á að tala um svona meðalmenn og hvað þá að hlusta á menn sem verja kaup og notkun á svona mönnum, sýnir einfaldlega algjört metnaðarleysi og/eða kjarkleysi til að gefa ungum mönnum tækifæri….

  5. >Í guðanna bænum Einar vertu ekki að reyna að verja þetta

    Má ég ekki reyna að verja þetta? Má ég ekki einu sinni reyna að halda það að Rafa Benitez viti eitthvað meira um þennan leikmann en þú?

    Er það semsagt orðin einhver synd og merki um metnaðarleysi að fara ekki í eitthvað þunglyndiskast í hvert einasta skipti sem að leikmenn eru fengnir til liðsins?

    Ég bara dáist að þessari ótrúlegu svartsýni sem herjar á menn á þessari síðu. Það að vilja gefa mönnum sjens til að standa sig en ekki dæma þá meðalmenn ÁÐUR EN MAÐUR SÉR ÞÁ SPILA er ekki dæmi um metnaðarleysi.

    Og hvaða ungu menn eru þetta eiginlega sem eiga að fá tækifærin?

    Og þetta frá Benna er náttúrulega ekki svaravert. Ef ég er svona ægilegur alltaf hreint við þig, finndu þér þá aðra síðu til að lesa. Ég hef ekki haldið þetta útí á hverjum einasta degi í þrjú ár til að láta einhverja snillinga ásaka mig um skort á lestrarhæfileikum.

  6. Pælið aðeins í því sem þið eruð að segja! Samkvæmt ykkur ætti hinn fullkomni hópur að vera svona:

    Tveir heimsklassamarkverðir, einn frábærlega efnilegur markvörður.

    Fjórir heimsklassamiðverðir, fjórir heimsklassabakverðir (tveir hvorum megin) og svo svona 3-5 ótrúlega efnilegir varnarmenn.

    Fjórir heimsklassamiðjumenn, tveir heimsklassakantarar hvorum megin og svo kannski eins og einn Kaka sem getur spilað “inn á milli.”

    Fjórir heimsklassaframherjar, menn sem eru annað hvort jafn góðir og eða betri en Dirk Kuyt (þannig að Bellamy og Crouch koma ekki til greina). Og svo tveir litlir Owen/Fowler-gaurar á leiðinni upp í gegnum unglingaliðið.

    Ég spyr: Er þetta raunhæft???

    Tökum miðjuna sem dæmi. Eins og er höfum við á að skipa Xabi Alonso, Momo Sissoko og Steven Gerrard sem eru í hæsta gæðaflokki. Í fyrra var Didi Hamann hér einnig og nú virðist Javier Mascherano, ekki síður þekktur og virtur miðjumaður, vera kominn í hans stað. En hvað gerið þið? Þið vælið ENDA-fokking-LAUST yfir því að Bolo Zenden skuli vera í þessum hópi og fá að spila nokkra leiki!

    Og hvað með það þó að Voronin sé ekki heimsklassaleikmaður? Ef hann verður einn af 4-5 framherjum sem hefja leik hjá okkur næsta haust ásamt hópi eins og t.d. Kuyt, Crouch, Bellamy/annar og Pongolle, þá mun ég ekki kvarta. En þið getið ekki séð það þannig, fyrir ykkur virðist ekkert minna en Kuyt, Eto’o, Henry, David Villa og Ibrahimovic duga sem framherjahópur Liverpool.

    Hver hugsar svona? Hversu veruleikafirrt er þetta?!? Það sýnir andskotann ekki neitt metnaðarleysi að fá 27 ára framherja sem hefur ágætis feril að baki í þýsku Búndesligunni og er að auki reyndur í Meistaradeildinni og með landsliðum til Liverpool án kaupverðs til að vera svona 3.-4. kostur í framherjahópnum okkar. Það er andskotann ekkert metnaðarleysi!

