Yfirlýsing frá Rafa

Jæja, Rafa Benitez hefur gefið út yfirlýsingu varðandi atburðina í Portúgal, sem að [Kristján skrifaði um í gær](http://www.kop.is/gamalt/2007/02/17/21.43.13) – þannig að það er augljóst að eitthvað hefur gerst, þrátt fyrir að ég sé nokkuð viss um að sögur fjölmiðla séu eitthvað kryddaðar. Allavegana, [yfirlýsingin birtist á opinberu heimasíðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155023070218-1547.htm) og lítur svona út:

>”I met this morning with the entire first team squad and made it absolutely clear to all of them the responsibilities that come with playing for this club and the way they are expected to conduct themselves both on and off the pitch.

>”The players worked extremely hard at last week’s training camp, but we will take disciplinary action and fine any of them who are found to have breached club rules during our stay in Portugal. I’ve told the players this and they understand and accept the decision I have taken.

>”Despite reports to the contrary, the spirit amongst the lads is very good with everyone looking forward to the game against Barcelona on Wednesday.

>”We remain totally focussed on what will be a very tough game against the defending European Champions.”

Jæja, það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari. Vonandi að menn geti notað þetta mótlæti sem enn frekari hvatningu gegn Barca á Camp Nou á miðvikudaginn.

35 Comments

  1. Það er greinilegt að það hefur eitthvað gengið á, það er alveg á hreinu. Hvort það var eins mikið og fjölmiðlar halda fram hef ég ekki hugmynd um og í raun og veru er mér alveg sama. Ef menn geta ekki hagað sér almennilega í æfingabúðum fyrir einn stærsta leik ársins þá eiga þeir ekki skilið að spila fyrir Liverpool. Og að tala um að menn þurfi að fá útrás… Þessir menn fá tækifæri til þess að fá útrás í hverri viku, í hvert einasta skipti sem þeir spila fyrir LFC, Þeir eiga ekki að þurfa að slást við hvorn annan til þess að fá útrás og ég get ekki ímyndað mér að innbyrðis deilur geri einhverju gott, jafnvel þó að enginn drepist. Í mínum huga á hiklaust að refsa þeim sem voru í ruglinu þarna og ég er nokkuð viss um að ef Bellamy og Pennant eiga í hlut þá mun Rafa taka á því og losa sig við þá báða.

  2. Hvað eru menn að hugsa að drekka nokkrum dögum fyrir leik, óháð því hver mótherjinn er. Svona leikmenn vill maður ekki hafa í liðinu!!! Vantar metnað, virðingu og fagmennsku! Lið vinna ekki titla í dag með svona hauslausa drengi (Bellamy, Pennant). Ef þessar fréttir reynast sannar,(ábyggilega einungis Benitez og leikmennirnir sjálfir vita hvað gerðist) er aðeins eitt í stöðunni og það er að losa liðið við svona hauslausa apaketti!

  3. Ég held að Bellamy sem með vel undir 10 í forgjöf, þannig að þetta hefur sennilega ekki verið notalegt fyrir Riise.

  4. Bellamy var víst að reyna að halda uppi móralnum í hópnum þar sem hann var fúll yfir því að Riise vildi ekki syngja í karókí. Eða svo segir Mogginn allavegana.

    En það verður fróðlegt að sjá hverjir fá refsingar.

    Mín spá er allavegana sú að Pennant og Bellamy hefðu ekki verið í liðinu á móti Barca. Annaðhvort verður hægri hliðin skipuð Arbeloa og Finnan eða Finnan og Gerrard. Og framherjarnir verða Kuyt og Crouch.

  5. Það var lagið. Taka bara leikmennina sem hafa verið að spila illa í vetur eins og Riise og berja þá með golfkylfum. 🙂

    Bellamy er algjör snillingur. 🙂

  6. Eins og maður bjóst nú við, þá virðist einhver fótur vera fyrir sögunum, en að vanda er málið gert mun stærra og vel kryddað. Núna er talað um að nöfn Robbie Fowler og Pennant hafi verið dregin inn í þetta vegna fortíðar þeirra og að sögn þá er Pennant að skoða grundvöll fyrir málssókn þar sem hann kom hvergi nærri. Það eru víst 3 leikmenn sem sitja í súpunni og eiga von á sekt sem samsvarar launum fyrir tvær vikur. Það eru þeir Bellamy, Riise og Dudek.

