Stóð Evans sig betur en almennt er talið?

Það er athyglisverð grein í [The Guardian um Roy Evans](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/02/15/on_second_thoughts_roy_evans.html) og hans ár sem stjóri. Var hann lélegur stjóri eða náði hann of góðum árangri með lélegt lið? Fjarlægðin gerir fjöllin blá, er það málið með Roy eða var hann of hart dæmdur? Hvers vegna muna allir eftir að Keegan stjórnaði Newcastle gegn Liverpool þegar þeir töpuðu 3-4 í frábærum leik en enginn minnist á Evans? Athyglisvert.

Það er klárt mál að Roy var með afar skemmtilegt og efnilegt lið í höndunum en það er einnig ljóst að það vantaði kannski heimsklassa leikmenn til að komast með liðið alla leið.

Það hefur mikið verið talað um kremuð Armani föt, Spice Boys o.s.frv. í tíð Roy og hvernig lítill agi var á liðinu en þegar litið er á lokastöðuna undir stjórn Roy þá kemur hann í raun betur út en bæði Houllier og Benitez.

14 Comments

 1. Evans var minn maður og ég bíð en eftir jafn skemmtilegu Liverpool liði. Ástæðan fyrir því ég féll fyrir fótbolta voru sennilega þessir frábæru leikir sem þetta lið bauð uppá. En Liverpool er svosem ekki hættir dramatíkinni. Ágætis leið til að lýsa liðinu kemur fyrir í greininni þó svo hún sé takmörkuð við Evans þar “The problem for Evans was that the highs were so high that they left observers bemused as to how the lows could possibly be so low”

  Áfram Liverpool!!!

 2. Það verður nú bara að segjast að það er ótrúlegur fjöldi leikmanna sem spilaði aldrei betur en þeir gerðu undir stjórn Roy Evans, leikmenn eins og Stan Collymore, Jamie Redknapp, Jason McAteer, Steve Harkness, Dominic Matteo, Phil Babb, John Scales, Neil Ruddock, Robbie Fowler, Steve McMannaman og fleiri. Það er kannski helst að David James hafi bætt sig eftir að hann fór frá Liverpool Jú, jú, sumir þessara leikmanna geta kennt aldri eða meiðslum um að þeir náðu ekki sömu hæðum síðar á ferlinum en engu að síður.

  Einnig fannst mér athyglisvert að lesa um skoðanir Robbie Fowlers á Evans en hann ber honum afar vel söguna í ævisögu sinni… annað en má segja um Houllier… og Fowler segir einnig að ef þessi kjarni hefði fengið að halda sér þá hefðu þeir átt mun betri séns á enska titlinum en þeir gerðu undir Houllier.

  Það sem ég held að hafi fyrst og fremst gert út af við Roy Evans var algert titlaleysi. Einn stakur deildarbikartitill í stjóratíð hans verður nú að teljast frekar dapurt og það held ég að geri það að verkum að stjóratíðir Houlliers og Benitez líta töluvert betur út.

 3. Það verður líka að hafa í huga að Evans fékk ekki þá fjárveitingu sem hann vildi. Hann t.d. vildi kaupa Teddy Sheringham, Desailly og Thuram en fékk ekki pening. Ýmindið ykkur hvað þessir leikmenn hefur hjálpað okkur mikið hefðu þeir komið.

  Síðan finnst mér þetta með Spice-boys alltaf jafn kjánalegt. Við töpuðum leiknum 1-0 þar sem bæði lið voru mjög slök…ýmindið ykkur ef við hefðum unnið leikinn 1-0, þá hefði enginn sagt neitt um fötin…ég meina come on, who gives a fuck um hvernig fötum menn voru í.

 4. “Hvers vegna muna allir eftir að Keegan stjórnaði Newcastle gegn Liverpool þegar þeir töpuðu 3-4 í frábærum leik en enginn minnist á Evans?”