    Svo veit maður ekki einu sinni hvernig Voronin mun spjara sig. Einu sinni keypti Liverpool framherja sem enginn þekkti. Hann hét (og heitir) Ian Rush og sló öll met sem leikmaður Liverpool. Svo, einu sinni, keypti Liverpool einn frægasta framherja í heiminum, Fernando Morientes, og hann bara spjaraði sig alls ekki sem framherji fyrir liðið. Hvernig í fjandanum getið þið þóst vita í hvorn flokkinn Voronin fellur?

    Benni Jón og félagar sem sjáið ekkert nema rautt yfir Zenden (og væntanlega Voronin líka), slakið aðeins á og pælið af alvöru í þessu. Og nei, Benni Jón, ég er ekki með skítkast í þína átt heldur bara heiftarlega ósammála þér. Það er andskotann ekkert merki um metnaðarleysi að vera með mann sem var leikmaður ársins hjá Middlesbrough sem fjórða kost í sinni stöðu hjá okkur, og það er ekkert merki um metnaðarleysi að vera með næstbesta framherja Úkraínu og einn frægasta framherja þýsku Búndesligunnar sem þriðja eða fjórða kost í framherjastöðu hjá okkur. Síst af öllu þar sem þessir leikmenn komu báðir frítt til liðsins.

  7. Andrei Voronin er ekki þekktasti leikmaðurinn sem Rafa hefur fengið til félagsins en hann er klárlega stærra nafn en td. Momo Sissoko og Daniel Agger og þeir líta nú ágætlega út.

    Þessi leikmaður hefur verið atvinnumaður í þýsku úrvalsdeildinni síðustu 10 ár og hefur þótt standa sig vel með öllum þeim félögum sem hann hefur spilað með.

    Hvort hann muni slá í gegn með Liverpool er ómögulegt að dæma um núna. Gefum drengnum séns til fá að spila í það minnsta nokkra leiki með liðinu áður en hann er afskrifaður.

    Ég myndi gjarna vilja sjá Liverpool kaupa 1-2 heimsklassa leikmenn í sumar og hef trú á því að það gerist.

  8. Bíddu nú við ;/ 40 landsleikir og 5 mörk… Það er nú ekki gott miðað við striker :rolleyes:

  9. Ef það kemur í ljós að verið er að fá leikmann í back-up hlutverk finnst mér klárlega að frekar ætti að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum að vera í því hlutverki.

    Ég vil að aðeins séu fengnir menn til liðsins sem annað hvort bæta byrjunarliðið eða eru ungir og efnilegir og geta þá verið back-up leikmenn á meðan þeir eru að mótast.

    Það er alveg ljóst að Voronin er hvorki ungur né efnilegur og þessvegna vona ég að hann komi okkur öllum á óvart og bæti byrjunarliðið fyrst hann er nú að koma á annað borð.

  10. Aggi, ég held það væri enginn að dissa þessi kaup ef títtnefndur Voronin væri í kringum tvítugt líkt og þegar Agger og Sissoko komu. Ekki alveg samanburðarhæft.

  11. Einar, takk fyrir að færa enn betri rök fyrir máli mínu, því þar styrktu manchester united einmitt byrjunarliðið sitt. Ég vona að Voronin geri það hjá okkur.

  12. Þú?? Vondur við mig??? HAHA einar minn, þegar sá dagur kemur að ég tek inná mig það sem þú segir, þá frystir í helvíti! Reyndu bara að sætta þig við að það eru ekki allir sáttir þegar liðið kaupir nobodys. Auðvitað getur vel verið að hann standi sig vel, og af sjálfsögðu vonar maður það, en fyrirfram þá er þetta ekki beint sá maður sem maður vildi fá….og svona fyrir þig einar, þá legg ég áherslu á FYRIRFRAM!!! Þó að þú sjáir hamingju í öllu sem Rafa og Liverpool gerir, þá eru bara sumir með aðrar hugmyndir og mér finnst lágmark að þú getir sætt þig við það…ef ekki, þá þú um það!

