Cruyff um LEIKINN

Jæja, það er svosem lítið að gerast hjá Liverpool enda okkar menn í Portúgal að undirbúa sig undir LEIKINN á miðvikudag á meðan að lið á Englandi berjast um það hverjir fái að taka við enska bikarnum, sem er núna í góðri geymslu á Anfild.

Johann Cruyff tjáir sig [aðeins um leikinn](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_headline=cruyff-fears-rafa%2Ds-reds–%26method=full%26objectid=18635686%26siteid=89520-name_page.html) og segir Liverpool vera það lið sem væri líklegast allra liða til að stöðva Barcelona í Meistaradeildinni.

>”But with Dirk Kuyt and Peter Crouch up front Liverpool are playing some excellent stuff.

>”The two of them form an enormously good partnership and in the air nobody wins anything against them.

>”If Barcelona are forced back then every throw-in or set-piece will result in a problem – and you could see Liverpool overpowering them.”

Það verður nokkuð athyglisvert að sjá hvernig Rafa mun leggja leikinn upp gegn Barca, en ég er sannfærður um að Peter Crouch mun leika stórt hlutverk í þessum leikjum. Hann hefur verið **frábær** í Meistaradeildinni og þrátt fyrir að hann hafi fengið færri tækifæri á Englandi en í fyrra, þá er á pottþéttur á því að hann eigi eftir að koma mikið við sögu gegn Barcelona. Varnarmenn á meginlandinu eiga oft í miklum erfiðleikum með hann.

En allavegana, ég er orðinn verulega spenntur fyrir miðvikudeginum.

7 Comments

  1. Af hverju í ósköpunum ætti þetta að vera kaldhæðni hjá Cruyff? Hafa Kuyt og Crouch ekki verið frábærir í Meistaradeildinni? Vann Liverpool ekki riðilinn sinn með metfjölda stiga?

    Hefur Liverpool ekki slegið Barca út áður á undanförnum árum?

  2. er þetta ekki bara sálfræðileg kaldhæðni.. Jú jú þetta eru góðir strikerar en samt ekki gaurar til að tjá sig um á þennan hátt nema hafa eitthvað óhreint í pokahorninu.

  3. Eruð þið ekki að grínast? Frægur fótboltakappi sem þekkir vel til Dirk Kuyt og þjálfaði eitt sinn Barcelona-liðið ákveður að hrósa framherjum Liverpool, og þið aðdáendurnir getið ekki fyrir nokkurn mun trúað því að hann meini það?!?

    Hafa menn svona litla trú á liðinu? Hvað mynduð þið gera ef einhver labbaði upp að ykkur og segði að þið væruð myndarlegir? Mynduð þið líka gera lítið úr þeirri skoðun?

    Ég skil ekki þessa tilgangslausu neikvæðni. Liðið er ekki fullkomið og Crouch & Kuyt hafa sína ókosti sem framherjar, en fjandinn hafi það ef menn geta ekki tekið hrósinu jafnt og gagnrýninni, til hvers eru menn þá að pæla í þessu yfir höfuð?

  4. Strákar ekki vera svona ótrúlega miklir ( ).
    Crouch hefur verið að spila mjög vel í Meistaradeildinni og varnarmenn á meginlandinu kunna flestir ekki að spila á móti honum.

    Cruyff veit eins og flestir hollenskir leikmenn allt um taktík og hann veit af veikleika Barcelona fyrir háum sendingum og talar líka þarna um að enskum liðum verður að halda langt frá marki. Liverpool hafa einmitt leikmenn sem geta tekið niður langar sendingar til að halda boltanum hátt uppi á vellinum. Crouch kann að taka boltann niður með kassanum og skila honum áfram til vel staðsetts Kuyt.
    Barcelona láta bakverðina taka vel þátt í miðjuspilinu og ef sóknarmenn ná að skýla boltanum vel þá er möguleiki að kantmenn okkar nái að komast á bakvið þá og fái fríar sendingar fyrir mark. Eða háar sendingar á framherjana sem eru skallaðar snyrtilega út og síðan kemur Gerrard á ferðinni í skotið, muna eftir West Ham-FA Cup.
    Svona mun Liverpool mjög líklega spila á miðvikudaginn.

    Skiljiði núna af hverju Cruyff er ekki með kaldhæðni heldur að vara leikmenn Barcelona við ákveðinni hættu?

    Ef þið þrír hafið ekki tekið eftir þá er þessi leikur ekki í ensku deildinni heldur Champions League, Núverandi Liverpool lið spilar alltaf best þar vegna þess að við höfum menn eins og Crouch,Gerrard og þjálfara í Rafa Benitez sem hafa þetta extra element sem þarf í þessum varnarsinnaða bolta sem er spilaður í CL.

    Liverpool hefur sóknarmenn sem henta mjög vel á móti miðvörðum Barca og þeir hafa líka sóknarmenn sem henta mjög vel á móti t.d. Riise Úrslitin munu fara eftir því hvort lið hefur sterkari taugar og nær að stjórna flæðinu á miðjunni með hröðum færslum. Bæði lið munu reyna verja veikleika sína og þetta verður mjög taktísk barátta pínu ólíkra liða til að byrja með. Því lengur sem Liverpool halda hreinu því líklegri eru þeir.

    Reyndar kæmi mér ekki alveg á óvart ef Rafa myndi taka áhættu og láta Liverpool pressa í upphafi leiks til þess að slökkva á aðdáendum Barca, gæti samt orðið mjög tvíeggjað því ef Barcelona skora snemma þá verður allt vitlaust á vellinum og leikmenn þeirra munu gleyma innbyrðis deilum síðustu daga og einbeita sér að spila fótbolta. Skori annaðhvort liðið snemma gæti það hreinlega ráðið úrslitum í þessari rimmu.

  5. Hver fær að spila humm
    The following was reported by Portugal?s Record. It seems that trouble has a habit of following Liverpool around.

    Liverpool?s last night in the Algarve, where they trained this last week, was quite troubled. Several players were involved in shameful events that only ended when the authorities intervened around 4am on Friday.

    Acording to witnesses the players used the fact that Benitez had gone to Vilamoura to have fun. But some of the 15 strong group that went to Monty?s bar in Vale do Lobo got out of control.

    Beers were drunk all night and some players lost count of how much they had. To avoid trouble the British were ?invited? to leave the bar, but this didn?t mean the end of the matter, despite the efforts by captain Gerrard and Peter Crouch.

    When they arrived back at the Barringtons apartment complex, the drunkest players (Dudek, Fowler and Pennant amongst them) damaged cars, electricity boxes and even the inside of some houses, by using golf clubs!

    The situation only calmed down when police arrived, during which time they had to cuff Dudek who had tried to headbutt an officer. While this was going on witnesses stared in disbelief.

Stóð Evans sig betur en almennt er talið?

Ha? WTF? (uppfært)