    Eftir því sem maður les meira út úr þessu, þá virðist hlutur Dudek hafa verið einna verstur. Hann var ofurölvi og var handjárnaður um tíma. Bellamy og Riise lentu í mikilli rimmu, en það er víst rangt að Bellamy hafi barið hann með golfkylfu. Hann barði víst fast á dyrnar hjá honum og potaði eitthvað í hann og hellti sér yfir hann. Það verður fróðlegt að sjá hvernig unnið verður úr þessu máli sem er mjög slæmt svona PR lega séð. Það er ákaflega leiðinlegt að Dudek skuli klikka svona á lokametrum síns ferils hjá félaginu og bjóst maður alls ekki við þessu frá honum. Hitt kemur mér svo bara ekki á óvart. Riise og Bellamy eru einfaldlega Riise og Bellamy. Mjög dapurt hjá þeim og ættu menn að skammast sín fyrir slíkt. Þrátt fyrir að þetta sé ekki nærri eins alvarlegt með þá eins og talað var um í byrjun, þá er þetta engu að síður skammarlegt þegar menn geta ekki hagað sér eins og menn.

  7. Ég vill fá alla sem stóðu í þessu út úr hópnum fyrir leikinn við Barca.

    Í fyrsta lagi að þeim skuli detta það í hug að drekka innan við viku fyrir leik. Þetta lýðst ekki einu sinni í þriðjudeildinn hérna heima!!!

    Pennant og Bellamy eru að fara að spila sinn stærsta leik á ferlinum og detta í það nokkrum dögum fyrir leik.

    Ég er orðlaus

  8. Fyrir það fyrsta þá var þetta 6 dögum fyrir leik og það er alveg greinilegt að liðið fékk leyfi til að fara út að skemmta sér og virðist sem flestir hafi staðið undir því trausti.

    Ég er líka á því að það sé í rauninni búið að staðfesta það að þetta var eitthvað “smotterí”, því ef eitthvað hefur gerst sem væri í námunda við það sem þetta Portúgalska blað birti, þá væri nú þegar búið að gera eitthvað mun drastískara. Rafa er mikill aga maður og hefur hingað til ekki verið hræddur við að refsa hart þegar kemur að agabrotum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sagan í raun og veru var.

    Þeir félagar Bellamy og Riise voru víst mestu mátar á æfingu í morgun og vænti ég þess að þetta hafi fyrst og fremst verið hörkurifrildi þeirra í milli. Ef Bellamy hefði lagt til hans með golfkylfu, þá held ég að hann hefði ekkert verið á æfingu í dag, simple as that. Það breytir því þó ekki að menn verða að kunna sér hófs þegar menn fá að fara út og fá sér nokkra öllara. Þeir sem fengu sér aðeins of marga eru væntanlega þeir sem eru sektaðir og þá fyrst og fremst vegna þess. Ef um hefði verið að ræða eitthvað annað en rifrildi, barsmíðar eða eitthvað í þá áttina, þá er ég pottþéttur á því að við værum að sjá mun harðari refsingar en einhverjar sektir.

  9. Sko, þetta er tvíeggjað sverð:

    1. Þetta gerist sex dögum fyrir leik og í æfingabúðum. Menn hafa verið ofan í hver öðrum alla vikuna og því kannski einhverjir orðnir þreyttir á hver öðrum, og jú menn mega alveg borða eitt súkkulaðistykki eða drekka nokkra bjóra sex dögum fyrir leik. Þessir gæjar eru menn, ekki vélmenni, og þótt það sé sennilega betra að menn drekki ekki gera það þó sumir (og sumir þeirra reykja líka, hvort sem menn trúa því eða ekki) og því er ekkert að því að menn fái sér í glas.

    2. Hins vegar þá er ljóst að einhverjir fóru yfir strikið. Hvort Bellamy þrífótbraut Riise eða bara öskraði á hann með kylfu í höndunum skiptir ekki öllu máli, þeir virðast hafa sæst og því ættum við að geta lagt þetta mál til hliðar. Hafið þið aldrei rifist við samstarfsaðila eða aðra nána ykkur og svo sæst við viðkomandi? Þótt Bellamy og Riise hafi rifist og jafnvel skipst á höggum eða eitthvað slíkt er ekki þar með sagt að þeir verði svarnir óvinir um ókomin ár.

    Rafa hefur gefið út yfirlýsingu, menn hafa verið sektaðir og virðast hafa tekið því þegjandi og hljóðalaust, mórallinn í liðinu virðist vera í lagi og málinu er lokið að mínu mati. Óþarfi að velta sér mikið frekar upp úr þessu, pælum frekar í leiknum sem er framundan. Það eru Riise, Bellamy & Co. örugglega að gera núna.