    Og Kristján, hvað hefur þú fyrir þér með þennan lista af mönnum sem þú settir upp þarna? Afþví að Voronin er leikmaður sem enginn/fáir hafa heyrt um og er ekki beint maður, miðað við hans reckord hingað til, sem maður vill fá til liðsins, vilja þá allir fá svona leikmannahóp?. Give me a brake!!!

    Þó Zenden hafi spilað með PSV, Barcelona, Chelsea og verið valin maður ársins hjá Boro eitt tímabil, þá breitir það því ekki að hann hefur ekkert getað eftir að hann kom til okkar…hvort sem hann er fjórði kostur eða ekki. Mér finnst allavega skynsamlegra að gefa ungum leikmönnum tækifæri í stað þess að hafa leikmenn með “big reputation” sem ekkert geta síðan.

  13. Þú sért mun á Henke Larson og þessum Voronin, er það ekki einar?

  14. Er Sir Alex búinn að segja það opinberlega eða er það eitthvað sem þú ályktar af því að Saha byrjaði inná í síðasta deildarleik?

    Ekki það að þetta skipti neinu máli. Þetta er allt öðruvísi dæmi þar sem að manchester united voru í miklum meiðslavandræðum og fengu þarna góðan framherja sem gat farið beint í byrjunarliðið til að bjarga þeim. Ég reikna ekki með að við verðum í slíkum vandræðum næsta sumar.

  15. >Ég vil að aðeins séu fengnir menn til liðsins sem annað hvort bæta byrjunarliðið eða eru ungir og efnilegir og geta þá verið back-up leikmenn á meðan þeir eru að mótast.

    Louis Saha og Rooney eru að mínu mati báðir betri en Larsson og því skil ég ekki alveg hvernig hann bætir byrjunarliðið hjá Man U. Hann bætir vissulega hópinn, en ekki þeirra besta byrjunarlið.

    Við getum líka breytt þessu. Hvað fannst þér, Hannes, um að Barcelona hafi fengið Larsson til liðsins?

    Svo er Voronin 27 ára. Það er ekki einsog hann sé kominn á grafarbakkann.

  16. Einar og Kristján, ykkur vil ég hrósa mikið fyrir að halda þessari síðu úti og er hún mjög góð hjá ykkur. Hér eru skrifaðar skemmtilegar greinar og oft (oftar en annarsstaðar, gras.is ofl staðir) fer hér fram góð og málefnaleg umræða.

    Ég verð samt að segja að mér finnst stundum eins og þið verjið Rafa og hans kaup og gjörðir eins og ofgatrúarmenn vernda sinn guð. Ég er ánægður með Rafa og vill hafa hann áfram sem stjóra, en ég er honum samt oft ósammála eins og í þessu tilfelli. Ég er honum líka oft sammála og hrósa honum þegar vel gengur og blóta honum svo á öðrum stundum. En þetta er það skemmtilega við fótboltann, hver hefur sína skoðun og allir telja sig hafa rétt fyrir sér, eða svona oftast :o)

    Ég verð samt að segja að ég er ósáttur við samansöfnun á meðalmönnum. Ég hef sagt eftir 2-3 síðustu tímabil að ég voni að keyptir verði fáir (t.d. 2) en mjög sterkir leikmenn (þá væntanlega dýrari) því mér hefur fundist vanta lítið upp á til að koma okkur upp um eitt til tvö sæti milli leiktíða. Mér verður ekki að ósk minni því frekar eru keyptir 5-8 meðalmenn og menn eins og Hamann látnir fara, Zenden kemur svo í staðinn. Mín skoður er sú að nota ungviðinn í stað meðalmanna.

    Kristján, ekki snúa út úr og lesa bara það sem þú vilt lesa og segja, að við sem ekki erum sáttir við þessi kaup, viljum bara 2-4 miljarða króna menn í allar stöður og þá líka á bekkinn, þú veist þetta er alveg glórulaust hjá þér að láta þetta út úr þér, það eru mörg lið sem velja framtíðarmenn á bekkinn í stað meðalmanna sem aldrei verða annað en það.