  Ætla nú ekkert að fara að efast um ágæti Evans, en þetta Newcastle lið Keegan hvað á tímabilinu 93-97 voru kallaðir “The Entertainers” og þykja af sumum vera skemmtilegasta lið úrvalsdeildarinnar fyrr og síðar (NB. Úrvalsdeildarinnar, ekki enska boltans).

  Svo eiga menn auðvelt með að gleyma stjórum sem ekki vinna neitt í stórliði eins og Liverpool. Það að staða liðsins í deild hafi að jafnaði verið hærri counts for nothing. Það er kannski ósanngjarnt, en ég held að þannig sé litið á feril manna hjá liðinu

  Benitez hefur t.a.m. staðið sig verr í deild heldur en fyrirrennarar sínir, en hefur unnið tvo mjög góða bikara (FA og UEFA CL) sem hans verður minnst fyrir.

 5. Liverpool spilaði frábæran bolta undir stjórn Roy Evans. Leikaðferðin var virkilega skemmtileg. Einnar snertingar bolti og Stig Inge Björnebye leit betur út en Riise þar sem hann gat gefið á samherja.

  Hins vegar hefur Rafa unnið Meistaradeildina sem er bikar sem Liverpool hefur beðið lengi eftir. Sá bikar sem fólk hefur hins beðið sem lengst eftir virðist ansi fjarlægur eins og staðan er í dag.

 6. Tek undir með Halldóri hér að ofan. Keegan er nú ekkert minnst sérstaklega fyrir þessa leiks. Newcastle spilaði á þessum árum mjög skemmtilegan sóknarbolta undir stjórn Keegans sem menn muna vel eftir.

  Hvað varðar árangur Evans var hann ekki beint glæsilegur og mig minnir að fótboltinn sem liðið spilaði hafi verið eitthvað glæsilegri enn sá sem liðið spilar í dag.
  Þessi ár sem Evans var með liðið voru mjög mögur, einn deildarbikar. Man bara að ég var mjög feginn þegar Houllier tók við liðinu með honum þar sem að sú stefna Liverpool að reka ekki framkvæmdastjóra var að gera útaf við klúbbinn.

  Houllier skilaði síðan liðinu fyrsta stóra titlinum í 10 ár (Bikarmeistaratitlinum). Benitez hefur síðan toppað allt sem gerst hefur hjá klúbbnum síðustu 15 árin. Hefur náð betri árangri á sínum stutta tíma heldur en Wenger og Ferguson voru búnir að ná hjá sínum liðum eftir sama tíma.
  Málið með Evans var að hann var alltof góðhjartaður maður sem var fínn sem aðstoðarmaður. Náði því miður ekki að halda upp miklum aga og ekki hjálpaði til að hann hafði takmarkað fjármagn milli handanna. Við skulum þó ekki gleyma því að Arsenal og Chelsea höfðu það heldur ekki á þessum tíma. Það sem Utd hafði framyfir önnur lið á þessum tíma var ERIC CANTONA!!

 7. Benitez hefur t.a.m. staðið sig verr í deild heldur en fyrirrennarar sínir, en hefur unnið tvo mjög góða bikara (FA og UEFA CL) sem hans verður minnst fyrir.

  :rolleyes: Voðalega gengur mönnum illa að átta sig á þeirri staðreynd að 82 stigin í fyrra voru besti árangur Liverpool frá því á níunda áratugnum…. Meðaltalsútreikningar út frá lokasæti í deild (sem hjá Benitez eru tvær tölur, nota bene, 2 og 5) eru fáránleg aðferð til að meta frammistöðu þessara stjóra.

 8. Hvað sem má segja um árangur liðsins undir Evans þá var hans Liverpool lið það allra skemmtilegasta á að horfa á síðustu 12-13 árum. Hins vegar vó upp á móti að horfa upp á slap-stick varnaleik Neil Ruddock, Björn Tore Kvarme, Phil Babb og félaga á þessum árum… :rolleyes: Get samt tekið undir að “high-in” á þessum árum voru skemmtilegri áhorfs en “high-in” núna eða undir Houllier.