  10. Mjög fyndið að sjá myndirnar af helgaræfingu Liverpool á opinberu síðunni – þar er mikið lagt upp úr því að sýna menn hlæjandi, brosandi og faðmandi hvern annan. Og a.m.k. tvær myndir af Riise og Bellamy í góðu stuði. Sjá hér :biggrin2:

  11. Alltaf að koma meira og meira í ljós. Svo virðist sem að leikmennirnir séu fyrst og fremst sektaðir fyrir að brjóta þá reglu að þeir áttu að vera komnir inn á hótel fyrir klukkan 12:30. Einir 6 leikmenn sektaðir fyrir það.

    Það er líka nokkuð ljóst að gera átti Bellamy sem “Scapegoat” í þessu máli. Þetta er greinilega fellibylur í staupi. Það sem Rafa er víst ósáttastur með er að einhver lak þessu í pressuna og þá varð fjandinn laus og sagan gerð miklu æsilegri en ella.

    Svo missti Carra af öllu fjörinu, fór í jarðaför til Liverpool :rolleyes:

  12. Nei ég var ekki búinn að sjá póstinn hjá SSteina þegar ég skrifaði minn.

    En þetta er samt skrítið mál.

  13. SSteini, Riise kom víst þeim skilaboð til fjölmiðla hérna Noregi í gegnum ráðgjafa sinn að hann drakk ekki einn dropa af áfengi og þar með talinn bjór þetta kvöld og var einnig kominn uppá herbergi innan þess tímaramma sem var settur.

    Riise mun því samkv. því sem ég hef lesið vera mjög ósáttur við þessa sekt frá Rafa & co. þar sem hann telur sig vera saklausan.

  14. “Svo virðist sem að leikmennirnir séu fyrst og fremst sektaðir fyrir að brjóta þá reglu að þeir áttu að vera komnir inn á hótel fyrir klukkan 12:30. Einir 6 leikmenn sektaðir fyrir það”.

    Bellamy hlýtur þá að hafa komið helvíti seint inn því samkvæmt MBL fær hann 80.000 punda sekt.

  15. Bjarki, ef menn fá sekt sem nemur launum tveggja vikna og menn hafa 40.000 pund í vikulaun, stemmir það þá ekki? Held að sektin miðist nú ekki við það hversu margar mínútur framyfir útivistartímann liðu, heldur hvort menn brutu regluna eða ekki.

    Held að Riise sé í aðeins verri málum en aðrir, því það virðist alltaf meira og meira benda til þess að hann hafi lekið þessu út í fjölmiðla og Rafa er æfur yfir því að þessu hafi verið lekið út. Kannski er sektin hans tilkomin vegna þess. Mér finnst einnig afar hæpið að Riise hafi verið sektaður án nokkurrar ástæðu. Samkvæmt því sem maður heyrir þá hafa allir aðilar sæst í málinu og sætt sig við refsinguna sem þeir fengu.

  16. Bascombe segir í dag að allar sektir og svo framvegis hafi verið afgreiddar á föstudaginn síðasta. Ef þessu var svo lekið út um helgina þá stemmir þetta ekki varðandi Riise.

  17. Var að kíkja á myndirnar á opinberu síðunni. Fyrir hvern fjandan eru þeir að æfa?!?

  18. þetta er nú bara týpisk upphitunaræfing sem er oft notuð….m.a. til að hrista mannskap saman.
    Sem var kanski vel viðeigandi í þessu tilviki:)
    Þetta rugl allt saman þjappar bara hópnum vonandi betur saman fyrir komandi átök.

    kv stefano

  19. Ekki veit ég þetta fyrir víst Mummi, hef eiginlega ekki hugmynd um þetta með Riise. Það eina sem maður veit er að hann var sektaður af Rafa, og einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því. Það er einnig nokkuð ljóst að einhver lak þessum fréttum og með því fyrsta sem sást var komment frá umbanum hjá Riise. Vel getur verið að lekinn hafi verið ljós strax á föstudeginum.

    Ég allavega hef enga trú á því að Riise hafi verið sektaður bara út af því að hann sé rauðhærður. Ef hann hefur fengið sekt, þá er alveg bókað mál að eitthvað hafi hann unnið sér til saka.

  20. Ég vil nú taka undir með SSteini því mér finnst þetta lítið mál. Smá fyllerísrugl sem blásið er upp af fjölmiðlum.

    Ég held að þetta sé nú ekki merkilegra en það að menn hittast svo á æfingu daginn eftir – hlæja að öllu ruglinu og þjappa sér saman fyrir Barca leikinn.