    En takk fyrir góða síðu strákar og ekki særast undan gagnrýni á Rafa og ekki snúa út úr orðum okkar sem ekki erum sáttir við þessi kaup og viljum frekar ungviðinn inná.

    p.s. hlægileg samlíking með Larsson

  17. Í þessu samhengi sem kommentið hans Hannesar kom, hvað er hlægilegt við samlíkinguna Larsson? Báðir eru reyndir leikmenn sem eru fengnir til að styrkja hópinn (og er þá kannski Barcelona dæmið betra dæmi þar sem margir vilja eflaust halda því fram að Larsson sé betri en Saha – en fáir halda því fram að hann sé betri en Eto’o, Ronaldinho og Messi).

    Ég sagði ekkert um það að þeir væru svipaðir að getu.

    >Mér verður ekki að ósk minni því frekar eru keyptir 5-8 meðalmenn og menn eins og Hamann látnir fara, Zenden kemur svo í staðinn. Mín skoður er sú að nota ungviðinn í stað meðalmanna.

    Málið er að ef það hefðu verið keyptir 1-2 toppleikmenn, en ekki 5-6 “meðalleikmenn” hvernig hefði þá hópurinn litið út? Hver hefði átt að vera backup fyrir Hyypia og Carragher ef að meðalmaðurinn Agger hefði ekki verið keyptur. Hver hefði átt að vera framherjinn með Kuyt víst að meðalmaðurinn Bellamy var ekki keyptur.

    Málið er að við Kristján erum sammála ykkur um að við viljum sjá toppmenn. En málið er bara að Rafa fékk þvílíkt samansafn af slöppum leikmönnum þegar hann tók við, að hann þurfti að eyða miklu tíma í að byggja upp hópinn.

    Það er svo bara fyndið að menn vilji sjá unga leikmenn í hópnum. Hvaða ungu menn? Richie Partridge? Neil Mellor? Það voru engir ungir menn af viti í hópnum þegar að Rafa tók við. Svo kvarta menn líka yfir því þegar að ungir leikmenn eru keyptir til liðsins.

    Ef þú heldur að við verjum Rafa og gjörðir hans einsog ofsatrúarmenn, þá ættirðu að lesa nokkrar leikskýrslur á þessari síðu. Gætir kannski byrjað [á þessari hér](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/10/22/16.15.34/).

  18. Einar, það sem er hlægilegt við samlíkinguna við Larsson er nefninlega getan, því getan skiptir öllu máli, allavega LANG LANG mestu máli, þar á eftir hvort menn séu framtíðarleikmenn, hvort menn passi í liðið o.s.f.v. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað annað sem þú spáir mest í, jú virðist á þínum skrifum að það skipti miklu máli að hafa spilað marga leiki (leikreynslan sem þú talar um), ég vill frekar mann sem hefur spilað fáa og góða leiki heldur en mann sem hefur spilað mjög marga leiki án þess að hafa náð því markmiði að almennur fótboltaáhugamaður taki eftir honum.

    Þú spyrð líka hver hefði átt að taka við af Hyypia og Carra, nú ég flokka Agger undir ungann framtíðarleikmann sem maður var mjög sáttur við að keyptur var til liðsins (ég bjó í DK og þekkti því til leikmannsins), ekki hefði ég viljað að keyptur hefði verið hátt í þrítugur maður sem enginn þekkir til að taka þessa stöðu. Þetta Agger dæmi er einmitt lýsandi um það sem ég var að skrifa um hér að ofan.

    Þú spyrð einnig hver hefði átt að vera með Kuyt, nú þar hefði átt að vera Cisse, Pongolle, Fowler og Crouch.

    Ég veit ekki hver það var sem var að kvarta yfir kaupum á ungum framtíðarmönnum, getur verið einhver en ekki var það ég.