 9. “Voðalega gengur mönnum illa að átta sig á þeirri staðreynd að 82 stigin í fyrra voru besti árangur Liverpool frá því á níunda áratugnum”

  Ég er sjálfur á því að besti árangurinn frá því 89-90 í deildinni hafi verið þau skipti sem Liverpool hefur lent í öðru sæti í deildinni (01-02).

  Það myndu margir eflaust telja árangur Liverpool betri ef þeir yrðu meistarar með 72 stig, heldur en 82 stigin í fyrra og 3.sæti. Er ekki að reyna að andmæla því að það að ná 82 stigum í fyrra var góður árangur, en tímarnir hafa breyst, og núna eftir að peningaveldið Chelsea hóf keppni, og önnur lið að reyna að halda í við þau, þá verða lið að ná 90+ stigum til að verða meistarar.

 10. Einmitt – tímarnir hafa breyst. Og því er voðalega erfitt að segja að Evans og Houllier hafi staðið sig betur en Benitez – þegar þeir voru að keppa á allt öðrum forsendum og lægri stigafjölda þurfti til að vera ofar í töflunni.

  Unnin stig segja að mínu mati meira um árangur (svona þegar verið er að reyna að bera hluti sem þessa saman) heldur en sæti í deild – af því að unnin stig eru sá hlutur sem hvert lið hefur einhverju um að ráða. Benitez hefur lítið með það að gera hvort Chelsea, Man U, Arsenal eða einhverjir aðrir ná 70, 80, 90 eða 100 stigum (fyrir utan innbyrðis viðureignir, að sjálfsögðu).

 11. ég verð að segja að manni hlakkaði nú meira til að sjá Liverpool spila undir stjórn Evans heldur en í dag.Spiluðu þá alveg stórskemmtilegan fótbolta.
  Það vantaði einhvern herslumun hjá Evans.Kanski hefði hann þurft aðeins meiri tíma.
  En ég held að menn gleymi líka þeim þáttum sem Houllier gerði á bak við tjöldin.T.d. allar aðstæður ofl.
  En Benni kallinn á eftir að færa okkur góða tíma.Þurfum samt að spila oftar meira skemmtilegan fótbolta.Hann á jú að vera skemmtun:)

 12. Eru menn gjörsamlega að tapa sér hérna?

  Má ég minna á að sá tími sem Evans stjórnaði liðinu var einn sá allra slakasti í sögu Liverpool. Agaleysi, meðalmennska og titlaleysi einkenndi þetta tímabil. Evans stjórnaði liðinu yfir 5 leiktíðir og liðið endaði aldrei hærra en 3ja sæti

  Held að ástæða þess að mönnum hlakkaði meira til að sjá Liverpool spila á þessum tíma heldur en í dag að á þessum tíma gat maður ef til vill bara séð eina beina útsendingu á viku og kannski einu sinni í mánuði sá maður Livepool spila beint.

  Árangur Evans var 51.33% vinningshlutfall
  Benitez er með 56.8%
  Bill Shankley af öllum mönnum var með 52.19%
  Bob Paisley var með 51.6%
  King Dalglish var með 60.6%,,,,enda með eitt besta Liverpool lið ever í höndunum. Hefðum sjálfsagt domenarað evrópukeppnina hefði liðið fengið keppnisrétt.

  Ég man vel eftir þessum tíma sem Evans var með liðið og liðið kannski að sækja meira en vonbrigðin eftir hvern einasta laugardag voru miklu fleiri á þessum tíma en í dag. Má ég þá frekar biðja um þann bolta sem liðið er að spila í dag þ.e.fleiri sigrar, titlar og gleðistundir.

Arsenal-Bolton í Mogganum

Cruyff um LEIKINN