    Mér finnst samt gott að golfkylfan skuli vera komin út úr sögunni því menn eiga að ganga vel um golfsettið sitt. 🙂

    Vona svo innilega að Benites hafi vit á því að stilla upp sínu sterkasta liði á miðvikudaginn því við þurfum vissulega á öllum mannskapnum að halda. Svo er líka tilvalið fyrir þá sem gerðu mistök um helgina að bæta fyrir þau með góðum leik.

    Áfram Liverpool!

  21. >Ég vil nú taka undir með SSteini því mér finnst þetta lítið mál. Smá fyllerísrugl sem blásið er upp af fjölmiðlum.

    Ok, setjum þetta aðeins í samhengi. Segjum að það sé rétt sem að Guardian [segir í dag](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2016248,00.html):

    >Although things calmed down as the group dispersed and headed for their rooms, Bellamy apparently felt he had lost face in front of his team-mates and, having armed himself with a golf club, tracked down Riise before allegedly swinging it at his legs.

    Ok, nú finnst mönnum þetta eitthvað fyndið af því að þetta er Riise. En ímyndið ykkur ef þetta er rétt! Ímyndið ykkur að þetta hefði verið Gerrard eða Carra eða Xabi í staðinn fyrir Riise og að Craig Bellamy hefði sveiflað golfkylfu á **lappirnar** á þessum mönnum nokkrum dögum fyrir stærsta leik ársins!

    Og ímyndið ykkur ef þeir myndu slasast.

    Ef þetta er rétt þá vil ég ekki sjá Craig Bellamy spila aftur fyrir Liverpool. Svo einfalt er það. **Ef þetta er rétt** þá lagði hann heilsu annars leikmanns í hættu að yfirlögðu ráði og það er einfaldlega ekki hægt að fyrirgefa slíkt.

  22. Ekki oft sem við Hössi erum alveg sammála 🙂

    Alveg sammála því Einar, ef þetta er rétt og að hann hafi gert tilraun til að skaða manninn með þessari golfkylfu, þá á að taka fast á því máli, engin spurning.

    Ég er líka á því að Craig Bellamy væri ekki einu sinni á æfingu með aðalliðinu í dag ef þetta hefur verið raunin. Hvaða refsingu teldu menn við hæfi ef atburðarrásin hafi verið á þessa leið:

    Craig og John hnakkrífast á barnum, skildir í sundur og uppistandið kom mjög illa út fyrir Craig. Þeir koma upp á hótel og Craig hellir sér yfir John með golfkylfu í hönd og segir að hann muni buffa hann ef hann geri aftur lítið úr honum fyrir framan almenning.

    Ekki gott heldur, alveg klárt mál. Það er samt eitt þegar tveir “félagar” sem þekkja hvorn annan ágætlega, hnakkrífast og hóta hvorum öðrum barsmíðum ef hlutirnir gerast aftur, eða þá að beita hreinu og kláru ofbeldi. Það væri nú þegar orðið stór alvarlegt mál ef það seinna hefði gerst og þá væri Rafa væntanlega ekki með áhyggjur að því að Craig væri gerður að einhvers konar “scapegoat”.

    Því miður veit maður ekki hvað gerðist þarna, hvort um einhvers konar “djók” hafi verið um að ræða sem fór úr böndum eða bara almennt hvað nákvæmlega gerðist og hvers vegna. Chris Bascombe er yfirleitt sá aðili sem veit hvað mest hvað gerist innanbúðar hjá liðinu, og hann virðist gera lítið mál úr þessu öllu saman (þótt auðvitað Liverpool FC vilji það og beiti þrýstingi á alla aðila). The Guardian er ekki að koma með neitt annað en þá sögu sem kom fyrst fram með þetta, ekkert nýtt source þarna eða neitt. Ég er alltaf að verða sannfærðari um það að þetta sé gríðarmikill stormur í pínulitlu vatnsglasi.

    Kannski er það meira óskhyggja en annað…

  23. Fyrir þá sem finnst í lagi að drekka áfengi viku fyrir leik.
    – áfengi hefur áhrif á, þol, einbeitingu, snerpu, tækni, samhæfingu.

    Og þetta getur haft áhrif í langan tíma (meira en viku), þótt lítið sé drukkið. Og samkvæmt þessari sögu voru sumir að drekka meira en lítið.

    Höfum við efni á að menn séu ekki með þol, einbeitingu, snerpu, tækni, samhæfingu í eins góðu ástandi og huxast getur. getum við leyft þessum mönnum að drekka sig fulla nokkrum dögum fyrir leik eins og þennan?