    Þó þú vitnir í grein þar sem þú sagðir eitthvað miður um Rafa (nenni ekki að lesa hana, enda hef ég sennilega gert það áður því ég er ánægður með þessa síðu og hef lesið mest allt hérna inni) verð ég að halda mig við þá skoðun að STUNDUM FINNST MÉR (reyndar mjög oft) þið verja hann þó hann eigi gagnrýni skilið. Einar, taktu eftir að í ummælum #21 sem ég skrifaði sagði ég “mér finnst stundum” ég sagði EKKI “alltaf”.

    Mun ekki skrifa meira um þessi kaup, en enda á því að segja að Einar, Kristján og Aggi hafa ekki komið með nægilega góð rök fyrir þessum kaupum/samningsgerð til að ég fari ofan af því að ég sé ósáttur við þetta. En vonandi mun leikmaðurinn koma mér á óvart og láta mig éta þetta allt ofan í mig.

  19. Jæja það er spurning að slaka aðeins á pirringnum,
    annars held ég að ástæðan fyrir þessum kaupum sé einföld:
    Það er ekki hægt að hafa fjórða framherja sem heimsklassa leikmann því hann sættir sig ekki við það. Best væri að hafa einhvern bráðefnilegan til að taka þessa stöðu en Benitez telur sig kannski ekki hafa þann mann til staðar eins og er. Þetta er leikmaður sem veit væntanlega hvað sitt hlutverk er og hefur raunhæf markmið.

    Svo má við þetta bæta að hann er kannski að leita að einhverju taktísku og sér þennan mann detta vel inní eitthvað ákveðið leikskipulag. Þetta eru bara getgátur en það er vita mál að menn verða ekki mikið taktískari en Benitez. Einnig er Benitez mikið fyrir það að hvíla menn og hefur kannski þörf fyrir extra breiðan hóp miðað við aðra, ég held að hann hafi ekkert orðið of sár yfir því að hafa tapað fyrir Arsenal í bikarnum þar sem liðið fær meiri hvíld til þess að undirbúa sig fyrir Barcelona. Kannski vill hann breikka hópinn enn meira til að takast á við allar keppnir á næsta tímabili og þá er um að gera að fá menn sem sætta sig við að leika aukahlutverk. Menn á seinasta séns til að spila fyrir stórklúbb eru þeir sem sætta sig við hugsanlegt aukahlutverk.

    Persónulega held ég að allir vildu frekar hafa bráðefnilega menn í þessu hlutverki, þar með talið Benitez en þar sem hann vill ekki borga rugl fjárhæðir þá þarf hann að leita frekar ungt, þ.e. til manna sem hafa ennþá ekki slegið í gegn á “top level”. Gallinn við þá er að þeir eru ekki tilbúnir í aðalliðið. Menn sem eru komnir yfir tvítugt og eru stórefnilegir eru fáránlega dýrir því að topp klúbbarnir enda með að borga þessar fjárhæðir.

    Gefum ungmennum Benitez 2-3 ár og sjáum hvort að hann viti hvað hann er að gera.

  20. Alveg er það merkilegt með ykkur sem tala um Voronin sem pottþéttan meðalskussa, flestir ykkar hafið líklega aldrei séð hann spila enda fylgjast krakkar í dag eingöngu með enska og spænska boltanum.
    Hefur einhver ykkar horft á svo mikið sem einn leik í þýsku deildinni?

    Þetta er leikmaður sem spilaði vel á síðasta HM. Kemur á free transfer og er með margra ára reynslu í CL. Fínn, agaður og fjölhæfur leikmaður sem er sáttur við að vera 3-4 striker í góðu Lverpool liði sem vinnur titla.
    Þetta er víst ekki nógu gott fyrir ykkur…

    Gefa ungu strákunum séns – hvaða ungu sóknarmönnum? Neil Mellor? Harry Potter? :rolleyes:
    Unglingastarfið er bara búið að vera í rúst undir stjórn Steve Highway, sorgleg staðreynd en satt.
    Benitez hefur enga aðra kosti en að kaupa menn með reynslu, þekktar stærðir. Ég get lofað ykkur því að við erum virkilega heppnir af fá Voronin á frjálsri sölu.