    Erfitt að skilja rökstuðninginn hjá þeim sem finnst það í lagi.

  24. VIÐ leyfðum engum að drekka neitt. Það var Management teymið sem leyfði þeim að fá sér örlítið í tánna og hafa greinilega metið það sem svo að það væri mikilvægar að hópurinn myndi hrista sig meira saman, þó það gæti komið niður á kannski 1% af þoli manna viku seinna. Þeir hafa væntanlega ekki planað að menn “hristu” sig svona mikið saman. 😯

  25. >Við erum betur settir án Riise 100% 🙂

    Ok, hver á þá nákvæmlega að spila í vinstri bakverði? Riise er ekki sá besti í heimi (allavegana ekki einsog hann hefur spilað að undanförnu), en förum ekki útí vitleysu.

  26. Er ekki allt í lagi með menn? Þetta kemur því NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT VIÐ hvaða skoðun stuðningsmennirnir hafa á Riise sem knattspyrnumanni. Málið er bara að Bellamy:

    a) – reifst við mann sem spilar nær alla leiki Liverpool í öllum keppnum

    eða

    b) – sló með golfkylfu í fæturnar á manni sem spilar nær alla leiki Liverpool í öllum keppnum.

    Ef svarið er A þá eru þeir væntanlega búnir að sættast og málið dautt. Ef svarið er B hefur Craig Bellamy einfaldlega ekkert erindi í lið eins og Liverpool. Þú getur ekki talað um ást þína á klúbbnum og metnað til að afreka hluti með liðinu og svo slegið í fæturna á lykilmanni út af persónulegum pirringi.

    Svarið kemur væntanlega ekki fyrr en í sumar. Ef Bellamy sló Riise í fæturna með kylfu verður hann seldur í sumar, svo mikið er ég viss um. Ef þeir rifust er málinu væntanlega þegar lokið og tilgangslaust fyrir okkur að ræða það.

    Allt tal um að Riise hafi átt hlutina skilið af því að hann sé einfættur, leiðinlegur eða rauðhærður er hins vegar af heimskara taginu og ég bið menn vinsamlegast um að hætta slíku.

  27. Hér með hef ég gefið endanlegt frat í fagmennsku íþróttafréttamanna á Íslandi. Þarf aðeins að róa mig niður, því mér er skapi næst að skrifa eitt stykki æðiskasts blogg pistil hérna inn.

    Sá einhver umfjöllun Stöðvar 2 áðan? Það er greinilegt að þá skiptir engu máli hversu ábyggilegir miðlarnir eru sem þeir taka ruslið frá. Þarna var það staðfest að Bellamy barði Riise með kylfu í lappirnar eftir að hafa brotið niður hurð í herbergið hans. Enginn miðill hefur getað sagt fyrir um það hvernig þessir atburðir voru, en Stöð 2 virðist geta það. Hann var líka greinilega sá eini sem fékk sekt og það fyrir að berja Riise.

    Eins tilgreindu þeir þá Robbie Fowler, Jerzy Dudek og Pennant og sögðu þá vera með almenn drykkjulæti og ofurölvi. Álit mitt á Hansa blessuðum og reyndar fleirum er bara gjörsamlega farið. Það hefði verið einfaldasta mál í heimi að skýra frá þessum fréttum á réttan hátt, en það kom auðvitað ekki til greina hjá þessum amatörum. Ömurlegt til að vita að menn skuli vera á fullum launum við að semja og skrifa íþróttafréttir en eru svo gjörsamlega sneiddir öllu sem heitir að meta ábyggileika fréttamiðla. Svo mikið er víst að ábyggileiki þeirra hjá Stöð2 og Vísi er alveg við frostmark.

  28. Já ég sá “íþróttafréttirnar” á stöð 2 áðan, það var ekki bara fullyrt að Bellamy hafi barið Riise með golfkylfu, heldur barði Bellamy Riise HVAÐ EFTIR ANNAÐ eftir að hafa ruðst inná herbergið hans. Ef maður er barinn hvað eftir annað með golfkylfu í fæturna þá er maður ekkert að fara að labba mikið á næstunni, hvað þá spila fótbolta.

  29. Já það er glæsilegt hjá 365 að ráða Hans Steinar og Valtý Björn sem íþróttafréttamenn, maður er meira að segja farinn að þakka fyrir Henry Birgi eftir að hafa fylgst með þeim snillingunum.

Voronin til Liverpool?

Rafa um Voronin.