    Á alveg sama hátt og þú þarf einhvern góðan til að sjá um skítverkin á miðjunni svo stórstjörnur geti blómstrað þarftu super-sub eins og Voronin til að halda sóknarmönnum á tánum.
    Þetta snýst um að hafa ákveðna blöndu til staðar til að skapa rétta liðsheild. Rafa Benitez veit nákvæmlega hvað hann er að fá frá Voronin, hvaða hlutverk honum er ætlað og hvernig hann vill hafa liðið uppbyggt.
    Ef hann er mjög ánægður að fá Voronin þá ættum við að samgleðast og hlakka til sumarsins í stað þess að sjá ekkert nema svartmættið í öllu og það mörgum mánuðum áður en þessi leikmaður kemur til okkar.

    Smá raunsæi strákar mínir…

  21. Það er spurning hversu margir af þessum sem telja þetta ómöguleg kaup voru spenntir fyrir komu Peter Crouch á sínum tíma. Hann er nú ekki mikið yngri og sennilega ekki margir sem bjuggust við að hann myndi slá í gegn eins og hann gerði og hann kostaði nú þó nokkuð mikið meira en Voronin. Voronin er líklega að fara að taka stöðu Robbie Fowler og þar með er þetta alveg pottþétt að bæta hópinn því að Fowler hefur nú aldeilis ekki fundið sitt fyrra form eftir endurkomuna. Sá einhver Voronin spila á HM? Það sem ég sá til hans lofar a.m.k. góðu fyrir varamann.

  22. Get ekki séð að leikmaður sem skorar 6 mörk í 28 leikjum sé að bæta Fowlerinn mikið upp. Þar sem hann er búinn að skora 5 mörk í 6 byrjunarliðsleikjum.

    Frábært framtak, 27 ára, las einhversstaðar að hann talaði ekki ensku og tölfræðin hjá honum gefur til kynna að hann nái ekki einu sinni meðalmennsku af striker að vera. 5 mörk í 40 leikjum hjá landsliðinu. 6 í 28 með félagsliði.

    Hans besta tímabil 2.deild í þýskalandi :S.

    Mér finnst skítalykt að þessu, en að sjálfssögðu verðum við að treysta RB. Ég var bara að vonast eftir “alvöru” striker.

    Rakst reyndar á ansi skemmtilega tölfræði á http://www.lfchistory.net varðandi framherja Liverpool. Undanfarin 6 ár hafa allir leikmenn sem hafa skorað fleiri en 13 mörk á tímabili verði seldir að undanskildum SG ( nátturulega ekki hægt að telja hann með þar sem hann skoraði 7 mörk á móti FH og KR í undan undan undan keppni CL ).

    Nú er Crouch kominn yfir 13 mörkin, er ekki bara búið að finna replacement fyrir hann.

  23. Gunni við munum pottþétt kaupa “alvöru” striker í sumar, jafnvel 2 stykki skiluru.

    Auk þess eru þetta frábær skilaboð frá Rafa með þessum kaupum;
    ÞÓ NÝBÚIÐ SÉ AÐ KAUPA KLÚBBINN ÞÁ ER lIVERPOOL ÁFRAM SKYNSAMLEGA REKIÐ FÉLAG….

    Þessi kaup róa aðdáendur vonandi niður og þeir gera raunhæfari væntingar svo við förum ekki að gleyma okkur í einhverjum brengluðum CM-leik.

    Ég þakka bara Guði fyrir að fyrstu kaup okkar eftir yfirtöku voru ekki að kaupa Ferreira og Tiago á c.a. 30m punda. Það er fyrir neðan okkar virðingu að herma eftir Chelsea viðbjóðinum.

Yfirlýsing frá Rafa

Barcelona á morgun!